Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 14.02.1964, Blaðsíða 6

Verkamaðurinn - 14.02.1964, Blaðsíða 6
Afkoma K.E.A. svipuð síðasta ór og 1962 Vörusala jókst að meðaltali um 18,2 prc. Félagsráðsfundur KEA var hald inn á miðvikudaginn, og gaf fram- kvæmdastjórinn, Jakob Frímanns- son, þar bráðabirgðayfirlit um rekstur félagsins á síðasta ári. Hann kvað enn of snernmt að spá nokkru um afkomu Kaupfé- lagsins á liðnu ári, en þó myndi mega gera ráð fyrir svipaðri af- komu og var 1962, þar eð vöru- sala hefði aukizt verulega og það hjálpaði til að standa undir mjög auknum verzlunarkostnaði. Meðal- aukningu á vörusölu frá árinu 1962 kvað framkvæmdastjórinn vera um 18.2% og einnig hefði orðið aukning á sölu hjá verk- smiðjum félagsins. Hér fara á eftir nokkur atriði úr skýrslu framkvæmdastjórans um maign móttekinna landbúnað- arvara til vinnslu og sölumeðferð ar og vinnslu sjávarafurða á veg- um félagsins: Innlögð mjóllc nam samtals 17.443.890 lítrum, og er það um 7.8% aukning frá fyrra ári. Ut- borgað var til framleiðenda á ár- inu kr. 69.774.822.05, eða sem næst 400 aurar á lítra. 1 sláturhúsum félagsins var slátrað 44.617 kindum og nam kj ötþunginn 629.342.5 kg., eða 14.6% lægri en áður. Slátrað var 5.357 kindum færra og lækkun á meðalvigt var rúmlega Vt kg- Gœruinnlegg nam 51.581 stk, 146.174 kg., eða um 16.49% lægra en árið áður. Ullarinnlegg nam 48.468 kr., eða 14 tonnum minna en árið áð- ur. Jarðepli: Teknar voru 2400 tunnur af jarðeplum til geymslu í jarðeplageymslu félagsins síðast liðið haust, eða 600 tunnum minna en árið áður. Freðfiskur unninn í hraðfrysti- húsunum á Dalvík og í Hrísey nam alls 1.320.041 kg, um 28.13% aukning frá fyrra ári. Saltfiskur frá Hrísey, Árskógs- strönd, Hjalteyri, Grímsey, Greni- vík og Akureyri samtals 335.400 kg, eða um 53.20% lækkun frá fyrra ári. VÍSA VIKUNNAR Viðreisnar- og valdoflokkar veifu draga að hún. Vilja fórna FIRÐI okkar fyrir Eyþórs-„Tún". z. Skreið samtals 86.175 kg. Þorskmjöl unnið á Dalvík og í Hrísey 593.500 kg. Þorskalýsi unnið á Dalvík, í Hrísey og á Árskógsströnd sam- tals 310 föt. Hrogn frá Hrísey, Grímsey og Grenivík samtals 179 föt. Grálúða frá Hrísey 69 tunnur. Saltfiskbitar í Hrísey 12.000 kg- Allmiklar umræður urðu á fé- lagsráðsfundinum og ýmsum fyr- irspurnum beint til framkvæmda- stjóra, sem svaraði þeim flestum greiðlega. M. a. var spurt um það, hvort ekki væri unnt að auka mánaðar- legar útborganir fyrir innvegna mjólk, þar sem tiltölulega minna væri nú borgað út á mjólkina en áður hefði verið. —- Framkvæmda stjórinn svaraði því til, að því miður væri ekki hægt að auka út- borgunina vegna erfiðleika á út- borgun afurðalána. I>á upplýsti framkvæmdastjór- inn, að innstæður félagsmanna í Samlagsstofnsjóði næmu nú 12.5 millj. kr. og hefðu aukizt um 2.1 millj. kr. á síðasta ári. Verhleoar frnMir KIA 1)6 Samkvæmt skýrslu framkvæmda stjóra KEA á fundi félagsráðs á miðvikudaginn, voru helztu fjár- festingar og framkvæmdir á veg- um félagsins þessar 1963: 1. Hafin bygging kjötvinnslu- stöðvar á Oddeyri. 2. Unnið að breytingum á búð- unum í Hafnarstræti 91 og 93. 3. Komið undir þak nýbyggingu við Byggðaveg. (Þar verður vænt anlega opnað í apríl eða maí). 4. Haldið áfram byggingu fyrir Byggingavörudeild á Gleráreyrum og er nú lokið við fyrsta áfanga. Er deildin flutt í hin nýju húsa- kynni. Þá var og Véla- og vara- hlutasalan flutt í efri hæð bygg- ingarinnar seint á sl. ári. 5. Lokið við breytingu á Hlíð- argötuútibúi. 6. Lokið við viðbótarbyggingu við útibúið á Hauganesi. 7. Lokið við stækkun vöru- geymslu í Hrísey. 8. Lokið við viðbótarbyggingu útibúsins í Hrísey. Nýja sölubúð- in opnuð 28. jan. sl. I 9. Lokið byggingu geymslu og afgreiðsluhúss fyrir Sjöfn. 10. Lokið innréttingu lítillar (kjörbúðar við Skíðabraut 4, Dal- vík. 11. Lokið byggingu mjólkuraf- greiðslu við Aðalgötu 7, Siglu- firði. Afgreiðslan er sameign Kaupfélags Eyfirðinga og Kaupfé- lags Skagfirðinga. ] í 12. Lokið við stækkun bílaverk- stæðisins á Dalvík. Á yfirstandandi ári er ekki ætl- ^ unin að leggja í neinar nýjar bygg insaframkvæmdir, heldur aðeins I að ljúka við þær framkvæmdir, 1 sem þegar eru hafnar, en þær eru jallar mjög langt á veg komnar rxema kj ötvinnslustöðin. Áformað jer þó að hefja framkvæmdir við byggingu nýrrar mjólkurstöðvar. j Ekki er enn fullákveðið um stað- setningu hennar, en hætt mun við j að reisa hana á Gleráreyrum og helzt talað um að staðsetja hana í grennd við tilraunabúið að Lundi. Veriur smjðr sctt t íl léhhislévahía Á síðasta ári söfnuðust allmikl- ar birgðir framleiðsluvara fyrir hjá Mjólkursamlagi KEA og fleiri mjólkursamlögum í landinu. Eru litlar líkur til að birgðir þessar seljist innanlands, heldur eru þvert á móti líkur til að um meiri birgðasöfnun verði að ræða á þessu ári, nema takist að selja vörurnar úr landi. Nú eru taldar nokkrar líkur til að smjörsala takist til Tékkóslóva- kíu, og er Mj ólkursamlag KEA að senda þangað sýnishorn um þess- ar mundir. Væri það mikill feng- ur, ef tækist að selja smjör og osta erlendis fyrir viðhlítandi verð. Smjörbirgðir Mjólkursamlags KEA voru við síðustu mánaða- mót um 280 tonn, og birgðir af ostum um 70 tonn. Verkamaöurinn Föstudagur 14. febrúar 1964. DAGVERÐAREYRI og alnminíiim Tún heitir sameignarfélag eitt, sem heimili á í Reykjavík. Aðal- eigendur þessa sameignarfélags eru þeir Sveinn Guðmundsson, for stjóri Vélsmiðjunnar Héðins í Reykjavík, og Eyþór Tómasson, forstjóri Súkkulaðiverksmiðjunn- ar Lindu á Akureyri. Þetta sameignarfélag, Tún, keypti á árinu 1961 eignir síld- arverksmiðjunnar á Dagverðar- eyri. Eru það miklar byggingar, bryggja og nokkurt landssvæði. Síðan hafa eignir þessar lítt ver- ið nytjaðar, helzt notaðar sem geymslur fyrir Tunnuverksmiðj- una á Akureyri. Hefur af því ver- ið ærinn kostnaður fyrir Tunnu- verksmiðjuna, og sjá nú víst flest- ir, að betur hefði borgað sig fyr- ir verksmiðjuna að reisa tunnu- geymslu á sínum tíma, eins og til stóð, en það er nú saga út af fyr- ir sig. Ekki er blaðinu kunnugt, hvaða verði Tún s.f. keypti Dagverðar- eyri, en á sínum tíma heyrðist, að kaupverðið hefði verið 1.5 millj. króna, eða sama verð og Eyþór fékk fyrir Hólabraut 16 á Akur- eyri, þegar hann seldi Ríkinu það hús fyrir áfengisútsölu. ^ Ekkert hefur um það heyrzt, t hvað þeir félagar hyggist gera j með landeign sína eða mannvirki á Dagverðareyri, en strax um það I leyti, sem þeir keyptu þessa eign, j lieyrðist, að Dagverðareyri væri I líklegur staður fyrir einhvers kon- !ar stóriðju, ef upp kæmi hér á j landi. Og nú hefur Eyþór Tómas- son staðfest i viðtali við dasblað- I ° ið Tímann, að þeir félagar séu til- búnir til að semja um aðstöðu fyr- ir aluminíumverksmiðju á Dag- verðareyri. Hann upplýsir einnig, að jörðin Dagverðareyri sé föl, ef til kæmi. Um þetta er út af fyr- ( PERUTZ litfilmur. Gullsmiðir SIGTRYGGUR OG PÉTUR Brekkugötu 5 ir sig ekki mikið að segja; menn eru sjálfráðir að því, hvernig þeir vilja ráðstafa eignum sínum. En Tíminn hefur fleira eftir Ey- þóri, m. a. að hann voni að verk- smiðjan (aluminíum) verði stað- sett við Eyjafjörð „vegna þess að þar er hægt að uppfylla öll skil- yrði um vinnukraft og aðstöðu og raunar ætti Eyjafjörður rétt á þessu.“ Þessa yfirlýsingu ér leitt að lieyra frá Akureyringi. Sem betur fer er ekki ástand þannig í atvinnu málum hér, að verkafólk þurfi að biðja um útlenda verksmiðju ein- hvers staðar í nágrenninu til að fá vinnu, og ólíkt æskilegra væri, að hér yrði haldið áfram að byggja upp innlendan iðnað til að sjá fyrir atvinnu handa vax- andi íbúafjölda, heldur en að selja þurfi útlendum vinnuaflið á lág- marksverði. Ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu, að við íslend- ingar getum sjálfir annast þá upp- byggingu atvinnulífsins, sem þörf er á, og með því verða betur tryggðar vaxandi þjóðartekjur heldur en með því að hluti þjóð- jarinnar gerist þrælar í verksmiðj- um erlendra auðhringa. Og hörmulegt er að heyra, að Eyjafjörður eigi „rétt á“ að fá i hér byggða verksmiðju, sem gæti 1 reynzt skaðleg eða jafnvel stór- i hættuleg þeim blómlega landbún- aði, sem hér er rekinn. Það væri ólíkt skemmtilegra að heyra, að i Eyjafjörður ætti rétt á, að land- j búnaðurinn hér væri byggður upp i enn frekar en orðið er og að reist- ar yrðu innlendar verksmiðjur til að fullvinna landbúnaðarvörur og j sjávarafurðir. Það eru átök á þeim vettvangi, sem þarf að gera til að tryggja það, að jafnan |Verði blómleg byggð við Eyja- |fjörð, jafnt í sveitunum, sjávar- þorpunum og á Akureyri. Útlendar stórverksmiðjur höf- u;n við íslendingar ekkert við að gera, hverju nafni, sem þær nefn- ast, og ættum að sameinast um að frábiðja okkur slík fyrirtæki. En verði óhamingja þjóðarinnar svo rnikil, að ríkisstjórn og Alþingi samþykki að veita erlendum hring- um leyfi til stóriðjureksturs hér á landi, þá er lágmarkskrafa, að þær verksmiðjur verði staðsettar þar, sem þær valda innlendu at- vinnulífi minnstu tjóni.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.