Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 21.02.1964, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 21.02.1964, Blaðsíða 1
Verkamaðurinn Herkur viðskíptasamníngur Það má kannske segja, að ís- lendingar hafi marga merka við- skiptasamninga gert um dagana, en fáir þeirra munu þó athyglis- verðari en sá, sem undirritaður var síðastliðinn þriðjudag. — Þá samdi flugfélagið Loftleiðir við kanadiska fyrirtækið Canadair um kaup á tveimur flugvélum af gerð þeirri, sem nefnd er CL-44, en kaupverð beggja þessarra flug- véla ásamt fylgifé, er sem næst 400 milljónir króna. Ekki leituðu Loft leiðir eftir ríkisábyrgð vegna kaupanna og ekki einu sinni banka ábyrgð. Sýnir það vel, hvers álits Loftleiðir njóta. Hin fyrri þess- arra tveggja flugvéla kemur til landsins í maí, en sú síðari seinna á árinu. Verður þetta myndarleg viðbót við flugvélakost lands- manna, því að vélar þessar taka hvor um sig 160 farþega og auk þess verulegt magn flutnings. I sambandi við samning þenn- an er vert að benda á, að verð flugvélanna tveggja er a. m. k. jafnhátt og kosta myndi að reisa olíuhreinsunarstöð hér á landi. — Samt tala stóriðjunefnd og ríkis- stjórnin um, að nauðsynlegt sé að fá útlendinga til að reisa olíu- hreinsunarstöð, verði hún sett upp hér. Þetta er ekki fallegur vitnisburður Viðreisnarstj órninni og íslenzka ríkinu. Ríkið sjálft treystir sér ekki til að koma af eigin rammleik á fót fyrirtæki, sem kostar jafnvirði tveggja flug- véla en íslenzkt flugfélag getur fengið þær keyptar án nokkurra opinberra ábyrgða. Annað tveggja er kjarkur ráðamanna þjóðfélags- ins enginn orðinn eða þá, að Við- reisnarstjórnin er rúin öllu trausti jafnt á erlendum vettvangi sem innanlands. f> m^>***> .» .» •** SAGT OG SKRIFÁÐ i_____~ HERMOOUR bóndi í Arnesi er að verða mikill uggvaldur í aug- um íhaldsmanna. Nýlega setti hann landbúnaðarráðherra al- gjörlega út úr stuði á Alþingi, með einni meinlausri spurningu. Hins er skemmst að minnast, er íhaldsmenn slitu opinberum fundi hér á Akureyri sl. vor, er þeir litu bónda þennan augum. Eigi vitum vér, hvað veldur, mað urinn kemur vel fyrir og bœnd- ur yfirleitt taldir meinhœgir menn. Kannske er Hermóður ó- þœgilega kunnugur málefnum flokksins frá fyrri tíð, en minni jábróðir Jósafatanna nú orðið. MORGUNBLAÐIÐ var síðast- liðinn mánudag með einhvers fvá Alturegrordeild K* E. 5- Aðalfundur M.F.Í.K. skorar á Alþingi að samþykkja frnmvarp Einars Olgeirssonar og Hannibals Valdi- marssonar um breytingu á stjórnarskránni frú Kristbjörg Aðalfundur Akureyrardeildar KEA var haldinn að Hótel KEA sl. mánudagskvöld. M. a. kom það fram í skýrslu deildarstjórnar, að mjólkurinn- legg í Mjólkursamlagið á vegum deildarinnar sl. ár var 712.482 1. og hafði aukist um 5% frá fyrra ári. Slátrað hafði verið frá deild- armönnum 1294 kindum og var meðalfallþungi dilka 13.01 kg. Uppskera garðávaxta var mjög misjöfn og í heild með lakara móti. Deildin átti í sjóði um sl. ára- mót um 140 þús. kr. Lagt var fram af tekjum deildarinnar á sl. ári kr. 5.000.00 í Minningarsjóð Þorsteins Þorsteinssonar. Framkvæmdastjóri KEA, Jak- ob Frímannsson, flutti ítarlega skýrslu um rekstur félagsins 1963. Hefur hennar verið getið hér í blaðinu, eftir að framkvæmdastjór inn flutti hana á Félagsráðsfundi. I sambandi við fyrirspurn varð- andi rekstur Hótel KEA, kom fram eindreginn vilji margra félags- manna um, að félagið tæki á ný við rekstri hótelsins. Kosningar fóru þannig, að Ár- mann Dalmannsson var endurkos- inn deildarstjóri og einnig voru þeir endurkosnir í stjórn deildar- innar, Sigurður 0. Björnsson og Jón Kristinsson. Þá voru kosnir fulltrúar á að- alfund KEA. Aðeins einn listi hafði borizt og var hann því sjálf kjörinn. — Fréttatilkynning. S K R A um vinninga i Happdrætti Háskóla íslands í 2. flokki 1964 — Akureyrarumboð — Kr. 10.000.00 hlutu nr. 13389 og 50475. Kr. 5.000.00 hlutu þessi nr.: 14428 15984 23017 23021 24917 31112 31560 54068 Kr. 1.000.00 hlutu þessi nr.: 529 1166 2135 2933 3975 5001 5655 6571 7116 7270 9229 9235 9827 10220 10630 11192 11198 12054 12222 12446 13269 13908 14252 14378 14386 14948 15053 Aðalfundur Akureyrardeildar Menningar- og friðarsamtaka ísl. kvenna var haldinn að Hótel Varð borg 19. febr. sl. Form., frú Sigríður Þorsteins- dóttir, flutti skýrslu stjórnarinnar og lesnir voru upp reikningar deildarinnar og samþykktir. I stjórn deildarinnar fyrir yf- irstandandi ár voru kosnar: Formaður frú Sigríður Þor- steinsdóttir. Varaformaður frú Soffíða Guð- mundsdóttir. Ritari frú Guðrún Kristjánsd. Gjaldkeri frú Þórhalla Steinsd. Meðstjórnendur frú Ragnheið- ur Dóra Árnadóttir, frú Gunnur 15241 15553 15555 15996 16062 16592 17308 18043 18462 19053 19600 22420 22423 24025 25582 25973 28695 30537 31179 31186 31586 31591 31691 33430 36467 36476 36498 40577 42801 42830 43305 44829 44882 46455 46804 47462 49095 49133 49295 52127 53235 53850 53912 54074 54736 54742 54744 57883 58034 58044 59572 59755 (Birt án ábyrgðar) Júlíusdóttir Gestsdóttir. Að loknum aðalfundarstörfum flutti Þórir Daníelsson erindi um friðarbaráttuna og þá áfanga, sem náðst hafa á þeim vettvangi á síðasta ári. Félagið hyggst halda almennan fund á hinum alþjóðlega baráttu- degi kvenna, 8. marz, svo sem það hefur gert frá stofnun. A fundinum var einróma sam- þykkt eftirfarandi tillaga: „Aðalfundur Akureyrardeildar Menningar- og friðarsamtaka ísl. kvenna, haldinn 19. febrúar 1964, mótmælir eindregið öllum fyrir- ætlunum um að hér á landi verði komið upp atvinnurekstri í eigu erlendra manna eða erlendra fé- laga. Fundurinn varar við þeirri hættu, sem sjálfstæði og menn- ingu íslendinga er búin, ef af þessu verður og beinir þeirri al- varlegu áskorun til hins háa Al- þingis, að samþykkja frumvarp það til stjórnskipunarlaga, sem þeir Einar Olgeirsson og Hanni- bal Valdimarsson hafa flutt". Jöröín Dagverðareyri er ehki til sölu konar samanburð á þeim Ingólfi á Hellu og Jóni Pálmasyni í sam bandi við framítökur á Alþingi. Þetla var þó gjörsamlega út í hött, því að oft hefur verið hleg- ið að Jóni, en aldrei hefur þess heyrzt getið, að nokkur maður hafi haft skemmtun af Ingólfi á Hellu. REYKVÍKINGAR hafa undan- farið verið með mikinn fyrir- gang í sambandi við fyrirhugaða ráðhúsbyggingu og láta sér ekki nægja þurlendið sem lóð undir bygginguna, heldur hugsa sér að láta hluta hennar út í Tjörnina og verður sá partur vœntanlega byggður í stíl við Orkina hans Nóa. Við hér í bœ höfum aftur á móti eignast okkar ráðhús þegjandi og hljóðlaust að heita má. Þegar ekið er inn í bœinn að norðan, verður á hægri hönd mikil bygging við Geislagötu. Ökunnugum mundi sennilega detta í hug kassagerð eða smjör- líkisfabrikka, jafnvel tukthús, ef gluggar vœru ekki lítið eitt stœrri en gerist á fangabúðum. En þarna hafa Akureyringar sitt ráðhús: Gerið svo vel og gangið inn. MORGUNBLAÐIÐ birti nú ný- lega mynd af hundi fyrir fram- an sjónvarp og vitanlega gat blaðið ekki hugsað sér annað en hermannasjónvarp, enda eru blaðamenn þess miklir og einlæg ir aðdáendur þess. Og blaðið spyr: Spillist hann? Nú œtti blaðið að halda áfram með þessa skemmtilegu hug- mynd og birta myndir af fleiri aðdáendum hermannasjónvarps- ins, gróndólum, matthíasenum og jósafbtum. Af nógu er að taka og gœti þetta orðið hin skemmtilegasta sería og spurn- ingin sígilt umhugsunarefni. — Spillist hann? Spillist hann? Dagblaðið Tíminn birti þá frétt eftir Eyþóri H. Tómassyni hinn 8. þ. m., að jörðin Dagverðareyri væri föl, ef til þess kæmi, að þar yrði staðsett margumtölum alum- iníumverksmiðja. Verkamaðurinn sagði síðan frá þessum upplýsing- j hæfulaus. Ekkert hefði verið leit- um Eyþórs í síðasta blaði. að eftir kaupum á jörðinni, og _ . .. Iþó svo að það yrði gert, þá væri En samdægurs hnngdi Gunnar ... „. „ ... .... TT . .... jorðin alls ekki fol. Hann hefði Kristjánsson bóndi á Dagverðar- ekki huggað gér aS selja Dagverð. eyri til blaðsins og skýrði frá því, að frétt þessi væri með öllu til- areyn. Jafnframt lét Gunnar í ljós þá skoðun, að honum þætti ákaflega ósennilegt, að stórverksmiðj a yrði nokkurn tíma byggð á síldar- bræðslulóðinni, eign þeirra Ey- þórs og Co., því að þar myndi ekki heppilegur grunnur fyrir slíka stórbyggingu. HEYRT Á GÖTUNNI AÐ ef biskupinn yfir íslandi hefði vald frá Hinum eina, myndi hann bannfæra Pétur Ben. nú þegar. AÐ sendimenn Stóriðjunefndar hafi oð undanförnu stundað landmælingar, þor sem forð- um vor Gásakaupstaður. AÐ ihaldsmenn á Akureyri geri sér vonir um, oð sparast muni kostnaður við eyðingu njóla í bæjarlandinu, ef aluminíum- verksmiðjan verði staðsett að Gásum eða Dagverðareyri.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.