Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 21.02.1964, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 21.02.1964, Blaðsíða 3
qall í tá Bjarni Jónsson úrsmiður á Ak- ureyri er einn af snillingum fer- skeytlunnar og eðlisfyndinn mað- ur. Hann er oft kenndur við æsku stöðvar sínar, Gröf í Víðidal. Húnvetningur í aðra ætt, Þing- eyingur í hina. Hann var svo vin- samlegur að leyfa mér að birta nokkrar stökur sínar: Gengið inn á vínbar Gleðinnar ég geng um dyr, guð veit hvar ég lendi. Ég hef verið fullur fyr og farizt það vel úr hendi. Við skól Þessi minnimáttarkennd er meiri plágan; sagði Bjarni, saup einn til — og síðan lá ’ann. I kreppunni Oft ég svík og oft ég gef, oft ég vík frá réttu. En ég er ríkur ef ég hef eina síkarettu. A götunni Kosningarnar koma senn, kurteisina bæta. Nú heilsa allir heldri menn hverjum, sem þeir mæta. Góðsemi Anna greyið eignast börn, ef að það er falað. Það er ekki ónýt kvörn, sem alitaf getur malað. Gestrisni / ffún var eins og heitur blær, hafði marga vini. Þar var alltaf opinn bær, í ásta- og greiðaskyni. I skammdeginu Frá kerlingar- og krakkasöng hvergi er griðastaður. Af því nóttin er svo löng er ég barna-maður. Heimspeki Þó að ellin andann slævi ennþá hef ég dágóð spil. Lífið vakir alla æfi yfir því að vera til. Heilræði Reyndu ekki að vera vitur og velja á þig heldra snið. Það er alveg eins og litur, sem ekki tollir við hráefnið. Góðviðri á þorra Guð er að fægja gullin sín, geislar á bæinn skína. Lengir daginn, leti dvín, lifnar um hagi mína. Það finnast bœjarfulltrúar á Akur- eyri, sem vilja biðja um aluminí- umverksmiðju í nógrennið! Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar síðastliðinn þriðjudag fluttu þeir Bragi Sigurjónsson, bæjarfull- trúi Alþýðuflokksins, og Árni Jónsson, bæjarfulltrúi Sjólfstæðisflokksins, eftirfarandi tillögu: „Bæjarstjórn Akureyrar lýsir yfir eindregnum óhuga sínum ó þvi, að al- úminiumverksmiðja, ef reist verður hérlendis samkvæmt vandlegri athugun og samningsgerð stóriðjunefndor og ríkisstjórnar við erlenda aðila, verði staðsett við Eyjafjörð i nógrenni bæjarins, enda verði vel um alia hollustu- hætti búið í sambandi við siíkan rekstur". Bragi hafði framsögu fyrir tillögu þeirra tvímenningana, minnti á umræður og blaðaskrif, sem að undanförnu hafa orðið um stór- iðju á íslandi, og sagði, að senn yrði kannske tekin ákvörð- un um hyggingu stóriðjuverk- smiðju á Islandi. Aðallega væri rætt um tvo staði fyrir verk- smiðju þessa, annan í nágrenni Reykjavíkur, hinn í nágrenni Akureyrar. Gert væri ráð fyrir stórvirkjun sunnanlands, en færi svo, að verksmiðjunni yrði val- inn staður við Eyjafjörð, væri gert ráð fyrir, að lína yrði lögð norður frá virkjuninni jafnframt því, sem lína yrði lögð til Reykj avíkur vegna almennings- notkunar þar. Vor Endurborinn geislaglans, gadd úr spori nemur. Lifnar þor og þróttur manns, þegar vorið kemur. Til Gísla Olafssonar Láttu góða vísu og vín verma ljóðastrengi. Andansglóðar-gullin þín geymir þjóðin lengi. Iðrun Oli hresstur ekki sézt, eins og prestur breyti. Nú er flest, sem fannst mér bezt farið að mestu leyli. Við leiðorlok Syndir eins og fjaðrafok finnast kring um veginn, þegar ég í leiðarlok lendi hinu megin. Mikið á liflum stað Aldrei færðu ástar-hót, alltaf máttu vona. Undarlega ertu Ijót, ekki stærri kona. Bragi sagði, að enda þótt tal- ið væri að eitthvað dýrara yrði að reisa fyrirhugaða verksmiðju hér fyrir norðan, gæti svo farið, að hún yrði reist hér vegna „jafn vægis í byggð landsins“. Hann kvað amerísk og svissnesk fyrir- tæki fáanleg til að reisa verk- smiðjuna, og enda þótt hún ekki ætlað að eiga fimmeyrings- virði í þeirri umræddri aluminí- umbræðslu, heldur ættu útlend- ingar að eiga hana að öllu leyti. Þess vegna yrðu það líka þeir einir, sem ákvæðu, ef til kæmi, hvar verksmiðjan yrði reist, og þeir myndu þegar hafa valið Hvaleyrarholtið við Hafnar- fj örð. Þá hrakti Ingólfur fullyrð- ingar Braga um hagnað af verzl- un og þjónustu í samhandi við verksmiðju þessa, ef reist yrði við Eyjafjörð. Eins líklegt væri, að Akureyringar nytu einskis góðs af slíku. í kringum verk- smiðjuna myndi rísa smáþorp, óháð Akureyri eða öðrum bæj- um við Eyjafjörð, og vel mætti svo fara, að Akureyringum yrði fremur ami að þeim nágranna. - Frá umræðum í bæjarstjórn - kæmi ekki til með að þurfa mik- inn vinnukraft, sem beint ynni í verksmiðj unni, þá kæmi til 'alls konar þjónusta í kringum starf- rækslu hennar og aukin verzlun. Þess vegna skipti miklu máli, hvar verksmiðjan yrði reist, og hann teldi því rétt, að þæjar- stjórn Akureyrar léti frá sér heyra, hvort hún hefði áhuga fyrir að fá verksmiðjuna hér eða ekki. Sjálfur kvaðst Bragi hafa á- huga fyrir því, að verksmiðjan yrði reist við Eyjafjörð, og það væri of mikil þröngsýni að ótt- ast það, að fara inn á þá braut að hleyþa erlendu fjáriíragni inn í landið. Yið ættum eins og aðr- ar þjóðir að geta tryggt, að ekki yrði af þjóðernislegur eða efna- hagslegur skaði. Ingólfur Árnason tók næstur til máls. Hann kvað sig undra það, að menn skyldu ljá máls á því að ræða það, að útlendingum yrði hleypt inn í landið til að byggja hér upp stór- iðju. Sem betur fer væri at- vinnuástand í landinu almennt gott og nægir möguleikar til að byggja atvinnulífið upp eftir þörfum á eðlilegan hátt. Þá benti hann á, að Islendingum væri Ingólfur lagði svo í lok ræðu sinnar fram frávísunartillögu við tillögu tvímenninganna, svohlj óð andi: Þar sem staðsetning alum- iníumverksmiðju verður ekki í verkahring íslendinga, vísar bæj arstjórn tillögunni frá óg tekur fyrir næsta mál á dagskrá, Jón H. Þorvaldsson talaði næstur og kvaðst vera máli þessu algerlega fylgjandi, liann vildi endilega, að verk- smiðjan kæmi hér við Eyjafjörð, en hún þyrfti þó ekki nauðsyn- lega að vera á Dagverðareyri. Árni Jónsson reis næstur úr sæti og talaði mikið um, að ekki væri ætlunin að flytja inn svertingja til að vinna í þessarri verksmiðju, það væri alveg óþarfi að flytja inn svertingja, og ])að yrðu bara ekki fluttir inn menn til að vinna þarna, nema þá tæknifræð- ingar, sem við leituðum til og hefðum jafnan leitað til á þeim sviðum, þar sem við höfum ekki nóg tæknimenntaðra mánna. Og Áini tilraunastjóri lauk máli sínu með því að segja, að það yrði ekki sízt gott fyrir sveit irnar að fá svona verksmiðju, enda ætti hún ekki síður að verða gagnleg en verksmiðjur SÍS. Jón B. Rögnvaldsson kvað sig undra það mikið, að Árna skyldi þykja sambærifegt starfsemi svissneskra og ame- rískra aluminíumkónga og starf- serni SÍS. Það hefði verið mikil gæfa fyrir Akureyri, að SÍS stað setti verksmiðjur sínar hér, en það yrði jafnmikið ólán, ef er- lendir kóngar settu hér niður sín fyrirtæki. Jón benti á, að þrátt fyrir Við reisnarstjórnina væri hér næg atvinna og víðast fremur skortur á vinnuafli en vinnu. Það kæmi því einkennilega fyrir að heyra, að einmitt nú væri nauðsyn að fá inn í landið útlend atvinnu- fyrirtæki. Síðan spurði hann, hvort ekki væri nær fyrir bæj- arstjórn Akureyrar að beina kröftum sínum og viti að því að nýtt væri frystihús TJtgerðarfé- lagsins og önnur fyrirtæki, sem stæðu lítt notuð, fremur en að biðja um að útlendingar kæmu með annarleg fyrirtæki og ann- arleg sjónarmið. Það væri meiri ástæða til að nýta okkar atvinnu vegi og fullvinna framleiðsluvör- ur þeirra fremur en að bæta við óþekktum greinum, sem við ætt- um ekki einu sinni að vera hús- bændur yfir eða ráða neinu um. Þá kvaðst Jón telja það sönnu næst, að ástæður fyrir þessu brambolti væru þær, að ýmsir af stj órnendum þessa lands væru orðnir þreyttir á að hafa ábyrgð á stjórninni, væru fullir vantrú- ar á sjálfa sig og þjóðina í heild og vildu því fá erlenda aðstoð til að stjórna. En því myndi ó- gæfa fylgja sem jafnan áður. Sfefén Reykjalín kvaðst aldrei hafa fundið hljóm- grunn í sínu hugskoti fyrir þetta stóriðjumál. Hann benti á, að við íslendingar værum alltaí að bera okkur saman við aðrar þjóðir margfalt fjölmennari, og nú væri verið að mjálma um þessa stóriðju á sama tíma og ekki væri hægt að manna fiski- bátana eða vinna öll þau störf, sem þyrfti, við þær atvinnugrein- ar, sem fyrir eru í landinu. Föstudagur 21. febrúar 1964. Verkamaðurinn — (3

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.