Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 21.02.1964, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 21.02.1964, Blaðsíða 4
Sl^fán benti á, að flokksbræð- ur Ania Jónssonar hefðu á sín- um tíma verið manna ákafast- ir að lofsyngja Efnahagsbanda- lagið og viljað komast í það sam starf til að opna landið fyrir er- lendu fjármagni og vinnukrafti. Nú væri það sama uppi á ten- ingnum. Þeir töluðu að vísu um, að ekki ætti að flytja inn neitt vinnuafl. En ef þeir fengju nú ekki nægan vinnukraft hér í þessa verksmiðju, hvað skyldu þeir þá gera? Ræðumaður kvað mikla nauð syn á, að virkjuð yrði meiri orka til að við gætum byggt upp okk- ar innlenda iðnað og fullunnið landbúnaðarvörur og sjávaraf- urðir. A það ættum við að leggja alla áherzlu, en ekki biðja um að settur yrði upp stóriðnaður, sem svo yrði kannske úreltur einn góðan veðurdag vegna hraðfara tækniframfara í efna- iðnaðinum, stórverksmiðj unni yrði lokað, og þeir, sem við hana hefðu bundið afkomuvonir, stæðu uppi illa settir. Ræðu sinni lauk Stefán með þeirri yfirlýs- ingu, að samvisku sinnar vegna gæti hann ekki greitt atkvæði með því að þessi stóriðja yrði sett upp. Bragi Sigurjónsson tók aftur til máls, og sagði það rétt vera hjá Ingólfi, að reiknað væri með, að erlendir aðilar reistu aluminíumverksmiðjuna, ættu hana og rækju. Hins vegar væri ætlunin, að Islendingar gerðu stórvirkjun við Búrfell, en það væri svo stórt og viða- mikið fyrirtæki, að það væri okkur ofviða að fara í það nema fá markað hjá stóriðjufyrirtæki. Hann kvaðst ekki líta á þetta sem mikla atvinnugrein, en við mættum ekki alltaf vera þröng- sýnir og hræddir. Hætta af þessu ætti engin að vera, jafnvel ekki siðferðileg. Loks ræddi Bragi lengi um atvinnuástand á vestanverðu Norðurlandi. Það hefði komið fram á Alþingi nýlega, að þar væri alls ekki of mikil atvinna, heldur mikill skortur á atvinnu. Gísli Jónsson flutti langa ræðu, beitti mjög mælsku sinni og var reiður því, að menn skyldu mæla í móti stóriðjunni. Hann kvaðst fagna því, að mál þetta hefði borið á góma í bæjarstjórninni. Hér væri ekki um neitt smámál að ræða. Hann kvaðst óttast, að landbúnaður og sjávarútvegur nægði ekki Islendíngum, er landsbúum fjölgaði, en reiknað væri með, að þeir yrðu orðnir 360 þúsund talsins um aldamót. Hann teldi því eðlilegt, að stór- iðja risi hér upp sem þriðji höf- uðatvinnuvegurinn. Sjálfsagt væri að búa svo um hnútana, að við biðum ekki skaða af. Ræðumaður réðst síðan ákaft að Ingólfi Árnasyni og kvaðst vilja fá sannanir fyrir því, að útlendir einir ákveði, hvar verk- smiðjan verði staðsett, sömuleið is fyrir því, að þeir hafi þegar valið Hvaleyrarholt. Heimtaði hann, að Ingólfur legði sannanir fyrir þessu á borðið tafarlaust. Að lokum deildi Gísli á rök- semdir Stefáns Reykjalín og lauk máli sínu með þessum orð- um: „Þá er ég hræddur um, að hundur Stefáns Reykjalín verði hryggsiginn, ef hann á að standa undir íslenzkum atvinnuvegum". Ingólfur Árnason talaði síðastur. Hann hóf mál sitt á því, að Mogginn væri nú mjög farinn að nota setning- una „jafnvægi í byggð landsins", sem Tíminn hefði áður þrástag- ast á. Þessu væri sérstaklega beitt í sambandi við aluminíum- verksmiðjuna og talað um, að hún yrði staðsett norðanlands af jafnvægisástæðum. En þetta væri bara sett á svið til að reyna að fiska einhverja af Framsókn- armönnum til að fylgja málinu. Þegar svo væri búið að fá þá til að samþykkja, að svona verk- smiðja yrði reist í landinu, þá yrði hún sett niður fyrir sunn- an og Framsóknarmönnum svar- að því til: Hvað gátum við gert? Utlendingarnir heimtuðu að ráða þessu. Sönnunarkröfu Gísla svaraði Ingólfur með því að nefna til ákveðinn Sjálfstæðismann, er vel fylgdist með þessum málum ognýkominnúrReykjavík. Hefði hann sagt Ingólfi rétt fyrir fund- inn þær fréttir, að bak við tjöld- in væri ákveðið, að verksmiðjan yrði reist á Hvaleyrarholtinu og það væri bara snakk hjá Mogg- anum að tala um, að hún yrði HLAUPARS-FAGNADUR GÓU-GLEDi Húnvetningafélagið á Akureyri Á R S H Á T í Ð i Landsbankasalnum 29. þ. m. Hefst með borðhaldi kl. 7,30 e.h. Aðgöngumiðar afhentir í Sölu- turninum, Hafnarstræti 100, fimmtud. og föstud. Sími 1170. Góu-gleðin verður góð gleði. reíst hér nyrðra. Það væri því ástæðulaust fyrir bæjarstjórn að vera að óska eftir einu eða öðru í sambandi við staðsetningu verksmiðjunnar. Þeim orðum Gísla, að við ættum að fylgja fordæmi Noregs um innflutning erlends fjármagns, svaraði Ing- ólfur því, að það væri ekki for- dæmi, sem hér ætti við. Erlend fjárfesting í Noregi væri eins og dropi í hafið miðað við það, sem talað væri um að hér yrSi. Og þegar hefSi upplýstst, aS í samn- ingum Tryggva Lie um erlend- an fjármagnsflutning til Noregs hefSu NorSmenn veriS stórlega hlunnfarnir, og ekki trySi hann því, aS Jóhannes Nordal með sína litlu reynslu myndi reyn- ast þeim mikla manni Tryggve Lie fremri við samningagerðir. Loks benti Ingólfur á, að að- alflutningsmaður tillögunnar, Bragi Sigurjónsson, myndi hafa smitast af Gylfa menntamála- ráðhera, sem ásamt fleirum væri nú aS reyna aS telja þjóSinni trú um, aS landbúnaSur væri óarSbær atvinnugrein. Því myndi nú hugsjón þeirra sú, aS reyna aS lokka sveitamenn frá búum sínum meS fðgrum fyrir- heitum um vinnu hjá útlending- um. AtkvæSagreiSsla um frávísun- artillöguna fór svo, aS aSeins bæjarfulltrúar Alþýðubandalags- ins greiddu henni atkvæði, en hún var felld með 6 mótatkvæð- Nú eru komnir í verzlunina RUGGUSTÓLÁRNIR eftirsóttu með norska stilliútbúnaðinum Margargerðiraf S K R I F B O RÐ S STÓ L U Ml væntanlegar í vikunni Margt fleira nýkomið eða að koma þessa daga svo sem 5 MANNA SÓFI, einstaklega smekklegur. — INNSKOTSBORÐ — SÓFABORÐ og fleira smátt og stórt. — Gjörið svo vel og lítið inn. Amaróhúsinu, annarri hæð. tamilegur oíli Ólafsfjarðarbáta - Ldgheiði bíljtœr um. Var síðan samþykkt með Það er svo sem allt ágætt að 9 atkvæðum tillaga frá Jakob frétta. Þetta er ágætis tíð, og þaS Frímannssyni um að vísa til- er nú fyrst og fremst það, sem lögu Braga og Árna til bæjar- hér er frumskilyrðið. ráðs. Nú róa héðan fjórir bátar af I" Beztu kveðjur og þakklæti fyrir auðsýnda vináttu og sam- úð við fráfall og jarðarför HELGA EIRÍKSSONAR frá Þórustöðum. Hólmfríður Pálsdóttir börn, tengdabörn og barnabörn. m Iðpreg luþ jónsstada á Akureyri er laus til umsóknar. — Laun samkvæmt kjara- samningi. — Eiginhandarumsóknir, sem greini menntun og fyrri störf, sendist undirrituðum fyrir 10. marz n. k. Bæjarfógetinn, Akureyri. stærðinni 63 til 100 tonna og svo allmargir smærri bátar. Það hef- ur verið reitingsafli svona af og til. Það hefur verið þetta frá 4 og upp í 10 lestir, jafnaðarlega líklega svona 4 til 5 lestir. Það hefur því verið talsverð atvinna við fiskinn. Einn útilegubátur, Ölafur bekk- ur, hefur lagt hér upp tvisvar eða þrisvar, annars er hann núna fyr- ir Veslfjörðum og hefur fiskað bara sæmilega og ágætlega þar. Heilsufar hefur verið ágætt, en dálítið um slysfarir við vetrarí- þróttir, menn hafa verið að brjóta sig á skíðunum. Búið er að ýta snjó af Lágheið- inni og flutningabílar hafa komið hingað úr Skagafirði. Samgöng- ur eru því í því bezta lagi, sem þær geta verið á þessum rástíma. Austíirðingar athugid Árshátíð félagsins verður frestað til 13. marz. Austfirðingafélagið á Akureyri. HASETAR Tveir hásetar óskast ó góðan ncta- bát, sem gerður verður út fró Akranesi. — Um mjög góð kjör verður að ræða. Upplýsingar í sima 1952. 4) Verkamaðurinn Föstudagur 21. febrúar 1964.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.