Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 13.03.1964, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 13.03.1964, Blaðsíða 1
Verkamaðurinn Vinir og sveitungar Dcvíðs frá Fagraskógi bera kistu hans tii kirkju á Möðruvöllum. „Mild ertu móðir jðrð" Útför skáldsins frá Fagraskógi, Davíðs Stef- ánssonar, hefur nú farið fram. Minningarathöfn var haldin í Akureyrarkirkju sl. laugardag. •— Nægði þá ekki rými hinnar stóru kirkju, svo margir vildu nú senda óskmegi sínum hinztu þakkarhugsun. Þessi kveðjuathöfn var mjög hátíðleg og fög- ur. Kirkjan var þéttsetin hljóðum áheyrendum, hlustunarskilyrði góð, og hljómburður með ágæt- um. Söng önnuðust Kirkjukór Akureyrarkirkju og Karlakórinn Geysir, en orgelleik kirkjuorgan- leikarinn Jakob Tryggvason, og dómkirkjuorg- anleikarinn Páll Isólfsson, einsöng söng Jóhann Konráðsson. Ræður fluttu séra Pétur Sigurgeirs- son og biskup íslands, séra Sigurbjörn Einars- son. Gott var að hlýða á mál þeirra beggja, sitt á hvorn hátt. Hin hátíðlega og saknaðarfulla stund blés þeim andríki í brjóst. Aldrei hefur kór kirkj- unnar verið svo fagurlega skreyttur. Blómahafið í öllum regnbogans litum leiddi hugann að engj- um hinna eilífu gróðurlanda. Sálir manna urðu klökkar í þökk og upphafningu á þessarri stund kveðjunnar, en hámarki náði hrifningaraldan, er hið mikla tónabrim Páls ísólfssonar skall á þöndum hjartastrengjum kirkjugesta. Hann lék Benedictus eftir Max Reger af þeirri snilld, sem aðeins verður til, þegar meistari tækninnar tendr- ast logum mikillar sorgar. Nú vitum við öll, að hann er organleikari íslands. Hann og skáldið, sem verið var að kveðja, bræður. Útgöngulagið var einnig ógleyinanlegt. Bæjarstjórn Akureyrar sá um athöfnina og bar kistuna úr kirkju. Menntaskólanemar stóðu heiðursvörð fyrir kirkjudyrum og Lúðrasveit Ak- ureyrar lék undir stjórn Jakobs Tryggvasonar. Mannfjöldinn dreifðist þögull og angurvær, eftir stór augnablik, en skáldið var flutt heim í Fagra- skóg hið hinzta sinni. — „Á þessum bóndabæ bíða mín opnar dyr.“ Á sunnudagskvöld minntist útvarpið Davíðs. Sigurður prófessor Nordal flutti hugnæmar minn- ingar um skáldið og Lárus Pálsson leikari las úr ljóðum þess. Klukkan 2 á mánudag fór fram kveðjuathöfn í Fagraskógi, séra Benjamín Kristjánsson flutti ræðu og kirkjukór Möðruvallakirkj u söng. Á fjórða tímanum fóru bifreiðar hlaðnar fólki að streyma að Möðruvöllum. Einnig hér reyndist kirkjan of lítil fyrir líkfylgdina. Vinir og sveit- ungar báru kistuna í kirkju, séra Benjamín flutti líkræðuna en séra Sigurður Stefánsson vígslu- biskup bæn og blessunarorð. Hann jós og mold- um vin sinn, skáldið góða, við hlið foreldra og sveitunga í grafreit kirkju heimabyggðarinnar. Allan söng annaðist karlakórinn Geysir, enda var skáldið heiðursfélagi hans. Páll ísólfsson lék á kirkjuorgel ásamt Guðmundi Þorsteinssyni organleikara. Ráðherrar og stjórnarmenn Al- menna bókafélagsins báru kistuna úr kirkju, síðan nánustu ættingjar hinzta spölinn. Sögulegum atburði er lokið. 011 blöð landsins hafa helgað þjóðskáldinu mikið rúm. Hundruð mynda voru teknar af því, sem fram fór, og seg- ulbönd geyma orð og tóna. En ódauðlegastur er þó arfurinn, verk listamannsins. Megi hann verða börnum okkar það, sem hann var okkur. Og nú .. . „Loks eftir langan dag lít ég þig helga jörð, seiddur um sólarlag sigli ég inn Eyjafjörð.“ K. Fœst heilt vatn? TILRAUNABORANIR HEFJAST SENN í BÆJAR- LANDI AKUREYRAR Bæjarstjórn Akureyrar gerði á fundi 15. maí sl. ályktun, þar sem ýlt var á eftir því, að boranir eft- ir heitu vatni í bæjarlandinu eða nógrenni þess hæfust sem fyrst. Síðan hefur bæjarstjóri átt við- ræður við raforkumálastjóra og Gunnar Böðvarsson, helzta jarð- hitasérfræðing landsins, um þessi mál. Hefur í þeim viðræðum og bréfaskriftum komið fram, að full v?st er, að Norðurland^borinn kemur hingað í sumar og einnig, að rannsóknarboranir með minni bor munu hefjast á næstunni. Fyrir síðasta bæj arstj órnar- fund, en hann var haldinn á þiðjudaginn var, lagði bæjar- stjórinn eftirfarandi bréf frá Jarð- hitadeild Raforkumálaskrifstof- unnar: „4. marz 1964. Ut af bréfi yðar, herra bæjar- stjóri, dags. 15./1. sl., og til stað- festingar á viðtali okkar 28./2. sh, vil ég láta yður í té eftirfarandi upplýsingar. Undanfarin ár hefur jarðhita- deildin gert kerfisbundnar athug- anir á jarðlagaskipan og jarðhita á Norðurlandi einkum með bor- anir eftir heitu vatni með Norð- urlandsbornum fyrir augum. Hef- ur allýtarlegum gögnum verið safnað. Á þessu stigi málsins er deildin þeirrar skoðunar, að í nágrenni Akureyrar megi greina 3 staði með möguleikum til vinnslu á heitu vatni til hitunar húsa í Ak- ureyrarbæ. Þeir eru: 1) Lauga- land í Hörgárdal, þar sem gera má ráð fyrir 90°C til 100° C botnhita. 2) Reykhús og Kristnes með um 75° C botnhita, og 3) djúpvatnsvinnsla í næsta nágrenni Akureyrar. Framh. á hls. 8. Ágcetor fundur H.F.Í.K. Síðastliðinn sunnudag hélt Ak- ureyrardeild Menningar- og frið- arsamtaka íslenzkra kvenna al- mennan fund í Alþýðuhúsinu og stjórnaði formaður deildarinnar, frú Sigríður Þorsteinsdóttir, fundi. í upphafi minntist Krist- ján frá Djúpalæk Davíðs skálds frá Fagraskógi, og risu fundarmenn úr sætum sínum til virðingar við hið látna þjóðskáld. Síðan var gengið til dagskrár og flutti frú Hallveig Thorlacius athyglisvert og fróðlegt erindi um varðveizlu friðarins og sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar. Því næst las Einar Kristjánsson, rithöfundur, frumsamda smásögu, er hann nefndi: „Brjálaði maðurinn frá Heiðaborg.“ Þá flutti frú Þórhalla Steins- dóttir, gjaldkeri deildarinnar, langt og ýtarlegt ávarp frá félags- samtökunum. Einnig var sýnd kvikmynd með dönsku tali frá Heimsþingi kvenna í Moskvu á sl. sumri. í lok fundarins var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: „Almennur fundur, haldinn á Akureyri 8. marz á vegum Menn- ingar- og friðarsamtaka íslenzkra kvenna, beinir þeirri alvarlegu á- skorun til stj órnarvalda í landinu, að ekki verði samið um neins- konar nýjar herstöðvar í landinu. Sérstaklega vill fundurinn vara alvarlega við þeim hugmyndum, sem eru uppi um að breyta Hval- firði í flotastöð. Fundurinn bendir á, að síðustu misseri hafa flestar þjóðir tekið afstöðu til erlendra herstöðva til endurskoðunar og að friðvæn- legra er nú hvað snertir samskipti milli þjóða en verið hefur um langt árabil. Af þeim ástæðum einum nær ekki neinni átt, að ís- lenzk stjórnarvöld fari að auka á viðsjá milli þjóða með eflingu herstöðva. Fundurinn vill eindregið, taka undir tillögu Kekkonens forseta Finnlands um kj arnorkuvopna- laus Norðurlönd sem og allar aðrar tillögur, sem miða að efl- ingu friðar og hagsældar milli þjóða og afnámi herstöðva og vígbúnaðar.“ Fundurinn var vel sóttur. HEYRT Á GÖTUNNI AÐ í landi Gása við Eyjafjörð sé nú unnið að jarðborunum með tilliti til þess að setja þar nið- ur aluminiumverksmiðju, ef Sunnlendingar neiti um lóð. AÐ alveg sé búið að afskrifa lóð Túns h.f. á Dagverðareyri. AÐ mikill kurr sé S liði Sjálfstæð- ismanna í Reykjavík vegna stóriðjumálsins. AÐ Friðjóni bæjarfógeta standi til boða að verða hæstaréttar- dómari.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.