Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 13.03.1964, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 13.03.1964, Blaðsíða 2
Á sjónskíf unni Allt eins og blómstrið eina Þessi sálmur hefur hljómað daglega hér undanfarið. Dauðs- föllum fylgja jarðarfarir. Karla- kórinn Geysir hefur sungið hinn góðkunna söngstjóra sinn til graf- ar og heiðursfélagann, skáldið frá Fagraskógi, sem gaf þeim sem fleirum svo ma,rgt að syngja. Áhrifamiklir dagar í önn og eftir- sjá. En lífið heldur áfram og þeir, sem enn eru liðsmenn þess, snúa sér að starfsönn daganna og ekki veitir af. Hríð án snjóa Það er alltaf sama blíðan, úr- koma engin úr lofti að kalla og náttúran eins og henni væri stjórn að af bæjarráði og sveitastjórnum viðkomandi landshluta en ekki þeim duttlungafullu hæðum og Iægðum, sem veðurfræðingar eru að tala um, og má guð vita, hvort til eru. En það hríðar samt: Það fellur yfir okkur í hrönnum slík hvolfa verðhækkana, að maður er þegar farinn að kikna í herð- um. Fiskur hækkar um 15%, kol 12%, benzín og olía hækkar, all- ar tegundir. Maður, sem fór til Reykjavík- ur um helgina varð að kaupa benzínlíterinn 20 aurum dýrari á einum staðnum á norðurleið- inni, heldur en hann gerði á suð- urleið daginn áður. Er til nokkur snjóýta til að ryðja veg okkar í þessum efnum? Snjór er afleið- ing orsaka, sem við ráðum ekki við. Dýrtíðin er afleiðing óstjórn ar, sem við kusum yfir okkur (við er þó ekki rétt í þessum pistl- um). Hættu að snjóa himinn, annars verð ég reiður, sagði karl- inn. Sígaretta, hvað er það? Þessi orð voru ekki sögð í dag, en það lítur út fyrir, að þau gætu orðið sögð, þegar síðasti soghólkur þessarrar kynslóðar snýr upp tánum. Upplýst er, að sala sígarettna hafi minnkað hjá einkasölunni sl. 2 mánuði um 7 milljónir kr. Það munar um minna og er gott að heyra. Á ein- um helzta gististað og greiðasölu- sölu á leiðinni Reykjavík — Ak- ureyri kom einn, sem ekki hefur algjörlega svarizt pípunni við akstur bifreiðarinnar. Hann bað um einn pakka Camel. Það kom í Ijós, að enginn hafði beðið um sígarettur nú undanfarið og því voru þær ekki til sölu. En vegna góðsemi fékk hann nokkur stykki 2 mánaða, afgangur frá því að afgreiðslumaðurinn hætti. Með bæjarstjórn Undirritaður hefur setið, sem fréttamaður, nú hið fyrsta sinni á bæjarstjórnarfundi. Það er mik- il Iífsreynsla ,fyrir mann, sem óttast öryggisleysi daganna. Þvílíkt öryggi er ekki í því að vita 11 heilabú, plús sjálfan bæj- arstjórann, brjótandi vanda og velferðarmál okkar til mergjar og ráðslagandi um, hvernig öllu skuli á réttum kili haldið? Þetta er postulatalan. Þessir eru komn- ir úr hinum ýmsu greinum at- vinnulífsins eins og hinir. Við völdum okkur þá, þeir eru að framkvæma okkar vilja. Já, ég held nú það. Já, bæjarbúar ættu að koma oft ar á bæjarstjórnarfundi, það er uppbyggjandi. Þetta eru vörpuleg ir menn og umgjörð heilabúanna er vönduð, undantekningarlítið. Þeir hafa mikinn ábyrgðarþunga, það sést á því hvernig þeir sitja. Einn var með hamar mikinn í hendi og sló honum stundum dá- lítið hvatskeytlega í borð sitt. Þótti mér þá sem hinir hrykkju ofurlítið meir saman. Þetta hefði þótt skrítið í Þorlákshöfn. En sá tólfti. Má skjóta því að honum, að bærinn heitir AÆur- eyri en ekki Agureyri. I þessu sambandi má benda á, að aldrei skal hafa nema tvö atkvæði á undan viðskeytinu „ingur". Við ættum því að heita Akr-eyringar, ekki Akureyringar, sbr. Onfirð- ingur, Reyðfirðingur, Reykvík- ingur, ekki Reykjavíkingur o. s. frv. Háskólalóð Davíð skáld Stefánsson óskaði þess í ræðu sinni á aldarafmæli bæjarins, að bæjarstjórn veldi lóð undir væntanlegan háskóla fyrir Norðurland „í dag eða á morg- un", sagði hann þá. Hefur þetta verið gert? Ef ekki, er þá ekki tækifæri nú? Hefur það nokkurn tíma verið sjálfsagðara? Við er- um að kveðja og þakka honum. Minnisvarðinn er óreistur, há- skóli, en það má nú þegar finna staðinn. Og hvað um húsið hans, allar hinar ómetanlegu bækur? Við skulum minnast þess, að allt, sem kann að glatast í dag af mun- um og minjum skáldsins, verður grátið sárt síðar. k. „Látum ekki árnar í hendur útlendinga". Skyldi ekki margur hafa rekið upp stór augu við að sjá þessi orð standa með stóru letri í Mogg- anum (Lesbók) á sunnudaginn var? Þetta blað hefur árum sam- an barizt fýrir því, að við afhend- um útlendingum flest það, er þeir kunna að sækjast eftir úr okkar hendi: firði, flóa, vötn, nes, eyj- ar, fjöll og fossa; áhrifavald yfir uppvaxandi kynslóð og jafnvel sjálfa fósturlandsins Freyju. Meira að segja hefur blaðið látið orð liggja að því að við ætt- um að vera til með að deyja fyrir erlend hernaðarbandalög, ef á þyrfti að halda. Og árnar — blaðið hefur ein- mitt alveg sérstaklega í seinni tíð verið að leiða okkur fyrir sjónir nauðsyn þess, að afhenda árnar þeim útlendingum, sem kynnu að vilja hefja stóriðju hér á landi. „Island fyrir útlendinga" hef- ur eiginlega verið kjörorð blaðs- ins og þess flokks, sem gefur það út. Þess er því að vænta, að bráð- lega birtist leiðrétting frá blað- inu, þar sem sýnt verður fram á, að hér er aðeins um hugtakarugl- ing að ræða, eins og svo oft hend- ir hjá nefndu blaði. Hér var nefnilega ekki átt við árnar sjálfar.. Utlendingar mega og eiga að fá þær. Það er laxinn í ánum, sem um er að ræða. Fyr- irsögnin hefði auðvitað að réttu lagi átt að orðast svo: „Látum ekki laxinn í hendur útlendinga." Þjóðerniskennd íhaldsmanna nær jafnlangt veiðivoninni. I augum þeirra er ísland fallegt land, — þegar vel veiðist — af laxi. 1 Þeir vondlátu velja 11 ú Ngögni n frd K1NI h.f VÉR BJÓÐUM YÐUR ALLS KONAR liúttgögii SVO SEM: DAGSTOFUHÚSGÖGN SKRIFSTOFUHÚSGÖGN BORÐSTOFUHUSGOGN SVEFNHERBERGIS HÚSGÖGN Einnig STÖK HÚSGÖGN, tilyalin til fermingargjafa HÆGINDASTÓLA SKATTHOL SMÁBORÐ, margar gerðir SKRIFBORÐSSTÓLA KOMMÓÐUR INNSKOTSBORÐ SKRIFBORÐIN margeftirspurðu komin. SVEFNBEKKIR, eins og tveggja manna, o. m. m. fl. AXMINSTER GÓLFTEPPI á gólfin. ALLT FYRIR GLUGGA frá GLUGGUM H.F. Komið og skoðið. — Sjón er sögu ríkari. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. H ti sga g ii ;i % e rwl n n i i1 IIMIt H.F Hafnarstræti 81 Sími 1536 2) Verkamoðurinn Föstudagur 13. marz 1964.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.