Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 13.03.1964, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 13.03.1964, Blaðsíða 3
Qtill i tá Orlof lengist úr 18 dögum í 21 Margt er félagið og félagið er margt. Átthagafélög í tugavís og öll með árshátíðir. Þingeyingar urðu umræddir á Akureyri vegna sinnar hátíðar, þar voru vísnasnillingar á ferð. Húnvetningar héldu sitt góublót fyrir skömmu. Það var gott blót. Þar voru snillingar margir úr öðrum sveitum og þar var mikið ort. Höfundur þessa þáttar var sett- ur þannig við borð, að þeir sneru bökum saman Einar rith. Krist- jánsson og hann. Vér kváðum að upphafi hófs: Þetta verður voða gaman, veizlan byrjar senn. Breiðum snúa bökum saman beztu og verstu menn. Einar svaraði: Eflaust verður ósköp gaman, örfast líf og blóð. Bráðum snúa bumbum saman bæði menn og fljóð. Bjarni Jónsson úrsm. sagði: Ef við drekkum allir saman yrði veizlan góð. En það er heldur fátt í framan - fallegt, þetta stóð. Auðvitað þurfti að fá Norð- mýling til að skemmta þarna. — Frammistöðuna má gruna samkv. þessarri stöku Heiðreks: Kristján sýnir hvergi hik, hrókur veizlusalar. Hugsar ekki augnablik áður en hann talar. Og nú var Þingeyingurinn kom- inn upp í skáldinu. Heiðrekur skaut þessarri smáperlu á sam- kvœmið: Húnvetningar þykjast það, sem Þingeyingar eru. Naumast skilur okkur að, annað — í raun og veru. Nú var komið við kaun Hún- vetninga. Bjarni Jónsson úrsmið- ur tók upp hanskann. Þingeyingar það er nú meiri hjörðin, þeirra vegna á að snúast j örðin. Lífið sumum liggur svo þungt á hjarta, — Þeir lifa næstum fyrir það að kvarta. ORLOFSFÉ VERÐI 8% í STAÐ 6. — Björn Jónsson alþingismaður hefur flutt frumvarp um mikilsverðar breytingar á orlofslögunum. Miða tillögur hans að því, að orlof lengist um 3 daga á ári og orlofsfé reiknist 8% af kaupi í stað 6%, sem það er nú. Ennfremur leggur Björn til, að lögfest verði greiðsla orlofs vegna yfirvinnu, að ASÍ verði falin sú framkvæmd orlofslaganna, sem póst- stjórnin nú hefur og að konur missi einskis í orlofi, þótt þær séu allt að 3 mánuði frá verkum vegna barnsburðar. Hér fer á eftir greinargerð Björns, er hann lét fylgja f rumvarpinu: Greinargerð : Lög um orlof voru fyrst sett hér á landi árið 1943, en undanfari þeirrar löggjafar voru samningar stærstu verkalýðsfélaganna (Dags- brúnar) um orlofsrétt og starf milliþinganefndar, sem kjörin var af Alþingi 1941 samkv. þál. um skipun slíkrar nefndar „til und- irbúnings löggjafar um lögvernd- að orlof verkamanna og sjómanna og ráðstöfunar til framkvæmda þeim málum", eins og það var orð að í till. Þegar hér var komið sögu, var orlofsréttur opinberra starfsmanna þegar viðurkenndur, svo og verzlunar- og skrifstofu- fólks. Þessi fyrsta orlofslöggjöf gekk að vísu ekki stórum lengra en svo, að lögfest voru réttindi, sem þegar höfðu náðst af hinum stærri í miðri Jörfagleðinni kvað for- maður og veizlustjóri, Rósberg G. Snædal: Það vil ég hér með öllum yður tjá, þó árshátíðin minni á dans í Hruna, að mér er ljúft að líta niður á Landsbankann og útsvarsskrif- stofuna. (Sem bæjarbúum mun kunnugt er samkomusalur Landsbankans á efstu hæð bankahússins). Og enn kvað Rósberg af tilefni: Hér eru allir mættir mínir menn, að fornum sið. Egg í skörðin enn þá brýnir Ingimundar lið. „Minn hattur er týndur og horf- ið rnitt úr". Samkvæmt eftirfarandi vísu Einars Kristjánssonar, kann til- færð hending að hafa átt við hér einnig. Hann kvað daginn eftir góublót Húnvetninganna: Þó að týnist þetta og hitt, það mun ekki saka. Flest allt, nema mannorð mitt, mun nú komið til baka. verkalýðsfélögum og aðrir höfðu náð án beinna samninga, en þó var þar um allmörg nýmæli að ræða (orlof sjómanna), og mikils var um vert, að með lögunum voru hin fengnu réttindi tryggð til frambúðar og framkvæmd or- lofsréttarins settar fastmótaðar skorður. Við setningu orlofslag- anna var í verulegum mæli höfð hliðsjón af orlofslöggjöf Norður- landa, en þar höfðu slík lög gilt árum saman (í Noregi frá 1936, í Svíþjóð frá 1938 og í Finnlandi frá 1939). Með orlofslögunum 1943 var öllum, sem störfuðu í þjónustu annarra, tryggt orlof í einn dag fyrir hvern almanaksmánuð, sem þeir höfðu unnið næsta orlofsár á undan, og greiðsla fyrir orlofs- tímann ákveðin með þeim hætti, að fastir starfsmenn héldu óskert- um launum, en lausráðið fólk fékk með kaupgreiðslum hverju sinni orlofsmerki, sem voru útleysanleg í byrjun orlofs fyrir upphæð, sem svaraði til 4% af dagvinnukaupi næstliðið orlofsár, og að auki jafnháan hundraðshluta af kaupi fyrir eftir-, nætur- og helgidaga- vinnu reiknuðu eins og sú vinna hefði öll verið unnin í dagvinnu. Síðan 1943 hafa aðeins einu sinni verið gerðar umtalsverðar breytingar á orlofslöggjöfinni, en það var gert með lögum 4. febr. 1957, er þáv. félagsmálaráðherra, Hannibal Valdimarsson, beitti sér fyrir. Með þeim lögum voru felld inn í löggjöfina þau auknu rétt- indi, sem verkalýðsfélögin höfðu náð fram með samningum við at- vinnurekendur, hlutarsj ómönnum tryggð full greiðsla orlofsfjár úr hendi atvinnurekenda og fyrninga réttur orlofsfjár ákveðinn hinn sami og um venjul. kaupgreiðsl- ur væri að ræða. En verkalýðsfé- lögin höfðu í desemberverkfallinu 1952 náð samningum um hækkun orlofsfjár úr 4% í 5%, og enn höfðu þau knúið fram hækkun í verkföllunum miklu vorið 1955 úr 5% í 6%, og orlofstíminn var þá ákveðinn 18 virkir dagar fyrir fullvinnandi starfsfólk. Síðan 1957 hefur engin breyt- ing verið gerð á orlofslögunum, en á því tímabili, sem síðan er liðið, hefur verkalýðshreyfingin fengið fram þá breytingu á greiðslu orlofsfjár (í vinnudeil- unni 1961), að það er nú greitt með 6% af öllum kaupgreiðslum lausráðins fólks. Þeir, sem eru í föstu starfi, búa þó enn við þau ákvæði, að orlofsgreiðsla kemur ekki fyrir eftir-, nætur- eða helgidagavinnu þeirra. Einstök verkalýðsfélög hafa einnig náð hagstæðari samningum um lengd orlofstíma fyrir starfsfólk, sem unnið hefur lengi hjá sama vinnu veitanda. Af framangreindu er ljóst, að orlofslöggj öfin hefur ekki breytzt í samræmi við þróun þess orlofs- réttar, sem verkalýðssamtökin hafa samið um við atvinnurek- endur, og því fer enn fjarri, að löggjafinn hafi á nokkurn "hátt rutt brautina fyrir nýjum umbót- um. A sama tíma og alger kyrrstaða hefur verið í þessum efnum hér á landi af hálfu löggjafans um fjölda ára, hefur annars staðar um Norðurlönd orðið veruleg breyting á orlofslöggjöf til auk- ins réttar vinnandi manna, og stendur hin íslenzka orlofslöggjöf því nú mjög verulega að baki or- lofslöggjöf hinna Norðurland- Framhald á 7. síðu. Ircedsla um hjúshapormdl Félagsmála- Að frumkvæði verkalýðsfélaganna verður námsflokkur stofnunarinnar nr. 6 haldinn á Akureyri dagana 19., 20., 21 og 22. marz 1964. Fyrirlesari verður Hannes Jónsson, félagsfræðingur. Lestr- arefni: Fjölskyldan og hjónaband ið, en bókina munu þátttakendur fá á námskeiðinu með afslætti, þ. e. á kr. 100.00 í stað kr. 150.00. Tilhögun erindaflokksins og kvikmyndasýninganna verður svo sem hér segir: 19. marz kl. 8.30 (fimmtudag- ur): Fjölskyldan og meginhlut- verk hennar, Hannes Jónsson. — Kvikmynd: Frá kynslóð til kyn- slóðar. I henni eru m. a. sýndar og útskýrðar erfðir mannsins og barnsfæðing. 20. marz kl. 8.30 (föstudagur): Erindi: Astin, makavalið og hjónabandið, Hannes Jónsson. — Kvikmynd: Hjónabandið er gagn kvæmur félagsskapur. Myndin er gerð í samráði við dr. Lemo D. Rockwood, félagsfræðiprófessor við Cornellháskóla. — Litskugga- myndir: Fjölskyldan stœkkar. 21. marz kl. 3.30 (laugardag- ur): Erindi: Hjónabandið og sið- frœði kynlífsins, Hannes Jónsson. fulltrúaráðs! — Kvikmynd: Erfðir og umhverf- Akureyri isáhrif. Myndin er gerð í samráði við dr. A. R. Lauer, félagssálfræði prófessor við ríkisháskólann í Iova. 22. marz kl. 3.00 (sunnudag- ur): Erindi: Vandamál hjúskap- arslita og hfónaskilnaða, Hannes Jónsson. — Kvikmynd: Rœtur hamingjunnar. — Kl. 8.30: Er- indi: Hamingjan í hjóna- og fjöl- skyldulífinu, Hannes Jónsson. — Kvikmynd: Bertrand Russel ræð- ir um hamingjuna við Woodrow Wayatt. I lok hvers tíma er þátttakend- um frjálst að spyrja fyrirlesarar að vild út úr umræðuefninu. ADALFUNDUR Hestamannafélagsins Léttis verður haldinn í Skíðahótel- inu n.k. sunnudag (15. marz) kl. 14. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar fjölmennið í fjallaloft- ið. — Farið verður frá Ferða- skrifstofunni Lönd & Leiðir kl. 13.30. Stjórnin. Vínnufatnoður Buxur Treyjur Stakkar Skyrtur Peysur Vettlingar Hosur DRENGJAVINNU- BUXUR úr khaki og nankinefnum. HERRADEILD Föstudagur 13. marz 1964. Verkamaðurinn — (3

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.