Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 13.03.1964, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 13.03.1964, Blaðsíða 4
Davíð Stefánsson frá Fagraskðgi — Skáld koma og fara. Þjóðskáldið Davíff Stefánsson frá Fagraskógi, er genginn. Hann lézt á Fjórðungssjúkrahús inu hér hinn 1. þ. m. eftir stutta legu, en langan heilsuhrest, 69 óra að aldri. Flugþreyttur svanur er fall- inn til moldar. Það hljóðnar um Gálmaströnd og Eyjafjörð. Aldrei framar sj áum við hann ganga um götur þessa bæjar, ábúðarmikinn, lotinn og hugsi. Þar varð mikill sj ónarsviptir. Slíkur var persónuleiki hans og aðdáun samborgaranna almenn, að nánast færðist helgisvipur á bæjarbraginn, þegar hann birt- ist og gekk á götu. ÞETTA ER DAVIÐ, var hugsað, og hvísl- búi og oft einfari, en þó skáld allra. Hann var maður heimil- isins, þótt hann sæti garðinn éinn. í húsi sínu við Bjarkarstíg undi hann löngum með sjálfum sér, bókum sínum og anda. Þar ríkti alltaf góður andi, hljóðlát- ur en hlýr. Það var ógleyman- legt að eiga þar stund sem gest- ur skáldsins, ræða við það um gamlar bækur og nýjar, höf- unda og listamenn — og allt milli himins og jarðar. Eg hygg að Davíð hafi verið kærast að fá ekki nema einn gest í einu. Þá naut gestrisni hans og óvið- jafnanlegur viðræðuhæfileiki sín bezt. Eg hafði það fyrir nokk- urn veginn fasta venju að heim- sækja h»nn einu sinni á ári eft- ljóðum, nam ég mörg af hans æskuljóðum, sem fullorðna fólk- ið kunni betur en Faðir vorið Og hafði oftar yfir en bænirnar sín- IN IIEHORI AM — að unglingum og ókunnugum til leiðbeiningar. Svona var Davíð skáld. Ekki af því að hann var heiðursborgari, held- ur hinu, hve hann var stór af sjálfum sér. Eg vil segja, að enginn sá bóklæs íslendingur fyrirfinnist, sem ekki hefur sótt meiri og minni gleði og hugsvölun í verk skáldsins frá Fagraskógi. Hann var alls staðar og er alls staðar, svo vítt sem tilfinningar okkar ná og draumar hjartans fara. Því er það víst, að Davíð deyr ekki með þjóð sinni, þótt hann sé vikinn af götu. Þótt Davíð væri víðförull heimsborgari og góður sam- kvæmismaður, var hann í eðli sínu innhverfur og einmani, sem títt er jim skáld. Hann var ein- ir að kynni með okkur hóíust. Þau fáu kvöld eru mér mikils virði og ógleymanleg og hvergi hef ég fundið elskulegri anda sveima yfir vötnum, — en í húsi skáldsins. Davíð skáld var geðríkur til- finningamaður og ekki allra við hlæjandi. Þó vissi ég engan ó- dómgjarnari og velviljaðri í garð kollega og ungra höfunda en hann. Eg hef kynnzt mörgum góðum mönnum, listamönnum og ekki listamönnum, frægum og minna frægum, — og að þeim ólöstuðum finnst mér nú, að skáldið frá Fagraskógi gnæfi sem foldgnátt fjall yfir hópinn. Eg var í reifum, þegar Svart- ar fjaðrir, fyrsta ljóðabók Dav- íðs kom út, en um leið og ég fór að hafa hvolpavit á vísum og Það er víðar en í Bandaríkjunum, scm óst á leikkonum hefur nóð útbreiðslu. Fyrir byltingu móttu aðeins karlmenn stunda leiklist í Kína, en nú hafa Kinverjar eignast sína leikkonustétt, sem mikillar hylli nýtur. hinn gamli byltingarforingi og n að tjaldabaki í Honan-óperunni. hinn gamli byltingarforingi og nú forseti landsins, Mao, í góðum fagnaðiij Hér séit | ni lí Allir þeir, sem fengist hafa við ljóðagerð síðustu fjörutíu árin, hafa eitthvað sótt til skálds ins af Gálmaströnd. Davíð hreif snemma þjóð sína með leik sín- um óg hann varð ungur þjóð- skáld. Oðruvísi gat ekki farið. Davíð var af góðum og örlátum örlagadísum kjörinn til að ná hjörtum þjóðar sirinar, fyrr og síðar. Þar réðu tengsl hans við landið og söguna, ásamt fram- sækni og dirfsku, baggamun. Hann hlaut að verða Jónas Hall- grímsson 20. aldarinnar, en þó var hann kanriske jafn ólíkur Jónasi og aldirnar, sem þeir lifðu á, hvor um sig. Davíð stóð föstum fótum á bergi bragverja og unni landi og þjóð fölskvalaust. í söguna sótti hann flest sín yrkisefni og um allt þetta fór hann jafnt meistara- sem móðurhöndum, hyort heldur hann lýsti Sölva speking, Júllu vitlausu, Hallfreð vandræðaskáldi, Jónasi Hall- grímssyni eða bara börnum á bæjarhól. Allt smatt átti samúð hans, -— allt stórt lotriing hans. Það þýðir ekki hér að þylja nöfnin tóm, eða tíunda öll verk Dávíðs, því þjóðin man þau og finnur. Hann var fjölþreifinn í list sinni. Auk 9 Ijóðasafna skrif aði hann tveggja binda skáld- sögu, fjögur leikrit og fjölda ritgerða og blaðagreina. Bækur hans hafa jafnan selst og dreifst öðrum bókum betur og verið lesnar í hlutfalli við það. Fólkið, íslenzka þjóðin, sem hann skrifaði og orti fyrir, farin bergmál sinna hjartaslaga í verk um hans, bundnum og óbundn- um. Dayíð Stefánsson reyndí aldrei að sýnast eða vera ann- ar en hann var, eða koma mönn- um á óvart. Hann var vaxinn af eyfirzkri rót og var minnugur uppruna síns.; Því var skáldæð hans ein af lífæðum okkar. Þess vegna var hann, er og verður, þjóðskáld. Þjóðin hefur mikið að þakka. Á greftrunardegi skáldsins, 9. marz. Rósberg G. Snædal. t t Það var eitt einkenni ljóða Davíðs Stefánssonar frá Fagra- skógi, að röð hyersdagslegra, algengra orða gæddi hann kviku lífi og þeim tilfinningahita, sem ekkert hjarta lét ónsortið. Slíkt er aðalsmerki skálds. í persónulegri viðkinningu var hann hógvær, viðmótshlýr, umburðarlyndur og gæddur ó- gleymanlegum persónutöfrum. Slíkt er aðalsmerki maons. Þannig sameinaði Davíð Stef- ánsson beztu eiginleika skálds og manns. Hann var aðalsmað- ur í þeirri merkingu, sem við ís- lendingar leggjum í það orð. Fyrir um það biLtveimur mán uðum naut ég þess að dvelja eina kvöldstund heima hjá Dav- íð Stefánssyni. Hann var þá, að mér fannst, hressari og glaðari í bragði en verið hafði um larigi skeið. Hann ræddi af áhuga um málefni líðandi stundar og sitt hvað annað. Það var eins og hann væri að endurheimta lífs- þrótt sinn og liði vel í einveru sinni. Þessi stund verður mér hér eftir minnisstæðari en margar aðrar. Davíð Stefánsson lifði marg- ar og langar einverustundir. Eg held, að þær stundir hafi oftast veitt honum fremur unað en angur. Hann lét sér hægt að kveikja ljós á kveldum, sat oft lengi í hljóðu húmi og naut rökkurs- ins — þeirra stunda, sem fólk á rafmagns- og atómöld, hefur týnt úr h'fi sínu. En hvenær, sem heilsan leyfði, tók hann gestum af falslausri alúð, gerði sér ekki mannamun og margur mun hafa gengið af fundi hans auðugri en áður. Stórt skarð stendur nú opið og öfyllt,1 þegar skáldið er vikið brott úr sínum þekkta bústað við Bjarkarstíg. Davíð 'Stefánsson var borinn til moldar á hávetrardegi. Þó var vór í lofti, fjörðurinn blán- aði í sunnarigolu og gróðurilm- ur únnoldu í kirkjugarðinum á MöðruvöIIum. Var þá hægt annað en minn- ast þessarra henditíga úr ljóðurn skáldsins? „Ef finn ég anga föðurtúniri græn þá fagnar vori hjartans dýpsti strengur. En það skal vera þökk mín öll og bæn —i- og þó ég deyi, skal hann óma léngur“. Davíð Stefánsson tengdi nafn sitt föðurtúnum; hug og hjarta ekki síður. Fagriskógur var helgi lundur bernsku og minninga; • aftur og aftur minntist hann sinnar kæru heimabyggðar í ljóðum sínum á ýmsum aldri. „Og frá því ég var barn og varði völlinn það var mín ósk — að deyja inn í fjöllin.“ Þessar hendingar orti Davíð í orðastað Jónasar Hallgríms- sonar, en þær munu þó vafa- laust túlka hans eigin hugsan- ir og tilfinningar, ekki síður. Fáir munu, um næstu aldir, eiga leið um Eyjafjarðarál eða Galmarsströnd, án þess að verða litið hemi að Fagrgskógi ;og: til fjallanna þar í grennd o>g njóta þess aðjiafa fyrir augum bernsku- heimili Davíðs Stefánssonar, sjá fjöll þau, er hann leit barnsaug- um, orti um af heitu hjárta og elskaði til hinztu stundar. Við þá tilhugsun munU kom- andi kynslóðir finna vakna með sér þær hlýju kenndir og mun- arklökkva, sem er aðall og ein- kenni allra hans Ijóða. Þannig mun strengur hans óma lengur, þó hann sé dáinn. Þannig deyja skáld inn í þau -fjöll, sem þau elska. Einar Kristjánsson. f t Á sextugsafmæli þjóðskálds- ins Davíðs Stefánssotíar, var hon um margvíslegur sómi sýndur, hæði í höfuðborginni og hér heima. Bæjarstjórn Akureyrar kjöri hann þá heiðursborgara bæjarins. Hann flutti við það tækifæri merka ræðu, serri ný- lega hefur birzt í bók hans, Laust mál. Að þessu hófi flutti Heið- rekur skáld Guðmundsson skáld- inu eftirfarandi þakkaróð. Þar sem hér kemur fram margt, sem menn vildu segja við hin miklu tímamót, hefur blað- ið fengið leyfi Heiðreks til að birta kvæðið í heild. 4) Verkamaðurinn Föstudagur 13. marz 1964.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.