Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 13.03.1964, Blaðsíða 5

Verkamaðurinn - 13.03.1964, Blaðsíða 5
IIIIIIHIIlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllHIIIIIIII Sexisjgr þjoðskóld Forðum niínum hugárheimi hleyptir þú í eld og bál. Fór um skáldaskóginn þytur. Skein við sólu grænni litur. — Ljóð þín hvísla ljúfum hreimi leyndarmáli að hverri sál. Þreytir flug á undan öðrum, átt í byggðum gróin spor. — Viðjar leysir, böli bægðir. Bragatún að nýju plægðir. Seiddir hug með svörtum fjöðrum. Söngst þig inn í hjörtu vor. Lýtur guði og góðum vilja, gefið er þér mikið vald. Hvessir bit í sannleikssverði, sækir fast að Hrappi og Merði. Opnar hug þá aðrir dylja anda sinri á bak við tjald. Fyrst að þú í ljóði og línum lífsins tónum öllum nærð, erum við í vanda staddir, von að þagni margar raddir. Skáldin hljóð í skugga þínum skjálfa fyrir þinni stærð. Þér að baki þögul stendur þjóðin dreifð um land og sæ. Leggur hún við opið eyra, ætlast til þú kveðir meira. Inn um dali og út um strendur áttu vini á hverjum bæ. Og við heiminn svo er sáttur sá, er skapar fögur ljóð. Frægðin ein er einskis virði, aðeins farartálmi og byrði. Betri er en bumbusláttur blessun fólks og þökkin hljóð. Þeir, sem kveðast á við efa, undrast munu kvæðin þín. Þar er trú, sem fjöllin flytur, flugastraumur, vængjaþytur. Æðsta listin er að gefa öðrum mönnum heyrn og sýn. Anda minn þú endurnærir allt frá morgni fyrsta dags. Um mig hríslast heitur straumur. Hugarsýn er andans draumur. Alla strengi hjartans hrærir harpa þín til sólarlags. Heiðrekur Guðmundsson. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiin Föstudagur 13. rrtori 1964. _ ÁVARP til ísHrd hvenna í tilefni I alþjóðahvennadaosfns í tilefni alþjóðakvennadags- ins á sunnudag, 8. marz, sendu Menningar- og friðarsamtök ís- lenzkra kvenna frá sér svohljóð- andi ávarp: Islenzkar konur! Menningar- og friðarsamtök íslenzkra kvenna ávarpa ykkur á alþjóðabaráttudegi kvenna, 8. marz. Þennan dag ber okkur að gaumgæfa sérstaklega málefni lands og þjóðar og þá ábyrgð, er á okkur hvílir sem þegnum ís- lenzka lýðveldisins. Sú íhugun hlýtur að leiða til þeirrar niður- stöðu, að íslenzka þjóðin sé nú í meiri hættu stödd en nokkru sinni áður, í þj óðernislegu, menningarlegu og efnahagslegu tilliti. Á þessu ári eru liðin 50 ár síðan fyrri heimsstyrjöldin skall á og 25 ár síðan skelfingar hinn- ar síðari hófust. Þetta tímabil hefur markað dýpri spor í þjóð- arsögu íslendinga en nokkurt annað jafnlangt. Við heimtum sjálfstæði okkar úr höndum Dana og fögnum í ár 20 ára afmælis lýðveldis á Islandi. Endurheimt sjálfstæði hefur leitt af sér byltingu í atvinnuháttum og gagngerari breytingar á lífs- kjörum en nokkru sinni fyrr á jafn skömmum tíma. Nærri helming þessa tímabils, eða 24 ár, höfum við búið í her- numdu landi og verið ofurseld þeim afsiðunaráhrifum, er slíku sambýli fylgir. Allt frá stríðslokum hefur virk andstaða gegn hernáminu verið með þjóðinni og tekið á sig ýmsar myndir. Eftir atburðina 30. marz 1949, í sambandi við inngöngu íslands í Atlantshafs- bandalagið, magnast þessi and- staða að mun, og enn meir við endurkomu erlends herliðs til Keflavíkurflugvallar 1951. Það ár var M.F.I.K. stofnað til þess, fyrst og fremst, að fylkja íslenzk um konum til baráttu gegn her- náminu og þeirri tortímingar- hættu og gífurlegu siðspillingu, sem því fylgir. Siðspillingará- hrif hernámsins eru hvað aug- ljósust af þeim fj ármálahneyksl- um, sem upp hafa komið nú síðustu vikurnar, ekki hvað sízt í sambandi við starfsmenn á Keflavíkurflugvelli, og er það þó smáræði eitt í samanburði við símalandi afsiðunarkvörn Kefla víkurútvarps og sjónvarps, eink- um og sérílagi á viðkvæmasta gróðurinn, börn og unglinga. Með tilkomu kjarnorkuvopna hefur allur hernaðarrekstur ger- breytzt. Stórveldin leggja nú höfuðáherzlu á langdrægar eld- flaugar, sem geta borið kjarn- orkuvopn, svo og kafbátaflota, búinn kjarnorkuvopnum. Þetta ber okkur íslendingum að hafa vel í huga, er við íhugum her- námsmálin, því að hvenær sem er er hægt að breyta herstöðv- unum hérlendis í kjarnorkubún- ar árásarstöðvar, án þess að við séum um það spurð. Því er að vísu ennþá neitað af opinberum aðilum, að krafan um kafbáta- flotastöð í Hvalfirði hafi komið fram. En þær staðreyndir blasa við, að landgrunnið hefur verið mælt og kortlagt, og ein öflugasta lór- anstöð í Evrópu reist á Snæfells- nesi. Óneitanlega læðist sá grun- ur að manni, að þessar aðgerð- ir séu undanfari þess lokastigs, að Hvalfirði verði á ný breytt í flotastöð. Auk hættunnar af hernáminu steðjar að okkur enn ein hætta, ef til vill sú alvarlegasta. Árið 1962 var rekinn gífurlegur áróð- ur fyrir því af mjög áhrifaríkum aðilum í þjóðfélaginu, að kot- ríkið ísland gerist aðili að stór- veldasamsteypunni Efnahags- bandalagi Evrópu. Sú tilraun mistókst. Þjóðin reis upp og neitaði að láta innlima sig. Þessi áróður hefur dalað um sinn, en þeim mun ákveðnari og öflugri áróður verið hafinn fyrir stór- iðju erlendra auðhringa hér á landi. Ætti öllum að vera ljós sú hætta, er lítilli þjóð í stóru og lítt numdu landi, mikilla en ónot aðra orkulinda, myndi stafa af þvílíkri innrás erlends auð- magns, bæði efnahagslega og þjóðernislega. Slík stóriðja yrði í flestu falli ofjarl íslenzkum þjóðarbúskap, til þess gerð að mata krók erlendra auðhringa eingöngu á kostnað þjóðarinnar og hafa hér einokunaraðstöðu um atvinnulíf og lífskjör. Af þessum fáu staðreyndum er ljóst, hve brýn nauðsyn er á að allur almenningur haldi vöku sinni, hugsi og álykti sjálfstætt og láti ekki villa um fyrir sér. Þrátt fyrir það að málum okk ar íslendinga er all-illa komið, hefur samt margt það gerzt í heimsmálunum, sem gefur tilefni til bjartsýni. Heimsfriðarráðið fagnar á þessu ári 15 ára starfsferli, en það og Alþjóðasamband lýðræð issinnaðra kvenna hafa haft for- ystu í friðarbaráttu þjóðanna frá stofnun sinni, og berjast bæði fyrir almennri og algerri afvopn un. M.F.Í.K. fagnar þeim árangri af friðarbaráttunni, sem felst í Moskvusamningnum um tak- markað bann við kjarnorku- vopnatilraunum, og lýsir ánægju sinni yfir fullgildingu Alþingis á samningnum. Spenna í al- þjóðamálum hefur minnkað að mun og hvarvetna eru uppi kröf ur um, að alþjóðadeilumál beri að leysa með samningum en ekki vopnavaldi. Á síðastliðnu sumri var Heimsþing kvenna haldið í Moskvu á vegum Alþjóðasam- bands lýðræðissinnaðra kvenna. Þar ríkti mikill einhugur og bar áttuvilji. Konur úr öllum heims- álfum tóku höndum saman um að vinna að framförum og frið- armálum, hver í sínum heims- hluta. Norðurlandafulltrúarnir á þinginu samþykktu tillögur til ríkisstjórna landa sinna, um að lýsa Norðurlönd kjarnorku- vopnalaust svæði. Störf kven- anna á Moskvuþinginu stað- festu, að sameinaðar eru kon- urnar það afl, sem komið getur í veg fyrir styrjaldir. M.F.I.K. hvetur allar íslenzk- ar konur til að sameinast í bar- áttunni gegn herstöðvum í landi okkar, gegn því að Island verði notað sem árásarstöð á nokkra þjóð; sameinast til baráttu fyr- ir ævarandi hlutleysi Islands í hernaðarátökum stórvelda, og fyrir friðsamlegum samskiptum Islendinga við allar þjóðir. Reykjavík, 8. marz 1964. Menningar- og friðarsamtök íslenzkra kvenna. Prentum BÆKUR BLÖO TÍMARIT Hveri konar SMÁPRENT LITPRENTUN Prenrsmiðja Björns Jónssonar h.f. Siwi 1024. Verkomoðurinn (5

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.