Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 13.03.1964, Blaðsíða 7

Verkamaðurinn - 13.03.1964, Blaðsíða 7
SKRJÁF r I SKRÆÐUM ENN FRA EIRIKI KOPARHAUS Það er lítið..... Einu sinni fór Eirikur vestur ! Stykkishólm að sækja þangað 12 fjórðunga (60 kg) af smjöri fyrir Jón sýslumann á Melum. Þegar Eirík- ur kom til baka, kastaði hann byrð- inni af öxl sér, gekk fyrir sýslumann og segist vera kominn með smjör- klipuna. — Hafðu sæll gert Eiríkur minn, segir sýslumaður. — Og ekki er þetta þokkarvert, elsku vinurinn, svarar Eiríkur, en það er ekki þar fyrir, að það er lítið, sem hundstungan finnur ekki. Mannjöfnuður Margir hentu gaman að Eiríki og göbbuðu hann, en stundum tókst hon- um að borga fyrir sig í orðum. Einu sinni var hann á ferð um Skarðsströnd og hitti þqr menn að máli. Einn þeirra hét Guðmundur, kringluleitur og þrútinn í andliti. Hann fór að skopast að Eiriki fyrir hvað hann var toginleitur, grannur og fölur. Þá svaraði Eiríkur: Þér ferst ekki að gabba mig, hjarr- að mitt. Eg er toginleitur og fölleit- ur eins og frelsari minn og hann séra Daníel í Skörðum, en þú ert út- inn og tútinn, úldinn og drúldinn, eins og andskotinn uppmálaður í Harmoníu, þar sem endurlausnarinn er að að troða hann undir fótunum. Skáldalaun Eiríks. Einu sinni sem oftar kom Ein'kur að Þingeyrum og var hann beðinn að binda nafn húsfreyjunnar, Ing- unnor Jónsdóttur, í vísu, en Eiríkur fékkst nokkuð við vísnagerð. Þó sagði hann: Moldarhaugar og rúst af leir, eftir gömlum vana. Gamalær var lembd í gær, svo skal nafnið binda. Fyrir þetta Ijóð er sagt að Runólf- ur umboðsmaður Olsen gæfi honum spesíu og það hefðu verið hin mestu skóldalaun, sem Eiríkur hlaut um ævina. Um Jón sýslumann á Melum orti Eiríkur: Melagrindin mikið stór I mórauðum sokkagörmum. Herra sýslumaður vor, hér um aldir alda. Um strák nokkurn í Guðlaugsvík, sem var að gera gys að Eiríki, orti hann: Stóri strákurinn stendur hér, stælrur á Víkurhlaði. Hcnn er nú að hlæja að mér, betur að væri komið upp í hann ginkefli. Fóstudagur 13. man 1964. Páskaferð að Mývatni Ferðaskrifstofan LÖND & LEIÐIR, í samvinnu við Æskulýðsráð Akur- eyrar, efnir til hópferðar að Mývatni um páskana. — Tilkynningar um þátttöku þurfa að hafa borizt fyrir 22. marz. Ósóttar pantanir verða seldar miðvikud. 25. marz. Þátttökugjald kr. 1000.00 greiðist við af- hendingu miða. — Innifalið í verðinu eru allar bílferðir, gisting og aðal máltíðir. — Þátttaka miðast við lógmarksaldur 16 ár. — Ferðaáætlun- in liggur fyrir hjá L & L. Frekari upplýsingar og innritun hjá Ferðaskrifsrofunni Lönd & Leiðir. Sími 2940 FERÐASKRIFSTOFAN LÖND & LEIÐIR — ÆSKULÝÐSRÁÐ Kringsjá vikunnar Messað verður í Akureyrarkirkju n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Séra Hall- gríms Péturssonar minnzt, en I ár éru 350 ár liðin frá fæðingu hans. —- Sálmar: 148, 467, 203, 232. - B. S. Þakkarávarp. Börn, sem eru sjúkl- ingar ó Kristneshæli og fengu pen- ingasendinu frá öskudagsflokki Huldu og Gunnhildar, flytja beztu þakkir fyrir gjöfina. Golfklúbbur Akureyrar hefur golf- mót á laugardaginn kl. 1.15. — Keppendur mæti ekki síðar en kl. 1. Hópferð ó Sæluviku Skagfirðinga, sem verður 5.—12. apríl í undirbún- ingi. Lönd og Leiðir. •— Nónar aug- lýst síðar. Minjasafnið er opið kl. 2—5 e. h. á sunnudögum. AmtsbókasafniS er opið alla virka daga kl. 2—7 e. h. Nr. 21/1964. TILKYNNING Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á fiski í smásölu og er söluskattur innifalinn í verðinu: Nýr þorskur, slægður: Með haus, pr. kg.....f............... kr. 4.40 Hausaður, pr. kg..................... — 5.50 Ný ýsa, slægð: Með haus, pr. kg................... kr. 5.90 Hausuð, pr. kg....................... — 7.40 Ekki má selja fiskinn dýrari, þótt hann sé þverskor- inn í stykki. Nýr fiskur, flakaður án þunnilda: Þorskur, pr. kg..................... kr. 11.60 Ýsa, pr. kg......................... — 14.10 Fiskfars, pr. kg..................... — 16.00 Reykjavík, 6. marz 1964. Verðlagssrjórinn. ORLOFSLÖGIN Fr;í Golfklúbbnuiii Sl. sunnudag var háð golf- keppni á golfvellinum á Akureyri. Mun það vera einsdæmi, að golf- mót sé haldið á þessum árstíma, og sýndi fjöldi þátttakenda, að golfáhugamenn kunna vel að meta þetta nýmæli. Keppendur voru 15 og leiknar voru 18 holur með fullri forgjöf. Sigurvegari varð Hafliði Guðmundsson. Aðalfundur Golfklúbbs Akur- eyrar var nýlega haldinn að Hótel KEA. Starfsemi klúbbsins var mikil sl. ár, m. a. var Golfmót ls- lands haldið hér á Akureyri. — Fjárhagur klúbbsins má heita nokkuð góður, en þó ber á það að líta, að framundan eru miklar framkvæmdir hjá klúbbnum, þar sem senn er útrunninn sá tími, sem hann fær að halda golfvelli sínum á þeim stað, sem hann er nú á. ¦— Meðlimir klúbbsins eru um 80 talsins, og hafa þó nokkrir bætzt við á sl. ári. Núverandi stj órn klúbbsins skipa þessir menn: Hafliði Guðmundsson, formaður Jóhann Þorkelsson, ritari Gunnar Berg, gjaldkeri. Sigtryggur Júlíusson og Gestur Magnússon. Framh. af 3. síðu. anna. Þannig hafa Svíar nú fyr- ir skömmu (1963) samþykkt nýja orlofslöggj öf, og tekur hún fullt gildi á komandi vori. Samkvæmt henni verður lágmarksorlof full- vinnandi fólks nú á þessu ári 24 virkir dagar (2 dagar fyrir hvern unninn mánuð á næstliðnu orlofs- ári), og orlofsfé er ákveðið 9% af kaupi. Ríkisstjórn Danmerkur hefur gefið út yfirlýsingu um stór bætta orlofslöggjöf á næstunni, en orlofsfé er þar nú 7^% af kaupi. Norðmenn búa við orlofslöggjöf frá 1962, og er lágmarksorlof sam kvæmt henni 21 virkur dagur og orlofsfé 7^2% af kaupi. Því má svo við bæta, að stöðugri sókn er haldið uppi á þessu sviði af hálfu alþýðusamtakanna, með meiri eða minni stuðningi viðkomandi ríkisstjórna. Þegar gerður er samanburður við hin Norðurlöndin í þessum efnum, verður að hafa það í huga, að þar býr alþýða manna við miklu skemmri vinnudag en tíðk- ast hér á landi, yfirleitt ekki yfir 45 stundir á viku, og eru af þeim ástæðum enn sterkari rök, sem að því hníga, að vinnustéttunum hér á landi sé tryggður a. m. k. jafn réttur til árlegs orlofs og þar er nú í gildi og þó helzt nokkru betri vegna hins mikla vinnuálags, sem verkafólk verður almennt að þola hér á landi. Að þeim breytingum samþykkt um, sem hér er lagt til að gerðar verði á gildandi orlofslögum, verður að telja, að í meginatrið- um væru þau orðin sambærileg við hliðstæða löggjöf annarra Norðurlanda, en breytingarnar eru efnislega sem hér segir: 1. Að lágmarksorlof verði lengt úr 18 dögum í 21 dag. 2. Að orlofsfé verði 8% af kaupi í stað 6% nú. 3. Að fólki í föstu starfi verði tryggð greiðsla orlofsfjár af eftir-, nætur- og helgidaga- vinnu á sama hátt og verka- lýðsfélögin hafa tryggt skjól- stæðingum sínum slíkar greiðslur með samningum. 4. Að ríkisstj órninni verði heim ilað að fela Alþýðusambandi lslands þá framkvæmd or- lofslaganna, sem nú er falin póststjórninni, en flm. telur, að með þeim hætti væri framkvæmd hinna mikilvægu orlofsréttinda færð nær þeim, sem þeirra eiga að njóta, og yrði því raunhæfari þeim til hagsbóta og heilla. 5. Að konur skuli einskis í missa um orlofsrétt, þótt þær séu frá verkum í allt að 3 mán- uði vegna barnsburðar. Flm. vill að lokum vænta þess, að frv. þetta hljóti greiða af- greiðslu á hv. Alþingi, ekki sízt með tilliti til þeirrar staðreyndar, að íslenzkt verkafólk á sjó og landi hefur nú um skeið lagt á sig meiri vinnu og meira erfiði til þess að auka þj óðarframleiðslu og þjóðartekjur en dæmi eru til a. m. k. í okkar heimsálfu og á því sérstakan kröfurétt á því, að sá hluti þess grundvallarrétt- ar að mega njóta hæfilegrar hvíldar frá störfum, sem fólginn er í réttinum til orlofs, sé veittur því af rausn og réttlæti. Vcrkamaðurinn — (7

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.