Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 03.04.1964, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 03.04.1964, Blaðsíða 1
Verkamaðurinn LAXÁRVIRKJUN II — Enn er aðeins lltíll hluti at ofli Laxár virkjað. HVER ER SIHNAR GÆFU SMIDUR Undanfarnar vikur hefur nokk uð verið rætt í Reykjavíkur- blöðunum um fyrirhugaða stór- virkjun og stóriðju. Fundur í Verði, félagi Ihalds ins í Reykjavík, sem stóriðju- nefnd heiðraði með nærveru sinni, er athyglisverður, því að þar kom fram andstaða, og hún öflug, gegn þessu vanhugsaða samningamakki við erlenda auð- hringa, um að þeir setji hér á stofn aluminiumverksmiðju. — Þar var réttilega bent á vinnu- aflsskortinn, sem lamar undir- stöðuatvinnuvegi okkar, sjávar- útveg og landbúnað, og hættuna, sem stafar af því að leyfa er- lendum auðhringum að ná hér tangarhaldi á efnahagskerfi þjóð arinnar, á sama tíma óg margar þjóðir eru að reyna að losa sig úr f j ötrum, sem þessir sömu auð- hringar hafa smeygt á þær. Um ástæðuna að öðru leyti fyrir þessarri andstöðu, ætla ég ekki að ræða hér, en nota hér með þetta tækifæri til að lýsa ánægju minni yfir henni, og von andi verður hún til þess að um- ræður hefjist á breiðum grund- velli, ofar flokkum en með hags- muni þjóðarinnar í nútíð og framtíð fyrir augum. Stórvirkjun Þegar rætt hefur verið und- anfarið um nauðsynlegar virkj- unarframkvæmdir, hefur orðið „stórvirkjun" verið notað um virkjun á því vatnsafli, sem duga mun okkur næsta áratug, eða um 100MW, og er það lítið eitt meira en þau 96MW, sem virkj- uð eru í Soginu. Vissulega kalla engir slíka virkjun stórvirkjun nema við Islendingar, og okkur er talin trú um, að við slíkt get- um við ekki ráðið hjálparlaust. Launin fyrir hjálpina eiga að vera þau, að leyfa erlendum auðhringum að hreiðra hér um sig. Ohætt er að segja, að ekki ríður stórhugur húsum í höf- uðborg okkar. Fyrir rúmum ára tug voru tvær virkjanir í bygg- ingu, þ. e. Laxá og Irafoss, með 40MW afli, samtímis var áburð- arverksmiðjan byggð. Þetta voru ekki einu fjárfestingarfram kvæmdirnar á þeim árum, og engan veginn virðist að við höf- um ofreint okkur þá. En ef ríkisstjórnin treystir ekki sér né þjóðinni til að ráðast í slíka virkjun, þá vildi ég óska að stóriðjunefnd yrði gefið 5 ára frí og raforkumálastjóra fal- ið nú þegar að gera tillögu um virkjun fyrir þann raforku- markað, sem við íslendingar teljum eðlilegan. Jökulsárnar hafa runnið óbeizlaðar frá ör- ófi alda, og því mega þær ekki renna óvirkjaðar i einn til tvo áratugi enn? Fullvíst má telja, að eftir 10 ár mun enginn kalla 100MW virkjun stórvirkjun, ekki einu sinni þeir bankastjór- ar, sem nú virðast vera ráðu- nautar ríkisstjórnarinnar í raf- fræðilegum og efnafræðilegum málum. Áluminiumverksmiðja Um þessa aluminiumverk- smiðju og staðsetningu hennar eru skiptar skoðanir. Stóriðju- nefndin fer ekki í launkofa með það, að enginn ávinningur sé af tilkomu hennar, annar en sá, að markaður skapist fyrir þá raf- orku, sem hálf Búrfellsvirkjun framleiddi. En að öðru leyti virðist farið með þetta sem hernaðarlegt leyndarmál, ja, sem það kann- ske er. Á þessum fyrrnefnda Varðar- fundi spurðist ungur háskóla- stúdent fyrir um eitrunaráhrif, sem stafað gæti frá slíkri verk- smiðju. Jóhannes Nordal, hag- fræðingur og bankastjóri, varð fyrir svörum. Samkvæmt frá- sögn Vísis af þessum fundi, sagði bankaaltjórinn það rett vera, að við vinnslu aluminum mynduðust skaðleg flúorgös, sem yllu tjóni á bithögum, en fundnar væru upp aðferðir til að koma í veg fyrir að reykur- inn ylli tjóni, en tækin, sem þyrfti til þess væru dýr, eða um (Framh. á bls. 6) KRISTINN REYR: í ÖNDVEGI Vetrarnótt kveikti á kertum sínum, kyrrlátt og hljóðlátt á kertum sínum. Landvættir lúti höfði. Laufgizt og fléttizt lim á eikum, lausn fer á bleikum loft milli lands og eyja. I öndvegi snilldar er einmana skáld að deyja. Góðskáldið lifir í Ijóði sínu, liðið og horfið í Ijóði sínu, lýsandi lótusblómum. Eilíft er það, sem allir vildu ort hafa og skildu innst bak við orð, þótt deyi dreymandi skáldið í dögun hjá förnum vegi. Morgunsár hvelfdist í hjálmi sínum, hljóðlátt og kyrrlátt í hjálmi sínum. Landvættir lutu höfði. Laufkransa hnýttu lim á eikum, lausn fór á bleikum loft milli lands og eyja. I umkomuleysi var öndvegisskáld að deyja. Frá SjjúkiaHaiiila^iiiii Samkv. augl. í blaðinu í dag, hækka iðgjöld til samlagsins verulega eða verða kr. 85.00 á mánuði. Ymsum kann að virð- ast þetta mikil hækkun, en sj úkrasamlagsstj órn taldi þó ó- umflýjanlegt að láta hækkunina taka gildi nú eða þrem mánuð- um seinna en í Reykjavík, svo árgjaldið verður nokkru lægra en þar, eða 60 krónum. Það sem aðallega veldur þessari hækkun er daggjald til sjúkrahúsa, sem hækkaði um áramótin úr kr. 210.00 í kr. 300.00. Er þó athygl- isvert, að árið 1957 var daggjald sjúkrahúsa kr. 100.00 og sam- lagsiðgjald þá kr. 40.00, en nú með kr. 300.00 daggjaldi er ið- gjald samlagsmanna kr. 85.00, svo hlutfallið er samlagsmönn- um mikið í vil. Ekki er að efa að sjúkrahúsunum veitir ekki af sínu daggjaldi til að standast aukinn kostnað. Sjúkradagpen- ingar valda líka allmiklu til hækkunar, enda skylt að greiða þá ef með þarf um árstímabil, en var áður 6 mánuðir. VORID er komið Það vissu nú allir, en ég meinti „Vorið", tímarit fyrir börn og unglinga, sem þeir ritstýra og gefa út skólastj órarnir Hannes J. Magnússon og Eiríkur Sig- urðsson. Þetta er heftið janúar —marz, fullt af ánægjulegu les- efni og myndum. HEYRT Á GÖTUNNI AÐ togarar Broto holdi enn áfram í stórum stil veiðum í „básun- um", sem ríkisstjórnin leyfði þcim til skomms tima aS stunda veiðar í innan ís- lenzkrar landhelgi. AÐ íslenzkum sjómönnum komi þetta einkennilega fyrir sjónir. AÐ ráðherrarnir hugsi stíft þessa dagana um, hvernig þeir eigi að reisa við viðreisnina.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.