Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 03.04.1964, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 03.04.1964, Blaðsíða 3
Lyndon B. Johnson, núver- andi forseti Bandaríkjanna, er ekki óvitur maður og veit því, að alþýða Bandaríkjanna veit- ir þeim foringja lið, sem henni þykir líklegastur til að veita henni forystu gegn ofurvaldi auðvaldsins, sem henni stendur mikill beygur af. Því nú þegar er svo komið, að heil fylki eru að kalla komin í auðn og orðin eins konar elliheimili eða heim- kynni volaðs fólks, en hvert sæmilega gefið ungmenni reyn- ir að hafa sig á brott áður en það er um seinan. Um það bil helmingur litaðs fólks lifir í fá- tækt og um 40% sveitamanna. Fyrir mann eldri en 45 ára er illmögulegt að halda sæmilega launaðri atvinnu og ógerlegt fyrir ungan mann, sem ekki á föður, sem getur haldið honum í skóla langt fram á þriðja tug æfinnar, að komast í vel borg- að starf, því að sjálfvirknitækni auðhringanna er að gera ame- quic rísku þjóðinnni ofaukið í Banda ríkjunum, eins og þrælahald rómverska auðvaldsins til forna útrýmdi rómverska bóndanum, handverksmanninum og verka- manninum og gekk af rómverska heimsveldinu dauðu. Við vonum þess vegna fyrir hönd amerísku þjóðarinnar, að yfirlýstur vilji L. B. Johnson, að vera foringi hennar í stríði hennar við eymd ina og fátæktina, sem blasir við nokkrum hluta hennar, ef auð- ast útlimalausir, fábjánar eða geðsjúklingar; og jafnlítið við því að gera. En eitthvað er dóm- greind þeirra ábótavant, sem kjósa sér slíka að andlegum leið togum og láta þá segja sér fyr- ir verkum. En hjá flestum eru sennilega sömu kenndir að verki og hjá hvolpi, sem ýlfrar og geltir af taumlausri ílöngun og kútveltist milli þúfna á árbakka, þegar hann heyrir hundahóp sitja um um heims og er enn í dag hjá verulegum hluta mannkynsins. Talið er, að í dag sé þriðjungur mannkynsins ekki undir hung- ursvipunni, og við erum taldir til þess þriðjungs vegna þess að við fáum kornmatinn, efni í smjörlíki og fóðurbætinn, sem stendur undir helmingi mjólkur- framleiðslu hérlendis, sem ölm- usu frá Bandaríkjastjórn eða sem óafturkræf lán frá sama að- ila, og svo hefur verið að meira Valið er þitt í Það væri kannski ekki úr vegi að rifja upp harmsögu höggormsins fræga í Eden, samkv. skilningi eins af skáld- um vorum fyrrverandi. Allavega séð var þetta harmsaga: Undir gamla eplatrénu Adam sat og hraut. — Gægðist ég um gat á veggnuiri) sá hvar Eva lá í laut. Fór ég þá í flugulíki, fagra hringi spann yfir hennar hvítu brjóstum. — Og ég breytti mér í mann. Það er öllum sælt að svala sinni dýpstu þrá. Samt er eitthvað öðruvísi gaman, þegar maður má. Og við stálumst út um hliðið, inn í þennan heim. Eva þreyttist, okkur leiddist baslið saman, báðum tveim. Síðan oft ég hugsa hnugginn, harmatölum með: Hefði ég aldrei gægst í gegnum gatið, forðum daga, á veggnum, hefði ég aldrei hana séð, aldrei lent í þrautum þessum. — Það var hún, sem réð. Og ég hrópa hátt og reiður, húms á myrkum stig: Gastu ei vaknað,gamli skröggur, hennar gætt og garðinn varið, undir hæli marið mig. Fösrudagur 3. april 1964 sjúklingar og hagfræðingar halda áfram úrslitavöldum í ameríska þj óðfélaginu, sé ann- að og meira en veiðibrella æfðs stjórnmálamanns í þjónustu af- ætna, og að, ef hann reynist maður, reynist honum líka fært að varast morðtól leigumorð- ingja ameríska auðvaldsins. De Gaulle er orðinn valda- mesti maður Evrópu, vegna þess að menn treysta honum bezt til varnar Evrópu og gegn einveldi amerísks auðvalds yfir Frökk- um. Sama er sagan frá Bretlands- eyjum. Þjóðir þeirra veita lið þeim flokki og stjórnmálamönn- um, sem þær treysta bezt til varnar gegn amerískri auðvalds- heimsku: Sir Alec og Mr. Wil- son eru báðum jafnljósar þess- ar staðreyndir. Skynugu fólki hérlendis er líka almennt að verða ljóst, að gróðahyggja og völd afætna eru að leiða þjóðina í kviksyndi, þaðan sem illmögulegt er að leita lífsbjargar. Og göfugt fólk er líka hérlendis farið að vara þjóð sína við þeim örlögum, er auðhyggjumenn skapa henni. Þess vegna beita auðhyggju- mennirnir nú ríkisvaldinu til að koma Islendingum í gildruna, áður en þeim verður almennt ljóst, hvað til stendur, og kapp- kosta dag hvern að villa æ meira fyrir og segja rangt til vegar, svo að fólkið verði eins illa statt og lamb fast í dýi, með kroppandi hrafna á kollinum, sem gæða sér á augum þess. Ástæðurnar til þess, að menn fæddir af íslenzkri móður og getnir af íslenzkum foður, leit- ast við að koma þjóð sinni í þessa aðstöðu gagnvart alþjóða- auðvaldinu, eru margar og marg víslegar. Hjá mörgum er senni- lega fyrst og fremst um að ræða meðfætt lélegt innræti. Það er jafn sorglegt og að menn fæð- kind hinum megin árinnar og vera að rífa hana sundur. Þá' þykist hvolpurinn vera orðinn hundur með hundum, ef hann nær sér í varnarlaust lamb. I þessu mun fólgin skýringin á því, að svo margir fyrirmenn þjóðarinnar spara sér nú orð- ið enga fyrirhöfn í þeirri við- leitini sinni að verða lslending- um til sem mests ógagns. En það er eitthvað furðulegt og ógn- vekjandi að fylgjast með, hvern- ig þessir menn leynt og ljóst vinna að því, að Islendingar flosni sem fyrst upp úr landi sínu og verði úti á milli bæja. Sama er sagan í Danmörku og líklega miklu víðar í hinum „frjálsa" vestræna heimi, því eðli auðvaldsins er ávallt nei- kvætt, og þar sem það ræður ríkjum vegnar mönnum því verr sem þeir eru þjóðfélagi sínu betri þegnar. Og þess vegna lend ir þj óðfélagsúrkastið í valda- og áhrifastöðum, og vopnið, sem þeim dugir bezt, er skipulögð fáfræði um allt, sem til góðs horfir; en staðreyndir eru æfin- lega harðar viðkomu. Þjóðin telur í dag um 185000 sálir, og ef tekst að afla fæðis, húsnæðis og nokkurn veginn sömu lífskjara hér og í nágranna löndunum, verða landsmenn um 360000 árið 2000. Eða svo er oftast talað og ritað, sem það væri sjálfsagður hlutur, að fjöldi íslendinga verði þá þessi, en engar rökstuddar líkur eru fyrir því að svo verði. Ef núverandi þj óðfélagsstefnu verður leyft að halda sínu striki, kemur brátt að því, að matur- inn verður aftur takmarkandi þáttur á fólksfjölgun íslendinga, eins og lengst af hefur verið í sögu þjóðarinnar. Meirihluti barna hennar hefur dáið beint eða óbeint af hungri og afleið- ingum þess. Svo hefur æfinlega verið lengst af hjá öllum þjóð- eða minna leyti síðan Marshall- aðstoðin byrjaði. Það eru má- ske ekki hörð örlög manni eða þjóð að vera kjölturakki mjög auðugra manna; örugglega er það sem stendur léttbærara en það var að vera sveitarómagi áður fyrr. Nú ber ameríska ríkinu eng- in skylda til að framfæra okkur, sjálfstæða þjóðina, og má því og getur kippt að sér hendinni, hvenær sem því þóknast, enda verður bónbjargarmaðurinn að lokum öllum hvimleiður. Af inn anríkis-þj óðfélagsástæðum hefur ameríska ríkisvaldið haft á höndum nokkuð miklar fyrning- ar á kornmat, sem hungraðar þjóðir hafa ekki haft efni á að kaupa. En nú bjóðast Rússar til að kaupa þær fyrir gull, og eru líkur fyrir því, að svo verði fyrst um sinn, því að þeir hafa verið nauðbeygðir til of mikillar fjár- festingar í iðnaði vegna stríðs- hættu og landvarna og þess vegna þurft að afrækja búnað- arframleiðsluna. — Kínverjar kaupa með hverju ári æ stærri hlut í búnaðarframleiðslu Kan- adamanna, Ástralíumanna, Arg- entínumanna og Ný-Sjálendinga, og eru líkur fyrir, að svo verði framvegis í sívaxandi mæli. Og er aðeins gott um það að segja, að hönd styðji hendi. En fyrrnefndar ölmusugjafir ameríska ríkisvaldsins eru að verða amerískum almenningi mikill þyrnir í auga og litlar lík- ur eru til að framhald verði á þeim, þegar búnaðarframleiðsl- an er orðin gulls ígildi í milli- ríkj aviðskiptum vegna þess, að skortur er á henni, og svo mun verða í sívaxandi mæli, því að f ólksf j ölgunin er ör í heiminum, og víðast hvar gengur frjósemi jarðar ört til þurrðar vegna gegndarlausrar rányrkju. Maturinn hefur hingað til í mannkynssögunni ráðið að veru legu leyti gæfu og gengi manna, ætta og þjóða, og Islendingar hafa öðrum þj óðum f remur fund ið fyrir því, vegna þess að hér hafa æfinlega verið miklar sveifl ur í árgæzku, svo að matarforði var lífið í bókstaflegri merkingu. Þess vegna er það, að íslenzka bóndanum ber að vera fyrir- hyggjumaður, svo að búfé hans verði ekki arðlaust vegna ófeiti eða deyji úr hungri og vesöld. Og því er það einnig, að umboðs menn ríkisvaldsins, fóðurásetn- ingsmenn, koma tvisvar á ári í hlöður bænda til að ganga úr skugga um, hvort bóndinn sé í raun fær um að vera bóndi og forsjárvald yfir búfé! Ef svo reynist ekki, ber þeim að lögum skylda til að svipta hann völdum yfir búfénu, gera hann í reynd ómyndugan. Fáum bændum mun það þvert um geð að hafa skyldur umfram aðra menn, því það er svo í heil- brigðu þjóðfélagi, að virðing vex í réttu hlutfalli við það, hve miklum þjóðfélagsskyldum er farsællega gegnt. íslendingum fjölgar allra Evrópuþjóða mest og þurfa því öðrum framar að auka framleiðslu til framfærslu þjóðarinnar, ef hún á ekki aftur að festast í feni eymdar, sem áður var, því að litlar sem eng- ar líkur eru fyrir því, að við getum um alla framtíð verið vel haldnir sveitarómagar hjá Banda ríkjastjórn. Það getur tekið mjög snöggan enda, þegar auð- æfi þjóðarinnar eru að fullu seld eða veðsett og síðasti snef- ill af virðingu umheimsins fyrir henni eyddur, því að þá verður henni ráðstafað á einn eða ann- an hátt, eins og sveitarómaga áður fyrr. Og það er heimsku- legasta óskhyggja að ímynda sér, að auðfurstar og hagfræðingar þeirra verði mjúkhentari við ís- lendinga framtíðarinnar en hreppsnefndir fortíðarinnar voru við sveitarþunga. En að þessu markmiði, að þjóðin flosni sem fyrst upp úr landi sínu og verði ráðstafað sem nið- ursetningum, er gangi sér til húðar til hámarksgróða fyrir þá, sem auðinn hafa, er nú sótt af hinu mesta kappi af þeim, sem í dag hafa völdin á íslandi. Þess vegna er þeim, sem afla bjargar í þjóðarbúið, nú óspart lýst sem glæpamönnum og skemmdarvörgum gagnvart þjóðfélaginu, og þess vegna er ríkisvaldið notað til rána og þjófnaða frá þeim á hinn marg- breytilegasta hátt. Vinnandi menn í þéttbýli hafa nokkur tök á í gegnum samtök sín að verj- ast þessari ásókn, en í strjálbýl- inu eru þeir mjög illa staddir í þessu tilliti. Sögufróður og skynugur bóndi komst fyrir nokkrum árum síðan svo að orði, að það væri þungbært að Verkamaðurinn -— (3

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.