Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 03.04.1964, Page 4

Verkamaðurinn - 03.04.1964, Page 4
lifa móðuharSindi af manna- völdum, og komst með því mj ög nærri sannleikanum, því að móðuharðindunum afloknum voru miklu fleiri í sveitum landsins en þar eru í dag. Og í dag eru framtíðarhorfurnar um búsetu íslendinga á íslandi feimnismál, sem vandlegast er þagað yfir af þeim, sem völdin hafa. En Guðmundur Jósafatsson frá Brandsstöðum reyndi að kanna þjóðfélagsfræðilega á- standið í sveitunum: Um 180 bændur reyndust vera einbúar, um 1200 ókvæntir. Um 4000 bændur eru taldir lifa að mestu leyti af landbúnaði, og ef vel væri að gáð, myndi koma í ljós að meirihluti ókvæntra bænda er í þeim hópi, því að þeir hafa ekki tök á að stunda vinnu út á við og vera bændur aðeins að nafninu til. En eins og mörgum er kunn- ugt vaxa nú orðið nær engar verðandi bændakonur eða bænd ur upp í sveitum landsins, og hefur svo verið um alllangt skeið. En það er eitt meginlög- mál lífsins, að æfiskeið manns- ins er mjög takmarkað, og að starfsorka hans byrjar að dvína um 35 ára aldur. Aukið verksvit getur hjá flestum bændum vegið á móti til 50—55 ára aldurs. Úr því hallar fljótt undan fæti hjá flestum, en allur þorri bænda er kominn yfir þetta aldurstak- mark, og eins og áður er bent á, eru mjög fáir til að taka við. Afleiðingar þessa, andlegar og líkamlegar, blasa við hverjum hugsandi manni í sveit, búskap- urinn er víðast hvar að verða eins og dráttarvél, sem gengur til skiptis á 2 eða 3 sýlindrum og vill drepa á sér, ef ofurlítið er á hana reynt. Fræðimenn eru farnir að velta talsvert fyrir sér, hvers vegna ásetningi hrakar með hverju ári, sauðfjárfjöldi minnkar, þungi dilka lækkar jafnt og stöðugt ár frá ári og að mj ólkurframleiðslan eykst minnst eða jafnvel dregst sam- an, þar sem aðstaða til hennar er bezt, og að landið leggst smára saman í auðn. En yfirleitt er gengið framhjá meginástæð- unni til þess að svona er, en hún er sú, að bændur sem heild ráða með hverju ári sem líður yfir minni andlegri og líkam- legri orku til að reka búskap, svo kemur og til síaukin skemrhdarstarfsemi og dugleysi mektarmanna til gagnlegra starfa. Óvíða á landinu eru betri á- stæður til að halda í horfinu en í Eyjafirðinum, þó minnkaði innlegg bænda þar af dilkakjöti um 16% á síðasta ári og ullar- innlegg um 16 tonn. Mjólkur-- innlegg óx þar aftur á móti um 7,8% vegna þess að það er þrautalending margra bænda að byggja búskap sirm í æ rík- ara mæli með ári hverju á út- lendu gjafakorni. Oft er sagt með mikum háðs- hreim af þeim, sem lifa sem þjóðfélagssnýkjudýr eða þjón- ar þeirra, að íslenzkir bændur kunni lítið annað en vola og væla og bera sig illa, þegar frá því er sagt, að allur þorri þeirra eigi ekkert annað en skuldir, því enginn geti eða vilji kaupa jarðir þeirra með mannvirkjum og stofna til búskapar, þegar elli eða dvínandi starfsþrek gerir þá óvinnufæra. Áhyggjur banka- stjóra og hagfræðinga ríkis- banka af því að standa í fram- tíðinni uppi með eyðijarðir að veði fyrir lánum, leggjast vana- lega ekki mjög þungt á hugi bænda. Um þunglyndið, sem sækir að hverjum sönnum ís- lending, sem horfir á eydda byggð, sem sannar að þjóðin er ekki lengur fær um að byggja land sitt og eiga sér framtíð vegna ásóknar snýkjudýra og lítilmenna, er lítið látið uppi opinberlega, því að flestir reyna að bera þennan harm sinn í þögn. Ráðamenn með þjóðinni reyna nú af ráðnum hug að beina óvild neytenda í þéttbýl- inu gegn vaxandi dýrtíð að bændastéttinni, og reyna að læða því inn í hugi fólks, að hún sé með fjárplógsstarfsemi og að nauðsyn sé til að ganga í skrokk á vinnandi mönnum í sveitunum og sýna þeim svo í tvo heima, að þeir herði sig ennþá meira með að ganga sér til húðar. En eitthvað er vitsmunum þeirra manna ábótavant, sem í- mynda sér, að hægt sé að svelta og berja kýr til að mjólka. Um menningu og manngildi slíkra er ekki hægt að deila. Sem stendur eru þeir dálítið smeykir við að leggja beint í vinnandi menn í þéttbýlinu, því að þeir kunna ennþá að veita mót- spyrnu, þess vegna leggjast þeir nú á þá, sem erfiðast eiga með að koma vörnum við árásum aftan frá, hermenn íslenzks þjóð ernis, fremst til dala og yzt til nesja, íslenzka bændur. Úrslit þessarrar viðureignar ráða fram tíðarörlögum íslenzks þj óðern- is. — Sérhver íslendingur hefur frelsi til að skipa sér í fylkingu. Valið er þitt. Einar Petersen, Kleif. BAHDIIR ATHUCID! Höfum ávalft fyrirliggjandi okkar viðurkenndu kúctfóðurblöndu Kostar nú kr. 5.30 kílóið. Einnig höfum við léttari blöndu, sem kostar kr. 5.10 pr. kg. Ágóðaskylt. CoriTrkjundmslieíð Fegrunarfélag Akureyrar gengst fyrir kvöldnámskeiði í garð- yrkju mánudaginn 6. apríl, þriðjudaginn 7. apríl og miðviku- daginn 8. apríl næstkomandi í bæjarhúsinu við Geislagötu, upp yfir slökkvistöðinni, og byrjar öll kvöldin kl. 8,30 og stendur yfir í 2 til 3 tíma. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. DAGSKRÁIN VERÐUR: Mánudag 6. apríl: Skipulag og ræktun skrúðgarða, Jón Rögnvaldsson. Myndasýning úr görðum á Akureyri. Fyrirspurnir og svör. Nokkrar myndir frá Islendingabyggðinni í Grænlandi. Þriðjudaginn 7. apríl: Tilraunastarf og illgresiseyðing, Árni Jónsson. Fyrirspurnir og svör. Stutt kvikmynd. Miðvikudaginn 8. apríl. Grænmetisrækt, Ólafur Jónsson. Fyrirspurnir og svör. Myndasýning. Jón Kristjónsson. Idgo ií kartöjlugöriom btejiríns fyrir komandi sumar fer fram á tímabilinu 1.—15. apríl næstkomandi í Grænugötu 8, niðri, alla virka daga kl. 4—6 e. h. Þeir, sem vilja halda sömu görðum áfram í sumar, verða að hafa endurnýjað leiguna fyrir 15. apríl n.k., annars verða garðarnir leigðir öðrum. Leigan hækkar um 25 krónur á 100 ferm. Akureyri 23. marz 1964. Garðyrkjuróðunautur. H.F. ESMSKSPAFÉLAG ÍSLANDS AÐALFUNDUR Aðalfundur H. f. Eimskipafélags íslands verður haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykjavík föstudaginn 15. maí 1964 kl. 13.30 eftir hádegi. Dagskrá samkvæmt 13. grein samþykkta félagsins. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins sam- kvæmt niðurlagi ákvæða 15. gr. samþykktanna (ef tillögur koma fram). Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 12.—13. maí næstk. — Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu fé- lagsins í Reykjavík. — Óskað er eftir, að ný umboð og aft- urkallanir eldri umboða séu komin skrifstofu félagsins í hendur til skráningar, ef unnt er, viku fyrir fundinn. Reykjavík, 25. marz 1964. Stjórnin. Verkainaðurinn götu 5, Akureyri, sinn 1516. — Kristján Einarsson frá Djúpalæk. Vikublað. — Útgefendur: Sósíalista- félag Akureyrar og Fulltrúaráð AlþýSu- bandalagsins í NorSurlandskjördæmi eystra. Skrifstofa blaSsins er í Brekku- Ritstjórar: Þorsteinn Jónatansson (áb.) og — ÁskriftarverS kr. 100.00 árgangurinn. — 4) — Verkamaðurinn Föstudagur 3. apríl 1964

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.