Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 03.04.1964, Side 6

Verkamaðurinn - 03.04.1964, Side 6
 Til illri velinnara „Verkamannsíns Allt frá því blaðið okkar, Verkamaðurinn, hóf göngu sína fyrir 45 árum hefur fjárhagurinn verið þröngur, og svo er enn. Allan þennan tíma hefur samt tekizt að halda útgáfunni áfram, enda þótt stundum hafi orðið að draga seglin saman í bili og spara kostnað við blaðið meira en æskilegt hejði verið. Þetta hefur tekizt fyrir fórnfúst starf og ótalin fjárframlög fjölmargra styrktarmanna á hverjum tíma. Við vonum og vitum, að enn á blaðið sér marga vini og stuðningsmenn. Kannski eru þeir einmitt fleiri nú en oft áður. Til þess bendir slöðugt aukin útbreiðsla. En þótt áskrifendafjöldi hafi aukizt verulega, nœgir það ekki til að halda blaðinu á réttum kili fjárhagslega. Svo mjög vex nú allur útgáfukostnaður. Við verðum því enn að leita til áskrifenda með ósk um, að þeir, allir, sem ráð hafa á, veiti blaðinu meiri stuðning en aðeins þann að greiða áskrœiftargjaldið, sem enn er aðeins 100 krónur. Við förum þess á leit, að sem allra flestir gerist styrktar- menn blaðsins með því að greiða það með hærri upphœð en 100 krónum og jafn- framt viljum við taka frarn, að gott væri, að greiðslan fœri fram sem fyrst. Á síðasta ári greiddu mjög margir blaðið með 200 krónum, allmargir með 500 krónum og nokkrir með 1000 krónum. Ollum þeim mönnum kunnum við miklar þakkir. — Þessar greiðslur urðu þó ekki nœgilegar til að jafna rekstrarhallann og við) urðum að grípa til happdrœttis til frekari fjáröflunar, enda þótt við hefðum viljað komast hjá því. Við höfum ákveðið, að á þessu ári verði ekki efnt til happdrœttis til styrktar Vérkamanninum, heldur treyst á, að styrktarmenn blaðsins verði nógu margir og láti það mikið af höndum, að það nœgi til að við getum haldið útgáfunni Sfram í svipuðu sniði og nú er, og helzt gert blaðið betur úr garði. Við vitum, að fjölmargir skilja þörfina og vilja styrkja útgáfu blaðsins eftir beztu getu. Það er að sjálfsögðu misjafnt, hvað hver og einn getur af mörkum lagt, en ef allir, sem viljann hafa leggjast á eitt, þá er málinu horgið. Við biðjum ykkur, vini blaðsins, að taka þetta til athugunar og gera sem fyrst það, sem þið getið, hvert og eitt, til styrktar blaðinu, svo að við getum haldið áfmm\ útgáfu þess með sóma. TJTGEFENDUR. — Hver er sinnar . . . Framhald af 1. síðu. 3—4% af stofnkostnaðinum, þ. e. a. s. 40 millj. kr. Bankastjór- inn taldi því eðlilegt, að hinir erlendu eigendur hefðu áhuga á að byggja verksmiðjuna þar, sem ekki þyrfti að hreinsa reyk- inn nema að litlu leyti. Og hann taldi, að búast mætti við, að hinir erlendu aðilar vildu að Is- lendingar bæru hluta af þeim aukakostnaði, sem það hefði í för með sér að byggja verk- smiðjuna hér við Eyjafjörð. Sá aukakostnaður væri áætlaður um 250—300 millj. kr. Hve stór- an hluta Islendingar áttu að bera, hefur bankastj órinn ekki getað frætt fundarmenn um, því að hann hefur sjálfsagt ekki vit- að það. En líklega er þessi auð- hringur ekkert góðgerðarfélag, og því réttast fyrir okkur, að reikna með því að þessi fúlga yrði greidd af okkur að öllu leyti. Steingrímur Hermannsson, for maður Rannsóknarráðs ríkisins, ' ------------------- i VÍSA VIKUNNAR Undon halla æfin fer, engu meir að treysta. Hefi ég í huga mér Hallgrímskirkju reista. x. kvartaði undan því hér á fundi á Akureyri, að ýmsum upplýs- ingum, sem viðkoma þessu máli, væri haldið leyndu fyrir sér. En samt hvatti hann okkur Akur- eyringa til að krefjast þess, að þessi umtalaða verksmiðja yrði staðsett hér í bænum eða í næsta nágrenni hans. Ekki hafði Rann- sóknarráðið fjallað um eitrun- aráhrif frá slíkri verksmiðju, því að um þau hafði hann ekki heyrt talað. Margir tóku þessi orð Steingríms, sem rothögg á þau varnaðarorð, sem sett hafa verið fram hér í blaðinu, gegn þeirri hættu sem stafar af fluor- gasi, sem myndast við rafgrein- ingu í slíkri verksmiðju. Ekki hafði Steingrímur heldur látið rannsaka hvaða áhrif bygging slíkrar verksmiðju hefði á byggð héraðsins og fjórðungs- ins í heild. Framsóknarmenn sjá ef til vill möguleika á að bæta atvinnuástandið á Þórshöfn með því að byggð sé aluminiumverk- smiðja á Akureyri, á svipaðan hátt og Bragi Sigurjónsson taldi að slík verksmiðja yrði til að bæta atvinnuástandið á Skaga- strönd og Hofsósi. í Tímanum, sem kom út á skírdag, er viðtal við tvo unga menn, sem unnið hafa í alum- iniumverksmiðj u í Kanada, þá Kristján Mikaelsson flugmann og Braga Melax kennara. Margt fróðlegt kemur fram í viðtali þessu. T. d. segir Kristján á ein- um stað: „Vinnuskilyrðin eða búsetuskilyrðin þurfa að vera sérstaklega góð, og verksmiðjan þarf að greiða hátt kaup, hærra en nokkur annar sambærilegur aðili, því verksmiðjunni er lífs- nauðsyn að halda í sitt fólk. Heilbrigðisástand verkafólksins þarf að vera mjög gott, og þarf að fara fram reglubundin lækn- isskoðun, því starfið við bræðslupottana er ekki á hvers manns færi. Sumir þola það ekki til lemgdar....Auk þess vil ég benda á, að gasefnið frá slíkri verksmiðj u hefur áhrif á loftslag og gróður. Þótt hægt sé að stemma stigu við slíkum áhrif- um að einhverju leyti, má ekki gleyma þessu. Gasefnið frá verk- smiðjunni mundi verða illa lið- ið í nærliggjandi borg, og verk- smiðjuþorp yrði að reisa í nokk- urri fjarlægð.“ Blaðamaðurinn spyr Braga á einum stað, hvað svona fyrirtæki megi vera lítið til að skila arði, og Bragi svar- ar: „Hér er talað um verksmiðju með 250 manna starfsliði. Ég hef alltaf haldið, að slík verk- smiðja mætti ekki vera minni en svo, að hún þyrfti 1000—1500 manna lið.“ Þá spyr blaðamað- urinn Braga hvað slík verk- smiðja irieð 250 manns hafi að þýða að hans dómi. Svar Braga er: „Ekkert annað en það, að byrjað yrði að reisa aðra jafn- stóra verksmiðju, þegar hin væri komin upp.“ í síðasta bréfinu, sem Dagur birti, úr Noregsferð Hjartar á Tekjjur og: grjöld Aliiiiimialr^ggiiia Samkvæmt ársreikningum Tryggingaumboðs Akureyrar og Eyja- fjarðarsýslu urðu tilfallnar tekjur og útborgaðar bætur almanna- trygginga Tryggingastofnunar ríkisins um hendur þeirra sem hér segir: AKUREYRI: Tekjur: Iðgjöld hinna tryggðu...................... Kr. 6.337.530.00 Iðgjöld atvinnurekenda ...................... — 3.003.003.00 Iðgjöld bifreiðastjóra ...................... — 529.368.00 Iðgjöld sjómanna............................. — 476.510.00 Framlag Akureyrarkaupstaðar................... — 3.675.000.00 Framlag Akureyrarkaupst. til lífeyrishækkana — 571.134.00 Samtals kr. 14.592.545.00 Tekið skal fram, að iðgjöld bifreiðastjóra í bæ og sýslu eru tekin í einni upphæð hér að framan. Bœtur: Ellilífeyrir ................................ Kr. 14.519.223.00 Örorkulífeyrir .............................. — 3.937.923.00 Örorkustyrkir ............................... — 548.488.00 Barnalífeyrir ................................. — 1.287.817.00 Fjölskyldubætur ............................. — 9.271.881.00 Ekkjubætur og ekkjulífeyrir ................. — 329.432.00 Makabætur ................................... — 26.398.00 Mæðralaun ................................... — 822.445.00 Fæðingarstyrkir ................................ — 695.304.00 10% bætur (bær og sýsla) .................... -—- 146.784.00 Samtals Kr. 31.585.695.00 EYJ AFJ ARDARSÝSLA: Tekjur: Iðgjöld hinna tryggðu................... Kr. 2.913.442.00 Iðgjöld atvinnurekenda .................. — 790.905.00 (Framh. á bls. 2.) Tjörn, segir Hjörtur frá heim- sókn í landbúnaðarhérað, sem hafði aluminiumverksmiðju sem nágranna, og að sjálfsögðu spurði hann um reynslu bænd- anna af eitrunaráhrifum, og hann fékk þau svör, að tilkoma verksmiðjunnnar hefði fríað þá frá kúm og fjósverkum. En hinir norsku lifðu samt góðu lífi, því þeir fengu bættan skaðann í peningum. Ég vona að þessar tilvitnanir hér að framan opni augu ein- hverra fyrir því, að í raun og veru getur það ekki hafa verið í alvöru sagt, að til mála kæmi að reisa aluminiumverksmiðju hér í bænum eða í næsta ná- grenni hans. Ingólfur Árnason. Minjasofnið verður opið næstk. sunnudag milli kl. 2-5 e. h. Eftir það verður lokað í óákveðinn tíma vegna breytinga. - Safnvörður. EINSTAKT TÆKIFÆRI! VOLKSWAGEN-bifreið árgerð 1958, í mjög góðu lagi til sölu nú þegar. — Semja ber við Bílasala Höskuldar Sími 1909 DÖMU-PI LS Höfum fengið nokkur pils fró hinni þekkfu GOR-RAY verksmiðju. Aðeins eitt af tegund. Verzl. Ásbyrgi h.f. [ PERUTZ litfilmur Gullsmiðir Sigtryggur og Pétur Brekkugötu 5 — Sími 1524

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.