Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 10.04.1964, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 10.04.1964, Blaðsíða 1
Verkamaðurinn Verkamannasamband að ]»að er hugsað sem samband verkamanna- og verkakvennafé- laga, hvort sem um er að ræða sameiginleg félög eða að- skilin eftir kynjum. Ekki er fyr- irhugað að aðild félaga að verka mannasambandinu breyti í neinu aðild þeirra að A. S. í. Með öðrum orðum: félögin verða á- fram beinir aðilar að Alþýðu- sambandinu og kjósa fulltrúa á þing þess o. s. frv.“. stofnað í maí Að forgöngu Dagsbrúnar í Reykjavík, Verka- mannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði og Verka- lýðsfélagsins Einingar ó Akureyri hefur verið boðað til stofnþings sambands almennra verka- lýðsfélaga. Verður þingið sett í Reykjavík eða Hafnarfirði 9. maí. Síðastliðinn sunnudag var halainn í Samkomuhúsi Húsa- víkur stofnfundur nýs verka- lýðsfélags þar á staðnum, sem myndað er með sameiningu þeirra tveggj a verkalýðsfélaga, sem þar voru áður, Verka- kvennafélagsins Vonar og Verkamannafélags Húsavíkur. Hið nýja félag hlaut nafnið Verkalýðsfélag Húsavíkur. — í stjórn þess voru kosin: Sveinn Júlíusson formaður, Þráinn Kristjánsson varaformaður, Há- kon Jónsson, ritari, Gunnar Jóns son gjaldkeri, Jónas Benedikts- son, Guðrún Sigfúsdóttir og María Aðalbj örnsdóttir með- stjórnendur. í varastjóm eru: Kristján Ás- geirsson, Albert Jóhannesson, Magnús Andrésson, Ágústa Kristjánsdóttir og Jónína Her- mannsdóttir. Þeim fækkar nú mjög hinum sérstöku verkalýðsfélögum kvenna, og er það eðlileg afleið- ing þess, að konurnar eru nú, fyrir langa og harða baráttu verkalýðsfélaganna búnar að ná jafnrétti við karlmenn í launa- málum. Hjá allflestum verkalýðs félögum er það nú úr sögunni, að samið sé um sérstaka kaup- taxta fyrir kvenfólk, heldur að- eins samið um einn kauptaxta fyrir hverja tegund vinnu, án tillits til þess af hverjum hún er unnin. Til stofnþingsins hefur öllum félögum al- mennra verkamanna eða verkakvenna innan Alþýðusambands Islands verið boðið að senda fulltrúa. Er þegar vitað, að mikill fjöldi félag- anna hafa þegar ókveðið að taka þútt í stofn- un sambandsins, þar á meðal flest sterkustu og áhrifamestu félögin. Fjölmennasta utanför íslenzkra blaðamanna Til Brellands í boði F. I I boðsbréfi, sem formenn hinna þriggja áðurnefndu verka- lýðsfélaga, er forgöngu hafa um stofnun hins nýja sambands, hafa sent út til verkalýðsfélag- anna segir svo m. a. um ástæður þær, er liggja til þess, að ákveð- ið hefur verið að boða til stofn- unar þessa nýja sambands, þær hugmyndir, sem uppi eru varð- andi gerð þessa sambands, tilgang þess og stöðu innan heildarsamtakanna: „Það, sem sérstaklega knýr á nú um, að stofnað verði sér- samband almenns verkafólks, er sú þróun, sem orðið hefur í launamálum þess á síðari tímum og ekki sízt síðustu misserin, en höfuðeinkenni þessarrar þró- unar er vaxandi launamismunur á kostnað hinna lægst launuðu og rýrnandi lífskjör fyrir allan þorra almenns verkafólks. Er þess naumast að vænta, að al- mennt verkafólk geti mætt þess- arri þróun mála, með viðunandi árangri, nema að til komi styrk- ing samtaka þess, er reynist fær um að gera árangursríkar gagn- ráðstafanir og hefja nýja sókn fyrir hagsmunamálum þess, eft- ir þeim leiðum, sem nútíma að- stæður krefjast. Hér koma og til þær breyting- ar, sem líklegt er að verði á tæknilegum þætti kaupgjalds- mála á næstu tímum (vinnuhag- ræðing, aukin ákvæðisvinna) og nauðsynlegt er að samtök verkafólks geti haft fullkomlega á valdi sínu. Þessi vandamál og viðfangsefni, sem eru að meira eða minna leyti sérstæð eftir starfsgreinum, gera það að verk- um, að sérstakur vettvangur, sér stök samtök, fyrir félög skyldra starfsgreina verða æ nauðsyn- legri og þá ekki sízt fyrir al- mennu félögin. I þessu sambandi er vert að hafa í huga þá breyt- ingu, sem orðin er á heildarsam- tökunum, Alþýðusambandi ís- lands, sem í upphafi og fram eft- ir árum var fyrst og fremst sam- tök almennra verkalýðsfélaga, verkamanna, verkakvenna og sjó manna, en hefur í æ ríkara mæli orðið heildarsamtök alls launa- fólks í landinu, annarra en op- inberra starfsmanna, og að inn- an þess hafa þróast í vaxandi mæli sambönd starfsgreina. Um gerð hins væntanlega sam bands . . . er það helzt að segja, Á vegum verkalýðsfélaganna á Akureyri hefst námskeið um félagsmál nk. laugardag kl. 15.30 í Alþýðuhúsinu. Aðalkennari námskeiðsins verður Jón Bald- vin Hannibalsson hagfræðingur og verður lögð áherzla á kennslu í fundarstjórn, fundarreglum og mælskulist og væntanlega undir- stöðuatriði bókhalds. Þá verða flutt á námskeiðinu 3 erindi: Þórir Daníelsson ræðir um frumatriði vinnuhagræðing- ar og vinnurannsókna, Rósberg G. Snædal ræðir um einkarekst- ur og sameingarstefnu og Jón Að morgni síðastliðins föstu- dags fór stór hópur blaðamanna utan í boði Flugfélags íslands. Var haldið til Bretlands og dval- izt þar fram á mánudagskvöld. Til ferðar þessarrar var af Flugfélagsins hálfu efnt til að kynna blaðamönnum starfsemi og starfsaðstöðu félagsins í Bret landi og jafnframt að kynna, hversu hagstætt og þægilegt væri fyrir íslendinga, sem utan fara í sumarfríum sínum og vilja eyða tímanum á skemmtilegum og þægilegum stöðum, að fara einmitt til Bretlands. En vegna ókunnugleika fer oft svo fyrir mörgum þeim, er utan leita, að þeir fara langt yfir skammt í leit að því, er þá fýsir að finna. A suðurströnd Englands er t. d. Baldvin Hannibalsson ræðir um starfshætti og skipulag verka- lýðshreyfingarinnar á Norður- löndum. Reynt verður að stilla þátt- tökugjaldinu mjög í hóf, en væntanlegir þátttakendur þurfa að hafa samband við Skrifstofu verkalýðsfélaganna, sími 1503, eða Skrifstofu Iðju, sími 1544, sem fyrst. SÆLUVIKA Skagfirðinga stcndur sem hæst. Margt Akureyringa hyggst leggja lcið sina þangað um hclgino. Hópferðir eru fró Lönd og Leiðir og Sögu. að finna baðstaði, hvíldarhótel og skemmtistaði, sem yfir heit- asta tíma sumarsins henta íslend ingum áreiðanlega betur en Mið jarðarhafsströndin. Aftur má segja, að vor og haust sé betra að fara til Suður-Evrópu. Með því má lengja sumarið. Fararstjóri í ferð þessarri var Sveinn Sæmimdsson, blaðafull- trúi Flugfélagsins, og munu all- ir þátttakendur sammála um, að hann hafi leyst sitt hlutverk mjög vel af hendi. En undirbúning allan ytra hafði Jóhann Sigurðs- son, forstjóri fyrir skrifstofu Flugfélagsins í London, annast ásamt starfsliði sínu. Fylgdist Jóhann einnig með íslendingun- um meðan þeir dvöldust ytra og sá um, að allt færi fram svo sem til var ætlazt. En öll var ferðin einstaklega vel undirbúin og framkvæmd hennar með afbrigð um góð. 27 blaðamenn Það má til tíðinda telja í sam- bandi við ferð þessa, að hún er langfj ölmennasta hópferð, sem íslenzkir blaðamenn hafa farið til annarra landa, og að því leyti sögulegur atburður. Skulu því til gamans taldir hér blaðamenn þeir, er í ferðinni voru, en inn- an sviga fyrir hvaða aðila hver var: Margrét Indriðadóttir (Útv.), Gylfi Gröndal (Abl.), Atli Stein- arsson (Mbl.), Indriði G. Þor- steinsson (Tíminn), Gunnar G. Schram (Vísir), Sigurður Frið- þjófsson (Þjóðv.), Jökull Jak- obsson (Fálkinn), Sigurjón Jó- hannsson (Fr. þjóð), Agnar Bogason (MánudagsbL), Geir Gunnarsson (Ný vikutíðindi), Sigurður Hreiðar (Vikan), Bragi Sigurjónsson (Alþm.), Halldór Blöndal (ísl.), Þor- steinn Jónatansson (Verkam.), Jón Stefánsson (Brautin), Tryggvi Gunnarsson (Eyjabl.), Jóhann Björnsson (Framsóknar- bla.), Sígfús Johnsen (Fylkir), Jón Á. Jóhannsson (ísfirðing- ur), Sigurður Jóhannsson (Skut ull), Halldór Ólafsson (Vestfirð- ingur), Högni Torfason (Vest- urland), Kristján Ingólfsson (Austri), Bjarni Þórðarson (Austurland), Björn Björnsson (Þór), Guðmundur Daníelsson (Suðurland), Matthías Ingi- bergsson (Þjóðólfur). HEYRT Á GÖTUNNI AD Einar bóndi Björnsson í Mý- nesi muni fóanlegur til o8 vera i framboði við komandi forsetakosningar, a. m. k. ef Pétur Hoffmann gefur ekki kost ó sér oð þessu sinni. AÐ Bílasalan h.f. hafi keypt Byggingavöruverzlun Akur- eyrar h.f. AÐ nú sé ætlunin að hætta að nota votn til að vökva göt- ur Akureyrar, en nota eigi sjó í þess stað. Ndmsheíð mii félagsmdl

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.