Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 10.04.1964, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 10.04.1964, Blaðsíða 3
Cull í tn iiiiniiniiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiMiiiimiMiMimiiiimiiiiiniiiiiiiiMiiinimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimniiiiiniiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiii GUSTAF FRODING : Hani herradómnr biskupinn I Va\jö I biskupsins húsi fer boðið að enda, og biskup slær gaffli í kaleikinn strenda, hann bergir á svala hins brúsandi víns, og brosir í laumi til fornvinar síns. Að prestsfrúnum þögnuðum, þegir hver gestur, og þunglega drúpir hver aðstoðarprestur, frá prestunum lyfta sér hátignarhljótt nær hálfköfnuð andvörp, úr djúpunum sótt. í hljóðnaða salnum er áfjátt hvert eyra, þann orðlagða biskup að fá senn að heyra, með hljómstyrka róminn, liið myndríka mál, er miklar hann trúna af lífi og sál. En eldvagninn leiftrar, — þar Appollon fer, frá Ólympi Ijós yfir Thule hann ber, sem geislar frá dýrðlega guðdómnum brenni, er glófaxið hrokkna um biskupsins enni, sem varpi þeir hellenskum blæ yfir brá, er biskupsins meitlaði vangi að sjá. Og biskupinn rís, gneista augun hans ungu af ögrun, þar funar ei kristninnar bál, og bragðrömm er fimin á biskupsins tungu, og braga af Aþenu hugsun og mál. Hve giettnar þœr allsnöktu gyðjurnar spretta af guðsmannsins vörum! Hve léttar þær flétta hinn sanngríska anda í svifmjúkan dans! Hve sögunnar Klíó, til kórstjórnar valin, með kórdísum, fremst gengur tigin í salinn! Hve birtist hér Eros, og ofurvald hans! Um frelsi er ræðan, um hugdirfð og hegurð er heimilar aðli sítt nafn, og um fegurð sem vefur í Ijóma sinn allt það, sem er, um guðinn í ávexti, óði og dansi, á afreksmanns brám undir lárviðarkransi, í þokka, sem limafríð brúðurin ber, um guðinn, hinn sama í efni og anda, í ódeili, jafnt sem um himnana þanda, um lífið, til sigra og hamingju háð, er hlífið því Pan, allt hans veldi og ráð. Það ómár, sem kórsöngur upphimins væri, og eilífu kordurnar stilli og hræri þar Appollon sjálfur, rneð eigin mund, um loftin ber klið, yfir högunum hlymur, við hófadyn kentára völlurinn glymur, og dúsmeyjar Bakkusar dansa um grund. Hver skógarins drísill úr fylgsni sér flýtir, hver fáiiti og hver vatnadís kallinu hlýtir: þann veglega klerkdóm vorn hæðir sá her. Og biskupinn þagnar. En brugðið er prestum, við borðin er ókvæða svipur á gestum, méð opinn sihn munn starir maddama hver. Brátt laumar sér hvískur og sveimar um salinn: „Nú sveif á hans Herradóm freyðandi vínið. Einn bikarinn til, þá er biskupihn galinn!“ Og hneykslinu skila þau gremjan og grínið, um gjörvallan smálenzka táradalinn. Blaðinu berzt mikið af kveð- skap. Hjá þessum þætti Hggja einstakar vísur og kvæði í haug- um, en enginn má ætla sig hunds aðan, þótt birting dragist. Þessi snilld barst okkur af Austurlandi með skýringunni: Eg heyrði nýverið eftirfarandi vísu hjá einum Sjálfstæðisklerki hér eystra og datt í hug, að þú gætir kannske notað hana í Tána. Hún er þannig til komin, að Pétur sjóari var í þingræðu að deila eitthvað við Skúla Guð- mundsson, og kastaði þá fram þessari vísu (sem vafalaust finnst í Þingtíðindum, þegar þau koma út): Þeíf eltu hann á tíu hjóla trukkum og aðra tvenna höfðu þeir til vara, en Skúli bara sat í jeppa sín- um og vissi ekki, hvað hann var að fara. Pétur sjóari. Vegna skyldleika, finnst mér eftirfarandi skáldskapur viðeig- andi. Veit ekki höfund, en gruna „Sala“, þekkt skemmtiskáld úr Mývatnssveit, síðar í Vopna- firði. Þú Vindbelgja einmana hnjúkur, sem alnakinn stendur á fjallanna grund. Samt faldur þinn skauta fyrnist ei heldur, þótt fjólurnar blikni og grösin í lund. Allt er í heiminum umbreyting, ástin og geðíð í hjartanu þjóða. Engum þú veldur ásteyting, afarhátt fjallið, sem skáldin um Ijóða. Ókunnur höfundur. Þessi staka var oft rauluð í gangnakofa eystra: Kuldinn beygja firða fer, fást þess eigi bætur. Ef við deyjum allir hér einhver meyjan grætur. Og þessar vísur Gísla Ólafs- sonar voru munntamar: Lífið fátt mér ljær í hag, lúinn þrátt ég glími. Koma máttu um miðjan dag mikli háttatími. flilllllllllllllllllllllllllllllllllll Yfir harma sollin sjá sé ég bjarma af vonum, meðan varmann finn ég frá fyrstu atmlögunum. Sit ég einn og segi fátt sviftur návist þinni. Heyri samt þinn hjartaslátt heim — úr fjarlægðinni. Ur bréfum: Það er alltaf eftirsjá alda-vin að tapa. Gleðst ég yfir „Guh í tá“, og góða vísu snapa. A. Láttu mildan ástar-óð óma gegnum hvert þitt Ijóð. Syngdu inn í þína þjóð þrótt og von og kærleiksglóð. ? Þessi skammarvísa er notandi: Enn er bitið tranti tamt, tönn þó hlytir brjóta. Ekki vitund sýnist samt sjálfsálitið þrjóta. z. NOKKRAR SKÝRINGAR: Hans herradómur biskupinn í Vdxjö. — Hér mun véra átt viS Esai- as Tegnér, biskup í Váxjö í Svíþjóff. Hann var eitt mesta skáld Svía (1782—1846). Hér á landi er Tegnér þekktastur af ljóðabálki sínum „Frið þjófssögu“, í þýðingu Matthíasar JochunKsonþr. Tjegnér var mikili kunnáttumaður og unnandi grískra fræða. I þessu kvæði Frödings er víða höfðað til goðafræði og goð- sagna forngrikkja. Appollon: — Sólguðinn. Olympus: — Hið mikla fjall, á mótum Þessalíu og Makedóníu. Að trú Grikkja voru heimkynni helztu guða þeirra á Olympi. Thule: — Svo nefndu Grikkir nyrsta hluta heimsbyggðarinnar. — Thule svarar nokkurn veginn til Norðurlanda nútímans. Hellenskur: — Grikkir nefndu sig Hellena. Bragðrömm er jimin: — Hin fín- gerða, bragðbeyzka fyndni Tegnérs (attíska saltið). Mælska hans var orðlögð, og jafnan í klassiskum stil. 1960. Aþerui: — Hin mikla borg forn- grískrar hámenningar. Allsnöktu gyðjurnar: —- Þokka- gyðjurnar þrjár. Hinn sanngríska anda: — I frum- kvæðinu: I anda Anakreons. Ana- kreon var frægt, grískt skáld, á sjöttu öld fyrir Krist. Kvæði hans voru mörg um vín og ástir. Helztu ein- kenni þeirra voru gáski, lipurð, brag- fimi og orðhegurð. Nafn skáldsins, og orð af því leidd, laða sig vart að íslenzku ljóðmáli í hætti þríliða. Klíó: — Sögudísin, ein af níu dætrum Seifs. Eros: — Astaguðinn. D. Á. Daníelsson, þýddi.5 Pan: — Guð náttúrunnar, upphaf- lega guð skóga og hirðingjalífs. Eilífu kordurnar: — Strengirnir í lýru Appollons. Kentár: — Goðsagnavera, að hálfu maður, að hálfu hestur. Dúsmeyjar Bakkusar: — Bacchant- innurnar, þær hinar fögru, í fylgd vínguðsins Bakkusar. Drísill: — Skógarvættur, goðsagna- vera. Fánn: ■— Goðsagnavera, stundum að hálfu maður, að hálfu geit. Vatnadís: — Goðsagnavera, sem átti heima í fjöllum, skógum, vötn- um, ám og víðar. Óskum eftir að ráða pilt eða stúlku fil afgreiðslustarfa í skóbúð vorri frá 1. maí. S/cóbúð Föstudagur 10. apríl 1964. Verkamaðurinn — (3

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.