Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 17.04.1964, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 17.04.1964, Blaðsíða 2
1949 4. apríl 1964 feígðorflan í hernaðarbondalogi „Við megum ekki gleyma þvf, að baráttan fyrir heilbrigðri stefnu í utanríkismálum vert>ur ekki skilin frá heilbrigðri stefnu í innanlandsmálum. Við getum ekki höggvið á þann þráð. Baráttan fyr- ir sjálfstæði voru, fyrir óháðri utanríkisstefnu, er óhjákvæmilega barátta gegn þeim öflum í okkar þjóðfélagi, sem skapað hafa núverandi þjóðfélags- ástand: Gegn pólitískum yfirgangi fésýsluauðvalds, gegn takmarkalausri erlendri fjárfestingu, gegn inn limun í viðskiptablokkir stórvelda; fyrir vitrænni stjórn hagkerfisins, fyrir örum og heilbrigðum efna- hagsvexti, fyrir réttlátri tekjuskiptingu, fyrir mann- sæmandi vinnudegi. Fyrir velferðarríki hins vinn- andi manns." Sú saga gerðist fyrir nokkr- um árum, að íslenzkum sendi- ráðsstarfsmanni, erlendis, bár- ust boð um, að hann ætti að vera fulltrúi þjóðar sinnar við flotaæfingar Atlanzhafs- bandalagsins á Miðjarðarhafi. Hann gerði sem skyldan bauð og steig á skipsfjöl í hinni rauðu borg, Marseille. Eitthvað mun hann hafa verið þvingaður og hikandi í framgöngu í fyrstu innan um hina borðalögðu að- mírála, enda alls óvanur heiman að frá sér að umgangast stríðs- hetjur. Er bandamenn vorir þóttust verða varir við uppburðarleysi íslendingsins, lögðu þeir sig í framkróka við að sýna honum alúð og berja í hann kjark: — sögðu eitthvað á þá leið, að þótt enginn bæri hann ytri tákn tign- arstöðu sinnar, þá hefði enginn nokkru sinni dirfzt að efast um vaskleika sjálfra víkinganna; og skipti þá ekki máli, þótt korð- ann vantaði. Komu þeir svo í- smeygilega tali sínu, að full- trúi vor lét sannfærast um, að hann væri þarna maður með mönnum. Hann lét ekki framar á sér standa að kanna liðið og grannskoða vopnabúnað. Hinu flíkaði hann ekki, að hann hefði ekki áður handleikið nýtízku- legri vopn né mannskæðari en borðhníf og gaffal, en á löngum ferli í utanríkisþjónustu hins ís- lenzka ríkis hafði hann þó náð mikilli leikni í meðhöndlan þeirra vopna. Háðu þeir síðan margar fræknar sjóorrustur, unz sýnt þótti, að floti sá væri vissulega ósigrandi. Eftir sjóvolkið hélt flotinn loks til hafnar í Píreus, hafnarborg Aþenu. Þóttist full- trúi vor vel að því kominn að taka sér hvíld frá hernaðarstörf- 2) Verkomoðurinn um í bili og fá þá ósk sína upp- fyllta að virða fyrir sér með eig- in augum jarðneskar leyfar hinn ar hellensku menningar. Var brugðið við skjótt og skotið und ir hann gljásvartri bifreið með skotheldum rúðum og honum fengnar til fylgdar sveitir herlög- reglumanna við alvæpni og mót- orhjól. Héldu þeir síðan að Akropolishæð. Er þangað kom, var þar fyrir fjöldi fólks í svip- uðum erindagjörðum. En þetta var bara venjulegt fólk, og ekki til siðs þar í landi, að slíkt fólk standi í vegi fyrir tignum herfor ingjum. Gengu fylgdarsveinar vasklega fram við að sópa fólk- inu burt og tryggja fulltrúa vor- um næði við hugleiðingar sínar. Á leiðinni þaðan lét fulltrúi vor í ljós ósk um að mega heimsækja veitingastað og þiggja hress- ingu. Eins og áður er sagt, hafði hann í starfi sínu þroskað með sér fágaðan smekk á þá list og menning, sem kennd er við vín og veizluföng og hefur kannske gert sér vonir um, að á því sviði stæði hann gestgjöfum sínum sízt að baki, þótt eitthvað kynni að halla á hann í hernaðarvísind um. En það átti ekki fyrir hon- um að liggja. Þar í landi mun ekki talið henta fulltrúum valds- ins að blanda geði við alþýðu: virðist ekki gert ráð fyrir því, að þeir geti verið óhultir um líf sitt innan um venjulegt fólk, og má vera, að rétt sé. Fulltrúi vor skyldi að vísu fá sína hressingu í glæsilegum veizlusölum; þó ekki fyrr en fylgdarsveitin hafði haft snör handtök við að ryðja staðinn. Sem hann sat þarna einn síns liðs í auðum salarkynn um, mun það hafa hvarflað að honum örskotsstund, að naum- ast væri þetta einleikið: Gat það verið, að hann væri lentur í hættulegum félagsskap? Mér hefur lengi þótt þessi saga vera lýsandi vitnisburður um þá undarlegu fjarstæðu, sem aðild okkar að hernaðarbanda- lagi óhjákvæmilega er. Fyrir því líku háttarlagi hafa aldrei ver- ið og verða aldrei færð nein skynsamleg rök. Við getum ekki gert okkur minnstu vonir um að beita neinum áhrifum, til góðs eða ills, innan slíkra sam- taka. I slíkum félagsskap getum við aldrei orðið annað en peð í tafli; við ráðum engu um gang leiksins, fremur en peð gera yf- irleitt. Það er hlutverk herfor- ingja og stjórnmálamanna stór- veldanna, sem leika peðunum í refskák sinni. Fulltrúi Islands er á þeim vettvangi aðeins kát- broslegur utanveltubesefi líkt og sendiráðsfulltrúinn í sögunni. En nú kann einhver að spyrja: Eru þetta ekki óumflýjanleg ör- lög smáþjóða í heimi, þar sem hnefarétturinn einn ræður? — Hverjir erum við, litlir karlar, að þykjast ætla að standa uppi í hárinu á stórveldum? Er ekki okkur fyrir beztu að leita í var undir verndarvæng einhvers stór veldis og standa síðan sem fast- ast á þeim bás- Það er rétt, að einir saman þurfum við ekki að ætla okkur þá dul, að við getum varið hend- ur okkar, ef á okkur verður ráð- izt með vopnavaldi. En veruleiki alþjóðastjórnmála er dálítið flóknari en lögmál hnefaréttar- ins. Eða hvers vegna er það, að yfirgnæfandi meirihluti þeirra ríkja, er sæti eiga hjá Samein- uðu þjóðunum, hefur hafnað að ild að hernaðarbandalögum? — Hvers vegna er það, að æ fleiri þjóðir kjósa að standa utan við báðar valdablokkirnar, sem frá styrjaldarlokum hafa háð kalt stríð um ítök og áhrif hvarvetna í heiminum? Við erum nær dag- lega minnt á það, að aðeins varn armáttur Nato-ríkja, og þó fyrst og fremst vetnisvopnabirgðir Bandaríkjanna, haldi Sovétríkj- unum í skefjum frá því að leggja undir sig alla heimsbyggð ina .Ef svo er, hvernig stendur þá á því, að mikill meirihluti sjálfstæðra ríkja heims hafnar þessari vernd í skjóli vetnis- sprengjunnar? Það er kannske óþarflega barnalega spurt, því að svarið er einfalt: Vernd vetn- issprengjunnar er ekki til nema í ímyndun þess, sem á hana trú- i ir. Hver sú ríkisstjórn sem ger- ir alvöru úr hótun sinni um að beita vetnisvopnun í stríði, inn- siglar um leið dauðadóm yfir þegnum sínum. Þetta er sú stað- reynd, sem valdið hefur ger- byltingu i hugsunarhætti vitibor inna manna um varnarmál. Það er engin vörn til í vetnisstríði. Tilkoma vetnissprengjunnar og eldflauga, sem bera hana með ítrustu nákvæmni í skotmark meginlanda á milli, hefur að vísu í för með sér, að ólíklegt er ,að nokkurri þjóð á jarðar- standi utan hernaðarbandalaga og hafi þannig frjálsar hendur til að leysa deilumál og vinna að friði og afvopnun. Barátta fyrir allsherjar af- vcpnun, ekki sízt á sviði vetnis- vopna, og öll viðíeitni í þá átt, svo sem bann við vetnissprengju- tilraunum, samningar um kjarn- orkuvopnalaus belti — þetta, á- samt með útrýmingu fátæktar og kynþáttaaðgreiningar þjóða og einstaklinga, eru brýnustu vandamál, sem bíða úrlausnar alls mannkyns á vorum dögum. Nú verður því ekki á móti mælt, að hin svokölluðu „hlutlausu ríki" gegna ótvíræðu forystuhlut verki í baráttunni fyrir afvopn- un og friði og hafa milligöngu um lausn alþjóðlegra deilumála. An stöðugra afskipta þeirra og íhlutunar er vandséð, hvernig styrjaldaröflin verða hamin. Þau beittu áhrifum sínum til að knýja fram bann við vetnis- sprengjutilraunum. Þau veita sérstaka þjónustu, sem ríki skuldbundin í hernað- arbandalögum geta ekki veitt, þegar binda þarf endi á stað- bundnar styrjaldir og koma í veg fyrir, að þær brjótist út í algera heimsstyrjóld. Þau hafa breytt Sameinuðu þjóðunum úr áhrifalausri mál- pípu stórveldanna í þýðingar- mikla alþjóðastofnun til vernd- ar friði og til lausnar hœttu- legra deilumála. Þau eru meiri- hluti aðildarríkjanna. Raunar má segja, að þau SÉU Samein- EFTIR JON B. HANNIBALSSON kringlunni verði undankomu auðið frá allsherjar tortímingu slíkrar styrjaldar. En líkurnar á allsherjar tortímingu eru þó minni, þar sem ekki eru fyrir nein hernaðarlega mikilvæg skot mörk til þess að draga að sér eldflaugar óvinaríkja. Onœði gagnvart hernaðar- bandalögum er því raunhœf leið til að draga úr tortímingarhœttu yfirvofandi styrjaldar. Hornsteinn utanríkisstefnu hvers ríkis hlýtur að vera sú viðleitni að tryggja líf og eign- ir þegnanna með öllum tiltæk- um ráðum. Þetta skýrir einmitt, hvers vegna stórveldunum hefur ekki tekizt að skipta heiminum upp á milli sín, draga þjóðirnar í dilka, líkt og lömb til slátr- unar. Það veitir enga vernd, heldur þvert á móti margfaldar styrjaldarhættuna og þar með hættuna á algerri útrýmingu. En það eru önnur rök, jafn- vel enn þyngri á metaskálunum, sem réttlæta það og gera það æskilegt, að sem flestar þjóðir uðu þjóðirnar. Þau gera kalda stríðið útlœgt á stórum svœðum, reyna eftir megni að bœgja því frá heilum heimsálfum, eins og Afríku. Þannig koma þau í veg fyrir, að minni háttar deilur brjótist út í stórstyrjöld. Þær deilur, sem stórveldin sjálf eru beinir aðilar að, eru hœttuleg- astar heimsfriði. Stórveldin líta jafnan svo á, að álit þeirra og vopnaheiður sé í veði og þykj- ast því hvergi geta slakað á. Það yrði einnig reiknað sem veik- leikamerki af andstœðingum, en slíkt á, samkvœmt kenningunni um jafnvœgan terror, að auka styrjaldarhœttuna. Stórveldin eru því stöðugt á verði, reiðu- búin a& sleppa vetnissprengj- unni lausri, hvenœr sem er. Oft er einasta vonin sú, að „hlut- lausum" ríkjum gefist ráðrúm til að skerast í leikinn og koma í veg fyrir, að allt fari í bál og brand. __,__ Af þessu er ljóst, að hlutverk hinna óháðu ríkja er mikið og vaxandi á alþ j óðavettvangi, enda fer þeim fjölgandi að sama Föstudagur 17. apríl 1964

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.