Verkamaðurinn - 17.04.1964, Blaðsíða 4
Nohhror dlyhtanlr frd BúnGðorsantbandi S.-Nng.
Að tilhlutan Búnaðarsam-
bands Suður-Þingeyinga var
boðað til almenns umræðufund-
ar að Breiðumýri kl. 13 sunnu-
daginn 5. apríl 1964. Fundinn
sóttu um 200 bændur úr flestum
sveitum á sambandssvæðinu. —
Umræðuefni fundarins var: —
Framtíðarhorfur íslenzks land-
búnaðar, og frummælendur þeir
Stefán Aðalsteinsson, búfjár-
fræðingur, og Helgi Haraldsson,
bóndi, Hrafnkelsstöðum, Árnes-
sýslu.
Að framsöguerindum loknum
urðu miklar og fjörugar umræð-
ur, sem stóðu til kvölds. I fund-
arlok voru eftirfarandi ályktan-
ir bornar upp og samþykktar
samhlj óða:
I
I framhaldi af umræðum um
framtíðarhlutverk íslenzks land-
búnaðar ályktar almennur
bændafundur, haldinn að Breiðu
mýri 5. apríl 1964, eftirfarandi:
1. Fundurinn vekur athygli á
þeirri sívaxandi hættu, er steðj-
ar að undirstöðuatvinnuvegum
þjóðarinnar og fjárhagslegu og
efnahagslegu sjálfstæði Iandsins,
ef ekki verða gerðar róttækar
ráðstafanir til breytinga í efna-
hagsmálum.
2. Fundurinn lítur svo á, að
óhj ákvæmilegt sé, að dregið
verði úr óarðbærri milliliðastarf
semi, sem vaxið hefur þjóðinni
yfir höfuð á undanförnum ár-
um á kostnað sjálfra framleiðslu
atvinnuveganna.
3. Það er skoðun fundarins,
að nauðsynlegt sé að miða launa
kjör og tekjuskiptingu í þjóðfé-
laginu við framleiðslu og upp-
byggingaraðstöðu höfuðatvinnu
veganna á hverjum tíma. Því
beinir fundurinn eftirfarandi
óskum til ríkisstjórnar og Al-
þingis:
a) að nú þegar verði gerðar
ráðstafanir til þess að endur
skipuleggja frá grunni alla
útlána- og bankastarfsemi í
landinu með það að höfuð-
uiarkmiði, að beina fjár-
magni þj óðfélagsins frá ó-
beizluðu fjárbruðli til arð-
bærra framleiðslugreina.
b) Að láta fara fram gaumgæfi-
lega rannsókn á því, hvaða
atvinnustarf semi þj óðarinn-
ar skapi mesta framleiðslu
og nettógj aldeyri í þjóðarbú
ið. „__ __„_
c) Athugun fari fram á því, á
hvern hátt verði dregið úr
þeim óeðlilega vexti Beykja-
víkur, sem átt hefur sér stað
á undanförnum árum, með
því að flytja hluta ríkisfyrir-
tækja og ríkisstofnana frá
höfuðborginni sem víðast
um land til eflingar lands-
byggðinni.
d) Fundurinn vill vara mjög al-
varlega við því á þesu stigi
málsins, að í stóriðju verði
ráðist — svo sem alúminíum
vinnslu -— og skorar á stjórn
arvöld landsins að láta fara
fram rækilega rannsókn á
því, áður en slík ákvörðun
verður tekin, hvort ekki séu
fólgnir stórum meiri mögu-
leikar í eflingu íslenzkra at-
vinnugreina, sérstaklega
sauðfj árræktar og iðnaðar í
sambandi við hana.
II
Fundurinn skírskotar til sam-
þykktar almenns bændafundar
BSSÞ 24. 1. sl. um, að Stéttar-
samband bænda geri þær kröfur
VÍSA VIKUNNÁR
Stjórnin fagnar gýligjöfum,
glötuð trú á londiá er.
Heyra má í grónum gröfum
gömlu skóldin bylta sér.
y-
L-*-*~^-^-~-*m
Geymslupláss eða her-
bergi óskast strax.
Uppl. í síma 1796
eða 1918.
MÍR
MIR
Ahoreyrardeild HIR
heldur félagsfund
mánudaginn 20. apríl
kl. 8,30 að Rotarysal
Hótel KEA
Dagskrá:
Hr. Morozov, sendi-
ráðsritari við Sendiráð
Sovétríkjanna í Reykja
vík, flytur erindi um:
Skólomál og fræðslu-
kerfi í Sovctríkjunum.
Félögum heimilt að
taka með sér gesti.
Stjórnin.
til ríkisstjórnarinnar um fullar
bætur fyrir þá kaupskerðingu,
er bændastéttinni var skömmtuð
í verðlagsgrundvellinum sl.
haust, og nemur um 30% á
heildarárskaup bænda miðað við
tekj ur viðmiðunarstéttanna ár-
ið 1962 samkvæmt skýrslu Hag-
stofunnar.
Skorar fundurinn á Stéttarsam
bandsstjórnina að fylgja þessari
kröfu fast fram nú þegar með
málsókn eða sölustöðvun, ef með
þarf.
III
Almennur fundur bænda, hald
inn að Breiðumýri 5. apríl 1964,
skorar á Stéttarsamband bænda
og Búnaðarfélag Islands að
gefnu tilefni, að hlutast til um,
að íslenzkar landbúnaðarvörur
verði meira auglýstar og hlut-
verk landbúnaðarins kynnt neyt
endum í miklu ríkara mæli en
gert hefur verið.
ERINDI
um skólamál og fræðslukerfi
Sovétríkjanna verður flutt í Rot
arysal Hótel KEA á mánudags-
kvöldið á vegum MIR. — Fyrir-
lesari verður Morozov, sendi-
ráðsritari. — Áhugamönnum
um skólamál er heimilt að sækja
þennan fund MIR, enda þótt
þeir séu ekki félagsmenn.
FELAGSMÁLANÁM
SKEIÐ
verkalýðsfélaganna hefur stað
ið þessa viku í Alþýðuhúsinu.
Aðalkennari er, sem kunnugt er,
Jón Baldvin Hannibalsson, en
auk þess eru flutt erindi um ein-
staka þætti félagsmála, sem sér-
staklega snerta verkalýðshreyf-
inguna.
Hlé verður á námskeiðinu
yfir helgina vegna ráðstefnu Al-
þýðusambands Norðurlands, en
kl. 8.30 á þriðjudagskvöld flyt-
ur Rósberg G. Snædal erindi um
sameignarstefnu og einkarekst-
ur. — Kl. 4 á fimmtudag flytur
Jón Hannibalsson erindi, er
hann nefnir: Stefna og starfs-
hættir verkalýðsfélaganna á
Norðurlöndum. Síðustu fund-
irnir verða á föstudag kl. 8.30
og Iaugardag kl. 2.
Verkamaðurinn
Heita vatnið og
sundlaugin
Jón Ingimarsson bæjarfulltrúi
hefur nýJega skrifað bæjarráði
Akureyrar og lagt til, að athug-
að verði um endurnýjun heita-
vatnsleiðslunnar að sundlaug-
inni. Fer tillaga Jóns ásamt grein
argerð hér á eftir:
„Eg leyfi mér að bera þá tillögu
fram við bæjarráð Akureyrar, aS
bærinn láti athugun fara fram á
því hið fyrsta, hvort ekki þætti á-
stæða til oð endurnýjo heitavatns-
leiðsluna úr Glerárgili að sundstæði
bæjarins."
Greinargerð:
Fyrir rúmum 30 árum var
heitavatnsleiðslan úr Glerárgili
að sundstæði bæjarins tekin í
notkun. Var hitastig vatnsins þá
um 48 til 50 st. heitt við upp-
tök, og hitatap á leiðinni að sund
stæði ca 10 stig, þannig að heita
vatnið, sem til sundlaugarinnar
kom, var að magni til 3 sek/1 af
38 st. heitu vatni, og var það
nægilegt til afnota fyrir útisund-
laugina.
Á þessum 30 árum, sem liðin
eru, hefur leiðslan gengið úr sér,
og ekki viðhaldið sem skyldi,
enda er hitatapið nú orðið mjög
mikið, eða fallið úr 38 st. í 22
við inntak sundlaugarinnar, jafn
framt hefur vatnsmagnið minnk-
að úr 3 sek/1 í 1 til iy2.
Ef leiðslan yrði endurnýjuð
með þeim fullkomnustu einangr-
unarefnum, sem nú þekkjast,
mætti ætla, að hitatap þyrfti ekki
að nema meiru en 3 hitastigum.
Ekkerí liggur fyrir um það, að
heitavatnsrennsli við upptök
hafi minnkað eða hitastig þess
lækkað, heldur mætti orsakir
að hitatapinu rekja til þess að
leiðslan er lek orðin og einangr-
un er orðið stórlega ábótavant.
Væru hins vegar möguleikar
á því að auka vatnsrennslið og
varðveita hita þess í vel einangr- .
aðri leiðslu, myndu möguleikar
skapast fyrir því, að Sundlaug
bæjarins fengi nægilegt vatns-
magn, og sparaðist þá við það
fyrir bæinn hinn mikli upphit-
unarkostnaður með rafmagni,
sem nú er í sundlauginni.
Jafnvel þótt borað yrði eftir
heitu vatni í sumar út á Lauga-
landi, og þótt svo vel tækist til,
að þar fyndist nægilegt vatns-
magn til hugsanlegrar hitaveitu
fyrir Akureyri, mun vafalítið
líða nokkuð langur tími, þar til
sú hitaveita yrði tekin í notkun
fyrir bæinn.
Að því athuguðu og með það
í huga, vil ég leggja áherzlu á
að reynt verði að hagnýta sem
bezt heita vatnið í Glerárgili
fyrir sundstæði bæjarins.
íbúð
óskost til leigu. — Upplýsingar
í símuin 1516 eðo 2654.
ÞORSTEINN JÓNATANSSON
Unriiaiatii;t<>iir
NÝKOMINN í MIKLU ÚRVALI.
Verzlunin HLIN
Brekkugötu 5 — Sími 2820
ðSTMHD & AIHQUIST
flyglar, píonó og orgel-harmonium eru viðurkennd fyrir gasði. •—
Myndir og verðlistor fyrirliggjandi. — Allar upplýsingar gefur
undirritaður.
Umboð á Norður- og Austurlandi fyrir
Östlind & Almquist, Arvika, Sviþjóð:
HARALDUR SIGURGEIRSSON,
Spítalaveg 15, simi 1915.
[ PERUTZ ]
litfilmur
Gullsmiðir
Sigtryggur og Pétur
Brekkugötu 5 — Simi 1524