Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.04.1964, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 24.04.1964, Blaðsíða 1
Verkamaðurinn XLVI. árg. Föstudagur 24. apríl 1964 Síðasta sunnudag voru skíSamót haldin í Hlíðarfjalli í góðu veðri og nægum snjó. Vegna rúmleysis er ekki unnt að birta úrslitin að þessu sinni, en myndin hér að ofan sýnir nokkra af keppendunum. — Ljósm. G. P. K. — línróma ályhtun AH og ASA um hjaromdl Samþykkt á ráðstefnu samtakanna á Akureyri um síðustu helgi. Ráðstefna A. N. og A. S. A., haldin á Akureyri 18. og 19. apr íl 1964, ályktar að beina því til sambandsfélaga sinna og ann- arra verkalýðsfélaga á Norður- og Austurlandi, að þau undirbúi nú þegar samningaviðræður við samtök atvinnurekenda á þann hátt, að þau myndi sameiginlega samninganefnd og veiti henni umboð til þess að lýsa yfir vinnu stöðvun frá og með 20. maí n.k. ef samningar hafa þá ekki tekist. Eigi öll félög, sem samþykkja aðild að nefndinni kost á að til- nefna fulltrúa í hana, en ella gefi þau nefndinni umboð til samninga. Ráðstefnan telur, að samnings grundvöllur í þessum samning- um verði að byggjast á eftirfar- andi: 1) Að óhjákvæmileg launahækk un komi til framkvæmda 15. maí n.k. og síðar í áföng- um, ef um langan samnings- tíma gæti orðið að ræða. 2) AS verkalýðsfélögin og sam- tök atvinnurekenda beiti öll- um áhrifum sínum til þess, að afnumið verði bann við verðlagsbótum á laun og að því fengnu verði samið um fullgilda verðtryggingu á grunnkaup, sem um kann að semjast. 3) Gerðar verði raunhæfar ráð stafanir til styttingar vinnu- dagsins með eða án atbeina löggj af arvaldsins. 4) Orlofsréttindi verði aukin svo að lágmarksorlof verði 21 virkur dagur og orlofsfé 8%. 5) Greiðslur til sjúkrasjóða verði 1% af öllum greiddum vinnulaunum. 6) Vikukaup með óskertu kaupi fyrir helgidaga verði tekið upp fyrir allt verkafólk, sem vínnur að staðaldri hjá sama atvinnurekanda. 7) Samningsaðilar beiti sér fyr- ir aðgerðum til lækkunar húsnæðiskostnaðar, m. a. með sérlánum, sem veitt verði með hagstæðum kjör- um úr atvinnuleysistrygg- ingasj óði f yrir milligöngu verkalýðsfélaganna til hús- Vcrkolýðsfélogið EINING Félagsíundur í Alþýðuhúsinu n.k. sunnudag, 26. apríl kl. 2 e. h. — Dagskrá: Kaupgjaldsmolin. Kosning fulltrúa á stofnþing Verkamannasambands. Stjórnin. • • I. HAIHATIDAHOIDIH verða mc'ð líku sniði og óður. — Aðalræðumaður dagsins verður Björn Jónsson formaður Einingar. næðismála félaganna í verka lýðsfélögunum. 8) Samið verði um vinnu barna og unglinga. 9) Ohj ákvæmilegar leiðrétting- ar verði gerðar á töxtum og kjaraatriðum félaga á sam- bandssvæðunum og hvort tveggja samræmt eftir því sem kostur er á og launatöxt- um fækkað. Ráðstefnan lýsir yfir stuðn- ingi sínum við ályktun mið- stjórnar A. S. I. frá 15. apríl sl. og býður fram fyrir hönd A. N. og A. S. A. samstarf við heildar- samtökin til lausnar á kjaramál- unum í samræmi við þá ályktun. Hafinn er undirbúningur að 1. maí-hátíðahöldum verkalýðs- félaganna í bænum. VerSa þau meS líku sniSi og undanfarin ár. Utifundur verSur viS Verka- lýSshúsiS aS venju og verSur aSalræSumaSur útifundarins Björn Jónsson alþingismaSur, formaður VerkalýSsfélagsins Einingar. — Einnig mun LúSra- sveit Akureyrar leika svo sem venja hefur veriS. TalaS hefur verið um það í 1. maí-nefndinni að hafa úti- fundinn við Verkalýðshúsið stuttan, eina eða tvær ræður, en aS kröfugöngunni ljúki viS Al- þýSuhúsiS og þar verSi síSan samkoma, meS ávörpum, stutt- um ræSum og skemmtiatriSum. Ennfremur verSur barnasam- koma svo sem veriS hefur. Kröfur verkalýðsfélaganna þennan 1. maídag verSa aS sjálf- sögSu mjög í þá átt, sem nýlok- in ráðstefna Alþýðusambands Norðurlands og Alþýðusam- bands Austurlands lagði til, þ.e. Lögrregrla'n fer á stúfana Samkvæmt (ég man ekki hvaSa gr.) umferSalaga skal bif reiS alltaf lagt á vinstri vegar- brún. Gildir þetta alveg eins heima viS hliSiS hjá eigendun- um. Mikill skortur hefur verið á því, að menn hafi hugsað út í þetta, stoppa flestir við hliðið hj á sér og fara þa eftir því, hvað- an komið er, hvort bifreiðinni er rétt lagt eða ekki. Lögreglan tók sig til fyrir nokkru og ók um bæinn til að athuga þetta. Um 300 bifreiðar stóðu þá ó- löglega víð bæjardyr borgar- anna, höfSu verið skildar eftir fyrir utan heimilin á hægri veg- arbrún. Þeir settu áminningar- miSa á bifreiSar þessar og flest- ar hafa þær snúiS rétt síSan. Þó hefur nú mikill fjöldi manna veriS sektaSur um 100 kr. fyr- ir þessa vangá og mun taka sinn tíma aS venja menn á réttar reglur um þetta, því þaS hefur veriS látiS áótaliS hingað til, hvort bifreiS sneri út eða suSur heima viS húsdyr. Sem sagt, þaS verSur gengiS ríkt eftir þessu í framtíSinni. Um einstefnugötur gildir öðru máli, t. d. er bifreiðum öllum lagt hægra megin við stöðumæl- ana í Hafnarstræti. En hefSi lögreglan ekki átt aS senda út rækilegar áminning- ar og aSvaranir til okkar fyrst, áSur en herferSin hófst? Þó þetta sé í lögum, hefur þeim ekki verið framfylgt. ÞaS hefSi ver- ið vinsamlegt að tilkynna bæjar- búum, að nú skyldu þeir bæta ráð sitt. En, sem sagt: Ef við viljum láta bifreiSina okkar standa viS hliðið hjá okkur, þá verðum við að snúa henni við, ef okkur ber öfugumegin að í götuna. k. Barnaverndarfélag Akureyrar - heldur aðalfund sinn í Oddeyror- skólanum sunnudaginn 26. apríl kl. 2 e. h. -— Venjuleg aðalfundar- sförf. — Rætt um starfsemi leik- skólans. — Stjórnin. fulla verðtryggingu á laun og að sjálfsögðu krafa um stöSvun frekari aukningu dýrtíSar. Merki 1. maí verSa seld á göt- unum allan daginn svo sem ver- iS hefur undanfariS. Nánar frá hátíSahöldunum skýrt í næsta blaSi. HÚSVÍKINGA OG AKUREYRINGA Fyrra sunnud. komu skákmenn frá Húsavík til Akureyrar og kepptu viS Skákfélag Akureyrar, teflt var á 7 borSum. Úrslit urðu þau, aS Akureyringar unnu með sy2 gegn \y2. Um nokkur ár hefur verið deifS yfir skáklífi á Húsavík, en nú í vetur hefur félagslíf færzt mjög í aukana, og eiga nú Hús- víkingar nokkra góSa skákmenn í meistara- og fyrsta flokki. SkákfélagiS þar hefur notið góSs stuðnings áhugamanna og m. a. hefur hótelstjórinn, Sig- tryggur Albertsson, stutt félagið með ráðum og dáð. HEYRT Á GÖTUNNÍ AD Kristilcgt félag ungra monna a Akureyri hafi tekið oð sér útbreiðslu og dreifingu dag- blaðsins Vísis ó Akureyri. AD mikið hafi verið um oS vera hjó skíðamönnum o Akureyri um siðustu helgi og mót hald- in í Hlíðarfjalli, en Skíðo- hótelið verið lokað fyrir skiða- fólki. AD ungir Sjálfstæðismenn séu mjög hreyknir of nýlokinni ráðstefnu sinni á Akureyri, enda hafi verið þar nokkur rekja.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.