Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.04.1964, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 24.04.1964, Blaðsíða 4
Alþýðusambandið býður samstarf um lausn aðkallandi vandamála Á undaníörnum árum iiaía verkalýðssamtökin æ ofan í æ bent á hættuna af sívaxandi dýr- tíð. Þau hafa skorað á stjórnar- völd landsins að beita sér fyrir stöðvun dýrtíðarinnar, en tryggja jafnframt næga atvinnu og sanngjarna hækkun í kaup- mætti launa. Verkalýðssamtökin hafa allt- af, þegar þau hafa barist fyrir bættum kjörmn meðlimum sín- um tii handa, lagt á það áherzlu, að þau vildu meta sem kaup- hækkun hverja þá ráðstöfun, sem miðaði að lækkun verðlags, eða öðru því, sem raunverulega færði vinnandi fólki kjarabætur. Verkalýðshreyjingin hejur því alLtaf verið og er enn á móti verðbólguþróun í efnahagskerf- inu og varar sterklega við afleið- ingum hennar, bœði fyrir laun- þega og þjóðfélagið í heild. Þróun verðlagsmálanna síð- ustu 4 árin veldur flestum hugs- andi mönnum áhyggjmn. Á þeim tíma hefur verðbólgan magnast meir en dæmi eru til um áður á jafn skömmum tíma. Reynt hefur verið að skella skuldinni af þessari óheiilaþró- un á verkalýðssamtökin í land- inu. Því er þá haldið fram, að þau hafi gert óbilgjarnar kröfur um kauphækkanir og knúið fram meiri hækkanir á kaupi, en efna- hagskerfið fái staðizt. Hér er staðreyndum beinlínis snúið öf- ugt, og röng skýring gefin á því, hver er raunveruleg orsök hinn- ar gífurlegu dýrtíðar. Hér skal nú rakin í stuttu máli þróun verðlags- og kaupgjalds- mála síðustu árin, og verður þá svo augljóst, að ekki verður um villst, að hækkun á kaupi verka- manna er ekki orsakavaldurinn að þeirri dýrtíðarþróun, sem hér hefur átt sér stað. Til glöggvunar verður verð- hækkunum og kauphækkunum síðustu 5 árin skipt í 4 tímabil, svo að samanburður verði sem auðveldastur. 1. tímabil (jan. 1959-júní 1961) í janúarmánuði 1959 voru samþykkt lög á Alþingi um að lækka umsamið kaup verkafólks um 13.4% frá 1. febrúar 1959 að telja. Þegar tekið var fullt tillit til endurbóta á trygging- um, niðurgreiðslum og öðrum ráðstöfunum, sem fylgdu, viður- kenndu stjórnarflokkamir að skerðing kaupsins næmi 5.4%. í febrúarmánuði 1960 var síð an samþykkt mjög mikil gengis- lækkun, og fleiri efnahagsráð- stafanir voru gerðar, sem hlutu að verka til mikillar verðhækk- unar, þar á meðal var mikil vaxtahækkun og hækkun sölu- skatts. Með þessari löggjöf var bannað að bæta launþegum árs- fj órðungslega vaxandi dýrtíð með vísitöluálagi. En það var þá kenning hagfræðinga ríkisstjóm arinnar, að við slíka ráðstöfim mundi stöðvast víxlhækkun verð lags og kaupgjalds. í febrúarmánuði 1960, þegar gengislækkunin var gerð, var vísitala vöruverðs og þjónustu 100 stig. I júnímánuði 1961 var sú vísi- tala orðin 118 stig, eða hafði hækkað um 18%. Á tímabilinu frá janúar 1959 til júní 1961 urðu þó engar kauphækkanir. — Kaupmáttur launa hafði því á þessu ncer 2)4 árs tímabili lœkkað, fyrst um 5.4% og síðan um 18%, eða samtals um rúm 23%. Útilokað er með öllu að kenna hækkun kaupgjalds um þá þróun verðlagsmálanna, sem varð á þessu tímabili. 2. fímabil (júní 1961-júní 1962) Þeirri þróun, sem átti sér stað á 1. tímabilinu, gátu verkalýðs- samtökin alls ekki unað, allra sízt, þegar þess var gætt, að þjóðarframleiðslan fór vaxandi og árferði var gott. í júní 1961 var því samið um 11—12% hækkun á kaupi verka fólks. Sú hækkun var augljós- lega miklu minni en sem næmi þeim kauplækkunum, er yfir höfðu gengið næstu 2% árin á undan. Þessar kauphækkanir vildi rík isstjórnin ekki þola. Ilún lœkk- aði þá, þrátt fyrir yfirlýsingu hennar um að blanda sér ekki í þau mál, gengi krónunnar enn á ný í byrjun ágústmánaðar þetta sumar. Afleiðingar þeirr- ar gengislœkkunar urðu auðvit- að nýjar og almennar verðhækk anir á öllum sviðum. 1 júlímánuði 1962 var vísi- tala vöruverðs og þjónustu kom- in upp í 135 stig, eða hafði hækk að alls um 35 stig, en um 17 stig, síðan kaupið var hækkað síðast í júní 1961. Á því tímabili hafði kaupið þó lækkað um 5.4% og hækkað um 11—12%, eða alls aðeins hækkað um 5.6—6.6%. — Getur nokkur haldið því fram, að sú kauphækkun hafi valdið 35% verðhækkun? 3. tímabil júlí 1962-júlí 1963) Verðhækkun, sem nam 17 vísitölustigum í viðbót við það, sem á undan var gengið, gat verkafólk ekki borið bótalaust. Samið var því um kauphækkun í júlí 1962, sem nam 6—9%. Þessa kauphækkun hefði vissu lega verið hægt að tryggja sem raunhæfa kjarabót, ekki síður en kauphækkunina 1961, ef vilji hefði verið fyrir hendi. Afkoma þjóðarbúsins var mjög hagstæð árið 1961 og þó varð hún ennþá betri árið 1962. Um hið hagstæða árferði ár- ið 1961 segir í Fjármálatíðind- um Seðlabankans, að það ár hafi raunverulega verið um að ræða 3% verðlækkun á innfluttum vörum til landsins miðað við ó- breytt gengi, og um 9% verð- hækkun útfluttra vara. Það jafn- gildir því, að viðskiptakjör þjóð arinnar hafi á því ári batnað um 12%. Við það bætist svo mikil framleiðsluaukning, og þó ennþá meiri árið 1962. En þrátt fyrir þessi hagstæðu skilyrði, fékk kauphækkunin, sem um var samið í júlí 1962 ekki að koma fram sem raunhæf kjarabót. Verðlagið hélt enn á- fram að hækka, og í janúar 1963 var svo komið, að vísitala vöru og þjónustu var komin upp í 145 stig, eða hafði hækkað um 10 stig frá því síðast var samið um kauphœkkun verkafólks. — I janúar 1963 varð svo sam- komulag um 5% kauphækkun, og síðar varð aftur samkomulag um TY2% kauphækkun í júní 1963, en þá var vísitalan komin upp í 149 stig og hélt stöðugt áfram að hækka. 4. tfmabil júlí 1963-marz 1964) I desembermánuði 1963 var svo komið, að vísitala vöru og þjónustu var orðin 166 stig, eða hafði hækkað um 21 stig á ár- inu. Kaupgjaldið hafði hækkað á sama tíma, án verkfalla, um 13%. Frá því að gengislœkkunin mikla var gerð í febrúar 1960 og fram að verkfallinu í desemb- er sl., eða í tœp 4 ár, hafði dag- kaup verkamanna hœkkað um 35%, en á sama tíma hafði vísi- tala vöruverðs og þjónustu hækk að um 66%. Þannig stöðu hlut- föllin í desembermánuði sl. á milli kaupgjalds verkamanna og dýrtíðarinnar. í desember var síðan samið um 15% kauphækkun. Á þeim fáu mánuðum, sem liðnir eru síðan, hefur vísitala vöru og þjónustu enn hækkað um 18 stig og alveg er víst, að allverulegar hækkanir á verðlagi eiga enn eftir að koma inn á vísitöluna. Telja má því nokkurn veginn víst, að þegar kaupsamningar verkalýðsfélaganna renna út í maí og júní í sumar, þá hafi vísitalan hækkað yfir 20 stig frá því í desember, þegar síð- ast var samið um kaupið. Þannig hefur þróun verðlags- og kaupgjaldsmálanna verið síð- ustu 5 árin. Rifjum nú upp helztu atriði þessarar þróunar: Óhrekjanlegar staðreyndir sýna, að fyrst var kaupið lækk- að með lagahoði um 5.4%, sam- kvœmt opinberum útreikningi. Síðan var skellt á stórfelldri gengislœkkun, vaxtahœkkun og hœkkun söluskatts, sem orsakaði verulega verðlagshœkkun, og verðlagsbœtur voru afnumdar. í nœrri 2\2 ár var engin kauphœkkun gerð, en kaupmátt- ur launa rýrnaði jafnt og þétt á þessu tímabili vegna síhœkkandi verðlags. Síðan hafa kauphækkanir verkafólks verið gerðar aðeins til þess að vega nokkuð upp á móti dýrtíð, sem áður var skoll- in á. Kauphækkanir hafa alltaf orðið minni en verðhækkanirnar og komið á eftir. Það er því al- ger fjarstæða að telja orsakir dýrtíðarinnar liggja í of miklum kauphækkunum verkafólks. Verkalýðssamtökin hafa verið í varnarbaráttu síðustu árin og reynt að verja meðlimi sína fyr- ir áföllum dýrtíðarstefnunnar. Um þessar mundir standa málin þannig, að dagkaup verkamanna hefur hækkað frá febrúar 1960 að telja um 55%, en á sama tíma hefur vöruverð og þjónusta hœkkað um 84%. Verkalýðssamtökin verða því enn að krefjast leiðréttingar á kaupmætti tímakaupsins. Verka- lýðssamtökin eru andvíg dýrtíð- arstefnunni. Þau telja, að sí- vaxandi þjóðartekjur og hækk- andi útflutningsverð á afurðum landsins geri mögulegt að hægt sé að tryggja raunhæfar kjara- bætur og stöðva hina óheil- brigðu verðbólguþróun. Reynslan hefur sýnt, að vanda mál efnahagsmálanna verða ekki leyst í stríði við verkafólk í land inu og með sífelldum kauplækk- unum. — Sú leið hefur verið reynd til þrautar. — Hún er ó- fær. Miðstjórn Alþýðusambands- ins á erfitt með að trúa, að rík- isstjórn landsins telji enn óhjá- kvæmilegt að halda niðri launa- kjörum verkafólks með slíkri dýrtíðarstefnu, sem hér hefur verið fylgt undanfarin ár. Hún vill því með greinargerð þessari snúa sér til ríkisstj órnarinnar með áskorun um eftirfarandi: 1. Þegar í stað verði teknar upp viðræður milli ríkisstj órnar- innar og verkalýðshreyfing- arinnar um tilraun til stöðv- unar verðbólguþróunar og Föstudagur 24. april 1 964 iiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuuiiiiiiiiiiiiiiimi Alyktun A.S.I. uui kfaramál afhent ríkisstjórninni V2. þ. m. lumuuuuuuuuimuuuumuuuuuuuuuuuuuuuuuuuiuuuuuuuuuuuuuuumuuuui 4) — Verkamaðurinn

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.