Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 01.05.1964, Blaðsíða 7

Verkamaðurinn - 01.05.1964, Blaðsíða 7
r- #^#^^< SKRJÁF_ í SKRÆÐUM Góð og kristin kona þaðí „Eigi skal gráta Björn bónda, heldur saína liði." — Þessi orð, sem höfð eru eftir Olöfu ríku Loftsdóttur á Skarði hafa verið básúnuð í gegnum nið aldanna og oft til þeirra vitnað við hátíð- leg tækifæri af leikum og lærð- um. Það liggur við að Olöf þessi hafi orðið þjóðhetja í augum alþýðu manna, aðeins fyrir þessa kaldranalegu setningu. Sagan sýnir þó, að Ólöf Lofts- dóttir hefur verið hið mesta og versta kvenskass, sem Island hefur nokkru sinni alið, og far- ið í gröf sína og fram fyrir guð sinn með fleiri morð á samvizk- unni en nokkur annar Islending- ur fyrr og síðar. Maður hennar, Björn ríki Þorleifsson á Skarði, varð hirð- stjóri yfir Islandi árið 1457. Tíu árum seinna var hann veg- inn í bardaga við enska á Rifi, en enskir voru þá ofsóttir og réttdræpir að konungsboði, hvar sem þeir leituðu hafna á Islandi, og greina sögur frá mórgum ljótum atburðum í því sambandi. En Ólöf grét ekki Björn bónda sinn, heldur hefndi harma sinna (ef harma skyldi kalla) á alsak- lausum mönnum, með þeirri grimmd og djöfulmóði, sem dæmalaus er. Hún kom því til leiðar við Danakonung — kon- ung okkar •—, að Danir sögðu Englendingum stríð á hendur. Það stríð stóð í heil fimm ár og kostaði báða aðila ægilegar blóðfórnir, sem nærri má geta. En þetta var ekki allt. Fyrir makt sína og jarðaauð lét Ólöf undirsáta sína við Breiðafjörð og á Vestfjörðum fanga og drepa margar skipshafnir ensk- ar, sem til náðist eða lands þurftu að leita. M. a. lét hún einu sinni binda 12 enska fiski- menn á einn streng og háls- höggva þá alla að síðasta manni ásjáandi. Þá er sagt, að hún hefði um tíma ekki færri en 50 Englendinga í haldi heima á Skarði í nauðungarvinnu, en léti svo drepa þá smátt og smátt eftir geðþótta sínum. Enn er til saga, sem lýsir „drenglyndi" hennar og „mann- kærleika" einkar vel, — enda var hún kona vel kristin! Þá var hún, sem oftar, að sigla skipi sínu til Danmerkur, er skipið lenti í hrakningum og hafvillum, þannig að algj ör vistarþrot urðu um borð. Þá tók hún það fanga- ráð, að láta lóga einhverjum af hásetunum og ætlaði kjötið til eldis hinum og sjálfri sér. En Föstudogur 1. maí 1964 ADALFUNDCR KAUPFÉLAGS EYFIRÐINGA verður haldinn í Samkomuhúsi bæjarins, Akureyri, mánudaginn 1. júní og þriðjudaginn 2. júní 1964 Fundurinn hefst kl. 10 árdegis mánudaginn 1. júní. DAGSKRÁ: 1. Rannsókn kjörbréfa og kosning starfs- manna fundarins. 2. Skýrsla stjórnarinnar. 3. Skýrsla kaupfélagsstjóra, - Reikningar félagsins. - Umsögn endurskoðenda. 4. Ráðstöfun ársarðsins og innstæða inn- lendra afurðareikninga, 5. Erindi deilda. 6. Framtíðarstarfsemi. 7. Önnur mál. 8. Kosningar. Akureyri, 24. apríl 1964. STJORNIN. þegar hún og nokkrir aðrir, fyr- ir áeggjan hennar, höfðu neitt réttarins, lét hún kasta þeim hin- um sömu fyrir borð, með þeim ummælum, að ekki dygði að hver myrti annan sér til matar. Komst svo við fáa menn til Köpenhafn. Vert er að minnast þess, að þegar Ólöf var uppi, hafði kristinn siður fengið að þróast á Islandi í meira en fjóra og hálfa öld, og fyrirgefningar- og bræðralagshugsjón meistar- ans frá Nasaret verið kennd hér jafnlengi. Frúin á Skarði virð- ist hafa farið varhluta af fagn- aðarboðskapnum, a. m. k. verð- ur varla sagt að hún hafi fyrir- gefið óvinum sínum „sjötíu sinnum sjö sinnum." Heimildir: Annálar. t-----------------. í tilefni af baráttu- og hátíðisdegi verkalýðs- ins, 1. maí, sendir Sjómannafélag Akureyrar félagsmönnum sínum beztu kveðjur og væntir þess, að allir þeir sjómenn, sem í landi verða, mæti á útifundinum og taki þátt í kröfugöng- unni. SJÓMANNAFÍLAG AKUREYRAR. Hraðskákkeppni á vegum Skákfélags Akureyrar verður n.k. laugardag (2. maí) kl. 8 e. h. í Landsbankasalnum. Meðal keppenda verða Helgi Olafsson, skákmeistari ís- lands, og Freysteinn Þorbergsson. Stjórnin. Kringsjá vikunnar ^ Messað ! Akureyrarkirkju kl. 2 e.h. n. k. sunudag. Hinn almenni bænadagur. Sólmar nr.374, 376, 378 og 1. — P. S. Messað verður í Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri n. k. sunnu- dag kl. 5 e. h. — B. S. Messað verður í Lögmannshlíðar- kirkju kl. 2 e. h. n. k. sunnudag. (Hinn almenni bænadagur). — Sálmar nr. 374, 376,378 og 1. Bílferð verður úr Glerárhverfi kl. 1.30. — B. S. Aðalfundur Fegrunarfélags Akur- eyrar verður haldinn að Hótel KEA (Rotarysal) mánudaginn 4. maí kl. 8.30 e. h. — Venjuleg aðalfundarstörf. — Stjómin. Þakkir. — Kvenfélagið Hlíf flytur bæjarbúum innilegar þakkir fyrir ágætan stuðning við barnaheim- ilið Pálmholt á sumardaginn fyrsta. Sérstakar þakkir flytur það þó öllum þeim, sem lögðu fram vinnu eða gjafir í þessu markmiði. — Með ósk um gott og gleðilegt sumar. — Stjórnin. IBA. - Síðari hluti ársþings íþrótta- bandalags Akureyrar fer fram ( Iþróttahúsinu á Akureyri n. k. mánudag kl. 8.30 e.h. — Stjórn ÍBA. Kvennasamband Akureyrar heldur aðalfund að Hótel KEA (Rotary- sal) miðvikudaginn 6. maí kl. 20.30. — Venjuleg aðalfundar- störf. — Stjórnin. Lciðrérting. Þar sem sagt var í blað- inu 10. þ. m. frá verði á pianói því, sem Lionsklúbburinn Hug- inn gaf Skíðahótelinu, var skakkt farið með tölur. Verðmæti var talið um kr. 30.000.00, en er rétt um 36.000.00. Mai-boðhlaupinu er frestað til sunnudagsins 3. maí kl. 11 f.h. Í.M.A. Fró Kvenfélaginu Hlíf. — Dregið hefur verið í innanfélagshapp- drættinu. — Þessi númer hlutu vinning: 693 Ijósakróna, 1012 sófaborð, 600 mólverk, 147 hita- kanna, 1018 brúða, 1068 borð- refill, 150 náttkjóll, 892 bað- handklæði, 1024 skurðarsett, 373 málning. — Vinninganna má vitja til frú Sigurlinu Haralds dóttur Eiðvallagötu 8. — (Birt án ábyrgðar). Gerið skil í happdrætti Þjóðviljans i götu 5, Aktireyri, smu 1516. — Kristján Einarsson frá Djúpalæk, Lausasöluverð kr. 2.00 eintakið. — Vikublað. — Útgefendur: Sósíalista- félag Akureyrar og Fulltrúaráð Alþýou- bandalagsins f Norðurlandskjördæmi eystra. Skrifstofa blaðsins er í Brekku- Ritstjórar: Þorsteinn Jónatansson (áb.) og — Áskriftarverð kr. 100.00 árgangurinn. — Blaðið kemur að jafnaði út á föstudögum. •— Prentað í Prentsmiðju Björns Jónssonar h.f., Akureyri. Verkamaðurinn -— (7

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.