Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 01.05.1964, Blaðsíða 8

Verkamaðurinn - 01.05.1964, Blaðsíða 8
Frumvarp Hannibals Valdimars- sonar um vinnuvemd, greiðslu vinnulauna, uppsagnarfresti o. fl. er eitthvert merkasta frumvarp, sem lagt hefur verið fram á Alþingi um árabil. Hér fara á eftir IV fyrstu kaflar frumvarpsins, en síðari kaflamir birtast í næsta blaði. Verkamaðurinn 14. gr. I. KAFLI Holl og góð vinnuskilyrði. 1. gr. Húsakynnum vinnustaðar skal ávallt haldið vel hreinum. At- vinnurekanda ber skylda til að sjá um, að hita- og rakastig and- rúmslofts sé hæfilegt og loft án ryks, óþefs, reyks svo og án óheilnæmra lofttegunda eða gufu. Umferð um vinnustað sé hindrunarlaus og örugg. Lýsing skal vera góð og nægilegt loft- rými á vinnustað, hvort tveggja þannig, að heilbrigðiskröfum sé örugglega fullnægt. Á vinnustað eða í námunda við hann skal ávallt vera heil- næmt og gott drykkjarvatn, einn- ig nægilegt þvottavatn, svo og hæfileg tala salerna. Upphituð og vistleg kaffistofa (matstofa) af hæfilegri stærð skal jafnan vera á vinnustað. Þá skal á vinnustað hverjum vera aðstaða til að veita „hjálp í viðlögum“, þegar slys eða sjúk- dóma ber að höndum. Nú fullnægir vinnustaður eigi skilyrðum laga um hollustu- hætti og öryggisútbúnað og er heilbrigðisyfirvöldum og ör- yggiseftirliti þá heimilt að láta loka vinnustaðnum, ef ekki fæst úr bætt. Starfsmenn skulu í hví- vetna gæta reglusemi og vand- aðs og góðs hátternis á vinnu- stað. S II. KAFLI Vinnutími og vinnutilhögun. 2. gr. Almennur vinnutími er á tíma- bilinu frá kl. 8 til kl. 17. Vinna VlSA VIKUNNAR Fer nú stjórnin from ó sættir, felmtri slegin. Þar sem VIÐREISN hennor hættir hefst vor eigin. — --------------i milli kl. 17 og 20 telst eftirvinna, nema öðruvísi sé ákveðið í stéttarfélagasamningi, og vinna milli kl. 20 og kl. 8 árdegis telst næturvinna, og má þá ekki vinna nema með leyfi viðkomandi stéttarfélags. 3. gr. Maður, sem lokið hefur 8 stunda vinnudegi, er ekki skyld- ur til að vinna aukavinnu. Sam- felldur hvíldartími verkamanns má aldrei vera skemmri en 9 klst. á sólarhring, og fjöldi yfirvinnu- og næturvinnustunda má aldrei fara fram úr 24 á viku. Sé um ákvæðisvinnu að ræða, má fjöldi yfirvinnu- og næturvinnu- stunda, eða aukavinnu, ef um vaktavinnu er að ræða, ekki fara fram úr 2 á dag og eigi fram úr 6 á viku. Með samþykki viðkom- andi stéttarfélags má þó vinna í ákvæðisvinnu allt að 24 klst. í yfir- og næturvinnu á viku, ef um er að ræða björgun verð- mæta frá skemmdum eða störf, sem almannaheill krefst, að unnin séu. 4. gr. Stéttarfélag getur þó gert kjarasamning um, að unnið skuli að nóttu til, og einnig má í slíkum samningum ákveða vaktaskipan og setja önnur ákvæði um skiptingu vinnutím- ans í samræmi við eðli starfs og aðstæður. 5. gr. Vinnuhvíld skal vera frá kl. 18 daginn fyrir sunnu- eða helgi- dag og til kl. 22 daginn fyrir næsta rúmhelgan dag. Á aðfangadag jóla, gamlárs- dag, laugardaginn fyrir páska og laugardaginn fyrir hvíta- sunnu skal vinnuhvíld vera frá kl. 15 til kl. 22 daginn fyrir næsta rúmhelgan dag. 6. gr. Um bráðnauðsynlega vinnu á sunnu- og helgidögum skal gera samning eða afla undanþágu viðkomandi stéttarfélags. 7. gr. Vikulegur frídagur skal jafn- an, ef því verður við komið, vera á sunnudegi. Starfsmaður, sem unnið hefur sunnu- eða helgidagavinnu, skal jafnan eiga frí næsta sunnu- eða helgidagssólarhring. 8. gr. Almennur vinnutími starfs- manna má ekki vera lengri en 8 stundir á sólarhring og ekki lengri en 48 stundir á viku. 9. gr. Á næstu 5 árum skal almenn- ur vinnutími á viku styttast ár- lega um eina klukkustund án skerðingar heildartekna, þannig, að almenn vinnuvika sé eigi lengri en 43 stundir að þessum 5 árum liðnum. 10. gr. Almennt deilist vinnutíminn á 6 daga í viku, en leyfilegt skal vera að gera samning við stétt- arfélag um skiptingu á færri daga. 11. gr. Við vinnu, sem unnin er að nóttu til og á sunnu- og helgi- dögum, skal hin almenna vinnu- vika eigi vera lengri en 45 stundir. 12. gr. Nú er unnið samfellt í námu eða jarðgöngum, og má vinnu- vika þá ekki lengri vera en 40 stundir. Til vinnutíma telst einnig ferðatími í námu eða jarðgöngum. III. KAFLI Sérstök ókvæði um vinnu kvenna. 13. gr. Konu skal vera heimilt að vera fj arverandi frá vinnu fyrstu 6 vikur, eftir að hún hefur alið barn. Hún getur og krafizt að mega vera fjarverandi allt að sex vikum í viðbót og þannig, að fjarvera sé að öllu leyti eða að hluta fyrir eða eftir fæðingu. Krefjast má vottorðs frá lækni eða ljósmóður um, hve- nær fæðing sé væntanleg. Til- kynna verður atvinnurekanda um fjarveru fyrir fæðingu með eigi skemmri en þriggja daga fyrirvara. 15. gr. Ef kona sýnir með læknisvott- orði, að hún þjáist af sjúkdómi, sem er afleiðing af þungun eða fæðingu, getur hún krafizt að mega vera fjarverandi frá vinnu umfram það, sem áður segir, allt að sex vikum fyrir eða eftir fæðingu. 16. gr. Konu, sem er fjarverandi frá vinnu samkv. ákvæðum 13.—15. gr., má ekki segja upp starfi, þegar atvinnurekanda er ljóst, að fjarvera hennar er af þessum ástæðum, eða hún tilkynnir hon- um án tafar, að þessi er ástæð- an fyrir fjarveru hennar. Hafi henni þegar verið sagt upp mið- að við dag, er fellur innan ramma þess tímabils, sem getið er um í 13. gr., er uppsögnin gild, en uppsagnarfrestur lengist sem tímabilinu nemur. Hafi vinnuráðning átt sér stað fyrir ákveðna, tímabundna vinnu, skal ákvæði þessarar greinar ekki beitt, þegar vinn- unni er lokið, áður en konan mætir aftur til vinnu. 17. gr. Kona, sem hefur harn sitt á brj ósti, getur krafizt frítíma, sem hún þarf vegna þess, og eigi skemur en hálfa stund tvisvar sinnum á dag. IV. KAFLI Sérstök ókvæði um vinnuvcrnd barna og unglinga. 18. gr. a. Barn er samkvæmt lögum þessum sérhver sá, sem er ekki fullra 14 ára að aldri. b. Unglingur er samkvæmt lögum þessum sérhver sá, sem er á aldrinum 14—16 ára. 19. gr. Börn má ekki ráða til inni- vinnu í vinnustofum, verkstæð- um né verksmiðjum, og eigi heldur við útskipun eða uppskip- un á vörum. I 20. gr. Alger hámarksvinnutími barna er hálfur ævialdur þeirra, þ. e. 6—7 stundir á dag. Átta stunda vinnutímabil skulu jafnan annast tveir vinnu- hópar barna, þ. e. 4 stundir hvor hópur, og 10 stunda vinnutíma- bil fullorðinna tveir vinnuhópar barna þ. e. 5 stundir hvor þeirra. 21. gr. Unglingar mega ekki annast gæzlu gufukatla eða véla, sem útheimtir sérstaka varúð eða að- gæzlu. 22. gr. Börn og unglinga má ekki ráða til neinnar þeirrar vinnu, sem að dómi skólayfirlæknis eða héraðslæknis er á nokkurn hátt hættuleg heilsu þeirra eða þroska. 23. gr. Hámarksvinnutími unglinga skal vera 8 klst á dag án undan- tekninga. 011 vinna barna og unglinga, frá því að þau hefja skólagöngu að hausti og þar til skólagöngu lýkur að vori, er óheimil. Til vinnu í þessu sam- bandi telst blaðburður, sala blaða og tímarita og sendi- sveinastörf. 24. gr. Atvinnurekandi skal halda sérstaka skrá um tegund vinnu og vinnutíma þeirra barna og unglinga, sem hann hefur í vinnu, og er skylt að afhenda viðkomandi verkalýðsfélagi, svo og heilbrigðis- og skólayfirvöld- um, slíka skrá, ef krafizt er. (Framh. í nœsta blaði). HITUN SUNDLAUGAR- INNAR Nýlega var hér í blaðinu skýrt frá erindi, er Jón Ingimarsson bæjarfulltrúi sendi bæjarráði varðandi nauðsyn endurbóta á hitavatnsleiðslunni að Sundlaug Akureyrar. Erindi þetta hefur nú verið tekið til meðferðar í bæjarráði og bæjarstjórn, og var bæjar- verkfræðingi falið að gera at- hugun á kostnaði við nýja hita- vatnsleiðslu frá lauginni í Gler- árgili að Sundlauginni. Vekjum athygli á því, að panta þarf mat fyrir hópa með dags fyrir- vara. Hringið í síma 02 og biðjið um hótelið. Leigjum út herbergi og svefn- pokarúm. Verið velkomin í Hliðar- fjall. [ PERUTZ ] litfiímur Gullsmiðir Sigtryggur og Pétur Brekkugötu 5 — Sími 1524

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.