Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 08.05.1964, Qupperneq 1

Verkamaðurinn - 08.05.1964, Qupperneq 1
Verkamaðurinn Um tvœr leiðir að velja Innan 12 daga verða samningar að takast Verkamannasamband Islands verður stofnað á morgun ryrsti maí er liðinn hjá, baráttu- dagur verkafólks. Ræður manna og kröfuborðar þennan dag einkennd- ust af því, að óhjákvæmilegt er, að kjör verkafólks verði bætt nú á næstu dögum, ef ekki á að stefna til algerra vandræða vegna hinnar sífellt vaxandi verðbólgu. Fulltrúar verkafólks hafa lengi lagt á það höfuðáherzlu, að stöðva verði verðbólguþróunina og koma á stöðugu verðlagi, en þeir hafa talað fyrir daufum eyrum til þessa. I stað þess að reyna að stöðva dýrtíðar- flóðið hafa ráðamenn þjóðarinnar stöðugt snúið verðbólguhjólinu hrað- ar og hraðar. Þetta hefur orðið til þess, að verkafólkið hefur neyðst til að knýja fram hækkað kaup að krónutölu. Stundum hefur þetta tekizt án þess að til harðra átaka kæmi, en stund- um hefur orðið að grípa til verk- fallsvopnsins. Það hefur þó aldrei verið gert fyrr en allar vonir um að samningar næðust án þess hafa verið þrotnar. Enn eru fulltrúar vcrkafólks og atvinnurekenda setztir við samn- ingaborðið. Enn hefur orðið að gera kröfur um hækkað kaup, því að sú kauphækkun, sem fékkst i desember hefur þegar horfið í verðbólguhítina og betur þó. Og enn hafa fulltrúar verkafólksins lýst því yfir, að þeir muni meta til jafns við kauphækk- un hverja þá ráðstöfun, sem gerð kynni að verða til að snúa verð- bólguhjólinu öfugt við það, sem gert hefur verið. Ekki vontar, að blöð stjórnar- flokkanna tali þessa dagana fagur- lega um, að verkafólk eigi rétt til kjarabóta og aðsízt muni rikisstjórn- in standa í vegi fyrir raunverulegum kjarabótum því til handa. En ekkert er þó cðhofzt til að tryggja þessar kjarabætur og ekki virðist ríkis- stjórnin fijót á sér að hefja þær við- ræður, sem hún hefur heitið að taka upp við Alþýðusambandið. Meðan þessu fer fram hlýtur þvi stjórnin að vera grunuð um að hyggja flátt þátt fagurt sé talað. Enda er reynsla af GALDRÁ-LOFTUR Leikfélag Akureyrar frum- sýnir í kvöld Galdra-Loft Jó- hanns Sigurjónssonar. Leikstjóri er Ragnhildur Steingrímsdóttir, en með titilhlutverkið fer Gunn- ar Eyjólfsson leikari frá Reykja- vík. slikri framkomu hjá stjórnarherrun- um áður. Rikisstjórninni ætti þó að vera Ijést, að aðeins 12 dagar eru til stefnu þar til samningar og kaup- taxtar hjá velflestum verkalýðsfé- lögum á Norður- og Austurlandi falla úr gildi. Fyrir þann tíma þarf cið láta hendur standa fram úr erm- um og annað tveggja að tryggja aukinn kaupmátt núvcrandi launa eða fara ennþá kauphækkunarleið- ina. Fyrri leiðin væri tvímælalaust æskilegri, en hina síðari verður að fara, ef réttir aðilar ekki vilja koma til móts við verkafólkið og gera fyrri leiðina færa. Verkalýðssamtökin hafa boðið ríkisstjórninni samstarf um að stöðva verðbólguna og koma á jafn- vægi. Það er stjórnarinnar að velja, hvort hún vill taka því boði eða hvort hún vill stríð og harða launa- baráttu. Stofnþing Yerkamannasam- bands Islands verður sett í fé- lagsheimili Dagsbrúnar og Sjó- mannafélags Reykjavíkur, að Lindargötu 9, n. k. laugardag 9. maí, kl. 2 síðdegis. Til stofnþingsins er boðað af Verkamannafélaginu Dagsbrún, Verkamannafélaginu Hlíf og Verkalýðsfélaginu Einingu, en sameiginleg nefnd þessara félaga hefur annast undirbúning stofn- þingsins og sent þátttökuboð öll- um almennum verkalýðsfélögum innan Alþýðusambands íslands. Ekki er enn vitað að fullu um Fyrsta maí hátíðahöldin á Akureyri fóru fram samkvæmt dagskrá: Lúðrasveit Akureyrar lék við Verkalýðshúsið kl. 13.15 og Arnfinnur Arnfinnsson formað- ur Fulltrúaráðs Verkalýðsfélag- anna flutti ávarp. Björn Jónsson formaður Verkalýðsfélagsins Eining flutti ræðu. Síðan var farin kröfuganga svipaðar leið- Aðalfundur Félags verzl- unar- og skrifstofufólks Aðalfundur F.V.S.A. á Akur- eyri var haldinn að Bjargi s.l. mánudagskvöld. Á dagskrá fundarins voru venjuleg aðal- fundarstörf, lagabreytingar og ýmis mál. Fundarstjóri var Hafliði Guðmundsson. í stjórn- arkosningum sem frarn fóru, báðust fráfarandi stjórnarmeð- limir undan endurkosningu, en formaður s.l. fjögur ár hefur verið Kristófer Vilhjálmsson. Núverandi stjórn skipa þessir menn: Bragi Jóhannesson, for- maður, ísak Guðmann, ritari, Ingólfur Gunnarsson, gjaldkeri, Kolbeinn Helgason og Þorsteinn Svanlaugsson, meðstjórnendur. Til vara: Stefán Tryggvason, Sigurður Baldvinsson, og Ás- geir Halldórsson. í fulltrúaráð voru þessir menn kjörnir: Karl Sigfússon, Sigurð- ur Jóhannesson, Jón P. Hall- grímsson, Olafur Axelsson, Jón Samúelsson og Baldur Halldórs. SAMNINGAFUNDIR Fyrstu samningafundir milli fulltrúa vinnuveitenda og verka- fólks af Norður og Austurlandi voru á Akureyri á miðvikudag og fimmtudag. Ekki verða fleiri fundir í þessari viku. hve þálttaka verkalýðsfélaganna í stofnun hins nýja sambands verður víðtæk, en þau hafa mörg hver að undanförnu rætt málið á fundum sínum og kosið full- trúa á stofnþingið. Aðalviðfangsefni stofnþings- ins verða umræður um hlutverk og starfsemi sambandsins, sam- þvkkt laga og fjárhagsáætlunar og að sjálfsögðu umræður og ákvarðanir varðandi kjaramál verkafólks eins og þau liggja nú fyrir. Fyrirhugað er, að stofnþing- inu Ijúki á sunnudag. ir og vant er og staðnæmst við Alþýðuhúsið, þar sem haldin var samkoma. Þar fluttu ávörp Jón Ingimarsson, formaður Iðju og Hreinn Ófeigsson formaður Sveinafélags j árniðnaðarmanna. Hjálmar Gíslason leikari skemmti og sýnd var kvikmynd, sem Kjartan Ó. Bjarnason tók af hátíðahöldum verkalýðsfélag- anna á Akureyri 1. maí 1947. Samkomunni í Alþýðuhúsinu stjórnaði Arnfinnur Arnfinns- son. Kl. 15.30 var barnaskemmtun í samkomuhúsinu: Rósberg G. Snædal stjórnaði spurninga- þætti, Hjálmar Gíslason skemmti, sýnd voru töfrabrögð og kvik- mynd. Um kvöldið var svo dansleikur í Alþýðuhúsinu, enn skemmti Hjálmar Gíslason. Segja má, að þrátt fyrir óhag- stætt veður, tækjust þessi hátíða- höld með ágætum. En fleira fólk hefði gjarna mátt sýna sig til að leggja áherzlu á kröfur sínar í því öngþveiti, sem nú ríkir í launamálum almennings. HEYRT Á GÖTUNNI AÐ KEA hafi tapa'ð meiru ó hótelinu þann tíma, sem þaS var leigt einstaklingi en á mcðan félagið rak það sjálft. AÐ enn í sumar muni reykurinn góSi í Glerárgili hafa mikiS aSdráttarafl fyrir ferSamenn, einkum útlendinga. AD skilningsríkt fólk vilji koma blinda hrútnum úr EyjafirSi til augnlæknis á Akureyri. AÐ ritstjórar AlþýSumannsins séu orSnir Ginheilagir. ASKORUN Við undirritaðir leyfum okkur hér með að skora á almenn- ing að taka þátt í stofnun félags á Akureyri í þeim tilgangi að efla samtök um baráttu við hjarta- og æðasjúkdóma og varnir gegn þeim. Við leyfum okkur að taka eftirfarandi kafla úr ávarpi því, er forvígismenn um stofnun Hjarta- og æðasj úkdómavarna- íélags Reykjavíkur birtu fyrir nokkru í blöðum höfuðstað- 1 „Meginástæða þessa er sú staðreynd, að þessir sjúkdómar eru nú mannskæðastir allra sjúkdóma hérlendis.“ „Hafa dauðsföll af völdum þeirra aukizt miklu meira á síðari árum hérlendis en af völdum annarra sjúkdóma, ef miðað er við greind dauðamein.“ „Algengasti hjartasjúkdómurinn stafar af kransæðakölkun og kransæðastíflu. Þessi tegund hjartasjúkdóma tekur að herja á fólk á fimmtugsaldri og stundum fyrr. Auðsætt er, að þjóð- félagið geldur mikið afhroð af völdum þessa sjúkdóms. Má þar lil nefna langvinnt atvinnutap, sem bæði kemur hart niður á þjóðfélagi og einstaklingum og veldur margs konar erfið- £ leikum fyrir fjölskyldur, sem þetta bitnar á. Því má heldur ekki gleyma, að dauðsföll áf þessum sökum eru ekki fátíð meðal fólks á milli fertugs og fimmtugs. Hér er, sem sé, um að ræða fólk á bezta aldri með margþætta lífsreynslu að baki og oftlega langan undirbúning undir lífsstarf sitt.“ „í flestum menningarlöndum heims hafa verið stofnuð sam- tök, sem hafa á stefnuskrá sinn.i baráttu við hjarta- og æða- sjúkdóma, varnir gegn þeim, afleiðingum þeirra og útbreiðslu. Hafa samtök þessi með starfsemi sinni stuðlað stórlega að auknum rannsóknum á þessum sjúkdómum og eðli þeirra og að vörnum gegn þeim.“ „Félagssamtök með líku sniði hafa síðustu áratugina verið ómetanleg stoð í baráttunni við berklaveiki hér á landi.“ „Stofnuð verði í bæjum og sveitum landsins félög, sem starfi að þessu mikilvæga málefni, en síðan sameinist þau innan vébanda eins landssambands. Félögin og landssam- bandið myndu síðan skipuleggja almenningsfræðslu um eðli og gang þessara sjúkdóma, svo og um varnarráðstafanir, sem hægt er að beita gegn þeim.“ Við undirritaðir höfum ákveðið að boða til fundar í Sjálf- stæðishúsinu þriðjudaginn þ. 12. maí n. k. kl. 8^/2 e. h. þar sem stofnað verði á Akureyri félag til varnar gegn hjarta- og æðasj úkdómum. Fastlega er skorað á almenning að fjölmenna á fund þennan til stuðnings þessu mikilvæga málefni. Arnþór Þorsteinsson, Eyþór H. Tómasson, Jakob Frímannsson, Ólafur Sigurðsson, Þórarinn Björnsson. & f. moí hátíðnrböLfio n Skurejfri

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.