Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 15.05.1964, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 15.05.1964, Blaðsíða 2
Á sjónskífunni Fegrunarfélagið býður í ökuferð Það er orðin föst regla að Fegrunarfélag Akureyrar býður blaðamönnum og forystumönn- um bæjarmála í ökuferð um bæ- inn til að líta eftir þrifnaði í um- gengni bæjarbúa. Að þessu sinni s.1. mánudag, er ekið var um, var rigning og hafði verið úr- komusamt, var því allt óásjá- legra en oft áður. Það sem helzt vakti athygli nú, eru svæði hér í miðbænum, sem bera þyrfti möl í eða malbika. Má þar nefna svæðið milli ferða- skrifstofunnar Sögu og Kom- vöruhúss K.E.A., svæðið milli Ferðaskrifstofu ríkisins og K.V. A. o. fl. Þá þyrfti að loka port- inu bak við Vélsmiðjuna Atla og fjarlægja jáma-, spýtna- og heyrusl á nokkrum stöðum. Umgengni við fjárhús bæjar- búa hefur batnað í heild, þó enn sé nokkur útlitsmunur milli ein- stakra húsa, en vorverkum er varla lokið enn hjá þeim öllum. Nokkuð ber á, að menn reisi skúra í óleyfi bæjaryfirvalda og þá misjafnlega smekklega, þyrfti að hafa betra eftirlit með slíku. Innkeyrslan í bæinn að norðan einkennist af búskap og þarf þar sérstaklega að ráða smekkvísi í umgengni, því hugmyndir gesta um þrifnað almennt byggjast oft á skyndisýn frá veginum. Athygb vakti hve þokkalega er gengið um verbúðir smábáta- eigenda hér niðri á tanganum og borið saman við tómstunda- búskap eiga þeir metið. Að loknu ferðalagi um bæ- inn bauð stjórn Fegrunarfélags- ins upp á kaffi að Hótel K.E.A. og formaðurinn, Jón Kristjáns- son, hinn ötuli fegrunarmaður, rakti nokkuð, hverju væri ábóta- vant í umgengni bæjarbúa. Von- andi verður allt orðið frítt um Hvítasunnu, eða í síðasta lagi 17. júní. o Skúrað í eldhúsi Yfirreið í eldhúsi stjómmál- anna er einnig lokið. Stjórnar- liðar reyndu að gera hreint hjá sér frammi fyrir alþjóð, en skyggn augu stj ómarandstöð- unnar þóttust víða gróm sjá og deildu fast á. Annars einkennd- ust þessar útvarpsumræður frá Alþingi nú meir af kurteisi og friðarboðum, en oft áður og er gott að vita. Vonandi linnir hjaðningavígum í eldhúsi stjóm- mála vorra, vonandi fara menn --------------------♦ að vinna að sameiginlegri lausn vandans á stund hættunnar. Hér kom enn fram, greinilegar en nokkru sinni, hvernig hag- ræða má tölum í hag andstæðra skoðana. Allir vitna í tölur, sömu tölur, en fá aðeins það út úr þeim, sem til þarf að sanna mál sitt. Þetta er ógeðslegur blekkinga- leikur, sem verður að linna. Við höfum alltaf litið á tölur sem staðreynd, þær eru aðeins hrá- efni, sem vinna má úr. Lengst gekk sjálfur fj ármálaráðherrann í þessum leik. Þegar hann hafði lokið lestri sínum þótti manni sem allt væri í himnalagi. Dýr- tíð! Nei, ekki aldeilis. Manni fannst sjálfsagt að kaupa íbúð strax á morgun. Allt hafði lækk- að svo og svo mikið í tíð núver- andi stjórnar. Reikningar morg- undagsins urðu bara vondur draumur, spurningin um hvernig ætti að greiða þá óþörf. Þetta var allt í fína lagi. Og ég held honum hafi fundizt þetta, enda mun hann sj álfur í engum vanda að greiða rafmagn, hita og út- svar, kirkjugarðsgjald, hunda- skatt og benzín. Hann hefur meira fé en nokkru sinni, bæði sem einstaklingur og yfirmaður ríkiskassa. En martröð stað- reyndanna kom aftur yfir mann, er stjórnarandstaðan opnaði bók staðreyndanna. Við erum fá- tækari og úrræðalausari nú en nokkru sinni, jafnvel verra en fyrir stríð, þrátt fyrir góðærið. Þetta veit allur almenningur. Sá sóðaskapur verður ekki hulinn með orðaleik tungumjúkra hreingerningamanna í eldhúsi stj órnarliðsins. o Fcimnismál í umræðunum var nú lítt rætt um stóriðju, Nato, EBE og „her- vernd“. Ragnar Arnalds kom inn á þessi mál og benti á óvenju tíðar heimsóknir hershöfðingja til landsins í þessum mánuði. Hvað er nú verið að malla? Því ekki að gera grein fyrir „vörn- um“ landsins og stóriðjudraum- um í þessu lokauppgjöri. Er aluminium af dagskrá? Gísli Guðmundsson taldi stór- iðju eiga rétt á sér, ef hún stuðl- aði að jafnvægi í byggð landsins. Eru þetta allt feimnismál, sem ekki má ræða frammi fyrir al- þjóð? En þögn á opinberum vett- vangi dugir ekki, það verður reynt að fylgjast með, og oft fá- um við þær fréttir úr erlendum blöðum, sem reynt var að þegja um hér heima, viðvíkjandi utan- ríkismálum okkar. Allt stj órnarstarfið hefur mið- ast við að þróa fj ármálakerfi okkar í stórkapítalíska átt, og stóriðjudraumurinn plús erlend fjárfesting hér, er næsta sporið til að tengja í einn stórveðra- garð norðrið og vestrið. Kon- ungsdraumur íslendinga hefur leitt þá á margan leggjabrjót, bæði sem einstaklinga og heild. Konungsdraumar, sem styðjast við auðhringa vesturheims og herveldi munu enda aðeins á einn veg eins og 1262. Landið er ekki til sölu, né heldur ein- stakar auðlindir þess, það er ekki eign okkar, sem nú lifum, einungis. Það er ljótt að stela úr eigin vasa, þó það þyki kannske fínt nú um tíma og vart refsivert. En er það ekki refsing út af fyrir sig, að komandi kynslóðir nefni nafn okkar sem þjóðsvik- ara? Island sjálfstætt og hlutlaust í heimsátökum, í ræktandi hönd- um barna sinna um alla framtíð. Það eitt er rétt. Þingslit Þetta þing, sem nú er verið að slíta, hefur staðið allan vetur- inn. Mörgum kann að þykja af- rakstur erfiðis þess næsta lítill. En þetta eru skorpumenn. Það gerist ekki mikið svona mánuð og mánuð, en allt í einu, t. d. undir lokin, eru mál afgreidd á næturfundum. Þetta á einnig við um ýmis stórmál, einkum við- kvæm, þau eru afgreidd undir ströngum aga á stuttum tíma. Það, sem einkennir þetta starfsár þingsins, er að þing- menn urðu sammála um eitt við- fangsefni, er það nýmæli, að svo sé. Þeir féllust allir á það að hækka kaup sitt verulega. Mætti þessi samstaða vera nokkur fyrirboði um betri samstöðu í framtíð. Annars mun þingfara- kaup hafa verið lágt, og fyrir þá þingmenn, sem ekki eru há- tekjumenn í höfuðborginni, var það óviðunandi. En nú ætti ekki að þurfa að ganga á eftir mönn- um að bjóða sig fram, á þeim forsendum, að það sé of illa launað. Ekki veit ég, hvort ákvæði eru um vinnutíma í þessu fyrirtæki, eða hvort uppmælingatexti ræð- ur einhverju um greiðslur, t. d. greitt sé eftir ræðufjölda og lengd, né heldur hvort þingfarar- kaup skerðist, ef þing er óvenju stutt. Hitt er víst að þau vand- kvæði, ef væru, hafa ekki skert hlutinn í vetur. En nú fara þingmenn heim og vonandi mætast þeir allir næsta haust, hraustir og starfsfúsir. Til áskrifenda Réttar á Akureyri og: nágrenni Framvegis verður Réttur sendur í pósti beint írá afgreiðslunni í Reykjavík til áskrifenda. Þar sem um tíma hefur verið nokkurt ólag á dreif- ingunni og vitað er, að sumir áskrifenda hafa alls ekki íengið ritið, er þeim sem orðið hafa fyrir vanskilum bent á, að snúa sér til afgreiðslu Verkamannsins í Brekkugötu 5, þar sem þeir munu fá þau hefti, er þá kann að vanta. Afgreiðsla Verkamannsins selur einnig einstök hefti í lausasölu og tekur á móti nýjum áskrifendum. Tímaritið Réttur. j\ýjar vörur: Mikið úrval af kjólum (enskir og hollenzkir) stærðir frá nr. 34—54. -—- Verð við allra hæfi. TERYLENEKÁPUR — ULLARKÁPUR alls konar APASKINNSJAKKAR HATTAR (filt og strá) fjölbreytnin aldrei meiri. TÖSKUR, vandaðar og fallegar. VERZLUN BERNHARÐS LAXDAL Sitt af hverju í hátíðamatinn: NIÐURSOÐNIR ÁVEXTIR: PERUR — FERSKJUR ANANAS — BLANDAÐIR MELONUR — GRÁFÍKJUR NÝIR: JAFFA APPELSÍNUR JAFFA CÍTRÓNUR DELICIOUS EPLI BANANAR ÝMSAR NIÐURSUÐUVÖRUR: PICKLES, margar tegundir GURKUR — RAUÐRÓFUR GRÆNAR BAUNIR, margar tegundir ASPARGUS, leggir og toppar SVEPPIR — litlor dósir CAPERS — MAYONAISE SANDWICH SPREAD — SALAD CREAM FRUIT SALAD DRESSING OLÍFUR NÝJ AR VÖRU R: 2) Verkamaðurinn Föstudagur 15. moi 1964

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.