Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.05.1964, Síða 1

Verkamaðurinn - 22.05.1964, Síða 1
Verkamaðurinn 20. tbl. Ánsgjulegar happreiðar Léttis Hinar árlegu kappreiðar Hestamannaíélagsins Léttis, á- samt góðhestakeppni, fóru fram á skeiðvelli félagsins við Eyja- fjarðará annan dag hvítasunnu í bezta veðri og að viðstöddum miklum fjölda áhorfenda, sem nutu góðrar skemmtunar, sam- vistar við hesta og útiverunnar. Góðhestakeppnin Til góðhestakeppninnar voru skráðir 24 hestar, þar af 14 sem alhliða góðhestar. Urslit þeirr- ar keppni urðu þau, að fyrstu verðlaun hlaut Laufi, brúnstjörn óttur 6 vetra, eyfirzkur. Eigandi Arnljótur Ottesen. — Onnur verðlaun hlaut Snörp, jörp 9 vetra eyfirzk. Eigandi Aðalsteinn Magnússon. — Og þriðju verð- laun hlaut Glámur, grár 10 vetra, þingeyskur. Eigandi Valdemar Kristj ánsson, Sigluvík. I keppni klárhesta með tölti hiaut fyrstu verðlaun Fölskvi, rauður 13 vetra, eyfirzkur. Eig- andi Sigurður 0. Björnsson. — Önnur verðlaun hlaut Glæsir, jarpskjóttur 10 vetra, skagfirzk- ur. Eigandi Hreinn Tómasson. Þriðju verðlaun hlaut Blesi, rauðhlesóttur 11 vetra, skagfirzk ur. Eigandi Óttar Björnsson. — Dómnefnd góðhesta skipuðu: Sigurður Haraldsson, Steingrím ur Óskarsson og Steingrímur Ní- elsson. Kappreiðarnar Þar voru 18 hestar reyndir í 7 flokkum auk úrslitaspretta. 1 folahlaupi 250 metra urðu úrslit þau, að fyrst varð Gola Péturs Steindórssonar á Krossa- stöðum á 19.6 sek. Gola er að- Oddeyrarskólanum var slitið þann 15. þ. m. Skólastjórinn Eiríkur Sigurðsson, afhenti brautskráðum nemendum próf- skírteini og gerði grein fyrir störfum skólans á árinu. í skól- anum voru í vetur 350 börn í 14 deildum. Fastir kennarar eru 10 með skólastjóra og 2 stunda- kennarar. Barnaprófi luku 51 barn og gaf Kvöldvökuútgáfan bækur til verðlauna fyrir góðan námsárangur. Um 80 7 ára börn innrituðust í skólann í vor. Af gjöfum, sem skólanum bár- ust á árinu má nefna sjónpróf- eins 4ra vetra. Knapi var Sverr- ir Sverrisson. — í öðru sæti varð Vaka Jóns Friðrikssonar, 5 vetra gömul. Tími hennar var einnig 19.6 sek. — í þriðja sæti var Stjarni Bjarna Aðalsteins- sonar á 20 sek. í stökki, 300 metra vegalengd, varð hlutskörpust Snekkja Sverr is Sverrissonar á 23.1 sek. Ann- ar varð Gustur Einars Eggerts- sonar á 23.3 og þriðji í röð- inni Framar Árdísar Björnsdótt- ur á 23.6 sek. í stökki, 350 metra vegalengd, sigraði Haukur Péturs Stein- dórssonar, knapi Sverrir Sverr- isson, á 26.4 sek. — Annar varð Þytur Valdemars Kristjánssonar á 26.7 sek. og þriðja Ljóska Huga Kristinssonar og Vilhelms Jensen. Það er eftirtektarvert, að sami knapi, Sverrir Sverrisson, sat sigurvegarana í öllum úrslita- KEPPT UM GUNNARS- BIKARINN HJÁ G. A. Lougcrdaginn 23. maí hefst ó golfvellinum keppni um Gunnars- bikarinn hjó Golfklúbbi Akureyrar. — Bikar þessi er gefinn til minn- ingar um Gunnar Hallgrimsson, tannlækni, sem bjó hér í bæ og vor með betri golfleikurum, sem hér hafa sézt leika. — Gunnar fórst í flugslysinu mikla í Héðinsfirði 29. maí 1947, og hefur keppni þessi ætið síðan farið fram sem næst dónardægri hans. — Leiknar verða í keppninni 72 holur með fullri forgjöf. — 18 holur laugardaginn 23. maí, 18 sunnu- daginn 24. mai, 18 laugardaginn 30. maí og 18 sunnudaginn 31. maí. unartæki, sem Lyonsklúbbur Akureyrar gaf barnaskólum bæj- arins. Þá gaf Vilhelm Þorsteins- son, skipstjóri, 3 verðlaunabik- ara til að keppa um í íþróttum. Krabbameinsfélag íslands gaf skólanum kvikmyndina „Að reykja eða reykja ekki“. Þá gaf Gideonsfélagið öllum börnum í 6. bekk Nýja testamenti eins og jafnan áður. Nokkrar fleiri gjaf- ir bárust. 1 Sýning á skólavinnu bamanna var haldin í skólanum þann 3. maí s.l. flokkunum, og í þeim riðlum, þar sem hann var knapi, fór hann einnig alltaf fyrstur gegn- um markið. Kappreiðarnar fóru vel og skipulega fram, voru vel undir- búnar og stjórnað af hæfilegri röggsemi. BJARNI ÞORBERGSSON LÁTINN Bjarni Þorbergsson, trésmið- ur, Hríseyj argötu 14 á Akureyri, andaðist að Fjórðungssjúkrahús inu hinn 17. þ. m. — Bjarni hafði átt hér heimili um 30 ára skeið ásamt konu sinni, Guð- rúnu Guðmundsdóttur. Eignuð- ust þau þrjá syni, er allir kom- ust til fullorðinsára, en einn er nú látinn. Bjarni vann hér löngum að iðn sinni, var mikill iðjumaður, sérstaklega laginn og vandvirk- ur. En hin síðustu ára var þrek r líkamans þrotið. Hann átti í mörg ár við harðan og ólækn- andi sjúkdóm að stríða. Lengst af hafði hann þó fótavist og mætti örlögum sínum af mikilli karlmennsku. HESTAMENNSKA N ámskeið í hestamennsku hefst hér í bæ 23. maí og stend- ur til 13. júní. Þátttakendur skulu vera á aldrinum 8 til 14 ára og eiga að koma saman í íþróttavallarhúsinu kl. 20.30 þ. 22. maí til skrafs og ráðagerða. Það er Æskulýðsráð og Hesta- mannafélagið Léttir, sem standa fyrir námskeiði þessu, og verða bækistöðvar í Litla-Garði. Sjá annars auglýsingu annars stað- ar í blaðinu. Fró Iðnskólanum: Skólaslit fara fram föstudaginn 22. maí kl. 8.30 slðdegis (í Húsmæðraskólanum). Sýning ó teikningum 4. bekkinga sunnudaginn 24. maí kl. 1—7 síð- degis (sama stað). — Skólastjóri. Mæðradagurinn er ó sunnudag- inn kemur. Að venju verða þó mæðrablómin seld ó götum bæjar- ins, en ágóði af þeirri sölu rennur til eflingar hinni þörfu og nauðsyn- legu starfsemi Mæðrastyrksnefndar. — Ennfremur verður Blómabúðin opin á sunnudaginn og ágóði af blómasölu þar þá rennur einnig til Mæðrastyrksnefndar. Frá Oddeyrarskólaniiiii SJÓMANNAFÉLAG AKUREYRAR hefur ákveðið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs fyrir félagið fyrir yfirstandandi ár. Listum með full- skipaðri stjórn og trúnaðarmannaráði svo og varamönnum og endurskoðendum, skal skila til Skrifstofu verkalýðsfélaganna fyrir kl. 12 á hádegi föstudaginn 5. júní 1964. Hverjum lista skulu fylgja meðmæli eigi færri en 25 fullgildra félagsmanna. Sjómannafélag Akureyrar. ferðamenn Senn líSur að því aS ferða- mannastraumur sumarsins hefj- ist, og öll sólarmerki' benda til þess, að hann verði meiri í sum- ar en nokkru sinni fyrr. Mun fleiri útlendingar hafa pantað far til landsins í sumar en áður hefur verið á þesum tíma, og gera má ráð fyrir, að ferðalög innlendra um landið aukist einn ig vegna sívaxandi bifreiðaeign- ar landsmanna og þar með auk- inna möguleika til ferðalaga. í Norðurlandi er Akureyri miðstöð ferðalaganna, enda þótt margir ferðalangar hafi hér skemmri viðstöðu en æskilegt væri. Stafar það af því, fyrst og fremst, að hér er ekki mikið hugsað um að hæna þá að og þjónusta við ferðafólkið af mjög skornum skammti, ef frá er tal- ið, að hótelkostur er hér allgóð- ur miðað við það, sem annars staðar gerist á landinu. Ferða- skrifstofur eru raunar orðnar hér þrjár, og munu vafalaust hver um sig leggja áherzlu á að draga hingað ferðamenn, en sér staka áherzlu leggja þær þó á að láta þá halda ferðum áfram, að þeir komist sem greiðast hingað og héðan, en hugsa minna um, að þeir staðnæmist hér. Um það þyrftu aðrir að hugsa með því að skapa hér margvíslega að- I stöðu, sem aðdráttarafl hefði fyrir ferðamenn. Vísir í rétta átt er, að ein ferðaskrifstofan auglýsir ferðir á hestum um ná- grenni bæjarins og siglingar um Pollinn. Einmitt í sambandi við Pollinn og margs konar sjósport eru hér miklir möguleikar. Og möguleikamir eru víða, ef menn hafa áhuga fyrir þeim. En eitt er það í bæjarlandinu, sem haft hefur aðdráttarafl fyr- ir ferðamenn undanfarin sum- ur, illu heilli, og valdið von- brigðum hjá mörgum. Einkum á það við útlendinga. Það væri fróðlegt að vita, hversu margir þeirra hafa farið í gönguferð upp í Glerárgil og tekið mið á reykinn mikla, sem þaðan stíg- ur til himins flesta daga. Að ó- reyndu hafa flestir slegið því föstu, að þarna væri um hvera- gufu að ræða, en brugðið illa í brún, er þeir hafa nálgast mark- ið. í stað hveragufu hefur reyk- ur mengaður hinni verstu óþefj- an borizt að vitum göngumann- anna og í stað heitra hvera hafa þeir séð ruslhauga bæjarins og eyðileggingu þeirrar náttúrufeg urðar, sem Gleráin hefur skap- að á þúsundum ára. Oft hefur verið um það rætt, að mál væri að linnti þeim ó- sóma að flytja úrgangsefni í Glerárgil, en lítt hefur orðið af framkvæmdum. En á meðan svo gengur verða haugarnir þar efra, reykurinn af þeim og ó- þrifnaður sá, er þeim fylgir, hversu vel sem um er gengið, bæjarbúum til sárrar skammar. Auk þess verður þetta þess vald- andi, að frágangssök má heita að fara í gönguferðir upp með Glerárgilinu á björtum sumar- dögúm, og útilokað að fara með aðkomufólk þar uppeftir gang- andi, ríðandi eða akandi. Gæti það þó annars verið mjög vin- sæl smáferð fyrir innfædda sem aðkomna að fara þama upp með gilinu. En hver vill eiga á hættu að menga svo föt sín ó- þefjan, að allt verði að setja í hreinsun, þegar til baka er kom- ið? Og hver vill sína gestum ó- sómann? IíyrtTgÍtuhhi AÐ ýmsum þyki á skorta, a3 nöfn séu birt í slagsmóla- og drykkjusögum þeim, sem blaðið Dagur kunngerir les- endum sínum til skemmt- unar. AÐ nafnaskorturinn valdi því, að ýmsir saklausir séu grunaðir um að vera hinir seku. AÐ Brynjólfur veitingamaður verði ófram hótelstjóri ó Hótel Akureyri, enda þótt skipti um eigendur að inn- búinu. AÐ Guðmundur f, vilji gera tengdason sinn að útibús- stjóra við Útvegsbankann ó Akureyri.

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.