Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.05.1964, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 22.05.1964, Blaðsíða 2
Er þá margföldunartaflan orðin úrelt? í 1. maí blaði Frjálsrar þjóð- ar er heimshomasyrpa eftir Blá- stein. Syrpan er skrifuð af skyn- semi, þegar höfundur fjallar um hluti sem hann virðist hafa kynnt sér, svo sem eins og Ragnar í Smára og Matthías Morgun- blaðsritstjóra, eða óartirnar í Nató greyinu. Raunar skil ég ekki hvað hann er að nöldra út af þátttöku okkar í Nató og tala um að það skerði virðingu okk- ar að vera í þeim félagsskap. Er okkur vandara um en frændum okkar Dönum og Norðmönnum? Ekki telja þeir Nató fyrir neðan sína virðingu. Það er ekkert nýtt í sögunni að stofnaður sé félags- skapur til að vera skálkaskjól fyrir þjófa og morðingja. Eða hvers virði em nokkrar millj ónir Afríkumanna samanborið við Frelsi Hins Vestræna Heims, — þar á meðal frelsi til að drepa þennan lýð? Það má ekki telja eftir að fórna einhverju fyrir Frelsið. Raunar skal ég viðurkenna að þetta segi ég eingöngu af sann- girnisástæðum, — maður verð- ur að geta sett sig í annarra spor, í þessu tilfelli í spor sannra Nató manna og líta á málin frá þeirra sjónarmiði. Á sama hátt og við verðum að sýna þann andlega þroska að skilja hinn göfuga æðri tilgang hinna eld- heitu hugsjónamanna, þýzku nazistanna; — þeirra göfuga hugsjón var að bjarga Vestrænni Menningu frá kommúnismanum. I því skyni var auðvitað fyrst og fremst nauðsynlegt að kæfa með eiturgasi, svelta til bana eða af- lífa á annan mannúðarfullan hátt nokkrar milljónir Gyðinga (ég man nú ekki hvað júðamir voru margir). Ég veit ekki betur en yfirlýst stefna Nató sé að vernda Vestræna Menningu fyrir kommúnismanum, og þar af leið- andi var óhj ákvæmilegt að myrða þessa skitnu milljón Alsír- búa, sem Blásteinn var að væla út af. Það er óþarfi að súta slíkt. Að ég ekki tali um Angóla-menn, sem eru nú bara negrar. Ef ein- hver skilur þetta ekki, þá getur hann huggað sig við það, að herforingjar Nató skilja þetta út í æsar. Þeir vita bezt sjálfir hvað okkur er fyrir beztu og hverja þarf að drepa svo Frelsi Vort megi blómgast, eins og Sj álfstæðismenn hafa réttilega bent á, bæði á Alþingi og í blöðunum. Aþreifanlegir hlutir En svo við sleppum nú allri sanngirni og öllum andlegum þroska, þá vil ég snúa mér að öðru: í heimshomasyrpunni er 2) Verkamaðurinn kafli, sem heitir Marxistar, og við þann kafla langar mig til að gera nokkrar athugasemdir (að vísu miklu lauslegar en ástæða væri til). Steini fræðir okkur á því, að deila Kínverja og Sovétmanna standi „ekki um nokkurn áþreif- anlegan hlut.“ Allur heimurinn veit þó, að rifrildið stendur um þann kjarna málsins hvort sjálf- sagt sé (eða a. m. k. óhjákvæmi- legt) að slátra helmingi mann- kynsins, — eða þótt ekki væri nema 900 milljón hræðum (Mao gamli segir að það verði tala fallinna í kjarnorkustyrjöld —- hvaðan sem hann hefur þá vitn- eskju — svo þetta sé svo sem í lagi) — til að koma á einhverju tilteknu hagkerfi í þjóðarbúskap (varla þó í þjóðarbúskap þess- ara 900 milljóna) — eða hvort slíkt sé í andstöðu við hagsmuni mannkynsins og þar með í and- stöðu við kommúnismann, eins og Sovétmenn og fleiri halda fram, og að kjarnorkustríð sé heldur ekki óhj ákvæmilegt, þar eð heimsvaldasinnar séu ekki lengur þess umkomnir að gera það sem þeim sýnist í því máli. Nú veit ég ekki hve viðkvæm- ur Blásteinn er fyrir líftórunni í öðru fólki, en ég vil spyrj a hann: ef hann vissi að hann væri sjálf- ur einn af þessum 900 milljón- um, sem slátra ætti, myndi hon- um þá finnast að deilan stæði „ekki um nokkurn áþreifanlegan hlut“? Eða finnst honum hann sjálfur ekki vera áþreifanlegur hlutur? (Draugurinn á Saurum var að vísu ekki áþreifanlegur, eftir því sem fréttamenn sögðu; en það kemur ekki þessu máli við). Marx-lenínismi Síðan segir blessaður vinur- inn að „blessaður marx-lenín- isminn er tekinn mjög að úreld- ast“. Ég vil spyrja út í það seinna. Fyrst langar mig til að nefna fleiri perlur, sem Steini kastar fyrir okkur úr sínum vizku-hæðum svo það stirnir á spekingssvipinn: „Hvorki Kínverjar eða Sovét- menn geta lengur farið í einu og öllu eftir bókstaf Marx og Len- íns.“ Það var og. Hvað heldur mað- urinn að marx-lenínisminn sé? Stafsetningarorðabók eða hvað? Ég veit raunar að það er hinn borgaralegi skilningur (eða mis- skilningur) á marxismanum, og hefur verið alla tíð, síðan Marx gamli hóf sína baráttu. Þessi gegnumgangandi misskilningur borgarastéttarinnar á marxism- anum á rætur að rekja til þeirr- ar borgaralegu afturhaldsheim- speki að heimurinn sé óumbreyt- anlegur. Því miður er ég hræddur um að þessi smáborgaralegi framsóknar-krata-íhaldsskilning- ur standi einnig þversum í hausnum á sumum þeim, er kalla sig „marxista“ og jafnvel „marx- lenínista" eins og kínverska dæmið sýnir. Ein perlan enn, um deilu Sovét- og Kínamanna: „Orsökin er fráhvarf beggja frá bókstaf Marx og Leníns, þótt hvorugur vilji viðurkenna það.“ Þetta á nú líklega að vera spakmæli, en verkar því miður eins og dæmið gamla um klossana hjá Símsen. Eða eins og ef tveir menn væru að deila um gildi einhvers áburð- ar fyrir grasræktina, og kæmi þá Blásteinn nokkur og lýsti því yfir hátíðlegur í bragði, að mergurinn málsins væri sá, sem þeir vildu hvorugur viðurkenna, nefnilega að þeir hefðu báðir gefizt upp við að heimta striga- poka úr hessían utan um áburð- inn í staðinn fyrir bréfpoka. Og væri þeim nær að kannast við það strax. Mennirnir myndu að vísu yppta öxlum, en Blásteinn hefði gert sig að fífli. Eða var þetta öllu heldur tilraun með brand- ara? Hvers vegna þá þennan lær- dómssvip, eins og hann hefði gengið í Kennaraskólann um síð- ustu aldamót. Eða hvað meinar Steini með þessu bókstafstali? Það væri gott að fá það útskýrt, ef hann skilur það sjálfur. Mein- ar hann kannske að Sovét- og Kínamenn séu að deila um staf- setninguna á ritum Marx og Leníns, og hvorugur geti fylgt upprunalegri stafsetningu, frek- ar en útgefendur íslendinga- sagna stafsetningu handritanna. Eða er þetta bara svona óljóst orðað hjá honum og meinar hann í raun og veru að þeir séu að deila um stílinn á ritum þess- ara kalla, sem báðir voru vissu- lega glöggir og greindir menn? Stílistar Hitt er svo annað mál, að það kæmi mér ekki á óvart, þó að eftir nokkra áratugi hefðu áróð- ursmenn kapítalista ekki aðra röksemd eftir gegn Marx og Lenín en þá, að þeir hefðu ekki verið eins góðir stílistar og Hall- dór Kiljan Laxness. Samt er ég viss um að þeir munu aldrei halda því fram að Marx og Lenín hafi verið lélegri stílistar en Matthías Jóhannessen (og er hann þó nokkuð góður). Mér finnst þessir kallar, Marx og Lenín, bara skrifa nokkuð vel. Fyrir nú utan að þeir skrifa bara töluvert skynsamlega. Til dæmis hef ég aldrei lesið leiðara í Frjálsri þjóð eða Morgunblað- inu, sem að skynsamlegu viti fara fram úr skrifum Marx og Leníns, og skrifa þó vitmenn í bæði blöðin; raunar misvitrir í Morgunblaðið. Sem sagt, þetta með bókstafinn er allt á huldu hjá Blásteini. Og alveg gagns- laust að vitna í trúarbrögðin, eins og hann hlýtur að skilja. Bókstafir eða innihald Ég hélt x minni heimsku að þegar einhverjir tveir eða fleiri aðilar, sem allir teldu sig marx- ista, deildu um þá stefnu, þá væru þeir að deila um meining- una, en ekki neina bókstafi. Og þó kannske öllu heldur hversu vel þessi stefna passaði við þeirra eigin prívat áhugamál eða sérvizku. Er þá segin saga að orðhengilshátturinn veður mest uppi hjá þeim, sem freklegast nota marxisma sem skálkaskjól fyrir eitthvað allt annað en marxisma. Og dettur mér þá í aftur í hug Maó gamli og hans lið. Það er raunar mikil vor- kunn þótt sveitamenn austur á heimsenda, uppaldir í miðöld- um, rétt nýbúnir að kemba úr sér lúsina og drepa flærnar í bólum sínum, geti ekki af heil- indum tileinkað sér marxismann, sem er sú há-vestrœnasta kenn- ing sem nokkurn tíma hefur orð- ið til í heiminum, uppsprottin úr vélvæðingu atvinnulífsins en ekki úr hrísgrjónaakri eða mykjuhaug uppi í sveit; ekki einu sinni úr lótusblómatjörn. Það þýðir lítið að segja hlíðin mín fríða eða Egill Skallagríms- son (eða Gengis Kan) var for- faðir minn, þótt slíkt eigi kann- ske vel við Blástein. Það er ekki marxismi. Þess vegna á að líta á Kínverja með umburðarlyndi og vinarhug, á meðan þeir hafa ekki tök á að drepa fólk í stórmn stíl. Þeir geta kannske til að byrja með orðið íriðsamir fram- sóknarmenn ef vel er að þeim farið. Því líklega mun það taka þá nokkra áratugi að verða marx- istar (það fer náttúrlega eftir því hvað tækniþróunin verður stórstíg hjá þeim.) En auðvitað munu þeir læra marxisma eins og annað fóik af sinni eigin reynslu, þegar stundir líða fram. Rússar t. d. eru fyrst núna á allra síðustu missirum að verða dálitlir marxistar almennt talað; — það örlaði ekki á slíku hjá þeim á Stalínstímanum, nema hjá tiltölulega mjög fámennum hóp. Venjulegir Sovétborgarar (og flestir framámenn iíka) voru einfaldlega sveitamenn í hugsunarhætti, og auk þess sýni- lega uppainingar kristinnar kirkju (meira að segja miðalda- kirkju) í hugsunarvenjum og skapgerð, þótt svo þeir kynnu allan Marx og Lenín utanbókar afturábak og áfram. Það er vél- væðingin, sem er höfuðskilyrði raunverulegs skilnings á marx- ismanum. Hitt er annað mál, að einhvers konar sósíalismi byggð- ur á Marx, er árangursríkasta aðferðin til að vélvæða atvinnu- lega frumstæð lönd, og — eins og nú er komið í heiminum — raunverulega eina færa leiðin, enda taka flest nýfrjálsu ríkin þann kost að meira eða minna leyti, en það þýðir ekki að slíkt gerist eins og að drekka vatn. Alls konar misskilningur og mis- tök vaða uppi, fyrst og fremst af þeim ástæðum er ég drap á: almenningur í þessum löndum (og margir forystumennirnir líka) eru mjög yfirborðslegir í sínum marxisma þar til tækni- þróunin er komin vel á veg, þótt áróðursmenn sósíalismans geti vakið eldmóð og jákvæð við- brögð fjöldans, sem vitanlega er ómetanlegur plús; en það er held ég mestan part tilfinninga- mál. Til dæmis hafa Kínamenn í bili villzt út í það, sem barna- legast er af öllu því sem klínt hefur verið utan í marxismann, og soðið upp svo til orðrétta þá endemisþvælu sem heimsfræg varð á sinni tíð og kölluð var trotský-ismi, og enginn tók mark á þegar til kom. Enda var Trotsky sérvitringur (hann fór nú illa kall-greyið). OrðhengilsháHur En hvað orðhengilshátt stjórn- málamanna áhrærir, þá ættum við íslendingar sízt að kippa Föstudagur 22. maí 1964

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.