Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.05.1964, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 22.05.1964, Blaðsíða 3
okkur upp við hann (og þaðan af síður við orðbragðið), ég skil ekki að nokkur þjóð í víðri veröld búi við ríflegri skammt af slíku frá opinberri hálfu en við Islendingar. Það þarf ekki annað en lesa dagblöðin eða hlusta á útvarpsumræður frá Al- þingi, — t. d. hvernig háttvirtir þingmenn og háttvirtir ráðherr- ar hengja sig í tölum; — hins vegar getur hver meðalbjáni aflað sér raunverulegra upplýs- inga um þær tölur, sem um er deilt og séð í gegnum skrípaleik- inn, — ef hann nennti því. En því nenna menn yfirleitt ekki, heldur yppta öxlum; og í því skjóli skáka hæstvirtir ráðherr- ar, — meira að segja vinna kosn- ingar út á það. Sama gildir um orðhengilshátt á hvaða sviði sem er. Kínversk- ur almenningur getur að vísu ekki aflað sér raunverulegra upplýsinga um hvað Marx eða Lenín hafa skrifað, því svo rót- tækir höfundar eru ekki gefnir út í Kínverska Alþýðulýðveld- inu (nema örfá eintök handa háttsettum flokksleiðtogum), en við hér á vesturlöndum getum einfaldlega flett upp í ritum þess- ara höfunda og lesið hvað þeir skriíuðu og þurfum enga páfa til að túlka það fyrir okkur. Þess vegna er orðhengilsháttur um marx-Ienínisma hlægilegur í okkar augum og út í hött, — nokkurs konar góðan daginn í axarskaft. Úreltur? Þá kem ég aftur að þessari indælis klausu um að „blessaður marx-lenínisminn er tekinn mj ög að úreldast“ — og bið um skýr- ingu. Þótt þetta sé líklega gull- aldarmál þá skil ég vel að merk- ingin er, að marx-Ienínisminn sé orðinn úreltur, svo ég bið ekki um málfræðilega skýringu, held- ur spyr ég: hvernig úreltur? Á hvern hátt finnst Blásteini að marx-lenínisminn sé orðinn úr- eltur? Þetta minnir mig á að ég hef nokkrum sinnum áður heyrt þessa fullyrðingu um marxism- ann; ég held í fyrsta skipti hjá Bjarna Benediktssyni núverandi forsætisráðherra fyrir nokkrum árum í útvarpsumræðum. En það er sameiginlegt einkenni allra þeirra er ég hef heyrt eða séð slá slíku fram, að enginn þeirra hefur skýrt frá því, á hvern hátt marxisminn er úrelt- ur, né rökstutt það á nokkurn hátt. Slík frammistaða nær auð- vitað ekki nokkurri átt, því sá er segir A verður auðvitað líka að segja B o. s. frv., ef hann vill að nokkur trúi því að hann þekki stafina. Nú býst ég við að t. d. Bjarni Benediktsson forsætis- ráðherra þegi um þetta atriði Framh. á 4. síðu. AUGLÝSING uíti skoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Akureyrarkaupstaðar og Eyjafjarðarsýslu árið 1904 Samkvæmt umferðalögunum tiikynnist hér með, að aðal- skoðun bifreiða fer fram á Akureyri frá 19. maí til 24. júní n .k. að báðum dögum meðtöldum, sem hér segir: Þriðjudaginn 19. maí A- 1 — 100 Mið'YÍkudaginn 20. maí A- 101— -200 Fimmtudaginn 21. maí A- 201 — 300 Föstudaginn 22. maí A-301 — 400 Mónudaginn 25. maí A- 401 — 500 Þriðjudaginn 26. maí A- 501 — 600 Miðvikudaginn 27. maí A 601 — 700 Fimmtudaginn 28. maí A- 701 — 800 Föstudaginn 29. maí A- 801 — 900 Mónudaginn 1. júní A- 901 — 1000 Þriðjudaginn 2. júní A-1001 — 1200 Miðvikudaginn 2. juni A-1201 — 1300 Fimmtudaginn a • r r 4. juni A-1301 — 1400 Föstudaginn 5. jum A-1401 — 1500 Mónudaginn O • r r 8. juni A-1501 — 1575 Þriðjudaginn 9. júní A-1576—1650 Miðvikudaginn 10. júní A-1651 — 1725 Fimmtudaginn 11. júní A-1726— ■1800 Föstudaginn 12. júní A-1801 — ■1875 Mónudaginn 15. júní A-1876—1950 Þriðjudaginn 16. júní A-1951 — ■2025 Fimmtudaginn 18. júní A-2026— ■2100 Föstudaginn 19. júní A-2101 — -2175 Mónudaginn 22. júní A-2176—2250 Þriðjudaginn 23. júní A-2251 — -2325 Miðvikudaginn 24. júní A-2326— ■2400 Skoðun á reiðhjólum með hjálparvél, svo og bifreiðum, sem eru í notkun í lögsagnarumdæminu, en skrásettar eru annars staðar, fer fram dagana 25. og 26. júní n. k. Ber bifreiðaeigendum að færa bifreiðar sínar til Bifreiða- eftirlits ríkisins, Gránufélagsgötu 4, Akureyri, þar sem skoð- un fer fram frá kl. 9—12 og 13—17, hvern auglýstan skoð- unardag. Skoðun bifreiða á Dalvík verður auglýst síðar. Við skoðun skulu ökumenn leggja fram fullgild ökuskír- teini. Enn fremur ber að sýna skilríki fyrir, að lögboðin trygging ökutækis sé í gildi, svo og kvittun fyrir opinberum gjöldum ökutækis. Við skoðun ber að greiða afnotagjald af viðtækjum í bifreiðum eða framvísa greiðslukvittun fyrir árið 1964. Þá ber þeim, er eiga farþegabyrgi eða tengivagna að mæta með þau til skoðunar. Vanræki bifreiðaeigandi eða umráðamaður að færa bifreið sína til skoðunar á tilteknum tíma, án þess að tilkynna lögleg forföll, skriflega, verður hann látinn sæta ábyrgð samkvæmt umferðalögunum og bifreið hans tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Akureyri, 14. maí 1964. Bæj arfógetinn á Akureyri og sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu Friðjón Skarphéðinsson. Jarðarför mannsins mins, BJARNA ÞORBERGSSONAR, smiðs, sem andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu ú Akureyri 17. þ. m., fer fram frú Akureyrarkirkju laugardoginn 23. þ. m. kl. 2 e. h. Fyrir mina hönd og annarra vandamanna GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR. Almennur safnaöarfundur verður haldinn í Akureyrarkirkju sunnudaginn 24. maí að lokinni guðsþjónustu klukkan 2 síðdegis. FUNDAREFNI : 1. Hækkun sóknargjalda (skv. nýrri heimild í lögum). 2. Onnur mál. Sóknarnefndin. Reiðskóli Ákveðið er að starfrækja reiðskóla um þriggja vikna skeið, frá 23. maí til 13. júní, fyrir unglinga frá 8—14 ára. — Kennd verður reiðmennska og alhliða meðferð hesta. ■— Kenn- ari verður Ingólfur Armannsson. Námskeiðsgjald kr. 100.00. — Þátttaka tilkynnist Karli Agústssyni, Litla-Garði, símar 1102 og 1144, og æskulýðsfulltrúa bæjarins, símar 2722 og 1546. Hestamannafélagið Léttir. Æskulýðsróð Akureyrar. TILKYNNING NR. 30/1964. Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á brauðum í smásölu með söiuskatti: Franskbrauð, 500 gr............................. Kr. 7.45 Heilhveitibrauð, 500 gr........................... — 7.45 Vínarbrauð, pr. stk............................... — 1.95 Kringlur, pr. kg.................................. — 21.50 Tvíbökur, pr. kg.................................. — 33.50 Séu nefnd brauð bökuð sundurskorin eða bökuð með ann- arri þyngd en að ofan greinir, skulu þau verðlögð í hlutfalli við ofangreint verð. Heimilt er þó að selja sérbökuð 250 gr. franskbrauð á kr. 3.80, ef 500 gr. brauð eru einnig á boðstólum. Á þeim stöðum, sem brauðgerðir eru ekki starfandi, má bæta sannanlegum flutningskostnaði við hámarksverðið. Reykjavík, 15. maí 1964. Verðlagsstjórinn. TILKIÍNWIHG Þeir sem gerast vilja stofnfélagar í Hjarta- og æða- sjúkdómavarnarfélagi Akureyrar og nágrennis geta rit- að nöfn sín á lista, sem liggja frammi hjá eftirtöldum stofnunum: Landsbanki íslands, Akureyri Utvegsbanki íslands, Akureyri Búnaðarbanki íslands, Akureyri Skrifstofa K.E.A., Akureyri Póststofan Akureyri Póststofan Dalvík Föstudagur 22. maí 1964 Verkamaðurinn — (3

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.