Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 29.05.1964, Page 1

Verkamaðurinn - 29.05.1964, Page 1
Verkamaðurmn flllt í óvissii mgð samninflfl — En rætt er um vísitölu og fleira — Minjasafníð ó Ahurejrí Fundir standa nú hvern dag í deilu verkalýðsfélaganna á Norð- ur- og Austurlandi annarsvegar og vinnuveitenda hinsvegar. Hafa fundir verið langir og strangir og alls ekki hægt að saka aðila um, að stuttur sé vinnutími. Samt sem áður hefur lítið F E RÐIR blað Ferðafélags Akureyrar 1964, 23. árgangur, hefur borizt blaðinu. Þarna er margvíslegan fróðleik að finna um leiðir og landssvæði, sem freista ferða- manna, og leiðbeiningar til þeirra um leið. Ferðaáætlun sumarsins er hér og ársskýrsla. Einnig er hér ferðaáætlun Ferðafélags Svarf- dæla og ársskýrsla þess félags. Þetta er 26 sína rit og smekklegt, en fyrst og fremst nauðsynlegt þeim, er ferðast vilja á vegum félaganna eða einir sér. Og það að ferðast er bezta og hollasta sumarfríið. Ferðafélögin hjálpa okkur að njóta þess. 17. JÚNÍ MÓTIÐ í FRJÁLSUM ÍÞRÓTTUM Að venju verður keppt í nokkrum frjálsíþróttagreinum í sambandi við hátíðahöldin á Akureyri 17. júní. Verður keppn- in tvískipt. Fyrri hlutinn fer fram 13. júní, en seinni hlutinn 17. júní. — Keppnisgreinar verða: FYRRI DAGUR (13. júní) •- 200 m hlaup, kringlukast, 400 m hlaup, stangarstökk og 1500 m. hlaup. SEINNI DAGUR (17. júní): Hástökk, 100 m hlaup, kúlu- varp, 800 m hlaup og 4x100 m boðhlaup. — 14 ára og yngri munu keppa í 60 m hlaupi og há- stökki. Þátttöku skal tilkynna Reyni Hjartarsyni fyrir 11. júní. — Keppt verður um Olíubikarinn, sem veittur er fyrir bezta afrek mótsins, samkvæmt stigatöflu ÍSÍ. Einnig verða veittir verð- launapeningar. miðað í samningsátt, en rætt hefur verið um einstök atriði samninganna og í sumum tilfell- um orðið samkomulag milli deiluaðila, en flest þau atriði, sem mestu máli skipta, eru enn óútkljáð. Eins og málin standa nú, er naumast hægt að segja, hvort líkur eru fyrir heildarsamkomu- lagi eða ekki. En allir vonast þó eftir, að saman dragi, svo að ekki þurfi að koma til verkfalla eða annarra vinnustöðvana. Blaðið telur þó ástæðu til að ætla, að samningar muni nást að þessu sinni vandræðalaust. En ekki er ástæða til bjartsýni um ágæti þeirra. Víst er þó, að verkalýðsfélögin munu ekki undirrita samninga án þess, að inn í þá heild verði felld ákvæði um verðtryggingu kaupsins, þ. e. að vísitalan verði tekin í gildi á ný. Enn fremur munu verða all- miklar tilfærslur milli flokka og breytingar, m. a. í sambandi við það, að nú er gert ráð fyrir, að um heildarsamning verði að ræða fyrir landsfjórðungana norðan og austan. Auk þessa munu ýmsar lag- færingar gerðar á samningun- um, en eins og málin horfa við í dag, eru ekki miklar líkur til að kauphækkanir verði miklar. Hafa atvinnurekendur, að því er Þriðjudaginn 26. maí hófu Vefnaðarvörudeild K.E.A. og Herradeild K.E.A. verzlun í nýj- um húsakynnum. Vefnaðarvörudeildin hefur verið til húsa í Hafnarstræti 91 í 34 ár, en er nú flutt í Hafnar- stræti 93 ásamt Herradeildinni, sem fyrst um sinn mun deila með henni þessari verzlunarhæð. Verzlunarplássið er á annarri hæð hússins og er 270 m2 að stærð, rúmgott og vistlegt. Auk þess mun á næstu dögum tilbúið pláss í kjallara hússins fyrir teppasölu. Flest öllum varningi er fyrir komið á lausum borðum og blaðinu skilzt ekki enn léð máls á neinum hækkunum, en að sjálfsögðu verður ekki gengið frá samningum án þess, að eitt- hvað miði í áttina. Og enn kann að vera, að strandi á því atriði, hvað sem öðrum líður, ef vinnu- veitendur standa fast á því að veita enga hækkun á kaupi. Víst er einnig, að atvinnurekendur syngja sama sönginn og venju- lega: það er ekkert hægt að hækka kaupið, því að þá fer allt til helvítis. En þessi söngur þekk- ist vel. Hann hefur verið sung- inn látlaust frá upphafi verka- lýðshreyfingarinnar hér á landi og verður vafalaust sunginn áfram á meðan einstaklingum líðst að telja atvinnutækin sína einkaeign. Munið minningarspjöld Kvenfé- lagsins Hlífar. Ollum ógóða varið til fegrunar við Barnaheimilið Pólm- holt. Minningarspjöldin fóst í Bóka- búð Jóhanns Valdemarssonar og hjó Laufeyju Sigurðardóttur, Hlíðarg. 3. „eyjum“ til þess að viðskipta- vinirnir eigi sem bezt með að skoða hann. Húsnæði þetta hafði áður Fataverksmiðjan Hekla. Teiknistofa S.Í.S gerði teikn- ingar allar í sambandi við breyt- ingarnar, en Stefán Halldórsson byggingameistari, stjórnaði framkvæmdum. Jón A. Jónsson, málarameistari, sá um málningu en Húsgagnavinnustofa Ólafs Ágústssonar smíðaði og setti upp búðarinnréttingar. Að öðru leyti önnuðust verkstæði og fyrirtæki K.E.A. framkvæmdir. Þetta er fyrsti áfangi breyt- inganna í Hafnarstræti 93. Inn- Eftir nokkurt hlé hefur minja- safnið okkar verið opnað aftur. Þið getið komið á sunnudaginn og séð, síðan hvern virkan dag frá kl. 13,30 til kl. 16 alla daga nema mánudaga. Þórður Friðbjamarson safn- vörður hefur unnið þarna gott verk eins og hans var von og vísa. Ný deild hefur risið upp. Sýnishorn hinna fornu iðn- greina. Sögusýningin er í þróun og allir fornu munirnir á sínum stað. Þetta safn er og á að verða stolt Akureyrar, eitt af því, sem ferðaskrifstofur og aðrir agita- torar fyrir ferðamenn nefna fyrst. Við eigum einnig lysti- garð, náttúrugripasafn, Matthí- asarsafn og margt fleira, t. d. Nonnahús, sem erlendir minnast betur en við. Minjasafnið er fortíð íslands í hnotskurn. Þarna sjáið þið líf BARNAHEIMILI Ákveðið hefur verið, að Verkalýðsfélagið Eining starf- ræki sumardvalarheimili fyrir börn á aldrinum 5—8 ára að Húsabakka í Svarfaðardal, frá 20. júní til 20. ágúst. Forstöðu- kona heimilisins verður Jónína Jónsdóttir. Enn er hægt að koma börnum til dvalar þarna í sumar. Ættu foreldrar þó ekki að draga að athuga þetta, ef þau hafa hug á að koma börnum sínum í sumar- dvöl. Sjá annars auglýsingu á öðrum stað í blaðinu. an skamms hefst svo síðari á- fanginn, sem er innrétting fyrir Herradeildina á fyrstu hæð húss- ins. En áður þarf að flytja Bús- áhaldadeildina í húsnæði það, er Vefnaðarvörudeildin flutti úr. Milli fyrstu og annarrar hæð- ar í Hafnarstræti 93 mun verða settur upp hverfistigi, sá fyrsti norðanlands. En auk hans mun venjulegur stigi tengja saman þessar tvær deildir. Deildarstjóri Vefnaðarvöru- deildar er Kári Johansen en deildarstjóri Herradeildar, sem starfað hefur sem sérstök deild frá 1. janúar s.l., er Björn Bald- ursson. afa og ömmu, jafnvel pábba og mömmu. Eru þau ykkur einskis- virði? Safnvörður kallaði saman blaðamenn s.l. mánudag til að sýna hvað nú hefur verið gert. Hann sagði nokkur orð við þetta tækifæri og þau grópuðust í minnið. Gamlir munir, sagði hann, eru enn víða til, sums stað- ar sem erfðagripir, en erfingjar geta verið margir og hver þeirra á að fá hlutinn? Er ekki bezt að sættast á, að fá Minjasafninu þessa hluti til varðveizlu, þar eru þeir ekki aðeins í öruggri vörslu og tilkippilegir fyrir sína nánustu. Þeir eru þar einnig til sýnis fyrir alla. Hluti af lífi ætt- feðranna, tenging milli nú- og þátíðar. Verkamaðurinn hefur áður getið þessa safns rækilega. Við það er ekki miklu að bæta, að- eins: Komið og sjáið það. Og — hendið aldrei fornum grip nema sýna safnverði hann fyrst. Grímseyjarfréttir Ýmsar framkvæmdir, sem til framfara horfa og aukinnar menningar eru nú á döfinni í Grímsey. Er vinna við þær sum- part í undirbúningi, en á öðrum sviðum eru málin enn á samn- ingsstigi. Fyrirhugað er, að Rafmagns- veitur ríkisins taki við rekstri rafstöðvarinnar og bæti við veitukerfið, þannig að það nái til allra býla í eynni, en til þessa hefur vantað nokkuð á, að Grímsey væri að fullu raflýst. Þá er og í undirbúningi, að bora eftir neyzluvatni og leggja vatnsveitu um alla eyna. Verður það til mikilla þæginda fyrir eyjarskeggja, sem til þessa hafa aðeins haft vatn úr brunnum. Loks er rætt um endurbætur á fjarskiptaþjónustunni við eyna, sem verið hefur mjög ófullkom- in, en verður nú væntanlega komið í gott lag. BEYRT A GðTUNNI AÐ loks sé fundin skýring á af- rekum „blindo hrútsins" í Eyjafirði. Hann sé „talinn hafa verið undir óhrifum. Og gerir það hlut hans enn yerri." AÐ framómenn KEA muni ekki þora að bjóðo félogsmönn- um upp á nýtt Brynjólfs- æfintýri, en æfintýramennska muni verðo rædd ó aðal- fundinum í næstu viku. AÐ lítið fari ennþó fyrir bor þeim, sem leita skyldi heits vatns í Akureyrarkaupstað.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.