Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 29.05.1964, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 29.05.1964, Blaðsíða 2
A sjónskííunni Nú nálgast sá tími, sem um- ferðaraukningin margfaldast nokkrum sinnum. Bifreiðafj ölg- unin er óskapleg og ferðahugur- inn er vaknaður í góðviðrinu. Hvítasunnan var mórauð á öll- um vegum, þótt hún væri hvít í sálum manna. Ryk veganna er okkar mikla vandamál: hættu- legt, óhollt og leitt. Hvað er hægt að gera t. d. í næsta nágrenni bæjanna, til að drepa þetta ryk? Hin mikla bif reiðaf j ölgun býr oss fleiri hættur en þrengsli á vegum. Mikill fjöldi nýútskrif- aðra bifreiðarstjóra bætist í um- ferðina, óvanir bæði akstri og umferðareglum. Mér hefur dottið í hug að að- varanir þær, sem Slysavarnafé- lagið útvarpar gætu orðið meir en hugvekja fyrir vegfarendur, þær gætu verið fleiri aðilum hvatning til að vara menn við hættum og hvetja menn til ár- vekni. Lögreglan okkar hefur gengið röggsamlega fram í því að tyfta menn fyrir frágang bifreiða við stöðvunarstaði. Hún verður að vera sívakandi með leiðbeining- ar og tilkynningar um umferða- reglur og hegðunarmáta okkar innanbæjar og utan í akstri. Hún ætti að vara hjólreiðagæja við að nota ekki gangstéttir sem akbrautir og eigendur „trylli- tækja", við að þrefalda innspýt- ingu hér í bænum. Lögreglan ætti að hafa meiri samvinnu við bæjarblöðin og senda frá sér í hverj u blaði stutt- ar tilkynningar, aðvaranir og leiðbeiningar, nú þegar sumarið smalar tugþúsundum bifreiða út á vegina. Þetta gæti komið vegfarendum að miklu gagni. Ég efast ekki um að öll blöðin myndu fús til slíkrar samvinnu. Það er óglæsilegt ástand á þeim sveitabæjum, þar sem þjóð- vegurinn liggur rétt við hús- veggina. Tún og byggingar liggja undir stöðugu ryklagi. Ogerlegt er að opna glugga á slíkum stöðum, það fyllist allt af ryki undan bifreiðum ferða- manna, sem gjarna gá ekki þeirr- ar skyldu að hægj a á sér, j afnvel þótt vegurinn liggi um hlöðin eins og allvíða er staðreynd. Og bóndinn er aldrei öruggur um gripi sína. Þeir sækja á gróð- ur vegkantanna, leynast í skurð- bökkunum og þjóta oftast upp á veginn þegar styggð kemur að. Varla skal það bregðast, að lamb bítur annan kantinn, móð- irin hinn. Þegar bifreið kemur brunandi stekkur alltaf annað- hvort lambið eða ærin yfir til hins. Þá er Iítil von að hemla megi í tíma, ekki sízt ef hraði er um 100 km. Það er stórskaði að missa vorlamb, það verður nokkurs virði í haust. Enn þá hörmulegra er að limlesta það eða drepa. Komið hefur fyrir að skepn- ur finnast helsærðar á vegum. Ókumaður hefur unnið ódæðið og flúið af hólmi. Þetta er sví- virða, sem ekki sæmir nokkrum En voðalegastar eru þær frétt- ir, sem alltaf klingja í fréttum: Barn, fullorðinn, varð fyrir bíl með þessum eða hinum voðalegu aíieiðingum. Hvernig má koma í veg fyrir þetta? Bifreið er at- vinnu og skemmtiferðatæki, ekki skriðdreki í stríði gegn lífi og verðmætum. Leggjumst öll á eitt, að þetta sumar verði án mikilla hörmunga af völdum umferðar. Enn um þrifnað Utvarp og blöð um allt land eru nú að birta tilkynningar til fólks um að hreinsa vel fyrir sín- um dyrum, vegna sumargesta og 17. júní, sem í ár er meiri dagur en undanfarið vegna þess að hann er tuttugasti 17. júníinn okkar. Það er víða verið að þrífa, setja niður blóm og runna og fegra lóðir og garða. Kvöldin og helgarnar eru notaðar til þess að hjálpa guðunum til að gera landið fegurra. En nokkur vandkvæði eru á hjá mörgum einstaklingum, með geymslustað fyrir margs konar dót, efni og eignir, sem ekki má fleygja og einhvers staðar verð- ur að vera. Menn, sem hafa staðið í bygg- ingum, eiga afganga af efni, smiðum er bölvanlega við að endurnota þetta, en það eru verð- mæti, sem ekki má henda. Þetta á einnig við hjá alls konar verk- stæðum, tæki, efni og afgangar, sem síðar koma í notkun verða að geymast, en hvar? Hvernig væri nú að bærinn hlypi hér undir bagga með þess- um aðilum og gerði port mikið og vandlega afgirt. Það mætti vera utan við alfaraleið. Þarna gæti hann leigt einstaklingum reiti, þar sem þeir gætu geymt eigur þær, sem þeir vildu varð- veita á öruggum stað, því vitan- lega yrði að vera þarna gæzlu- tnaður, er sæi mn móttöku eign- anna, frágang þeirra og afhend- ingu. Þessum gæzlumanni yrði bærinn að greiða kaup, en það mætti vinna upp með leigugjaldi fyrir notkun, frá þeim, sem þetta vildu nýta. •<?«¦«•»-»•; "' ' \ Þetta myndi hafa það til síns ágætis, að losna við af lóðum og bakgörðum stafla og hrúgur efnis, það yrði handbært á ör- uggum stað, er til þyrfti að taka og vart myndu menn kaupa leigu fyrir gjörónýtt rusl, það færi þá sína réttu leið á hauga. En hvenær eignumst við okkar sorpbrennslu? Það er víða ánægjulegt að sjá hvs þrifnaður hefur aukizt í sveitum landsins. Hús eru máluð og vel við haldið. Þar er líka meira svigrúm til að koma alls konar nytsömu dóti fyrir án þess að það skeri í augu. Það er ekki sæmandi þjóð, sem byggir eitt af fegurstu lönd- um jarðar, að varpa á það skugg- um illrar umgengni. En því mið- ur: Skemmtanahald í helgilund- um landsins ætti að afleggja, menn kunna ekki að umgangast fegurð lands og gróður, þegar skemmtanafylginautur sá, sem nú er að verða að draugi á hverri hátíð úti og inni, brennivínið, hefur blindað það litla fegurðar- skyn, sem leynast kunni áður í sálinni. Og ferðamenn, sem tjaldið þar, sem ykkur þykir fegurst að velja næturstað. Skiljið ekki við hann eins og svínastíu að morgni. Það er ömurlegt fyrir næsta næturgest. Kringsjo yikunnar Messa fellur niður i Akureyrar- kirkju n.k. sunnudag vegna ferm- ingarbarnamótsins á Dalvík. — Sóknarprestar. ORÐSENDING til fermingarbarna í Akureyrar- prestakalli vorið 1964. Fermingarbarnamót verður haldið á Dalvík sunnudaginn 31. maí. Far- ið verður frá Akureyrarkirkju kl. 8 um morguninn og komið heim um kl. 1 1 að kvöldi sama dags. Æski- legt er að fermingarbörnin séu þannig klædd, að þau geti tekið þótt í útileikjum og íþróttum. Þátttakendur hafi með sér Nýja- Testamentið. Einnig nesti til dags- ins, en mjólk fá þeir þó á mótsstað. Þátttökugjald verður kr. 30 en far- gjald nálægt kr. 50.00. Geti einhver fermingarbörn, sem skrifuðu sig á þátttökulistana eigi farið, eru þau beðin að tilkynna það prestunum sem fyrst. Eins láti þau, sem eigi höfðu skráð sig, en ætla að fara, sömu aðila vita. Arsfagnaður Iðnnemafélags Ak- urreyrar verður að Hótel KEA föstu- daginn 29. maí klukkan 9—1. — Barnaheimili I.O.G.T., að Böggv- isstöðum, tekur til starfa 20. júní n.k. Dvalartíminn er tveir mónuðir. Heimilið tekur við um 40 börnum og er enn hægt að veita nokkrum börnum viðtöku. Forstöðumaður verður Arnar Jónsson og matráðs- kona Valrós Árnadóttir. Allar upp- lýsingar í sima 2131. (Frá barna- heimilisnefnd). HÖFUM OPNAÐ NÝJA VERZLUN í Hafnorstrœti 95, Fjölbreytr úrval af VEFNAÐARVÖRUM og HERRAVÖRUM alls konar. Verið yelkomin í ný og vistleg húsakynni. Gjörið svo vel. VEFNAÐARVÖRUDEILD HERRADEILD 2) Verkamaðurinn Föstudagur 29. mai 1964

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.