Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 29.05.1964, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 29.05.1964, Blaðsíða 3
Qall Eigi hafa allir sama hátt á um ljóðasmíÖ. Stundum brýtur andagiftin öll bönd forms og hefðar og flæðir yfir, sem fljót- ið í vorleysingum. Sá, sem hér yrkir í dag, fer eigin götur nú eins og í ljóðabók sinni fyrir tveim árum, en um þá sérstæðu bók sagði frægasta skáld þjóðar- innar: „Þetta er merkilegt skrifli.“ Skáld vort kýs nú að dulnefna sig „Haförn“, enda er hafið leiksvið hans í anda og veruleik. Hann siglir fram hjá Surti, er eldstrók ber við rökkvaðan næturhimin: Surtsvísa Undir feldi hafs við slóð á hýru veldi lagar, Surtur sína ægiglóð sínum eldi hagar. En sjómaður þráir heim Hugur dregur heim á leið, heimþrá margan dregur yfir höfin blá og breið. Þúsund rasta vegur! i Astin og sjómennskan fylgj- ast að. Skal henni ekki hafa hlýn- að um hjartað, sem fékk þetta innblásna stef? Manvísa Fögru blikin bjartra augna bera svip af ljósri nátt. Engilbj artir armar þínir þeir eru eins og draumsýnir, fyrirheit um vorsins mátt. Mœlt við skáldbróður Mikil list í orðsins snilld mun í túni Braga. Margra kosta völ að vild, mælir gömul saga. Þú hefur lent á hærri stig, að höfuðborði dísa. Oðardísin einvöld er, á þar sali vísa. Vor á Vestfjörðum Hækkar sól á himinhveli, hýrar stillur dag og nátt. Vorar vel um Vesturála, vetri verður klæðafátt. Mitt er að yrkja, ykkar að skilja, stendur þar. — Ljóð skal skynjast ekki skiljast, segir á öðrum stað. Þessi er af því tagi: Splundrast allar gáttir, agla, vagla skorða. Hýrgast heilla áttir. Hafið tekur til orða. Jón Hinriksson — Miniiing' — Þann 20. maí s.l. fór fram út- för Jóns Hinrikssonar, vélstjóra, og var henni útvarpað. Jón var fæddur 19. apríl 1897 að Búðar- eyri við Reyðarfjörð, en fluttist hingað með foreldrum sínum árið 1902, og var búsettur hér nær alla sína ævi, því hann flutt- ist ekki til Reykjavíkur fyrr en árið 1960. Foreldrar Jóns Hin- rikssonar voru þau Stefanía Stefánsdóttir og Hinrik Péturs- son, dugmikil hjón og af öllum vel látin. Á yngri árum lagði Jón stund á vélstj órastarf bæði á sjó og landi, sú starfsgrein var í þá daga í miklum hávegum höfð og er raunar enn, og völdust að jafnaði til þess starfs trúverð- ugir og ábyggilegir rnenn, því þá reyndi meira á hæfni og dugnað vélstjóra, en jafnvel nú. Jón var mjög vinsæll í þessu starfi, og var virtur af vinnuveit- endum og samstarfsmönnum, og það gat því ekki fram hjá því farið að hann gerðist forsvars- maður vélstjórafélagsins, enda var hann einn af stofnendum Vélstjórafélags Akureyrar og starfaði mikið fyrir það félag, og var um mörg ár í stjórn þess, auk þess voru honum falin mörg störf í þágu síns félags, svo sem að starfa að slysavörnum, sjó- mannadeginum o. fl. Jón Hinriksson lét að öðru leyti félagsmál mikið til sín taka, og helgaði þeim frístundir sínar. Hann var einn aðalhvatamaður að stofnun Iðju, félags verk- smiðjufólks, þegar það var stofn- að 29. marz 1936, starfaði Jón þá í skóverksmiðju J. S. Kvaran. Tvær tilraunir höfðu þá áður verið gerðar, til stofnunar slíks félags, en án árangurs, sökum þess að verkafólki var hótað atvinnumissi, ef það gerðist En líkaminn þreytist, þótt andinn haldi velli. Fótsár Rösk þótt skeiðin renni slétt, ristir Ægisdætur. Eru að baki árin mörg, orðnir sárir fætur. stofnendur eða kæmi þar nærri. En Jón lét ekki slíkar hótanir á sig íá, og með góðum stuðningi starfsfólksins í skóverksmiðj- unni, og fólks á öðrum vinnu- stöðum t. d. Gefjun var félagið stofnað, og var Jón Hinriksson kosinn formaður þess, og leiddi Jón félagið fyrstu og erfiðustu árin, og verður hans mikla og fórnfúsa starf í þágu þess aldrei full metið eða þakkað. Einu launin, sem Jón hlaut, voru þau að hann missti atvinnu sína, og var hið unga félag ekki þess megnugt þá, að geta varið hann, svo, sem verðugt hefði verið. Á þessum árum kynntist ég Jóni mjög vel, og hreyfst af hans sterka vilja og samvizkusemi í starfi, því honum var það svo eiginlegt, með hógværð sinni og prúðu framkomu að leiða félag- ana saman til starfa að öllu því er til framfara heyrði, og til að auðga og glæða hið félagslega Iíf. Um svipað leyti lágu leiðir okkar Jóns saman í Skákfélagi Akureyrar, þar starfaði Jón einnig mjög mikið, var formað- ur þess í mörg ár, og leyst'i þar öll störf af hendi með einstakri prýði og löngum þegar mikið lá á og vandasamt starf þurfti að leysa af hendi var jafnan leitað til hans. Jón eignaðist þar, einnig marga góða vini. Aldrei spurði Jón um þóknun fyrir störf sín í þágu félagsmála, þótt þau næðu langt út fyrir frístundir, heldur nægði honum árangur af starfi sínu. Vinsældir Jóns Hinrikssonar í þeim félagasamtökum, sem hann starfaði mest í má nokkuð marka af því, að hann var kjörinn heið- ursfélagi: Vélstjórafélags Akur- eyrar, Iðju, félags verksmiðju- fólks og Skákfélags Akureyrar. í stjórnmálaskoðunum fylgdi Jón Alþýðuflokknum að málum, en var einlægur og heilsteyptur verkalýðssinni, og átti þá óska- drauma að verkalýðsstéttin næði fram rétti sínum í þjóðfélaginu, til mannsæmandi lífskjara, en í öllum störfum sínum á þeim vett- vangi hagaði hann málum sínum þannig, að hann eignaðist ekki óvildarmenn heldur vini. Þess vegna munu menn kveðja Jón í djúpri lotningu, virðingu og þökk, fyrir elskulega kynningu og heilladrjúg störf. Um leið og ég kveð vin okkar Jón Hinriksson, flyt ég aðstand- endum hans og venzlafólki mínar samúðarkveðjur. Jón Ingimarsson. Léreftstuskur hreinar og góðar kaupum við hæsta verði. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. ÁbyrgSarmaður: Þorsteinn Jónatansson. Prentsmiðja Björns Jónssonar h. f. ARDUR TIL HLUTHAFA Á aðalfundi H.f. Eimskipafélags íslands 15. maí 1964, var samþykkt að greiða 5% — fimm af hundraði — í arð til hluthafa fyrir árið 1963. Arðmiðar verða innleystir í aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík og hjá afgreiðslumönnum félagsins um allt land. H.f. Eimskipafélag íslands. Undirbúningur er hafinn hjá okkur að byggingu Fjölbýlishúss við Skarðshlið, næst norðan og vestan Glerárbrúar. LITLAR ÍBUÐIR. Hafið samband við okkur sem fyrst. AKUREYRI G AG N FRÆÐAS KÓLAN U M Á AKUREYRI verður slitið laugardaginn 30. maí kl. 5 síðdegis. Skólasfjóri. Auglýsið í Verkamanninum Verkalýðsfélagsins Einingar að Húsabakka í Svarfaðardal verður starfrækt á tímabilinu 20. júní til 20. ágúst í sumar. Umsóknir þurfa að berast fyrir 5. júní n.k. Umsóknir barna félagsmanna Einingar hafa forgangsrétt til 31. maí n.k. Allar upplýsingar veittar á Skrifstofu verkalýðsfélaganna, sími 1503, á venjulegum skrifstofutíma og ennfremur á kvöldin kl. 19.30—21. Undirbúningsnefndin. Föstudagur 29. maí 1964 Haförn. Verkamaðurinn — (3

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.