Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 29.05.1964, Side 4

Verkamaðurinn - 29.05.1964, Side 4
Frd listahdtíð Bandalags íslenzhra listamanna Verkamaðurinn Opinbert uppboð verður haldið í Hótel Akureyri, Hafnarstræti 98 hér í bæ, föstudaginn 5. júní, laugardaginn 6. júní, þriðjudaginn 9. júní og miðvikudaginn 10. júní n.k. og hefst alla dagana kl. 14.00. Seldir verða eftirfarandi munir tilheyrandi þrotabúi Brynj- ólfs Brynj ólfssonar, veitingamanns: Á föstudag og laugardag verður boðið upp innbú í Hótel Akureyri, svo sein: Hita- og kæliborð 7 m. langt, sjálftrekkj- andi rafmagnskaffikanna fyrir sj álfsafgreiðslu, mjólkurkæli- vél, búðarpeningakassi, Westinghouse kæliskápur, tvísettur kæliskápur, mj ólkurísvél, mjólkurhristivélar, áleggsvélar, stór rafmagnseldavél, stór hrærivél (Hobart), rafmagnssteikar- panna, stór rafmagnshakkavél, stórar þvottahúsvélar -— þvottavél, þeytivinda, tvær strauvélar og þurrkvél, — búðar- vog, reiknivélar, ritvél, peningaskápur, penir.gakassar, stál- vaskaborð af mörgum stærðum, skjalaskápur úr málmi, stórt skrifborð, hansahillur, sófasett, borð, sófar og stólar úr veit- ingasal og herbergjum, rúmstæði, svefnsófar, skrifborð, rúm- fatnaður, ýmis konar matreiðslu- og mataráhöld, s. s. borð- búnaður, leirtau og stálkönnur, ljósatæki af mörgum gerðum, bollabakkar fyrir sjálfsafgreiðslu, slökkvitæki og ýmislegt fleira tilheyrandi hótelbúnaði. Einnig verður boðinn upp flygill. A þriðjudag og miðvikudag verður boðinn upp verzlunar- varningur s. s. ýmis búsáhöld, matvörur, hreinlætisvörur, fatnaður, leikföng o. fl. Greiðsla fer fram við hamarshögg. Bæjarfógetinn á Akureyri, og sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu, 28. maí 1964. NÝKOMIÐ HOLLENZKAR KÁPUR OG DRAKTSR NINOFLEX HATTAR sem þola regn og samanbrot. VERZL. BERNHARÐS LAXDAL Öllum þeim, sem sýndu mér samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför mannsins míns. BJARNA ÞORBERGSSONAR, smiðs. þakka ég af alhug. Guðrún Guðmundsdóttir. Eins og þegar hefur verið skýrt frá í Ríkisútvarpinu og Reykj avíkurblöðunum gengst Bandalag íslenzkra listamanna fyrir fjölbreyttri listahátíð í næsta mánuði í sambandi við tuttugu ára afmæli lýðveldisins. Það er að sjálfsögðu áhuga- mál listamanna, að sem mest af því efni, sem flutt verður á lista- hátíðinni, nái til sem flestra landsmanna, og hefur Ríkisút- varpið góðfúslega heitið sam- vinnu í því efni. Nú hefur Flug- félag íslands tekið upp sérstök Listahátíðarfargj öld, sem gilda frá öllum viðkomustöðum Flug- félagsins innanlands til Reykja- víkur á tímabilinu frá 5.—15. júní. Afsláttur sá, sem Flug- félagið veitir vegna hátíðarinn- ar, er rúm 20%, og munar þetta t. d. því að Listahátíðarfargj ald frá Akureyri til Reykjavíkur og til baka er 1073 krónur, en venjulegur farseðill kostar 1358 krónur. Listahátíðarfargjaldið er bundið þeim skilyrðum, að hámarksviðstaða í höfuðborg- inni sé 10 dagar, og að keyptur sé aðgöngumiði að a. m. k. einu atriði hátíðarinnar. Farseðlar verða seldir í umboðsskrifstof- um Flugfélags íslands úti á landi, og þær selja einnig aðgöngu- miðaávísanir á Listahátíðina, bæði heildarmiða og einstaka miða. Dagskrá listahátíðarinnar er í stórum dráttum á þessa leið: Sunnud. 7. júní: Setningar- athöfn í samkomuhúsi Háskól- ans. Ræða: Halldór Laxness. Tónlist eftir Jón Leifs og Pál ísólfsson; Sinfóníuhlj ómsveit íslands, söngsveitin Fílharmonía og Fóstbræður flytja, stjórnandi Igor Buketoff. — Að kvöldi sama dags: Hátíðasýning í Þjóð- leikhúsinu á óperettunni Sardas- furstinnan. Mánud. 8. júní: Sameiginlegir tónleikar Yladimirs Asjkenazys og Kristins Hallssonar óperu- söngvara. Þriðjud. og miðvikud. 9. og 10. júní: Leikfélag Reykjavíkur '------------------------------ VfSA VIKUNNAR Andagift mín er: orðin tóm, ég ýmist græt eða hlæ. Lífið er eins og litið blóm, sem lifnar og deyr í maí. x sýnir nýtt leikrit, Brunnir Kol- skógar, eftir Einar Pálsson. Fimmtud. 11. júní: Þjóðleik- húsið frumsýnir leikritið Kröfu- hafa eftir Strindberg. Föstud. 12. júní: Tónleikar: Islenzk tónlist. Laugard. 13. júní: Ruth Little heldur ljóðakvöld. Við hljóð- færið Guðrún Kristinsdóttir. Sunnud. 14. júní síðdegis: Musica nova kynnir ný íslenzk tónverk og frumflytur Tríó eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson. — Um kvöldið: Bókmenntakvöld. Upplestrar og leikrit í einum þætti, Amelía, eftir Odd Björns- son. Tilraunaleikhúsið Gríma. Mánud. 15. júní: Ballettsýn- ing, kammerópera og hljóm- sveitartónleikar í Þjóðleikhús- inu. Þriðjud. 16. júní: Myndabók úr Fjallkirkju Gunnars Gunnars- sonar, sett á svið af Lárusi Páls- syni. Listahátíðin efnir ekki til mannfagnaðar á þjóðhátíðar- daignn 17. júní, enda mun þjóð- hátíðarnefnd sjá vel fyrir skemmtanaþörf jafnt gesta sem heimamanna í höfuðborginni þann dag. — Listahátíðinni lýk- ur með samkvæmi að Hótel Sögu föstudaginn 19. júní. Allan þann tíma, sem lista- hátíðin stendur yfir, verða opnar þrjár sýningar, sem haldnar eru í sambandi við hana: Mynd- listarsýning í Listasafni íslands, bókasýning í bogasal Þjóðminja- safnsins og sýning á byggingar- list í húsakynnum Byggingar- þjónustunnar, Laugavegi 26. Fyrirvari er hafður um það, að breytingar geti orðið á ein- stökum liðum hátíðadagskrár- innar. HRINGINGUM HÆTT Áður en Flugfélag íslands hóf reglulegt áætlunarflug milli staða innanlands, en flugvélar félagsins héldu uppi flugi er flutningsþörf gaf tilefni til og veður ekki hamlaði, komst á sú venja, að símað væri til allra væntanlegra farþega og þeim til- kynntur brottfarartími og enn- fremur, hvenær ætti að mæta á flugvelli. Eftir að áætlunarflug var tek- ið upp hélzt þessi siður og hefur svo verið síðan. Með bættum tækjum hefur á síðari árum gengið æ betur að halda uppi áætluðum flugferð- um á fyrirfram ákveðnum tím- um og þykir því ekki ástæða til að halda lengur uppi hinum gamla sið frumbýlisáranna, að hringja sérstaklega í farþegana, heldur að þeir mæti á flugvelli samkvæmt áætlun, þ. e. í innan- landsflugi hálfri klukkustund fyrir brottför. Ef brottför breytist frá því sem segir í áætlun, mun hins vegar verða hringt til væntan- legra farþega. GLERÁRSKÓLANUM SLITIÐ Glerárskólanum var slitið 15. þ.m. Hjörtur L. Jónsson skóla- stjóri skýrði frá störfum skólans á árinu. — í skólanum voru 106 börn í 5 deildum. Fastir kennar- ar eru 3, með skólastjóra, og 2 stundakennarar. Barnaprófi luku 17 börn. Hæstu einkunn hlaut Svanhildur Guðmundsdóttir 9,27 og hlaut hún ásamt tveim öðrum telpum bókaverðlaun fyrir góðan náms- árangur. Sparifj ársöfnun barnanna nam 4000 krónum, sem er aðeins minni upphæð en í fyrra. í dag fara barnaprófsbörnin í ferðalag um Skagafjörð og Húnavatnssýslur. Amtsbókasafnið er opið alla virka daga nema laugardaga kl. 4—7 e. h. HJARTAGARN 5 stærðir, fjöldi lita. Verzl. Ragnheiðar 0. Bjömsson [ PERUTZ ] litfifmur Gullsmiðir Sigtryggur og Pétur Brekkugötu 5 — Sími 1524 Húsmnðurí Það eru vinsamleg tilmæli vor, að þér gjörið innkaupin til helgarinnar Það léttir á laugardagsösinni og styttir biðina fyrir yður. NÝLENDU VÖRUDEILD

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.