Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 05.06.1964, Qupperneq 1

Verkamaðurinn - 05.06.1964, Qupperneq 1
Verkamaðurinn SAMKOMULAGI ER NÁÐ í nótt nóðist samkomulag í viðræðum ASÍ annars vegar og ríkisstjórnar- innar og atvinnurekenda hins vegar, er hófust eftir að ASÍ sneri sér til ríkis- stjórnarinnar og bar fram tillögur um leiðir til stöðvunar verðbólgunnar og tryggingar kjörum launþega. — Mæla allir aðilar með því, að samningar verði gerðir ó grundvelli þess samkomulags, sem nú hefur nóðst. Somkomulagið er í V. köflum, og fara fjórir þeirra hér á eftir, en vegna rúmleysis verður kaflinn um hús- næðismól að biða birtingar. Hann er þó einna merkastur og mun hafa mikla þýðingu fyrir ungt fólk og aðro þó, sem þurfa að byggja sér íbúðarhúsnæði ó næstu órum. 8amning:ar fyi'ir Horðnr> og: Anstnr> land gfrðir í (lag «ilda f I. Verðtrygging kaupgjalds. 1. Ríkisstjórnin beitir sér fyrir því, að verðtryggingu kaupgj alds sé komið á með lagasetningu. Verðtryggingin sé miðuð við vísitölu framfærslukostnaðar í Reykjavík. Þó nái verðtrygg- ingin ekki til hækkunar þeirrar vísitölu, sem stafar af hækkun á vinnulið verðgrunns landbún- aðarafurða vegna breytinga á kauptöxtum eða vegna greiðslu verðlagsuppbótar á laun. 2. Reiknuð sé út sérstök kaup- greiðsluvísitala fjórum sinnum á ári, miðað við þann 1. febrúar, I. maí, 1. ágúst og 1. nóvember. Þessi vísitala sé miðuð við sama grundvallartíma og núverandi vísitala (marz 1959). 3. Kaup breytist samkvæmt hækkun kaupgreiðsluvísitölunn- ar frá því, sem hún var 1. maí 1964. Þessar breytingar fari fram ársfjórðungslega mánuði eftir að kaupgreiðsluvísitalan hefur verið reiknuð út, þ. e. 1. marz, 1. júní, 1. september og 1. desember. Kaup breytist með hverri hækkun eða lækkun vísi- tölunnar um eitt stig eða meira. 4. Aðilar samkomulagsins mæla með því við Kauplagsnefnd og Hagstofuna, að hafin sé end- urskoðun grundvallar vísitölu framfærslukostnaðar. Nýr vísi- tölugrundvöllur taki því aðeins gildi á samkomulagstímabilinu, að samkomulag sé um það milli aðila. II. Viku- og mónaðarkaup verkafólks í samfelldri vinnu. Verkalýðsfélög og vinnuveit- endur semji um, að verkafólki sem unnið hefur sex mánaða samfellda vinnu hjá sama vinnu- veitanda, verði greitt óskert vikukaup, þannig að samnings- bundnir frídagar, aðrir en sunnudagar, séu greiddir. Með samfelldri sex mánaða vinnu er átt við, að unnið hafi verið hjá sama vinnuveitanda full dagvinna í sex mánuði, enda jafngildi fjarvistir vegna veik- inda, slysa, orlofs, verkfalla eða verkbanna fuliri vinnu. Sama gildir um daga, sem falla úr, t. d. í fiskvinnslu, vegna hráefnis- skorts eða sambærilegra orsaka. Það jafngildir samfelldri vinnu, ef unnið hefur verið í árstíðabundinni vinnu samtals í sex mánuði hjá sama vinnuveit- anda á undanförnum tveimur ár- um. Slík árstíðabundin vinna skal þó því aðeins tekin til greina, að unnið hafi verið sam- fellt yfir heil athafnatímabil (vertíðir). III. Breyting eftirvinnutíma og eftirvinnuólags. Verkalýðsfélög og vinnuveit- endur semji um, að tillaga Vinnutímanefndar í áliti nefnd- arinnar, dags. 21. maí 1964, um samræmingu eftirvinnutíma og álags á eftirvinnukaup hjá verka- mönnum, verkakonum og iðn- verkamönnum taki gildi, en hún er á þá leið, „að eftirvinna skuli. teljast fyrstu 2 klst. eftir að dag- vinnu lýkur, þannig að 15 mín- útur af henni falli niður. Greidd- ur kaffitími sé látinn standa óbreyttur. Eftirvinnuálag lækki í 50%. Nætur- og helgidaga- kaup standi óbreytt í krónutölu, þannig að hlutfallstengsl þess við dagvinnukaup rofni um sinn.“ Jafnframt sé dagvinnukaup hækkað þannig, að tekjur verði óbreyttar þrátt fyrir styttingu vinnutímans um stundarfjórð- ung og lækkun eftirvinnuálags. Ríkisstjórnin mun nú þegar beita sér fyrir lagasetningu um lengingu orlofs verkafólks úr 18 dögum í 21 dag sem svarar hækk- un orlofsfjár úr 6% í 7%. Þá mun ríkisstjórnin beita sér fyrir því, að löggjöf verði sett um vinnuvemd, þegar tillögur í því efni liggja fyrir frá Vinnu- tímanefnd. Einnig verði haldið áfram athugunum og undirbún- ingi að frekari styttingu vinnu- tíma. V. Onnur otriði. Samkomulag um þau atriði, sem að framan greinir, er háð því skilyrði, að samningar náist milli verkalýðsfélaga og vinnu- veitenda, er gildi til ekki skemmri tíma en eins árs og feli ekki í sér neina hækkun grunn- launa á því tímabili. Blaðið hafði í morgun tal af Birni Jónssyni formanni Verka- lýðsfélagsins Einingar, en hann hefur ásamt mörgum fleiri full- trúum verkalýðsfélaganna á Norður- og Austurlandi setið á samningafundum í Reykjavík undanfarnar vikur. Taldi Bjöm nær fullvíst, að um hádegið í dag yrðu undirritaðir samningar fyrir almennu verka- lýðsfélögin á þessu svæði, og yrðu þeir síðan lagðir fyrir fundi í viðkomandi félögum. Fundur í Einingu hefur þegar verið boðaður í kvöld. Ekki er hér unnt að rekja ná- kvæmlega hin ýmsu atriði samn- inganna, en þeir byggjast í aðal- atriðum á samkomulagi ASÍ og ríkisstjórnarinnar, sem greint er frá hér á síðunni. Auk þess verða allmiklar til- færslur milli kaupgjaldsflokka og hækkun í einstökum flokk- um. Eftirvinna verður tveir tím- ar á dag og álag á eftirvinnu- kaupið 50% í stað 60 áður, en dagvinnukaupið hækkar, sem þeim mun nemur miðað við að unnið hefði verið 10 tíma og 15 mínútur á dag. Næturvinnu- kaup verður óbreytt frá því, sem var. Þær breytingar, sem verða af þessum tveim atriðum, valda því, að kaup í almennri dagvinnu hækkar um 4,4%, í hafnarvinnu um 6,2% og í síldarvinnu um 6,6%. Veikindadagar verða nú greiddir eftir þriggja mánaða vinnu hjá sama atvinnurekanda, eitt ár og vikukaupsgreiðslur verða teknar upp í allmiklu ríkara mæli en verið hefur. Þýðir það 3,8% hækkun fyrir þá, sem þess njóta, en það verða þeir, sem unnið hafa 6 mánuði á sama stað. Loks er samið um mikilsverð vinnuverndarákvæði, og ýmsar fleiri breytingar hafa verið gerð- ar á samningunum, sem taldar eru horfa til bóta. Aðeins verður nú einn samn- ingur fyrir öll almennu verka- lýðsfélögin á greindu svæði, og þar sem ekki er um nýmæli að ræða, hefur yfirleitt verið miðað við það, sem áður var bezt hjá einstökum félögum. 17 N ÆTU R Samningafundunum syðra er nú að ljúka eftir eitt lengsta og strangasta úthald í kaupgjalds- samningum. f 17 nætur hafa samningamennirnir vakað við störf sín og samanlagður fund- artími er orðinn fullar 200 klukkustundir. Mun því samn- ingamönnunum orðin full þörf hvíldar, en landsmenn allir fagna því, að þeir skyldu ná friðsam- legu samkomulagi. jSkókfréttír Hópur skákmanna úr Skák- félagi Akureyrar fór til Norð- fjarðar um síðustu helgi og háði þar keppni við heimamenn. Urslit urðu þau, að Akureyring- arnir báru sigur úr býtum með 11 vinninga á móti 2, en keppt var á 13 borðum. Einnig höfðu Akureyringar betur í hraðskák- keppni. Eiga þó Norðfirðingar mörgum góðum skákmönnum á að skipa. HEYRT A GÖTUNHI AÐ ó aðalfundi KEA hafi Jakob Frímannsson fekið á sig alla óbyrgð ó viðskipfum kaup- félagsins við Brynjólf veit- ingamann. AO á sama fundi hafi Jakob sannað, að hann sé íslands- meistari í að kveða niður umræður og „leiðinda"- fyrirspurnir. AÐ talinn sé litill „bisnes" oð bjóða upp hænur Brynka, gróðavænlegra væri að sleppa þeim og selja siðan veiðileyfi.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.