Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 12.06.1964, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 12.06.1964, Blaðsíða 1
Verkamaðurinn íslenzka lýðveldið tvítugt Listahátíd sett Þann 17. júní 1944 var Alþingi seft að Þingvöllum við Oxaró, og þá var, á þeim fornhelga stað, lýst yfir stofnun lýðveldis á Islandi. Með þeirri yfirlýsingu var Island form- lega og aS fullu laust undan Dana- konungi og afskiptum danskra stjórnarKerra. Þennan dag varð lýð- veldið Islond til. Það vor ó afmæl- isdegi Jóns forseta Sigurðssonar, og aldrei hefur heyrzt nokkur rödd, sem hafi haldið því fram, að ekki hafi verið valinn réttur dagur til þessarar gerðar og til þess að verða þjóðhátíðardagur Islands. Svo mjög og ágreiningslaust er Jón Sigurðsson metinn af landsmönnum öllum. Á miðvikudaginn í næstu viku hefur lýðveldið ísland staðið í tutt- ugu ár. Það er ekki langur tími, en morgt hefur gerzt ó þessum tíma. Rért mun, að jafnan skiptast á skin og skúrir í lífi hverrar þjóðar. Stund- um vegnor vel, í annan tíma mltSur. Þegar á heildina er litið, mó þó segja, að þessi tuttugu ór hafi ver- ið samfelldur góðæriskafli fyrir ís- lendingci. Hafísinn hefur haldið sig úti í hafsauga og ekki torveldað siglingar á hafnir. Eldgos hafa verið nokkur, en miklu fremur til skemmt unar en að af þeim hafi skaði hlot- izt. Sjórinn hefur verið gjöfull og íslenzkir sjómenn bætt heimsmet sín í aflbrögðum ár frá ári. Gras hefur sprottið vel flest sumur og búfé skilað góðum afurðum. Iðn- aður hefur farið hraðvaxandi og sfuðlað að bæftri og öruggari af- komu landsmanna. Við höfum ekki ástæðu til að sakast við náttúru- öflin eftir þessi tuttugu ár. Þau hafa verið okkur hliðhcll, og aukin menntun og tækni hafa lyft þjóðinni til betri lifskjara. Þótt deilt sé um skiptingu þjóðarteknanna milli hinna ýmsu starfsstétta verður ekki um það deilt, að i heild býr íslenzka þjóðin við góð lífskjör. En samt eru dökkir blettir ó þess- ari tuttugu ára sögu. Þegar lýðveld- ið var stofnað, var heimsstyrjöld í algleymingi. I landi okkar dvaldi erlendur her. Ari siðar lauk þeim hildarleik. Flestir vonuðu, að þá myndi herinn hverfa úr landi, ís- land verða fyrir Islendinga og þá eina. En enn í dag er Island hersetið land. Enn í dag verður þjóðin að þola þær hættur, sem herseta stór- þjóðar í landi smáþjóðar er þeirri síðarnefndu. Og margskonar spill- ingu hefur af hersetunni leitt. Hún hefur unnið íslenzku þjóðlífi mikið ógagn, skilið eftir sig þau sór, sem seint verða grædd. Erfiðast er atS verða að viðurkenna, að hersetan er sök Islendinga sjálfra. Ef þjóðin öll hefði sameinast um, áS segja hernum að fora, þá væri hann ekki hér. En það hefur skort samstöðu. Þeir hafa verið of margir, sem meira hofa metið eigin auravon en sjálf- stæði og menningu þjóðar sinnar. Þessu til viðbótar höfum við látið véla okkur inn í hernaðarbandalag. Með þvi hefur hlutleysisyfirlýsingin frá 1918 verið að engu gerð, sómi lands og þjóðar verið blettaður og tortýmingarhættu boðið heim, ef nýr hrunadans stórvelda hæfist. Loks hafa hin síðustu órin verið uppi háværar raddir um að hleypa útlendum mönnum og útlendum atvinnufyrirtækjum óhindrað inn í landið. Og sumir róðherrar og aðrir forsvarsmenn þjóðarinnar hafa um skeið tekið upp baróttu fyrir ofsali sjólfstæðisins með þvi að predika, að við ættum að gerast aðili oð efnahags- og stjórnmálasambandi ríkja ó meginlandi Evrópu. Heilir stjórnmálaflokkar hafa jafnvel gert þennan áróður að sínum. Allt hefur þetta gerzt ó aðeins tuttugu fyrstu árum islenzka lýð- veldisins. Tekizt hefur að forða stórslysum öðrum en hinni langvor- 20 þúsuod mól til Krossaness Góð síldveiði hefur verið undanfarna daga og raunar allt frá því veiðarnar hófust um síð- ustu mánaðamót. Krossanesverksmiðjan hóf bræðslu um síðustu helgi, fyrst af öllum síldaverksmiðjunum, og meiri og minni löndun hefur verið þar daglega. Er blaðið hafði samband við verksmiðj- una um tíuleytið í gærkvöldi hafði verið bókfærð þar löndun 13.679 mála og verið var að Ijúka löndun ca. 1400 mála úr Jörundi III. Hefur því verk- smiðjan í gærkvöld verið búin að fá yfir 16000 mál eða svipað magn og þar var landað í allt fyrrasumar. Auk þess voru þá fimm skip á leið til verksmiðjunnar: Björg- úlfur með ca. 1100 mál, Súlan 1150, Loftur Baldvinsson 900, Baldur 400 og Sigurður Bjarna- son, en ekki var vitað um afla hans. andi hersetu. En þessi atriði, sem bent hefur verið ó, sýna okkur, oð margar hættur eru búnar frelsi og sjálfstæði okkar fámennu þjóðar. Verst er, að þær hættur hafa skap- ast at spillingu, hugsjónadeyfð og skammsýni nokkurs hluta þjóðar- innar. Þeim mun ríkari óstæða er fyrir þá, sem vöku sinni hafa hald- ið, aS vera á verði framvegis, svo ao' takast megi að hindra, að slys hendi okkar unga lýðveldi eða oð sjólf- stæði lands og þjóðar verði selt fyr- ir stundargróða einstakra manna. - Sjálfstæðisbarátta okkar var of löng og ströng, þrengingarnar undir er- lendri stjórn of miklar til þess, að við megum nokkru sinni farga því aftur, sem við höfum unnið. Minn- umst þess ó tuttugu ára afmæli lýð- veldisins Islands. Strengjum þess heit, oð standa trúan vörð um sjálfstæði landsins okkor, um verndun íslenzkrar tungu og um menningu þjóðarinnar forna og nýja. Kjörorðið á alltaf oð vera: ÍSLANDI ALLT. Listahátíð Bandalags íslenzkra listamanna 1964 var sett í Há- skólabíó í Reykjavík kl. 13.30 - síðastliðinn sunnudag, með miklum glæsibrag. Jón Þórarinsson tónskáld og Ragnar Jónsson bókaútgefandi hafa séð um höfuðundirbúning þessarar hátíðar, en mikill fjöldi listamanna og annarra, frá hin- um ýmsu félögum, hafa unnið með þeim. Þetta er í raun réttri fjórða listahátíðin síðan 1942. Hinar þrjár voru kallaðar Listamanna- þing. Mikill fjöldi manna mætti við setningu hátíðarinnar og starfs- lið listamanna í hljómsveit og kór var mjög margt. Forseta- hjónin voru þarna, enda hann „verndari" Listahátíðarinnar. Hátíðin hófst með því, að fluttur var þjóðsöngurinn undir stjórn Páls ísólfssonar. Þá flutti Jón Þórarinsson setningarræðu og minnzt var horfinna snillinga. Þá komu ávörp menntamálaráð- herra og borgarstjórans í Rvík, en því næst flutti Nobelsskáld okkar, Halldór Laxness, ræðu. Þeir, sera halda Laxness á undanhaldi í sinni gæfuríku baráttu fyrir farsæld lands og lýðs, jafnvel farinn að hneygj- ast til undansláttar, máttu róir upp rísa. Skáldið flutti afburða- Akureyringrar heiðraðir snjalla ræðu, sem lengi mun í minnum höf ð. En án ef a f á menn að lesa hana einhvers staðar áð- ur en langt líður. Þá var flutt Minni íslands, forleikur fyrir hljómsveit og kór op. 9, eftir Jón Leifs við ljóð Jónasar Hallgrímssonar og Ein- ars Benediktssonar. Þetta verk sannaði, svo ekki verður framar rengt, að Jón Leifs er snillingur, og skal það verða gleði okkur öllum. Framtíðin fær ekki ein að njóta hans, við gerum það einnig. Næst lásu rithöfundar úr verkum sínum: Guðmundur Hagalín, Þórbergur og Guð- mundur Böðvarsson. Þá kom lofsöngur eftir Pál Isólfsson, verk samið fyrir kór og hljómsveit við ljóð eftir Davíð. Tónflutning önnuðust Sinfóníuhljómpveitin, Söngva- sveitin Filharmonía og blandað- ur kór Fóstbræðra undir stjórn Igor Buketoff. Var flutningur þessi með eindæmum góður, og húsið virðist gott til hljómburð- ar nú. Klukkan fjögur þennan sama dag opnaði svo Ragnar Jónsson myndlistarsýningu í Listasafni íslands. Eru þar sýnd margs- konar listaverk eftir mikinn fjölda listamanna. Síðdegis hafði svo mennta- málaráðherra boð inni. Var það hóf gott. Listahátíð þessi stendur til 19. júní með dagskrá öll kvöld, nema 17. júní: Myndlistarsýn- ingar, leiksýningar, hljómleikar, upplestrar o. s. frv. Þetta er glæsilegt framtak og verður vonandi íslenzkri list og listamönnum til mikillar örfunar og svo þjóðinni til gleði. I sambandi við hátíð þessa var gefið út vandað rit, dagskrá. Á Sigurður Nordal þar m. a. grein um Listahátíð og Lista- mannaþing. Forsíðumynd er lit- prentun eftir málverki Kjarvals: Uti og inni. k. Um síðustu helgi var fundur haldinn í Sambandsráði íþrótta- sambands Islands í Skíðahótel- inu í Hlíðarfjalli. Er það í fyrsta skipti í sögu íþróttasam- bandsins, sem það heldur sam- bandsráðsfund utan Reykjavík- ur. En tilefni þess, að fundurinn var haldinn hér nyðra, var að ákveðið hafði verið að heiðra tvo Akureyringa sérstaklega fyrir mikil og góð störf í þágu íþróttahreyfingarinnar. íþróttakennararnir Ármann Dalmannsson og Hermann Stefánsson voru gerðir heiðurs félagar ÍSÍ og veitt heiðurs merki sambandsins. Við þetta tækifæri var bæjarstjórinn á Akureyri, Magnús E. Guðjóns- son, einnig sæmdur gullmerki ÍSÍ. Á myndinni hér að ofan er forseti ISÍ, Gísli Halldórsson, að afhenda Ármanni heiðurs- merki hans. HEYRT Á GÖTUNNI AÐ sjomcnn séu þvi allreiðir, að ór eftir ór skuli síldarverk- smiðjan á Raufarhöfn ekki tilbúin að taka til storfa, þegar vertiðin hefst. AÐ nauðsyn þyki til bera að stofna sérstakt fegrunarfélag ó Akureyri til að fjarlægja togarann Hrimbak of Pollin- um. AÐ Akureyri sé að fá á sig frægðarorð fyrir stærstu og myndarlegustu uppboð á landinu, og þó sé enn eftir að bjóða púturnar. L

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.