Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 12.06.1964, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 12.06.1964, Blaðsíða 2
A s jónskíf unni Lond — sauðfé — saga Bílferð í öndverðum júnímán- uði frá höfuðborg Norðurlands til hinnar þarna fyrir sunnan einkennist í fljótu bragði séð af ryki og sauðfé veganna. Það er eins og fé hafi þann einan bit- haga, vegkantinn, og það er til afarmargt fé. En það setur in- dælan svip á landið, og lifi sauð- kindin. I Skagafjarðar- og Húnavatns- sýslum eru til merhross mörg, og nú í vorblíðunni dansa feg- urstu ungviði Islands, folöldin, við hlið mæðra sinna. Þau fæð- ast dansandi, upphafin, laus við þyngd. Og landið er fagurt eins og málverk eftir Kjarval. En þó er það kannske ekki síður sagan, sem gefur þvi líf og gildisauka í augum ferðamanna. Hver myndi sérstaklega vera að góna á Hraun, ef Jónas hefði ekki fæðzt þar. Jafnvel hinir furðulegu drangar öðlast ljóma enn í dag af ástarstjörnu hans. Einstakur steinn í brekku — hvað er hann? Nafnið eitt, Lurkasteinn, vekur sögu, og maður hægir ferð. Hver myndi slaka á benzín- gjöf hjá Bólu, ef Hjálmar hefði ekki rist þar meginstafi sína í tré, á blað. Þá kynni vera, að Vatnsdals- hólar minnkuðu ekki af þessum tveimur hausum, sem þar fuku hér um árið. Og kynni að draga úr þjófnuðum og kvennafari nútímans, ef öxi sú hin ágæta væri enn á hálsi allra, er feta í fótspor hjúa þeirra, er þar hnigu í mold. En lengi mætti saman rekja söguna og landið. Hvar er sá blettur, sem eigi á sína sögu? En sjálfsagt er að merkja þá hina fremstu sögustaði vel, er að ak- vegum liggja, svo að augað geti leitt inn í brjóstið fortíðina að baki þess, er við blasir frá vegi. Sól í auga Sólin hefur gaman af öllu, sem !iún getur speglað sig í. Hún er eins og búðarstelpa, þarf alltaf að vera að spegla sig. Einkum hefur hún þörf til þess á kvöldin áður en hún fer yfir til þeirra þarna hinummegin á hnettinum. Þá notar hún glugga húsanna og þó alveg sérstaklega framrúður bílanne fyrir spegil, og það er betra fyrir hana en þá, er sitja að baki glersins. Nú er það svo undarlegt, að vegurinn frá Akureyri „suður" liggur lengst af í norður, og skilji það hver sem má. Og það getur verið fjandi örðugt að Nnkar um shdtahreyfínguna Á undanförnum 50 árum hafa engin samtök haft eins mikil uppeldisáhrif, sem skátahreyf- ingin. Það hefur margt verið rætt og ritað um uppeldismál á þessum 50 árum og mörg vanda- mál í því sambandi eru óút- kljáð. En ég álít að skátahreyf- ingin hafi reynt að tengja saman hinar gagnstæðu hugmyndir á þessu sviði. Hún reynir að inn- ræta föðurlandsást án öfga — hún teygir sig yfir landamæri og leitast við að koma á alþjóða bræðralagi. Skátahreyfingin er örugglega mjög þýðingarmikill liður í þeirri viðleitni okkar, að við- halda friði og vináttu í heimi hér. Hún kennir okkur ekki nein- ar þröngsýnar trúarkreddur eða útbreiðir nein einstök trúar- brögð — heldur reynir hún að hlúa að þeim siðferðilegu og andlegu verðmætum, sem mann- kynið aðhyllist og hefur aðhyllzt um aldaraðir. Menn munu nú gera sér æ ljósara, um heim all- an, að ef ekki er gaumur gefinn 2) Verkamaðurinn að þroska þessara andlegu og siðferðilegu verðmæta, sem eru grundvöllur heimsmenningarinn- ar — er hún í hættu. Annað er það, sem gæta þarf að í uppeldismálum nú til dags — og það er afstaða einstak- lingsins til þj óðfélagsins. Þarfir einstaklingsins eru æði mikið fyrir borð bornar. Hér stefnir skátahreyfingin að því að þroska einstaklingseðlið — án þess þó að gleyma skyldum hans við samfélagið —¦ því að skátastarf er ekki rétt út fært, ef það er ekki að miklum hluta í þágu þjóð- félagsins. Þannig reynir skátahreyfingin að brúa bilið á milli einstak- lingsins og þjóðfélagsins — þjóðrækni og alþjóðabræðra- lags. Að þessu athuguðu, tel ég ör- uggt, að skátastarf eigi eftir að vaxa og blómgast um ókomin ár og eigi eftir að verða öllum heim- inum til blessunar. Dúi Björnsson. greina veginn út dalina. Langi- dalur með „vífavalið" fræga, er slæmur að kvöldi í júní, undir sól að aka. Og þar sem ekki er von funda við neitt „vífaval" er sama þótt hann sé ekinn áður en ungfrú sól fer að fína sig til fyrir Ástralíunegra og það svarta hyski, sem býr í næturlandinu. Hvað má bjóða herr- anum? Það, sem sízt er meðfætt Is- lendingi af „dyggðum" er að þjóna undir aðra. Þó er nú eins og allir telji sig í það fædda. Skyldi vera hægt að græða á því? Alls konar veganesti rísa upp í rykhafi vegkantanna og bjóða nammanamm, hvert í kapp við annað. Auk þess eru dýr- indishótel á mörgum stað. Blönduós getur hýst á annað hundrað manns, og borð eru sett krásum. Boðið er upp á her- bergi með einkabaði og síma. Hún Varmahlíð tekur þér ekki illa. Fornihvammur — Bifröst - Hreðavatn — Hvítárbrú — Fer- stikla. Nei, það væri munur að vera beiningamaður nú, heldur en þegar þeir voru að lognast út af hér áður af því að þá höfðu menn ekki rofið örlagasnúru meðfæddra eiginleika, vildu ekki þjóna vegfarendum. Þó taka menn eftir því, séu þeir glöggir, að þjónustuenglar nútímans vilja gjarna fá dálítið af því, sem fortíðarbetlarar báru sjaldnast á sér: peninga. En það léttir bifreiðina þína að koma víða við í ríki þjón- ustuengla og benzínbjóða. Það er einnig gott að geta fengið fyrirgreiðslu. Og hvað er einn án annars? Ferðalög eru nú önnur en áður, vegfarendur borgandi betlarar. Allir græða á öllu og af öllum. Land — saga — ryk Þokast áleiðis. Baula er þó enn litrikari á veggjum Norðlend- inga en í veruleika — þökk sé Jósef. Glerbrot og vindlabútar æsk- unnar frá Hvítasunnumóti í Grábrókarhrauni sökkva í mold. — Framsóknarbrúin ekki komin yfir Borgarfjörð. — Hallgrímur kallinn í Saurbæ ekki búinn að fá seld hlutabréf upp í turnspíru sína á Skólavörðuholti. Her- braggar upplitast í Hvalfirði, eins og ljóminn af vernd íbúa þeirra. Olíutankarnir gerast svartir af Rússagrýluleysi og hvalgrútarlykt. Þjóðsagan vefst um andabúgarðinn fræga, Álfs- nes, segir níunda veðrétt for- svara eina milljón. I Kollafirði vaxa fiskar og tré. Og á hvað blikar svo fram- undan með háturna og hreysi, hvað nema höfuðið, sem er að eta líkamann undan sér? k. IllIllIIIllIllIIIIlllIllBlllllIISIlillIiiliÍilIiiiiiiIliliiiiEIIIiiiiiilllSll HRING HENDA efrir ROS6ERG G. SNÆDAL IflllIIlIIIiliIIIIIIIIIIIIIIIIIiliIIIiiISieiiliiIiIIIllIliiiIiIIIIIlIIIIIIIIIE 6)9 nemendur í G.A. Fæsr í bóka- verzl. og hjá EE höfundi. Gagnfræðaskólanum á Akur- eyri var slitið s.l. laugardag. Settur skólastjóri, Sverrir Páls- son, flutti skólaslitaræðu og gaf yfirlit yfir skólastarfið á liðnum vetri. 24 fastakennarar og 13 stunda- kennarar störfuðu við skólann; og nemendur voru alls 639 í 18 bóknámsdeildum og 6 verknáms- deildum. Brautskráðir gagnfræð- ingar voru 75. Hæstu einkunn á gagnfræðaprófi hlaut Erna María Eyland, 8,51, 2. Helga Gísladóttir, 7.75, og 3. Þóra Baldursdóttir, 7,69. Landspróf þreyttu 44, en úr- slit þess eru ekki kunn enn. Unglingaprófi luku 208, og hæstu einkunn þar hlaut Þór- halla Gísladóttir, 9,00. Hæstu einkunn í skóla hlaut Sigrún Valdemarsdóttir, 1. bekk, 9,11. Skólahúsið rúmar ekki lengur nándar nærri alla nemendurna, svo að taka varð á leigu 6 kennslustofur utan þess, þannig að almenn kennsla fór fram á 4 Frc Fegrunarfélaginu Stjórn Fegrunarfélags Akur- eyrar skorar á bæjarbúa til sam- starfs við hreinsun lóða og óbyggðra svæða, sem ekki hafa þegar verið hreinsuð. Sérstak- Iega eru menn beðnir að losa og setja í hrúgur grastægjur sem vaxa með lóðagirðingum götu- megin. Bifreiðar á vegum félags- ins munu aka á brott rusli, föstu- dag og mánudag n.k. — Nánari upplýsingar gefur Jón Kristjáns- son, sími 1374. VERKAMAÐURINN Ábyrgðarmaður: Þorsteinn Jónatanison. PrentsmiCja Björns Jónstonar h. f. stöðum í bænum. Nú er hins vegar að rísa vegleg viðbótar- bygging, sem væntanlega verður tekin í notkun í haust. Þar fást 8 almennar kennslustofur auk nýrrar kennarastofu og smíða- stofu. 10 ára gagnfræðingar færðu skólanum að gjöf fagran verð- launabikar, sem vera á farand- gripur og veitist árlega þeim, sem hlýtur hæsta einkunn í ís- lenzku á gagnfræðaprófi ár hvert. Nú hreppti bikarinn Erna María Eyland. Gagnfræðingar frá 1953 færðu skólanum málverk af látnum bekkjarbróður, Sveini Eiríks- syni, flugmanni, málað af einum bekkjarbræðranna, Kristni Jó- hannssyni, listmálara. Gagnfræðingar 1962 gáfu minningarskildi um tvo bekkjar- bræður sína, Gylfa Stefánsson og Guðmund Ingva Arason, er báðir létust á síðasta ári. Lionsklúbburinn Huginn veitti tvenn bókaverðlaun fyrir bezta árangur í stærðfræði, bókfærslu og vélritun á gagnfræðaprófi, og hrepptu þau Margrét Guð- mundsdóttir og Haki G. Jóhann- esson. Verðlaun frá skólanum sjálf- um hlutu Valdemar Gunnarsson, umsjónarmaður skóla, Guð- mundur Kristmundsson og Gunnar Aðalsteinsson, allir í 4. bekk, fyrir vel unnin störf og trausta framkomu og Halldór Halldórsson, 3. bekk landsprófs- deildar, fyrir yfirburði í námi. I lok athafnarinnar ávarpaði settur skólastjóri nemendur nokkrum orðum, kvaddi gagn- fræðingana, þakkaði þeim góð kynni og bað þeim góðs farn- aðar. Jakob Tryggvason stýrði söng við athöfnina. Föstudagur 12. júní 1964

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.