Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 19.06.1964, Side 1

Verkamaðurinn - 19.06.1964, Side 1
Verkamaðurinn tJtsvörin á Akureyri 1964 Azhhenasy Á miðvikudagskvöldið verður sá atburöur á Akureyri, nánar tiltekið í Borgarbíó, að þar leika tveir af færustu og frægustu pí- anóleikurum, sem nú eru uppi í heiminum. GREINARGERÐ Framtalsnefndar Akureyrar varðandi útsvarsólagningu 1964 Samkvæmt fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Akureyrar fyrir árið 1964 bar að jafna niður í útsvörum á árinu 1964 kr. 36.992.100.00, auk 5—10% álags vegna vanhalda. Jafnað var niður kr. 40.412.000.00. Gjaldendur eru alls 3072. Þar af eru 88 félög, sem greiða alls kr. 2.323.000.00 í útsvar. Gjaldendum hefur fjölgað um 196 frá 1963. Utsvörum var jafnað niður samkvæmt lögum nr. 69/1962 um tekjustofna sveitarfélaga og lögum nr. 16/1964 um breytingu á þeim lögum. Útsvarsskyldar tekjur eru hreinar tekjur til skatts samkvæmt lög- um og reglugerð um tekju- og eignarskatt, að frádregnu: 1. útsvari álögðu 1963, enda hafi það verið greitt að fullu til bæjarsjóðs fyrir árslok 1963, 2. persónufrádrætti samkvæmt 6. gr. laga nr. 16/1964, þ. e. kr. 25.000.00 fyrir einstakling, kr. 35.000.00 fyrir hjón og kr. 5.000.00 fyrir hvert barn undir 16 ára aldri. 3. öllum bótum almannatrygginga og sérlífeyrissjóða, þó ekki af umframellilífeyri eða eftirlaunum umfram almennan líf- eyri frá Tryggingastofnun ríkisins, 4. veikindakostnaði, 5. menntunarkostnaði eftir matsreglum framtalsnefndar. Lagt var á útsvarsskyldar tekjur samkvæmt framangreindu sam- kvæmt útsvarsstiga 7. gr. laga nr. 16/1964, en samkvæmt honum greiða einstaklingar og hjón 20% af fyrstu 40.000.00 kr. og 30% af tekjum þar fram yfir. Síðan voru öll útsvör lœkkuð um 5% frá þessum útsvarsstiga. Skró yfir hæstu útsvarsgreiðendur ó Akureyri úrið 1964 Einstaklingar (yfir kr. 60.000.00): Tryggvi Gunnarsson, Víðimýri 10 ................. kr. 127.000.00 Eyþór H. Tómasson, Ásvegi 32 ...................... — 126.400.00 Guðmundur K. Pétursson, Eyrarlandsvegi 22 .... — 93.700.00 Helgi Skúlason, Möðruvallastræti 2 ................ — 80.100.00 Baldur Ingimarsson, Hafnarstræti 107B.............. — 78.800.00 Jóhann Þorkelsson, Ránargötu 19 ................... — 70.300.00 Baldvin Þorsteinsson, Langamýri 10 ................ — 67.400.00 Olafur Guðbj örnsson, Grænugötu 8 ................. — 66.100.00 Sigurður Ólason, Munkaþverárstræti 31 ............. — 65.800.00 Snorri Kristjánsson, Strandgötu 37 ................ — 64.600.00 Bjarni Rafnar, Ásabyggð 5 ......................... — 62.800.00 Jónas H. Traustason, Ásvegi 29 .................... — 62.200.00 Þorsteinn Magnússon, Byggðavegi 92 ................ — 61.200.00 Friðrik Magnússon, Aðalstræti 15 .................. — 60.500.00 Félög (yfir 100.000.00): Slippstöðin h. f......'........................ kr. 395.100.00 Kaupfélag Eyfirðinga .......................... — 273.800.00 Amaró h. f..................................... — 182.500.00 Fatagerðin Burkni h. f......................... — 105.200.00 — Síldin — Síldveiðin í síðustu viku nam 154.262 málum, en á sama tíma í fyrra hafði engin síld borizt á land. Fyrsta síldin veiddist þá að kvöldi 17. júní. Öll sú síld, sem fengizt hefur til þessa, hefur farið í bræðslu utan nokkur hundruð tunnur, sem hafa verið frystar. Allar þrær hjá verksmiðjunni á Rauf- arhöfn voru fullar fyrir nokkr- um dögum og hefur síðan ekki verið hægt að landa þar nema jafnt því, sem brætt hefur verið hvern dag. Öll veiðin er nú fyrir austan land, og síðustu tvo daga hefur mest verið landað á Austfjörð- unum, einkum í Neskaupstað. Allur veiðiflotinn er nú fyrir austan. Gert er ráð fyrir, að um 250 skip muni stunda síldveiðar í sumar, og eru flest þeirra kom- in á miðin. Söltun hefur enn ekki verið leyfð. Veiðiveður var ekki gott í gær, en fór batnandi með kvöld- inu. Jafnframt útsvarsskrá var lögð fram skrá um aðstöðugjöld í Ak- ureyrarkaupstað 1964. Lagt var á 449 gjaldendur: 309 einstaklinga............ kr. 1.394.000.00 140 félög.................. — 8.676.600.00 Samtals kr. 10.070.600.00 Hœstu einstaklingar (yfir 60.000.00): Valgarður Stefánsson, Oddeyrargötu 28 .......... kr. 153.900.00 Brynjólfur Brynjólfsson, Hrafnagilsstræti 34 .... — 125.000.00 Valtýr Þorsteinsson, Fjólugötu 18 ................... 92.600.00 Hœstu félög (yfir 100.000.00): Kaupfélag Eyfirðinga........................... kr. 2.513.700.00 Samband íslenzkra samvinnufélaga ............... — 1.500.000.00 Útgerðarfélag Akureyringa h. f................. — 533.500.00 Bílasalan h. f.................................. — 217.200.00 Amaró h. f...................................... — 208.000.00 Súkkulaðiverksmiðjan Linda h. f.............. — 170.900.00 Slippstöðin h. f................................ — 166.200.00 Þórshamar h. f.................................. — 138.600.00 Kaffibrennsla Akureyrar ........................ — 134.600.00 Byggingavöruverzlun Tómasar Björnssonar h. f. — 127.000.00 Bólstruð húsgögn h. f........................... — 102.500.00 Kaupfélag verkamanna ........................... — 101.200.00 Valbjörk h. f................................... — 100.600.00 Það er ósköp einfalt, að bað sé brotið, sem lofað er" Meðan yfir stóðu kosningar í nefndir á fundi bæjarstjórnar Akureyrar á þriðjudaginn kom til nokkurra orðhnyppinga jnilli kratans í bæjarstjórninni og í- haldsmanna. Hafði þó kratinn einkum orðið, en íhaldsmenn sátu þöglir. Þegar kom að því að kjósa varamenn í þjóðhátíðarnefnd, mótmælti Bragi Sigurjónsson því, að listinn væri eins og hann ætti að vera. Kvað hann íhalds- mennina hafa lofað sér kvöldið áður að krati yrði þar meðal varamanna, en svo væri kominn íhaldsmaður í sætið. Jón G. Sólnes, forseti bæjar- stjómar, bauð þá að bíða eftir nýjum framboðslista, en ekki vildi Bragi það. Sagði Sólnes þá, að það væri ósköp einfalt, að þá væru þeir menn kjörnir, sem á framkomnum lista væru. Svar- aði þá Bragi: „Já, það er ósköp einfalt, að það sé brotið, sem lofað er.“ Urðu nú einhver frekari orða- skipti hjá hægri armi bæjar- stjórnarinnar þar til Ingólfur Árnason kallaði, að heimiliserj- ur stj órnarliðsins ættu ekki heima á bæjarstjórnarfundi. — Þögnuðu þá hægri menn, en Bragi fékk ekki varamanninn. Undi hann því greinilega illa, enda voru fáar mínútur liðnar frá því hann sjálfur missti af varaforsetatign. KROSSANES í gær hafði alls verið landað hjá Síldarverksmiðjunni í Krossanesi 28.883 málum. Skort ir þá lítið á, að verksmiðjan hafi strax í upphafi síldarvertíð- arinnar fengið tvöfalt síldar- magn á við það, sem hún tók á móti í allt fyrrasumar. í gær var skipað út til útflutn- ings því fyrsta af mjölfram- leiðslu sumarsins, 375 tonnum. Meira af mjöli mun fara alveg á næstunni, og einnig mun lýsi verða skipað út á næstunni. — Bæði mjöl og lýsi hefur hækk- að í verði að undanförnu og horfur á, að afskipanir á hvort tveggja gangi greiðlega. 73 stúdentar fró MA Menntaskólanum á Akureyri var að vanda sagt upp þann 17. júní, og voru þá brautskráðir 73 stúdentar, 44 úr máladeild og 29 úr stærðfræðideild. Hæsta einkunn nýstúdentanna hlaut Haraldur Jóhannesson frá Suðureyri 9.29. Næstur varð Bragi Líndal Ólafsson frá ísa- firði með 9.08. Báðir voru þeir í stærðfræðideild. í máladeild hlaut hæsta einkunn Síesselja Einarsdóttir frá Akranesi 8.69. Hæsta einkunn í skólanum hlaut Steinunn Þórhallsdóttir í landsprófsdeild, 9.47, og er það hæsta einkunn, sem náðst hefur í skólanum á landsprófi. og Fmger Annan þeirra, Azhkenasy, þarf naumast að kynna. Við íslend- ingar lítum orðið á hann. nán- ast sem einn af oss. Hann hef- ur áður leikið hér, og hann á íslenzka konu, Þórunni Jóhanns- dóttur, sem ættuð er úr Svarf- aðardal. Hinn hefur ekki áður komið hér. En hann er frá hinu öðru mesta stórveldi heimsins, Banda- ríkjunum, og heitir Malcolm Frager. Ekki er honum ellin að meini fremur en Azhkenasy, því að hann er aðeins 28 ára að aldri. En síðustu árin hefur hann getið sér orð sem frábær píanó- snillingur. Og þótt stjórnmálamenn úr austri og vestri rífist endalaust um stefnur og mið, landamæri og vopnabúnað, þá veldur slíkt ekki ágreiningi milli lista- manna þessarra þjóða. Þeir ferð ast um heiminn þveran og endi- langan og spyrja hvergi um landamæri né álit áheyrenda á sósíalisma eða kapítalisma. — Enda kváðu þeir Azhkenasy og Frager vera vinir góðir, svo sem snillingum sæmir. Þótt ann- ar komi úr austri og hinn úr vestri, kunna þeir vel að meta hvor annan. Og þótt ekki muni allir Akureyringar komast í Borgarbíó á miðvikudaginn, er vonandi, að ekki hljótist nein illindi eða meyðsl af, heldur verði allir jafngóðir vinir eftir sem áður. HÁTÍÐAHÖLDIN á Akureyri 17. júní fóru í aðal- atriðum fram samkvæmt þeirri áætlun, sem gerð hafði verið og kynnt var í síðasta blaði. Gekk framkvæmdin mjög greiðlega og slysalaust, en þátttaka bæjarbúa varð minni en vonir stóðu til vegna leiðindaveðurs. Kalt var og nokkur rigning framan af degi, en batnaði heldur eftir því, sem á daginn leið. HEYRT A GðTURNI AÐ á næstunni verði bankastjóra skipti við útibú Útvegsbank- ans á Akureyri. AÐ enn hafi bankaróðið ekki tekið ókvörðun um, hvor næstur hljóti embættið, Rögn valdur Rögnvaldsson eða Bragi Sigurjónsson. AÐ hafið sé að móla togorann Hrímbak, sem liggur ó Ak- ureyrarpolli, en verkinu sé ekki lokið. AÐ bæði ó sjómannadaginn og 17. júní hafi farizt fyrir oð draga fóno að hún á „flagg- skipi" Akureyringa, Kald- bak, sem liggur i höfn.

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.