Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 19.06.1964, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 19.06.1964, Blaðsíða 4
f Ifýjuit) TRABANT til T£T3NBUL Sala miða í öðrum flokki H. Þ. 1964 er nú að hefjast, þar sem miðar í fyrsta flokki happdrættisins, seldust því sem næst upp er mönnum ráðlagt að tryggja sér númer sín í tíma. Að þessu sinni eru vinningar sex. 1. Vinningur er TRABANT-bifreið af station-gerð, vinsældir Trabant-bílsins aukast stöðugt. Trabantinn er í dag mest umtalaði og mest eftirspurði bíllinn á markaðinum. 2. 18 daga ferðalag um Dónárlönd og Sovétríkin, kom- ið verður við í eftirtöldum borgum: London, Vín, Bratislava, Budapest, Novi Sad, Belgrad, Galati, Izmail og Yalta við Svartahaf. 3. 18 daga ferðalag um Rúmeníu. Dvalist verður við hina frægu MAMAIA baðströnd. Gert er ráð fyrir að farið verði til ýmissa nærliggjandi borga, m. a. til Istanbul í Tyrklandi. 4. 18 daga ferðlag um Ungverjaland. Dvalist á bað- strönd við BALATON-VATN og í Budapest. 5. 21 dags ferðlag um Júgóslavíu, farið um Þýzkaland og Luxemburg, m. a. komið til Munchen, Sarajevo, Mostar og DRUBOVNIK (perla Adríahafsins). 6. Ferðaútbúnaður fyrir 15.000.00 kr. Mnnið Happdrætti »Þióðviljans » 1964 Heildarverðmæti vinn- inga er 166.000.00 kr. Dregið í þessum flokki H. Þ. 5. júlí 1964. Verð miða er aðeins 50 krónur. Umboðsmenn H. Þ. í Norður- landskjördœmi eystra: Raufarhöfn: Guðmundur Lúðvíks- son. Húsavík: Gunnar Valdimarsson. Akureyri: Þorsteinn Jónafansson. Ólafsfirði: Sæmundur Ólafsson. Hrísey: Jón Ásgeirsson. FRÁ ORLOFSNEFND AKUREYRAR Orlofsnefnd húsmæðra á Ak- ureyri mun starfa í sumar líkt og undanfarin sumur. Að Löngumýri í Skagafirði verður orlofsdvöl 1 til 2 vikur og hefst 10. júní n. k. Einnig verður vikudvöl að Reykjahlíð í Mývatnssveit í byrjun september. Þær húsmæður, sem óska eftir orlofsdvöl á öðrum hvor- um staðnum, tali við einhverja af eftirtöldum konum, sem veita allar nánari upplýsingar milli kl. 10 og 12 f. h. Laufey Sigurðardóttir, sími 1581. Viglín Sigurðardóttir, sími 2761. Margrét Magnúsdóttir, sími 1794. Ingibjörg Halldórsdóttir, sími 1807. Tilkynningar um orlofsdvöl á Löngumýri þurfa að berast nefndinni fyrir 5. júlí n.k. Orlofsnefnd Akweyrar. VÍSA VIKUNNAR Stjórn vor telur tryggast að treysta ekki ó land sitt nú. Aldamótamönnum það myndi þykja döpur trú. y. ASKJA HERÐUBREIÐARLINDIR — KVERKFJÖLL 30. júní til 3. júlí. Fjögwra daga œvintýri. — Verð kr. 1.655.00. Innifalið: Fargjald, tjöld, hitunartæki, kaffi, te og súpur. Þátttakendur leggi sér til mat og svefnpoka. Vinsamlegast pantið sem fyrst. Sildarferð HRINGFERÐ UM NORÐAUSTURLAND. Tveir dagar: 7. og 8. júlí. 1. dagw: Ekið um Húsavík, Kópasker, Raufarhöfn. Staldrað við á hverjum stað til að sjá síldarstaðina í fullum gangi. — Gist í Mývatnssveit. 2. dagw: Mývatnssveitin skoðuð. Verð kr. 1.055.00. Innifalið: Fargjald, matur og gisting. Vinsamlegast pantið sem fyrst. FERÐASKR I FSTOFAN LÖND & LEIÐIR AKUREYRI VIÐ GEISLAGÖTU SÍMI 2940 Frá bæjarstjórn Á fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar á þriðjudaginn fór fram kjör forseta og nefnda þeirra, sem kosnar eru til eins árs í senn. Jón G. Sólnes var endurkjör- inn forseti bæjarstjórnar með samhljóða atkvæðum allra bæj- arfulltrúa. Stefán Reykjalín var kjörinn 1. varaforseti, hlaut 6 atkvæði en Bragi Sigurjónsson 5. Ingólfur Árnason var kjörinn 2. varaforseti, hlaut 6 atkvæði en Helgi Pálsson 4. I bœjarráð voru kosnir: Jón G. Sólnes, Jakob Frímannsson, Stefán Reykjalín, Ingólfur Árna- son og Árni Jónsson. Bygginganefnd: Jón H. Þor- valdsson, Stefán Reykjalín, Bjarni Sveinsson og Haukur Árnason. Hafnarnefnd: Helgi Pálsson, Stefán Reykjalín, Magnús Bjarnason og Zophonías Árna- son. Rafveitustjórn: Hörður Ad- olfsson, Árni Jónsson, Sverrir Ragnars, Arnþór Þorsteinsson og Magnús Kristinsson. Framfærslunefnd: Jón Ingi- marsson, Jónina Steinþórsdóttir, Laufey Stefánsdóttir, Ingibjörg Halldórsdóttir og Kristbjörg Dúadóttir. Þjóðhátíðarnefnd: Jón Ingi- marsson, Gunnlaugur Búi Sveins son og Hermann Sigtryggsson. Kjörstjórn: Sigurður Ring- steð, Sigurður M. Helgason og Hallur Sigurbjörnsson. Endurskoðendur bœjarreikn- inga: Páll Einarsson og Brynj- ólfur Sveinsson. Varaslökkviliðsstjóri. Bæjarstjórnin samþykkti með 6 atkvæðum gegn 1 að fela Jóni H. Þorvaldssyni að gegna störf- um slökkviliðsstjóra í forföllum hans og annast fleiri störf fyrir slökkviliðið. Bragi Sigurjónsson spurðist fyrir um það, hver störf það væru, en fékk lítil svör. Bæj - arstjóri taldi þó, að honum myndi m. a. ætlað að sjá um æfingar slökkviliðsins. Jafnframt var Braga Svan- laugssyni falið að hafa yfirum- sjón með viðhaldi bifreiða og tækja slökkviliðsins, eins og verið hefur. Munið minningarspjöld Kvenfé- lagsins Hlífar. Ollum ágóða variB til fegrunar við BarnaheimiliB Pálm- holt. Minningarspjöldin fást ( Bóka- búð Jóhanns Valdemarssonar og hjá Laufeyju Sigurðardóttur, Hlíðarg. 3. Fasteignakaup. Samþykkt var, að Akureyrar- bær kaupi húseignina Melstað í Glerárhverfi fyrir matsverð kr. 340 þúsund. Hús þetta stendur í væntanlegu götustæði Hörgár- brautar. Til kaupanna verður notaður hluti bæjarins af benzín- skatti samkvæmt nýju vegalög- unum. Einnig var samþykkt að á- skilja Akureyrarbæ forkaupsrétt að eftirtöldum fasteignum: Gler árgötu 2 (2A og 2B), 4, 4A, 6, 8 og 10, Gránufélagsgötu 15 og Strandgötu 15. Myndastyttur. Bæjarráð hafði lagt til, að styttur þær, sem Akureyrarbæ voru gefnar á 100 ára afmælinu, yrðu staðsettar þannig: Styttan „Systur“ eftir Ásmund Sveinsson, gefin af Reykjavíkur- borg, verði staðsett í hvammin- um austan andapollsins. Styttan „Litli fiskimaðurinn“, gefin af Álasundsbæ, verði stað- sett á hentugum stað í Lystigarð- inum. Bæjarstjórn samþykkti ein- róma tillöguna um staðsetnnigu „Systra“, en nokkrar raddir komu fram um, að óeðlilegt væri að setja „Litla fiskimanninn“ í Lystigarðinn, og var ákvörðun um staðsetningu hans frestað. Tjaldstæðin. Bæjarstjórn samþykkti að láta í sumar girða tjaldstæðasvæðið sunnan sundlaugarinnar og setja þar upp nýtt skýli. Einnig að ráða umsjónarmann þar yfir mánuðina júní—ágúst. Leiga fyrir tjaldstæði verður kr. 25 á sólarhring. ’ I Akreinar. Að tillögu umferðanefndar var samþykkt, að koma á ak- reinakerfi við Ráðhússtorg og á austurhluta Kaupvangsstrætis, einnig að einstefnuakstur verði á Kaupvangsstræti frá austri til vesturs milli Hafnarstrætis og Skipagötu. [ PERUTZ 1 litfiímur Gullsmiðir Sigtryggur og Pétur Brekkugötu 5 — Simi 1524

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.