Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 26.06.1964, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 26.06.1964, Blaðsíða 1
Verkamaðurinn SUHARIEYFI Ofi FÍRDAIÓC opnor hjörbúð ií Snður-brehhunni Síðastliðinn miðvikudag, 24. júní, opnaði Kaupfélag Eyfirð- inga 10. útibú sitt í Akureyrar- bæ. Er það á Suður-brekkunni, stendur á horni Hrafnagils- strætis og Byggðavegar og er númer 98 við hina síðarnefndu götu. Húsið er ein hæð og kjallari, 240 m2 hvor hæð. Verzlunin er kjörbúð og er sjálf búðin 150 m2. Teikningar allar gerði Teikni- stofa S.I.S. en yfirumsjón með byggingunni hafði Haukur Arnason, byggingafræðingur, fyrir hönd Haga h.f. Hita- og kælilögn annaðist vélaverkstæð- ið Oddi h.f. og Blikksmiðjan, en hreinlætis- og rafmagnslagnir önnuðust viðkomandi deildir K.E.A. Innréttingar, sem ekki komu tilbúnar erlendis frá, voru smíðaðar í Húsgagnavinnustofu Ólafs Agústssonar, sem og sá um uppsetningu þeirra. Máln- ingu alla annaðist Jón A. Jóns- son málarameistari og menn hans. Verzlunin er búin öllum ný- tízku tækjum og áhöldum, svo sem Levin-kæliskápum og kjöt- afgreiðsluborðum, Hugin-mjólk- urafgreiðslutækjum o. fl. Mun útibú þetta, sem er 9. kjörbúð Nýlenduvörudeildar K.E.A. á Akureyri, mjög auð- velda verzlun fyrir hina vaxandi byggð á Suður-brekkunni, en auk allskyns matvæla mun þar einnig fást nokkrar búsáhalda- vörur og ýmis smávarningur. Kjörbúðarstjóri er Jens Ólafs- son, sem verið hefur starfsmað- ur í Kjörbúðinni í Brekku- götu 1. (Fréttatilkynning.) Ashkenazi - Frager Á miðvikudagskvöldið komu tveir af frægustu píanóleikurum heims fram í Borgarbíó og skemmtu áheyrendum, sem fylltu húsið og létu óspart í ljós hrifn- ingu sína yfir leik þeirra tveggja • • KVOLDFEKDIK Sú nýbreytni verður tekin upp í sumar af Ferðaskrifstofum á Akureyri, að farnar verða kynn- isferðir um bæinn og nærliggj- andi byggðarlög. Tilgangur þeirra aðila, sem að þessu standa er sá, að gera ferðafólki dvölina hér ánægju- legri og um leið eftirminnilegri þegar heim kemur. Einnig gefst Akureyringum kostur á að fara í ódýrar kvöld- ferðir. Tilhögun verður þessi: Skoðunarferðir um bæinn undir stjórn leiðsögumanns, alla virka daga nema laugardaga, frá kl. 13.30 til kl. 15.30. Kvöldferðir þrisvar í viku: Þriðjudagskvöld, farið um Svalbarðsströnd, Dalsmynni, Fnjóskárdal og Vaðlaheiði. Fimmtudagskvbld, farið um Eyjafjörð að vestan fram í Leyningshóla eða upp á Hóla- fj all, og til baka aftur að austan. Laugardagskvöld, farið út með Eyjafirði að vestan, hring- ferð um Svarfaðardal, stanzað á Dalvík, síðan haldið út í Olafs- fjarðarmúla, horft á sólsetrið og þaðan haldið til Akureyrar. Allar þessar ferðir hefjast kl. 20.00 og taka 3 til 5 klukku- stundir. Leiðsögumaður verður ávallt með, sem mun sýna sögu- staði og segja frá því umhverfi, sem ekið er um. Ferðaskrifstofurnar í bænum hafa samvinnu um allar þessar ferðir og hjá þeim er að fá allar nánari upplýsingar. félaga, sem þarna komu fram, en það voru Rússinn Ashkenazí og Bandaríkjamaðurinn Frager. Þeir léku tvíleik á píanó, skiptu sífellt um hlutverk og hljóðfæri og léku báðir af þeirri snilld, að allra hrifningu vakti, og enginn taldi sér fært að gera upp á milli þeirra félaganna frá þessum tveimur valdamestu ríkj- um heimsins. Það er öllum Akureyringum, ekki aðeins þeim, sem tækifæri höfðu til að hlýða á leik þeirra tvímenninganna, heldur einnig hinum, mikið gleðiefni, að þeir skyldu leggja leið sína hingað og leika hér list sína. Þegar slíkt gerist, stækkar Akureyri og íbú- arnir bera höfuðin hærra en áð- ur. Við finnum, að við erum ein- hvers metin, þegar slíkir höfuð- snillingar leggja hingað leið sína og okkur verður jafnvel á að hugsa sem svo, að við séum í miðpunkti heimsins. Og kannske erum við það líka. Þökk sé meisturunum fyrir komuna, og þökk sé Pétri Pét- urssyni fyrir að hafa stýrt för þeirra hingað á norðurslóð. - Þ. Komið er hásumar, mesti at- hafnatími ársins og jafnframt tími sumarleyfanna. Uti fyrir landi eltast 250 skip við silfur hafsins og flytja að landi hvern farminn eftir annan. I síldarverk smiðjunum er ærið að gera og verður væntanlega á næstunni einnig hjá söltunarstöðvunum. Upp til sveita er sláttur hafinn, uppskerutíminn hjá bændum. Á vegum landsins er líka mik- ið að gera. I júlí og ágúst taka fleiri sín sumarleyfi en á öðr- um árstímum. Og þá er mikið ferðast, mest í einkabifreiðum og hópferðabifreiðum eftir vega kerfi landsins, en einnig um ó- byggðir og vegleysur. Og margir leggja leið sína til annarra landa, fljúga með Föxunum, sigla með Gullfossi o. s. frv., og ferðast víða. Hæpið er þó að fallast á, að hásumarið sé heppilegasti tím inn fyrir íslendinga til að sækja heim suðlægari lönd. Æskilegra sýndist að dvelja hér heima yfir hið stutta sumar, en lengja það með utanlandsferð, eigi menn þess kost. Annars er ekki rétt að nefna árleg orlofsleyfi sumarfrí, og skakkt að binda orlof svo mjög við sumartímann sem gert er. Þá mega framleiðsluatvinnuvegirnir sízt við því að missa vinnuaflið í stórum stíl og fyrir marga get- ur verið hentugt að taka sitt frí á öðrum árstíma. Hins vegar þarf að leggja á það aukna á- herzlu, að allir taki sitt orlof, og það ekki aðeins í orði kveðnu. En vegna hins lága kaupgjalds hjá ýmsum stéttum þjóðfélags- ins hefur raunin orðið sú, að margir haf a alls ekki séð sér f ært að fara í orlof, heldur haldið á- fram vinnu. Slíkt á ekki að eiga sér stað þannig að menn vinni áfram sitt vanastarf. Það er öll- um nauðsyn að fá hvíld frá því. Hitt getur verið afsakanlegt, að unnið sé í öðru starfi ólíku. I því getur verið full hvíld. Síma- stúlka úr Reykjavík getur haft bæði hvíld og ánægju af að salta' síld norður á Raufarhöfn og sama væri um bókara, sem gengi að heyvinnu suður í Borgarfirði Og þau kynnu jafnframt að gera þjóðfélaginu mikið gagn. Margir fara í sumarleyfum langt yfir skammt, haida alltaf að ánægju sé mesta að hafa sem lengst frá heimahögum. En upp- skera af þannig ferðalögum get- ur alveg eins orðið þreyta og leiði. Hver og einn ætti að leggja á það áherzlu að kynnast ná- grenni sínu og við skoðun þess kemur alltaf nýtt og nýtt í ljós, sem til skemmtunar verður. En langar ferðir verða þeim erfið- ar, sem ekki eru ferðavanir. — Kvöldferðir þær, sem ferðaskrif- stofurnar á Akureyri auglýsa nú um nágrenni bæjarins eru ágæt nýjung,er vafalitið verður vinsæl En það verða ekki aðeins inn- lendir ferðamenn, sem leggja leiðir sínar um lsland næstu mánuðina. Þar verða einnig á ferð þúsundir útlendra ferða- langa, fleiri en nokkru sinni áð- ur. Ferðamannastraumurinn vex ár frá ári og þjónusta við ferða- menn er að verða talsvert stór liður í sumaratvinnu fólks, hótel um fjölgar og ferðaskrifstofum, hópferðabifreiðum og bílaleig- um. Ailt er þetta gott og blessað, að vissu marki. Vegna þess, hve ferðamannavertíðin stendur stutt er takmarkað hvað okkar fá- menna þjóð getur bundið margt fólk við þjónustustörf fyrir þá einmitt á sama tíma og síldin veður og grasið bíður þess að verða slegið. Umferð um íslenzka vegi verð ur meiri í sumar en áður eru dæmi til. Vonandi verður hún þó slysalítil, þyrfti að vera slysa laus. Og vonandi verður hlýtt og gott sumar, svo að allir þeir, sem orlof geta tekið í sumar, megi njóta þess og minnast síðan með ánægju. Verkamaðurinn er, eins og fleiri, að fara í sumarleyfi. Orlof hans stendur júlímán- uð, og þurfa kaupendur blaðsins ekki að vœnta þess aftur fyrr en ágúst rennur. FRA ORLOFSNEFND AKUREYRAR Þær húsmæður, sem óska eftir orlofsdvöl að Löngumýri í Skaga firði frá 10. júlí nk., þurfa hið fyrsta að sækja um það til ein- hverrar undirritaðrar: Laufey Sigurðardóttir, sími 1581. — Viglín Sigurðardóttir, sími 2761. — Margrét Magnús- dóttir, sími 1794. — Ingibjörg Halldórsdóttir, sími 1807. Tilkynningar um orlofsdvöl á Löngumýri þurfa að berast nefndinni fyrir 5. júlí nk. HEYRT Á GÖTUNNI AÐ Siglaugur Brynleifsson, fyrrum bókavörður, kennari, bóndi og fleira, hafi nýverið keypt fast- eignina Garðshorn í Hvera- gerði, sem áður vnr í eigu Kristmanns Guðmundssonar hins konulausa. AÐ Bragi Sigurjónsson telji nú fullvísf orðið, aS hann hreppi bankastjórostöðuna hjó Út- vegsbankanum og sé farinn að huga að eftirmanni á trygg ingaskrifstofuna. AÐ Gunnar Steindórsson sé talinn líklegastur í það embæfti.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.