Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 07.08.1964, Side 1

Verkamaðurinn - 07.08.1964, Side 1
Verkamaðurinn *>••• ' í ^Vonarskarði 1. ó- gúst. Þar snjóaði vel um nóttina og renndi i skafla, sem sums- staðar voru ekki væð ir ó fullhúum stígvél um. En ekkert stóð fyrir fjallabíl Gunn- ars Jónssonar ó Dal- vík, sem ók þótttak- endum i skemmti- ferð Ferðafélags Ak- ureyrar. - Ljósm. PB. KynþdttökÚQun tg appelsínur Iskyggileg próun Öllum er það kunnugt, að í Suður-Afríku situr að völdum ríkisstjórn, sem í einu og öliu traðkar á mannréttindum hins svarta innfædda kynstofns. — Hvergi á jörðinni á sér nú stað jafn almenn og opinber kynþátta kúgun og þar. Reynt hefur verið af Sameinuðu þjóðunum og fjöl- mörgum félagasamtökum víða um iönd að hafa áhrif á stefnu ríkisstj órnar Suður-Afríku í þessum málum og rétta hlut svert ingjanna, en án árangurs til þessa. Fasistarnir láta sér ekki segjast. Ein aðferðin til þess að berj- ast gegn kynþáttastefnu S.-Af- ríkustjórnar og leitast við að hafa áhrif á hana er sú, að fólk kaupi ekki vörur frá S.-Afríku. Hafa félagasamtök víða um heim beitt sér fyrir þessu með góðum árangri, þótt þetta hafi ekki orð- ið nógu almennt ennþá. Á Norð- urlöndum hafa æskulýðssam- bönd, verkalýðs- og samvinnu- sambönd haft foryztu í þessum efnum og viðskipti þessarra landa við Suður-Afríku stór- minnkað. En hér á íslandi er aðra sögu að segja. Hér er innflutningur frá S.-Afríku margfaldaður og sjálft Samband íslenzkra sam- vinnufélaga leyfir sér að vera þar í fararbroddi. I verzlunum kaupfélaganna má daglega líta appelsínur og fleiri ávexti, nýja og niðursoðna, frá Suður-Af- ríku. Er þó erfitt að ímynda sér, að SÍS geti ekki fengið nóg af þessum vörum annars staðar frá. En fyrst foryztumenn Sam- bandsins hafa ekki hugsun á að hætta að flytja þessar vörur kyn- þáttakúgaranna til landsins, ætti fólk að taka sig saman um að kaupa þær ekki í verzlununum og kenna þannig innkaupastjór- unum betri siði. Algengasta merkið, sem hér sézt á nýjum ávöxtum frá Suður- Afríku er Outspan, en einnig eru Klukkan 2 á morgun, laugar- dag, opnar Kristinn Jóhannsson listmálari málverkasýningu í Landsbankasalnum. Verða þarna til sýnis 33 listaverk. Myndirn- ar eru unnar í vatnslitum og túxi og mjög vandvirknislega gerðar, sérstaklega eru þau verk góð, sem unnin eru í svörtu og hvítu. Menn ættu að sjá þessa sýningu. Listamaðurinn er menntaður í Myndlistarskólanum í Reykja- vík og stundaði einnig nám í Edinborg. Þetta er fimmta sýn- ing hans hér í bæ og hátíðasýn- ing í rauninni. Það eru 10 ár síðan hann sýndi fyrst opinber- lega. Kristinn er Akureyringur, þótt hann eigi nú heima í Ólafsfirði. Hann er sonur Jóhanns Sigurðs- sonar smiðs, sem allir kannast við hér í bæ. Þetta er engin abstraktlist. — Þetta eru myndir frá lífi og landi í Ólafsfirði og t. d. Svarf- aðardal, eyfirzkt landslag og bát ar í fjöru, gamlir bæir og leikur með liti, svart og hvítt, snjó og skugga, dökk spor í mjöll, hús í tvíleik þessarra andstæðna. — vörumerkin Golden Jubilee, Cape Fruit og Cape Grapes frá Suður-Afríku. Forðist að kaupa vörur með þessum merkjum, og athugið áður en þið kaupið nið- ursoðna ávexti, hvaðan þeir koma. Leggjum okkar litla lið til aðstoðar svertingj unum í mann- réttindabaráttu þeirra. Kristinn er góður listamaður. Myndirnar eru allar til sölu. Sýningunni lýkur nk. þriðju- dag. k. Þótt nóg sé af illum heims- fréttum og nú auknar viðsjár í Austurlöndum, sem enginn sér hvernig enda, þá má hiklaust telja að hið mikla fylgi Barry Goldwater tii forsetakjörs fyrir Repúblikana í U. S. A. séu í- skyggilegustu fréttir undanfar- andi vikna. Goldwater þessi virðist hrein- ræktaður fasisti, tileinkar sér m. a. ýmsa takta þeirra í mál- flutningi. Hann hefur heimtað kj arnorkuárásir á N.-Víet-Nam og er harður fjandmaður kyn- þáttafrumvarps Kennedys, þótt hann láti í það skína, að lögin eigi að virða. Hann heimtar rót- tækar aðferðir gegn „kommúnist um“, hvar sem er í heiminum, — en það þýðir: berjum niður hverja frjálslynda og framsækna hugsun. Hann krefst þess að Bandaríkin segi sig úr Samein- uðu þjóðunum og hugmyndir hans virðast: Einangrun, vald- beiting, eldur og brennisteinn. Það má segja, að slíkir ein- staklingar séu alltaf uppi og er ekki uggvekjandi um einn og einn mann. En þegar slíkur mað- ur virðist eiga fylgi mikils hluta flokksbræðra í hinu fyrrverandi landi frelsisins, þá er málið orð- ið ljótt. Hvað er að gerast í sál- arlífi Bandaríkjamanna? Kyn- þáttaóeirðirnar undanfarið og vaxandi aðgerðir gegn „komm- únistum“ eru afleiðingar af sí- auknum völdum hinna aftur- haldssinnuðustu, mannanna, sem heimurinn telur hafa staðið að baki morðsins á hinum frjáls- lynda foringja, Kennedy forseta, hvað sem allar „skýrslur" kunna að segja. Það er ekki að undra þótt með limir í Atlantshafsbandalagi, hérna megin hafsins, séu ugg- andi ef höfuðríki bandalagsins á í framtíð að lúta stjórn manna eins og Goldwaters, enda munu tiltölulega heilbrigðar þjóðir í stjórnmálum, svo sem Danir, hálf smeykir, telja sig jafnvel munu yfirgefa bandalagið fari svo að Goldwater sigri. En hvað segja íslendingar? Áköfustu aðdáendur Bandaríkj- anna í röðum stj órnmálamanna hér þykjast móti stefnu Gold- waters nú. En lúffa þeir ekki, sigri hann? Það er fáu að treysta í þeim herbúðum. Mál þetta varðar allan heim- inn: Stríð, yfirgangur, eyðing? Eða friðsamleg sambúð þjóða, frelsi, uppbygging? Menn munu fylgjast vel með málum. Það eru illar blikur á lofti. k. EMmili Akoreyrdr berst orjur Þann 26. júní sl. afhenti bæj- arfógetinn á Akureyri stjórn Elliheimilis Akureyrar krónur 180.489.63, sem er arfur eftir frk. Elínu Óladóttur Laufásvegi 69 í Reykjavík. í erfðaskrá sinni hafði hún ánafnað Elli- heimili Akureyrar þessa upp- hæð til minningar um foreldra sína, Sigríði Magnúsdóttur, og Óla Guðmundsson snikkara, er bjuggu á Akureyri. Stjórn Elliheimilisins þakkar þessa stóru gjöf og þann hlýhug, er að baki henni liggur. Biður hún góðan guð að blessa minn- ingu þessarrar ágætu konu og sendir ættingjum hennar og vin- um kærar kveðjur. Stjórn Elliheimilis Akureyrar HEYRT Á GÖTUNNI AÐ dulfróðir menn hafi komixt að þeirri niðurstöðu, að öll dýr merkurinnar muni eiga sér eilíft lif nema „silfurref- urinn." AÐ vel miði framkvæmdum ó Barðstúni við einkaveg bæj- arverkfræðings. AÐ búixt sé við miklu fjölmenni ó þúsundpútnauppboðinu í næstu viku. AÐ lítið hafi verið drukkið á bindindismannamótum um verxlunarmannahelgina. í síðustu viku lestaði Katla 20 þúsund tómar sildortunnur ó Akureyri til flutnings ó Austfjarðahafnir. Myndin er tekin, þegar verið var að skipa tunnunum út. — Flutningur ó síldartunnum til og fró um bæinn og nó- grenni hans hefur verið góð atvinnubót fyrir vörubifreiðastjóra ó þessu óri, en er ekki tími til kominn að byggja tunnugeymslu i bænum og fó vörubílstjórunum önnur og hagnýtari verkefni en þetta tunnutransport, sem einno helxt minnir ó þau vinnubrögð, sem kennd eru við spitalann að Kleppi í Reykjavik? Málverkasýning

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.