Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 07.08.1964, Blaðsíða 7

Verkamaðurinn - 07.08.1964, Blaðsíða 7
í STUTTII MALI 1/7. — Kom til Akureyrar maður drottningarinnar í Eng- landi, nefndur Phiiip prins. Var honum vel fagnað af miklum mannfjölda, er beið hans í Lysti garðinum þrátt fyrir úrhellisrign ingu. Daginn eftir ferðaðist Fil- ippus þessi um Mývatnssveit og flaug þaðan til Reykjavíkur. * * * 3/7. — Undirritaður samning ur milli Flugfélags íslands h.f. og flugvélaverksmiðju í Hollandi um smíði á Fokker Friendship skrúfuþotu fyrir Flugfélagið. — Gert er ráð fyrir, að hin nýja flugvél verði afhent félaginu í apríl næsta ár. I henni verða sæti fyrir 48 farþega, og er vélin ætl- uð til notkunar í innanlandsflug- inu. * * * 26/7. — Akureyrartogarinn Harðbakur tekinn að veiðum í landhelgi suður af Kolbeinsey. Skipstjórinn, sem í þessarri veiðiför var Jón Sigurðsson, var dæmdur í 200 þúsund króna sekt. Afli, sem var 20 tonn, og veiðarfæri gert upptækt. * * * 26/7. — Flugdagur á Mel- gerðismelum, og þótti vel heppn- ast. Að honum stóðu Sviffiugfé- lag Akureyrar, Flugbjörgunar- sveit Akureyrar og Flugskóli Tryggva Helgasonar. * * * 4/7. — Hákon Guðmundsson, áður ritari hæstaréttar, skipaður yfirborgardómari í Reykjavík, og Þórður Björnsson skipaður yfirsakadómari. * * * 15/7. — Anastas Mikojan kjörinn forseti Sovétríkjanna. * * * 16/7. — Flokksþing Republik anaflokksins í Bandaríkjunum velur Barry Goldwater fyrir for- setaefni með yfirgnæfandi meiri hluta atkvæða. Barry þessi er fulltrúi ofstækisfyllstu hægriafl- anna í Bandaríkjunum. * * * 25/7. — Kláfferja fyrir bif- reiðir tekin í notkun á Tungnaá hjá Haldi. Þar með er akfær leið orðin milli norður- og suður- lands um Sprengisand. Leið þessi verður þó tæpast farin nema á bifreiðum með drif á öllum hjólum. * * * 29/7. — Lögð fram útsvars- skrá Reykjavíkur. Langhæsta út- svarið greiðir flugfélagið Loft- Föstudagur 7. ógúst 1964. leiðir, eða 16.5 millj. kr. Alls eru opinber gjöld Loftleiða nær 30 milljónir króna. Hefur svo drjúgur skattgreiðandi ekki áð- ur þekkzt hér á landi. Heildar- upphæð útsvara í Reykjavík er 436.5 millj. kr., var í fyrra 313.5 millj. » « * Samvinnotryððinðflr hafo endorðreitt JI.Í millj. kr. 30/7. — Loftleiðir h.f. flytja afgreiðslu flugvéla sinna frá Reykjavíkurflugvelli til Kefla- víkurflugvallar. * « * 1/8. — Ásgeir Asgeirsson sett ur inn í embætti forseta íslands í fjórða sinn, en hann varð nú í þriðja skipti sjálfkjörinn forseti landsins. * » * 31/7. — Bandarískt geimfar lenti á tunglinu. Myndavélar um borð tóku þúsundir nærmynda af tunglinu og sjónvörpuðu til jarðar. Kostnaður við vísindatil- raun þessa talinn nema svo sem 9 milljörðum íslenzkra króna. * * * 1/8. — Fyrsta eldflaugarskot frá íslandi. Franskir vísinda- menn, er starfa að rannsóknum á öreindum í efri lögum gufu- hvolfsins, skutu á loft eldflaug frá Mýrdalssandi. Skotið tókst vel og tilætlaður árangur náðist. Aðalfundir Samvinnutrygg- inga og Líftryggingafélagsins Andvöku voru haldnir á Hall- ormsstað 30. júní. Fundinn sóttu 21 fulltrúi víðsvegar að af land- inu, auk stjórnar og starfsmanna félaganna. í upphafi fundarins minntist formaður félagsstj órnar, Erlend- ur Einarsson, forstjóri, tveggja forvígismanna félaganna, sem látizt höfðu frá síðasta aðal- fundi, þeirra Sigurður Kristins- sonar forstjóra og Jóns Eiríks- sonar frá Volaseli. Fundarstjóri var kjörinn Bj örn Stefánsson, kaupfélags- stjóri, Egilsstöðum, en fundar- ritarar þeir Jón S. Baldurs, fyrrv. kaupfélagsstjóri, Blönduósi, Ósk- ar Jónsson, fulltrúi, Selfossi, og Steinþór Guðmundsson, kennari, Reykjavík. Stj órnarformaður, Erlendur Einarsson, forstjóri, flutti skýrslu stjórna félaganna og HAPPDRÆTTI Þjóðviljans VINNINGSNÚMER í 2. FLOKKI 1964: Dregið var í 2. flokki happdrættis Þjóðviljans mánudaginn 6. júlí. — Upp komu eftirtalin númer: 1. TRABANT (station) bifreið 14711 2. 18 daga ferðalag 10. ágúst með flugvél og skipi, Reykja- vík — London — Vín, eftir Dóná til Yalta og til baka 13134 3. 18 daga ferðalag 21. ágúst með flugvél Reykjavík — Kaup- mannahöfn — Constanza (Mamaia) og til baka 1335 4. 18 daga ferðalag 17. júlí með flugvélum Reykjavík — Kaupmannafi. — Búdapest — Balatonvatn og til baka 8063 5. 21 dags ferðalag 5. september með flugvélum Rvík — Luxemburg — Munchen — Júgóslavía og til baka 2279 6. Ferðaútbúnaður: Tjald, svefnpoki, bakpoki, ferðaprímus og fleira að verðmæti 15.000.00 krónur 24098 Vinninganna má vitja í skrifstofu Happdrœttis Þjóðviljans, Týsgötu 3, Reykjavík. — Sími 17514, opið frá kl. 9—12 f. h. og 1—6 e. h. Verkamadurinn götu 5, Aknreyri, sfmi 1516. — Kristján Einarsson frá Djúpalæk. Lausasöluverð kr. 2.00 eintakið. — Vikublað. — Útgefendur: Sósialista- félag Akureyrar og Fulltrúaráð Alþýðu- bandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra. Skrifstofa blaðsins er í Brekku- Ritstjórar: Þorsteinn Jónatansson (áb.) og — Áskriftarverð kr. 100.00 árgangurinn. — Blaðið kemur að jafnaði út á föstudögum. — Prentað í Prentsmiðju Bjöms Jónssonar h.f., Akureyri. framkvæmdastjórinn, Ásgeir Magnússon, skýrði reikninga þeirra. Heildariðgjaldatekjur Sam- vinnutrygginga á árinu 1963, sem var 17. reikningsár þeirra, námu kr. 130.068.699.00, í brunadeild kr. 24.809.718.00, í sjódeild kr. 48.322.524.00, í bif- reiðadeild kr. 35.714.548.00 og í endurtryggingadeild kr. 21.221- .909.00. Höfðu iðgjöldin aukizt um kr. 27.668.222.00 frá árinu áður og hefur iðgjaldaaukningin aldrei verið jafn mikil að krónu- tölu. Tjónabætur námu 90.6 millj- ónum króna eða 16.1 milljón meira en árið áður. Verulegt tap varð á bifreiða- tryggingum á árinu, en unnt var að endurgreiða í tekjuafgang svipaða upphæð og áður af bruna-, dráttarvéla-, slysa-, farm- og skipatryggingum eða kr. 7.050.000.00 auk bónusgreiðslna til bifreiðaeigenda fyrir tjón- lausar tryggingar, sem námu kr. 6.124.000.00. Frá því Samvinnutryggingar hófu að endurgreiða tekjuaf- gang árið 1949 hafa þær samtals endurgreitt hinum tryggðu tekjuafgang, sem nemur 51.7 milljónum króna, auk bónus- greiðslna til bifreiðaeigenda. Iðgjaldatekjur Líftrygginga- félagsins Andvöku námu kr. 2.326.000.00 árið 1963, sem var 14. reikningsár þess. Trygginga- stofn nýrra líftrygginga á árinu nam kr. 6.642.000.00 og trygg- ingastofninn í árslok kr. 103.902. 000.00. Trygginga- og bónus- sjóðir námu í árslok tæpum 25 milljónum króna. Á árinu var opnuð ný um- boðsskrifstofa á Akranesi, og veitir Sveinn Guðmundsson fyrrv. kaupfélagsstjóri henni forstöðu. í lok ársins festu Samvinnu- tryggingar kaup á tveimur hæð- um í nýju skrifstofuhúsi að Ár- múla 3 í Reykjavík, og munu félögin flytja aðalskrifstofur sín- ar þangað á þessu ári. Ur stjóm áttu að ganga ísleif- ur Högnason og Kjartan Ólafs- son frá Hafnarfirði, sem baðst eindregið undan endurkjöri. Kjartan hefur verið í stjórn fé- laganna frá upphafi, og færði stjórnarformaður honum sér- stakar þakkir fyrir störf hans í þágu félaganna. ísleifur Högnason var endur- kjörinn og í stað Kjartans var Kringsjó yikunnor Messað verður í Akureyrarkirkju n.k. sunnudag kl. 10,30 f. h. — Sólmar nr. 536, 327, 56, 139 og 29. — B. S. Hlífarkonur. Fundur verður hald- inn í Pólmholti föstudaginn 7. ógúst kl. 9 síðdegis. Mætið vel og stund- víslega. — Stjórnin. Hjúskapur. Laugardaginn 1. ág- úst voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju María Hólm Jóels dóttir saumakona og Eiður Aðal- steinsson verkamaður. — Heimili þeirra verður að Grenivöllum 16 Akureyri. — Sunnudaginn 2. ágúst voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju Arína Jóna Guð- mundsdóttir og Ralph Hinrik Chad- wick vefari. Heimili þeirra verður að Norðurgötu 4 Akureyri. Arni Böðvarsson Norðurgötu 49 á Akureyri, starfsmaður hjá Vega- gerð ríkisins, varð fimmtugur 5. ágúst. Ferðaskrifstofan Lönd Cr Leiðir efnir til ferðar til Danmerkur og Bretlands 7. september. — 1 þessu sambandi skal á það bent, að ef næg þátttaka fæst héðan frá Ak- ureyri, verður séð fyrir sérstaklega ódýru fari suður eða jafnvel, ef þátt taka verður mikil, að skipulögð verði héðan ferð sérstaklega. Munið minningarspjöld Kvenfé- lagsins Hlífar. Öllum ágóða varið til fegrunar við Barnaheimilið Pálm- holt. Minningarspjöldin fást I Bóka- búð Jóhanns Valdemarssonar og hjá Laufeyju Sigurðardóttur, Hlíðarg. 3. Náttúrugripasafnið er opið al- menningi á sunnudögum ' kl. 2—4 e. h. Sími safnvarðar er 2983. Skiðahótelið Hlíðarfjalli. Opið daglega fyrir gistingu og greiðasölu. Borð og matpantanir í síma um 02. — Hótelstjóri. kjörinn Ragnar Guðleifsson, Keflavík. Á aðalfundinum flutti Baldvin Þ. Kristjánsson, útbreiðslustjóri, erindi um félagsmál. Að loknum aðalfundinum hélt stjórnin fulltrúum og allmörg- um gestum úr Austfirðingafjórð- ungi hóf að Hallormsstað. Stjórn félaganna skipa: Er- lendur Einarsson, formaður, ísleifur Högnason, Jakob Frí- mannsson, Karvel Ogmundsson og Ragnar Guðleifsson. Framkvæmdastjóri félaganna er Ásgeir Magnússon, en auk hans eru í framkvæmdastjórn Jón Rafn Guðmundsson og Björn Vilmundarson. VerkamoSurinn (7

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.