Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 07.08.1964, Blaðsíða 8

Verkamaðurinn - 07.08.1964, Blaðsíða 8
Til hvers ikjóta Frakkar eldflaugrnm á Hýrdaliiandi? Vcrkaniaðurinn Frönsku vísindamennirnir hafa sent biöðunum stutta lýs- ingu á tilgangi eidflaugaskot- anna, hvernig þeim er háttað og hvaða vitneskju ætlunin er að afla með þeim. Lýsing þeirra fer hér á eftir í lauslegri þýð- ingu: Tilgangur eldflaugaskotanna á Islandi er að mæla vissa eig- inieika hraðfara prótóna og el- ektróna, sem sífeiit koma inn í gufuhvolf jarðar í nánd við heim skautin og valda m. a. norður- ijósunum. VINNAN tímarit Alþýðusambands íslands. Nýkomið er út myndarlegt hefti af Vinnunni, tímariti Al- þýðusambands Islands. Hefst það á grein um Hermann Guð- mundsson, formann Hlífar í Hafnarfirði, fimmtugan. Þá grein skrifar Markús B. Þor- geirsson. Kristján Sturlaugsson tryggingafræðingur ritar athygl- isverða grein um hóplíftrygging- ar. Hannibal Valdimarsson ritar um Davíð frá Fagraskógi látinn. Sagt er frá gangi launabarátt- unnar á liðnu vori og þeim samningum, sem þá voru gerðir. Einnig er sagt frá stofnun þriggja nýrra stéttasambanda: Verkamannasambands íslands, Sambands byggingamanna og Málmiðnaðar- og skipasmiða- sambands íslands. Frásögn er af ráðstefnu um hagræðingu í íslenzku atvinnulífi, einnig af framkvæmdum við orlofsheimili alþýðusamtakanna. Margt fleira efni er og í ritinu auk þess sem það er prýtt fjölda mynda. Aftast eru kaupgjaldstíðindi, þar sem er að finna kauptaxta flestra verkalýðsfélaga á land- inu. Ritstjóri Vinnunnar er Hanni- bal Valdimarsson forseti ASÍ. Þeir, sem óska að gerast á- skrifendur geta snúið sér til skrifstofu verkalýðsfélaganna á Akureyri eða beint til af- greiðslunnar, sem er á skrifstofu ASÍ, Laugavegi 18, Reykjavík. Áskriftargjaldið er aðeins kr. 50.00 fyrir árganginn. VÍSA VIKUNNAR Bandarikin út í eld allan heiminn narra. Frelsis er a3 koma kveld, kvíði ég fyrir Barra. Upphafið Vonir standa til að með mæl- ingum, sem greina tegundir ör- eindanna, orku þeirra og dreif- ingu um geiminn, verði hægt að komast fyrir um eiginleika upp- hafs þeirra og hvers vegna hraði þeirra eykst svo mjög, þegar þær nálgast jörðina. Þessi vanda mál varðandi upphaf hinna að- komnu öreinda og hvað veldur flýtisauka þeirra eru meðal þeirra mikilvægustu í geimeðlis- vísindunum í dag, og eru í nán- um tengslum við rannsóknir á norðurljósunum, Van Allen hvolfunum og eðli efri laga gufu hvolfsins. Oreindamœlar Hvor eldflaugin hefur með sér sex öreindamæla. Tveim af sex er komið fyrir á töflu, sem verð- ur losuð frá eldflauginni í um 80 km hæð og látin snúast um sjálfa sig sjö sinnum á sekúndu. Um leið verða sett í gang stjórn- tæki, sem minnka snúning eld- flaugarinnar um sjálfa sig úr 5 snúningum á sekúndu í tæplega einn á sekúndu. Segulsviðið Auk öreindamælanna sex hef- ur hvor eldflaug meðferðis seg- ulsviðsmæli, sem mælir kraftlín- ur segulsviðs jarðar miðað við möndla eldflaugarinnar, en þann ig er hægt að fylgjast stöðugt með stefnu hennar í geimnum. Þar sem öreindirnar, sem mældar verða eru rafhlaðnar, liggja brautir þeirra samhliða kraftlínum segulsviðs jarðar. — Því mun eldflaugin fara að mestu leyti eftir kraftlínu. Allar niðurstöður mælitækj- anna verða jafnhraðan sendar til jarðar um útvarpssenditæki eld- flauganna. Þann 28. júní 1964 hófst starf- ræksla nýrrar jarðskjálftaathug- unarstöðvar á Akureyri. Stöð þessi er ein af rúmlega 120 sams konar stöðvum, sem Land- mælingastofnun Bandaríkjanna (U.S. Coast and Geodetic Sur- vey) hefur komið á fót víðs vegar um heim. Leggur Land- mælingastofnunin vísindatæki til jarðskjálftastöðvarinnar, og greiðir einnig hluta af bygg- ingarkostnaði hennar. Stöðin er til húsa í kjallara nýju iög- reglustöðvarinnar á Akureyri. Jarðskjálftamælar stöðvarinn- ar eru meðal hinna fullkomn- ustu, sem völ er á. Þeir geta stækkað jarðhræringar allt að 750 þúsund sinnum. Slíka stækk un verður þó ekki hægt að nota hér á landi, vegna stöðugra hreyfinga j arðskorpunnar, sem stafar af vindi, sjávargangi og fleiru. Stöðinni var valinn stað- ur á Akureyri vegna þess að álitið var, að þar bæri einna minnst á þessum hræringum. Athuganir með hinum nýju mæl- um benda til, að þessi skoðun reynist rétt. Stöðinni fylgir einnig full- kominn útbúnaður til tímamæl- inga. Er hann að mestu sjálf- virkur, og þarf stöðin því litla gæzlu. Starfsmenn Landmælinga- stofnunar Bandaríkjanna, þeir Mr. Leonard Kerry og Mr. David Vanevenhoven sáu um uppsetn- ingu jarðskjálftamælanna ásamt Leifi Steinarssyni, áhaidasmið. Veðurstofan sér um rekstur stöðvarinnar og úrvinnslu mæl- inga, en dagleg gæzla stöðvar- innar verður undir eftirliti Gísla Olafssonar, yfirlögregluþj óns á Akureyri. Frumrit j arðskj álfta- mælinganna verða send Land- mælingastofnun Bandaríkjanna, sem ljósmyndar þau, og sendir afrit af þeim til vísindastofnana, er þess óska. Frumritin verða síðan endursend til Veðurstof- unnar. Gamli jarðskjálftamælirinn, sem verið hefir í Menntaskólan- um á Akureyri, undir umsjón Árna Friðgeirssonar húsvarðar, verður væntanlega fluttur að Vík í Mýrdal, í stað mælisins, sem þar er nú, en þarfnast gagn- gerðrar viðgerðar. (Fréttatilkynning). Prjóna- DRENGJAHÚFUR ný gerð gular - hvítar - bláar XXX UNDIRFÖT mikið úrval Skjört Undirkjólar Brjóstahöld Crepe-buxur margir litir Verzl. Asbyrgi AKUREYRINGAR - FERÐAFÓLK Munið ÚTSÖLUNA hjá Laxdal — KJARAKAUP! — VERZLUN B. LAXDAL Til sultagrerðar: BETAMON í bréfum ETAMON í glösum VÍNSÝRA í bréfum PECTURAL ■ bréfum NÝLENDUVÖRUDEILD Opinbert uppM á alifuglum, búpeningi og bifreiðum Uppboð verður haldið í alifuglabúinu Dverghól norðan við Akureyri, föstudaginn 14. ágúst 1964 og hefst kl. 2 e. h. Seldar verða eftirfarandi eignir tilheyrandi þrotabúi Bryn- jólfs Brynjólfssonar, veitingamanns: Hænur, ca. eitt þús- und, hanar, hænuungar, gæsir og gæsaungar, fjórar gyltur og grísir, nautkálfar 8—9 mán. og kalkúnar. Kl. 5 e. h. sama dag verða boðnar upp við lögregluvarð- stofuna á Akureyri eftirgreindar bifreiðir tilheyrandi sama þrotabúi: A-864, Taunus Tranzit, árgerð 1963. A-1217, Taunus Station, árgerð 1959. A-1855, Willy’s jeep, árgerð 1962. Bæjarfógetinn ó Akureyri. HJARTAGARNIÐ er góð vara Fáum vikulega sendingu Verzl. Ragnheiðar O. Bjömsson [ PERPTZ ) litfiímur Gullsmiðir Sigtryggur og Pétur Brekkugötu 5 — Sími 1524

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.