Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 14.08.1964, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 14.08.1964, Blaðsíða 1
Verkamaðurinn §íldin: 1,6 millj. mál og: tumiur Síðasta laugardagskvöld var Síldaraflinn í sumar hefur ver síldarafli sumarsins orðinn 1.6 ið nýttur þannig: f bræðslu hafa millj. mál og tunnur, og í þess- farið 1.419.323 mál, saltaðar arri viku hefur allmikið bætzt hafa verið 160.964 tunnur og við. A sama tíma í fyrra var 23.113 tunnur hafa farið í fryst- heildaraflinn 865.139 mál og tn. ingu. — Rafmagnsmálin hafa mjög verið á dagskrá síð- asta árið og lengur þó. Er það ekki að ófyrirsynju, því að svo er nú komið að hvorki virkjanir nyrðra né syðra anna eftirspurn eftir raforku, og reynt er að leysa vandann í augnablikinu með kaupum á dieselstöðvum. Þannig er t. d. von á vélasamstæðu til viðbótar í varastöðina á Oddeyri mjög fljótlega. En árnar renna áfram ýmist lítt eða ekki beizl- aðar og orka þeirra ónotuð. Undirbúningsrannsókn- ir vegna fyrirhugaðra virkjunar eða virkjana eru þó í fulium gangi. Hafa þrjú vatnsföll einkum komið til álita: Þjórsá, Laxá í Þingeyjarsýslu og Jökulsá á Fjöllum. Sigurður Thoroddsen verkfræðingur hefur ann- ast rannsóknir og áætlanagerðir varðandi virkjun Laxár, og hefur hann nýlega skilað mjög ýtarlegu áliti. Niðurstöður hans benda til þess, að langódýr- ast yrði að reisa stórvirkjun við Laxá, en auk þess yrði sú virkjun margfalt gangvissari en virkjanir vð jökulfljótin. Stjórn Laxárvirkjunar hefur látið blaðinu í té samanþjappað yfirlit um helztu niðurstöður Sigurð- ar, og fer það hér á eftir: Stórvirkjun við Laxá ódýrust og heppilegust til lausnar í rafmagnsmálum landsmanna Nú nýverið hefur Sigurður Thoroddsen verkfræðingur skil- að áætlun um fullvirkjun Laxár í S.-Þingeyjarsýslu við Brúar. Alls nær skýrslan yfir áætl- unargerðir um 10 mismunandi virkjanir og til Suðurárveitu. Enn fremur er gerð grein fyrir flutningsvirkjun vegna hinna ýmsu tilhagana, spennistöðvum við virkjanirnar, háspennulínu til Akureyrar og spennistöð þar. Þess skal getið, að í öllum til- högununum er gert ráð fyrir því, að veita Suðurá í Laxá, en það eykur orkuvinnslugetuna við Brúar um 30—40% og ennfrem- ur er gert ráð fyrir að gera háa Stíflu í Laxárgljúfrum í því skyni að skapa miðlun og rekst- ursöryggi og auka fallhæð. Allt bendir til þess, að 30 metra há stífla sé hin hagkvæmasta. Enn fremur skal þess getið að þessar áætlanir eru miðaðar við það, að virkjað sé til almenn- ingsnota og uppsett afl miðað við það. Fara hér á eftir hinar 4 tilhag- anir að virkjun fallsins við Brú- ar: 1. Tilhögun: Fallið nýtt í 3 þrepum. Lax- árvirkjun I lögð niður. Uppsett afl 86.300 kw. Orkuvinnsla á ári 395 millj. kwst. Heildarkostn aður 1005.9 millj. kr. Verð á uppsett kw. við stöðvarhússvegg um kr. 8.300.00. 2. Tilhögun: Fallið nýtt í 3 þrepum. Lax- árvirkjun I lögð niður. Uppsett afl 85.400 kw. Orkuvinnsla á ári 391 millj. kwst. Heildarkostn aður 882.9 millj. kr. Verð á uppsett kw. við stöðvarhússvegg um kr. 7.400.00. 3. Tilhögun: Fallið nýtt með samsíða virkj unum í einu og tveimur þrepum. Laxárvirkjun I lögð niður. Upp- sett afl 84.700 kw. Orkuvinnsla á ári 386 millj. kwst. Heildar- kostnaður 843.4 millj. kr. Verð á uppsett kw. við stöðvarhúss- vegg um kr. 7.135.00. 4. Tilhögun. Fallið nýtt í einu þrepi. Nú- verandi virkjanir lagðar niður. Uppsett afl 90.000 kw. Orku- vinnsla á ári 404 millj. kwst. Heildarkostnaður 805.2 millj. kr. Verð á uppsett kw. við stöðv- arhússvegg um kr. 6.540.00. Auk þessa er sá möguleiki fyrir hendi að virkja Laxá sam- kvæmt tilhögun 4 en sem grunn- aflstöð (fyrir stórt veitusvæði) með 50.000 kw. uppsettu afli. Heildarkostnaður lauslega áætl- aður um 627 millj. kr. og verð á uppsett kw. um 8.200.00 kr. Verð á hverja kwst. við stöðvar- hússvegg yrði með 8% árlegum kostnaði um 8.1 eyrir og á Ak- ureyri um 12.3 aurar. Orkuverð á Akureyri sam- kvæmt tilhögun 2 yrði með 8% árlegum kostnaði um 18 aur/ kwst. og samkvæmt tilhögun 3 og sömu forsendum um 17.5 aur/ kwst. Verðið samkvæmt tilhögun 4 yrði aftur á móti um 16 aur/ kwst. Það er álit Sigurðar Thor- oddsen, að ef virkjað verður í áföngum á 20—30 árum, þá verði 2. og 3. tilhögun ódýrast- ar miðað við núgildi stofnfjár- ins í upphafi heildarvirkjunar. Enn hafa ekki verið gerðar endanlegar tillögur tíl lausnar á Framh. á 7. síðu. HEYRT Á GÖTUNNI AÐ enn sé eftir að gera kostnað- aróætlun vegno Barðsvegar- ins nýja, þar sem útvaldir fó byggingalóðir. AÐ enn lifi einkaframtakið hjó einstaka sól, og því hafi Sveinn Benediktsson og Jón Gunnarsson sótt um lóð fyr- ir sildarverksmiðju ó flug- vellinum við Raufarhöfn. (Og hafa fengið lóðina). AÐ bæjarbúar haldi endilega, að Ú. A. hafi gefið styttuna, sem sett var upp framan við Búnaðarbankann. Nafnið bendi til þess. Hvoö htstiir stórvirhjun, 01 hvert verður htstooðarverð rafmognsios! í „Hugleiðingum um framhald rafvæðingar íslands,“ sem Steingrímur Jónsson, fyrrv. rafveitustj óri í Reykjavík, sendi frá sér á sl. vetri, reiknar hann með, að 105 MW virkj- un við Búrfell í Þjórsá myndi kosta 1050 milljónir króna. Sigurður Thoroddsen reiknar með, að 90 MW virkjun við Brúar í Laxá myndi kosta 805 millj. kr. Mismunur á kostn- aði við þessar tvær virkjanir er samkv. þessum tölum 245 milljónir eða allmiklu meira en hæsta upphæð, sem nefnd hefur verið, að kosta myndi að tengja saman rafveitukerfin syðra og nyrðra með línu yfir hálendið. Þannig yrði kostn- aður við Laxárvirkjun og línulagningu suður svo sem 100 milljónum króna ódýrari framkvæmd en virkjun Búrfells án línulagningar. Auk þess er á það að líta, að Laxárvirkjun yrði margfalt tryggari í rekstri, en virkjun við Búrfell. Það mun a. m. k. kosta margar krónur áður en svo hefur verið gengið frá, að tryggt verði að kraftur jökulfljótsins með jakaburði valdi ekki truflunum og skemmdum. Um það munu allir sam- mála, sem eitthvað hafa kynnt sér málið eða þekkja af eigin sjón og raun hamfarir j ökulvatnanna. Og hvað myndi svo hver kílówattstund af rafmagninu kosta? Við stöðvarvegg hjá Búrfellsvirkjun er reiknað með 14.7 aurum, við stöðvarvegg á Laxárvirkjun (skv. tilhögun IV í till. S. Thoroddsen) 11.6 aura, en komið til Akureyrar 16 aura og komið til Suðurlands yrði orkan frá Laxá ekki dýrari en frá Búrfelli, og hver vill ekki gefa nokkuð fyrir þá tryggingu, sem að því er, að hafa rafmagnið stöðugt, en þurfa ekki að gera ráð fyrir langvarandi truflunum?

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.