Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 14.08.1964, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 14.08.1964, Blaðsíða 4
Lifu I I við í siðuðu landi? ER HÆGT að kalla það siðað þjóðfélag, sem við búum við hér á landi? Ymsum kann að þykja flónslega spurt. Er það ekki margtuggin saga, sem ekki þarf leng- ur að hafa orð á, að hér er siðað þjóðfélag? Kann vera, en athugum það svolítið nánar. Það, sem af er þessum mánuði, hefur ekki verið um annað meira ritað í dagblöðum landsins en skattamál. Þau skrif hófust fyrir alvöru eftir að lagðar höfðu verið fram í höfuðborginni skrár um útsvör, tekjuskatt og ýmsa aðra skatta, sem borgurunum er gert að greiða til almenningsþarfa. Blöð stjórnarandstöðunnar hafa mjög veitzt að stjórnarflokkunum vegna þess, hve gífur- lega álögurnar hafa aukizt og alveg sérstaklega fyrir það, hve stóran hlut launa sinna almennu launafólki með meðaltekjur eða lœgri er œtl- að að greiða í útsvör og aðra skatta. Hafa blöð þessi haft af nógu að taka til að nefna dœmi máli sínu til sönnunar. Hafa þau m. a. nefnt ýmis dœmi þess, að fólki er œtlað að láta nœr öll laun sín, það sem eftir er ársins, renna til greiðslu skatta. Málgögn stjórnarflokkanna hafa aftur á móti ekki alveg verið á því, að um mikla skatta- hœkkun hafi verið að rœða. Hafa að vísu orðið að játa, að gjöldin hafi hcekkað nokk- uð að krónutölu, en sagt það eðlilega af- leiðingu annarra hœkkana og tekjuaukning- ar hjá skattgreiðendum. Eitt blaðanna hefur þó haft algera sérstöðu, því að það hefur dag eftir dag hamrað á því, að skattar hafi stór- lœkkað. Þetta blað er Vísir, blað heildsalanna og fjárglœframanna Reykjavíkur öðrum frem- ur. Svo virðist, sem þetta blað hafi sett sér það mark, að hamra svo lengi á þeirri fullyrð- ingu, að skattalækkun hafi átt sér stað, að borgararnir fari að trúa því, hvað svo sem tölurnar á útsvars- og þinggjaldaseðlunum þeirra segja. En ástœðan fyrir sérstöðu Vísis gœti líka verið önnur. Hinn fjölmenni braskaralýður Reykjavíkur er sú stétt manna, sem ekki þarf yfirleitt að kvarta undan skattgreiðslum. Þessi stétt hefur ýmsar leiðir til að koma tekjum sín- um undan, þegar talið er fram til skatts, og þar er ekkert um það spurt, hvort heiðarlega eða óheiðarlega sé að farið, hvort lögum sé fylgt eða þau brotin, aðeins hvernig komast megi yfir krónur án þess að þurfa að tíunda þœr. Og leiðirnar eru margar, enda bera marg- ir forstjórar og eigendur fyrirtœkja litla skatta, þótt hver og einn geti séð, að þeir lifa í vellyst- ingum praktuglega og hafa úr miklu meiru að spila en launþeginn í nœsta húsi, sem samt verður að greiða margfalt í gjöld. Tökum eitt dœmi um það, hvernig brask- arinn fer að því að leika svona á skattyfirvöld- in. Við skulum gera ráð fyrir, að umrœddur maður eigi iðnfyrirtœki, sem framleiðir vöru, sem vel gengur að selja. Hann reiknar sjálfum sér aðeins lág laun, og þau eru tekjurnar, sem hann telur fram til skatts. Auðvitað getur mað- urinn ekki lijað hátt og leikið sér með þessi lágu laun. Hann hefur t. d. ekki efni á að eiga bíl. En kannski er það bara gott fyrir hann að eiga ekki bíl, því að auðvitað á fyrirtœkið bíl og honum ekur forstjórinn hvert sem er og hvenœr sem hann langar til. Og auðvitað borg- ar fyrirtækið benzín á sinn bíl og viðgerðar- kostnað allan. Fyrirtækið verður auðvitað líka að kosta ferðalög forstjórans bœði inn- anlands og utan. Þó að meinfýsnir menn sjái ekki alltaf, hver tilgangur er með ferðunum, þá veit forstjórinn auðvitað manna bezt, hvað þarf að ferðast fyrir fyrirtœkið. Að sjálfsögðu verður fyrirtœkið líka að sjá fyrir því, að hægt sé að halda uppi einhverri risnu. Það verður að vera hægt að bjóða helztu viðskiptavinum til veizlu við hátíðleg tækifæri. Ekki er hœgt að ætlast til, að forstjórinn beri þann kostnað af sínum litlu launum. Það er ekki svo bill- egt koníakið. Og ef forstjórinn getur ekki fengið nœg lán til að byggja sér hús, þá verð- ur fyrirtœkið auðvitað að byggja yfir hann, svo að hann verði ekki á hrakhólum með hús- næði. Og varla getur það talizt athugavert, þó að fyrirtœkið fœri eiginkonu forstjórans a. m. k. eina þokkalega jólagjöf. En þrátt fyrir alla þessa fyrirgreiðslu við forstjórann kann að vera, að hann skorti vasapening. Þá er t. d. það ráð fyrir hendi, að taka einhvern smáhluta af framleiðslu fyr- irtœkisins og selja beint til smákaupmanns, án þess að nokkrar nótur séu fœrðar um þau viðskipti. Það er forstjóranum létt verk, að sannfœra kaupmanninn um, að það sé honum hagkvœmt að kaupa vöruna á þennan hátt. Hann segir við kaupmanninn eitthvað á þessa leið: Þú borgar mér bara beint í peningum og svo tekur þú aftur úr kassanum hjá þér sem svarar söluverði vörunnar, þegar þú sel- ur hana út. Þá fœrð þú söluskattinn í þinn vasa og losnar við að greiða aðstöðugjald af viðskiptunum. Og svo verða tekjurnar hjá þér lægri en ella á pappírnum og þú þarft minna að greiða í útsvar og tekjuskatt. Þegar fyrirtækið er nú búið að greiða svona jyrir forstjóranum með því líka að láta hann hafa vörur til að selja fyrir vasapeninga, þá er langsennilegast, að reikningar fyrirtœkisins séu hættir að sýna nokkurn tekjuafgang, og fyrirtœkið ber því engan tekjuskatt og ekkert útsvar. Þetta er aðeins eitt dœmi af mörgum um það, hvernig sumir hafa aðstöðu til að stela undan skatti eða „koma ár sinni vel fyrir borð“, eins og það er kallað á fínu máli í þeirra hóp. En með þessu gera þeir meira en að leika á skattayfirvöldin. (Raunar er skattayfirvöld- um margt Ijóst, en fá bara ekki aðgert). Með þessu eru skattsvikararnir að stela frá öðrum. Hver sem stelur undan skatti veldur því, að aðrir verða að greiða hærra en réttmœtt vœri að þeir greiddu. Þannig veldur t. d. maður, sem fer að ráði sínu eins og greint er í dœm- inu hér að framan, því, að verkamaðurinn, sem flytur hráefni til fyrirtœkisins, kennar- inn, sem kennir börnum forstjórans og starfs- fólk fyrirtœkis hans verða að greiða stærri hlut af gjöldum til ríkis og bœja, en þeim ber í hlutfalli við tekjur. Forstjórinn, sem gerir fyrirtœki sitt tekjulaust á pappírnum og sjálf- an sig tekjulítinn, hann er að stela frá starfs- fólki sínu og öllum þeim, sem honum veita einhverja þjónustu. Hann er þjófur, og hann er rœningi, því að auðvitað sjá þeir, sem þekkja hann, að hann hlýtur að hafa stolið, annars gœti hann ekki lifað því lífi, sem hann gerir. Og þessir þjófar og rœningjar eru margir í oklcar landi. Þeir eru svo margir, að það þjóðfélag, sem lœtur slíkt háttalag líðast, getur ekki talizt siðað þjóðfélag. Þ. „Brogd er ad jbáj barnið finnur" í þeim miklu umræðum, sem orð- ið hafa um skattamál upp á síð- kastið, hafa stjórnarblöðin lítt þol- að að fundið væri að, heldur keppzt um að verja skattpíninguna. Ein hjáróma rödd hefur þó laumast inn í Lesbók Morgunblaðsins og skrifað svo snarpa ádrepu á skattafargan- ið og framkvæmd stjórncrliðsins, að fcstar hefur tæpast verið kveðið að orði í blöðum stjórnarandstöðunn- ar. Þessi hjáróma rödd i Lesbókinni er í rabbi Sigurðar A. Magnússon- ar blaðamanns og rithöfundar á sunnudaginn var. Þar eru nokkr- ir punktar, sem Verkamaðurinn hef- ur áhuga á að koma á framfæri, og til þess að blaðið verði ekki vænt um að slíta einstakar máls- greinar úr samhengi, þá birtum við greinina í heilu lagi. „Það hlýtur að vera leiðinda- starf að standa í því að telja öðr- um trú um hluti, sem maður trú- ir ekki sjálfur og veit jafnvel að aðrir fást ekki til að trúa held- ur. Þetta hafa leiðarahöfundar eins dagblaðsins í Reykjavík ver ið að fást við upp á síðkastið í sambandi við alræmda álagningu opinberra gjalda. Okkur hefur verið sagt það mjög ótvíræðum orðum í nefndu blaði, að skatt- ar og útsvör hafi lækkað, að al- menningur standi betur að vígi fjárhagslega en áður og sé hæst- ánægður með útreikninga skatt- heimtunnar. Þetta og annað svipað lesa menn í blaðinu meðan þeir hand fjatla gjaldseðilinn hálfringlað- ir, því að hann segir allt aðra sögu og miklu ískyggilegri um stórauknar opinberar álögur, skattpíningu, sem ekki á sér hlið stæðu um mörg undanfarin ár. Mér hefur lengi verið það hrein ráðgáta, hvaða tilgangi leiðarahöfundar þykjast vera að þjóna með slíkum skrifum. Nú er það að vísu rétt, að íslenzk- ir kjósendur eru sauðtryggir og einstaklega fylgispakir, en dettur umræddum skriffinnum raun- verulega í hug, að menn taki meira mark á fjálgum orðum þeirra en óhugnanlegum tölun- um á skattseðlinum. Það er út af fyrir sig gott og blessað að geta kastað fram háfleygum hag- fræðilegum skýringum, studdum töfraformúlu tölvísinnar, á hinu nýja skattafargani, en sagði ekki núverandi forsætisráðherra einhvern tíma, að buddan væri, þegar öll kurl kæmu til grafar, öruggasti hagfræðingurinn, og hún segir vissulega ömurlega sögu nú á þessum síðustu tím- um opinberrar bjartsýni. Hitt er svo annað mál, að ó- svífnar falsanir „Þjóðviljans“ á sköttum einstakra hátekjumanna eru sízt til þess fallnar að skýra þessi mál og stuðla að raunhæfri lausn þeirra. Það er deilt um hin nýju skattalög, og hver sem niðurstað an verður á þeim deilum, þá munu þau trauðla benda á neina leið til bjargræðis þeim fjöl- skyldufeðrum, sem greiða verða meginpartinn af tekjum sínum í opinber gjöld næstu fimm mán- uði. Hvernig sem þessi margum- töluðu lög kunna að hafa litið út á pappírnum, þá líkjast þau mest óðra manna æði í fram- kvæmd. Það er og verður grát- hlægilegt, að óbreyttir daglauna- menn skuli vera hálfdrættingar í opinberum gjöldum við jöfra viðskipta- og framkvæmdalífsins sem raka saman fé, að ekki sé tal að um vinnukonuskatta ákveðins bankastjóra og ýmissa annarra stórtekjumanna. Vitaskuld eru það fyrst og fremst hin gegnd- arlausu skattsvik, sem hér koma til greina, og það er alltént gleði- leg nýjung í nýju lögunum, að nú á að koma upp „skattalög- reglu“, sem vonandi verður ann- að og meira en nafnið tómt. Islenzkt þjóðfélag hefur á und anförnum áratugum þokazt æ meir í átt til hreinræktaðs brask- arafélags, og það er löngu kom- inn tími til að þjarma að brask- aralýðnum og lukkuriddurunum sem grasséra í þjóðlífinu. Eins og vænta mátti hefur Reykjavíkurborg orðið ærið stór tæk í álögum sínum, enda ekkert áhlaupaverk að fylla ráðhúshít- ina á fáeinum árum. Borgarbú- ar eiga víst áreiðanlega eftir að finna fyrir ráðhúsinu „sínu“, áð ur en því ævintýri er að fullu lok ið! s-a-m.“ En skyldi ekki einhverjum of eig- endum íhaldsblaðanna, Vísis og Morgunblaðsins, þykja óþarflega nærri sér hoggið, þegar sagt er, oð fími sé kominn til „að þjarma oð braskaralýðnum og lukkuriddurun- um sem grasséra í þjóðlífinu"? ÚR DAGBÓK LÍFSINS Hina umtöluðu kvikmynd Úr dagbók lífsins, sýnir Magnús Sigurðsson, skólastjóri, í Laug- arborg á mánudagskvöld, Hrís- ey á þriðjudagskvöld og Dalvík á miðvikudagskvöld. Allur ágóði af sýningunum rennur í Hjálparsjóð æskufólks. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. 4) Verkamaðurinn Föstudagur 14. ógúst 1964.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.