Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 14.08.1964, Blaðsíða 6

Verkamaðurinn - 14.08.1964, Blaðsíða 6
Ævintý Norðmenn eru að vonum stolrir af ofrekum sínum í Norðurhöfum, hofa enda lengi verið þar í farar- broddi við veiðar og rannsóknir. Nýlega var haldin sýning ó ýmsum útvegi úr norðurferðum þeirra, og erindi flutt um þann garpskap all- an. Sýning þessi var i Oslo, en þeir sóttu 77 óra gamlon frósagnameist- ara og norðurfara ullt til Tromsö í flugvél, svo hann gæti skemmt kvöldgestum með sögum of reynslu sinni ó hinum myrku vetrarslóðum. Kallinn, sem heitir Georg Björnnes, sagði eftirfarandi sögu ó skrollandi „gammel norsk", sem er vont að yfirfæra: „Maður trúir því nú valla, að rómantíkin þrífist við Norður- pólinn, en ég hef þó fengið að reyna það. En ég ætla að byrja á byrjun- inni: Veiðiskapur alls konar hefur alltaf verið mitt uppáhald. Ég hef notað hvurja frístund allt mitt líf til veiðiskapar. Á yngri árum veiddi ég mest í Finnmörk og Troms. Það sem ég var þá að sníglast etter, voru rjúpur og héri og svo refir og otrar, en ég fann ekki mikia ánægj u til lengd- ar við að tína upp svoleiðis smá- kvikindi. Mig dreymdi um eitt- hvað burðugra, svo sem bjam- dýr, rostunga og sauðnaut, og önnur þau dýr, sem einhver kjami er í. Þessi dýr vom í tugavís á Svalbarða, Grænlandi og á ströndum Síberíu. En að komast þangað var nú ekki heiglum hent. Gamlir ís- hafsfarar vöruðu mig mjög við að hætta mér út í þvílík æfintýr. Því, sögðu þeir, þar eru svo margar hættur í hvurju spori, að þú hefur litlar líkur til að sleppa lifandi gegnum þær. Þeir sögðu að mestu hætturnar stöfuðu af ísbiminum, hinu eilífa myrkri og svo skyrbjúgnum. Ef ég gæti komizt yfir þetta þrennt, þá væri kannske einhver von, en þó veik. Þetta skaut mér nú allt saman nokkrum skelk í bringu. En svo var ég svo heppinn að komast með leiðangri, sem ætlaði að dvelja sumarlangt við Grænland. Þarna komst ég fljótlega á tal við Eskimóakerlingu, sem kunni það mikið í dönsku, að við gát- um gert okkur skiljanleg. Nú vissi ég að Eskimóar drepast aldrei af skyrbjúg, ég spurði því kellinguna hvurnin á þessu stæði. Það er nú ósköp einfalt mál, seir ún. Við deyjum nátt- úrlega af og til hér, en aldrei af skyrbjúg. Já, en hvurslags meðal hafið þið þá við honum? Við höfum engin venjuleg meðul, seir ún, en við erum lúsug. í þessum töluðum orðum dró hún r á íshafsslóð undan skinnúlpu sinni eitt sýn- ishorn og rétti mér. Lúsin var dökkbrún, kafloðin og á stærð við hagamús. Þarna sérðu nú meðalið okkar við skyrbjúg, seir ún. Lúsin barðist um og sprellaði með öllum sínum tíu fótum, hún vildi auðsýnilega komast í sína gömlu bithaga. Þú skilur það, að skyrbjúgurinn er vanur að læðast að manni, þegar maður sefur, þess vegna verðum við að hafa lúsina á kroppnum til að vekja okkur annað slagið. Ef hún bítur of fast á einum stað, þá flytur maður hana bara á annan. Þetta sagði kelling. Ég þakkaði kellingunni fyrir þetta hjálpartæki og síðan gáði ég þess alltaf að hafa eina eða tvær pedikúlur á kroppnum, þegar ég var þar norðurfrá. Þegar ég hafði haft þama vetursetu í fimm ár, datt mér í hug að nú mætti ég losa mig við títlurnar, ég hlyti að vera orðinn ónæmur fyrir skyrbjúgnum. En það máttu vita, góði, að ég sá etter því síðar, eins og brátt kemur fram. Eitt haustið tók ég þá ákvörð- un að flytja mig lengst norður undir Norðurpólinn. Hin eldri veiðisvæði vóru næstum upp- urin, bæði hvað viðkom gildru- veiði og skotmarki. Þama norð- urfrá var heldur líblegra um að litast, því þarna hafði ekki kom- ið nokkur maður í 50 ár. Ég byggði mér því kofa þama, safnaði að mér eldiviði og bjó mig sem allra bezt undir vetur- setuna sem ég gat. Þarna hlakk- aði ég til að ráðska og ráða al- einn um veturinn. Nú leið og beið. Ég skráði 20. september í dagbókina. ísinn hafði nú þegar lokað vötnum og ám. Eitt sinn, er ég var staddur á höfða nokkrum fjarst á veiði- svæði mínu, heyrði ég gufubát vera að flauta úti á firðinum, en ég gaf mig ekkert að því, þessir skemmtiferðadallar eru um allan sjó. Þá skall nú á íshafsþokan og stóð í marga daga og ég heyrði þetta bátsgaul af og til, var að koma mér þarna upp úti- búi og dunda við veiði. En nú fór ég að hugsa til heimferðar og gekk mig rólega í áttina til höfuðbækistöðva minna. Rétt sem ég nálgast húsið, birtir upp þokuna og sé ég þá að reyk legg- ur upp úr strompinum. Ég varð öldungis lamaður af undmn, ég hafði að vísu verið að heiman í eina átta daga, en við manna- ferðum gat ég á aungvan hátt búizt. En einhvur hlaut þó að hafa kveikt hér upp. Var það vinur eða fjandi? Það hafði verið ein af þessum styrjöldum, þegar ég fór síðast frá Noregi, og fjandinn mátti vita nema hún stæði enn. Maður gat búizt við öllu. Ég þumlungaði mig varlega áfram að húsinu með byssuna í sigti. En þegar ég kom í hlað var þar hvorki óvinur eða fall- byssa. í dyrunum stóð skínandi fallegur kvenmaður. Við stóð- um um stund og gláptum hvort á annað, án þess að koma upp nokkru orði. Loks fékk ég þó málið og spurði: Hvur ert þú og hvaðan kemurðu? Fyrirgefðu, sagði furðuverkið. Ég heiti Andrea og er sænsk ungfrú frá Gautaborg. Já, en hvumig komstu? Ja, þú skilur, ég var um borð í skemmtiskipinu, sem þú hefur sjálfsagt heyrt í, labb- aði mig í land og þá skall á þessi ekkisens bölvuð þoka, ég villtist og rakst af guðsnáð á þennan kofa. Nú er ég hér. Já, sagði ég, nú ertu hér, og nú verður þú að dúsa hér næsta ár, eða kannske tvö. En þú mátt vera viss um það, góða, að hér bíða þín margar hættur og þær verstu eru ísbirnir, myrkur og skyrbjúgur. Komist maður ufir þessar má maður lofa sinn sæla. Ég vissi raunar ekki hvurt ég átti að hlæja eða gráta. Annars þýddi ekkert annað en taka þessu með ró. En nú kom nýtt vandamál og það verra en hin öll. Hvernig áttum við að bjarga siðferðinu? Ég hafði bara eitt rúm og það var í minnsta lagi fyrir. Ég vafði mig innan í bjarnarskinn og svaf á gólfinu en kvenmaðurinn fór í rúmið mitt. En ég skalf og þjáðist á gólfinu, ég varð m. a. að liggja alltaf á sömu hlið, með bakið að rúminu, því ég hafði lesið það í biblíunni, að hver sem lítur konu, hafi þegar drýgt synd í hjartanu. Svo fékk ég að kenna á þeim sannleik, að bjarnarskinn er köld sæng á frosnu gólfi, og þetta sagði ég kvinnunni. En siðferðinu varð að bjarga. Ég hafði tilheyrt flokki kristi- legra demókrata og gengið á námskeið hjá þeim í kristilegu siðferði, og kvinnan var auð- sýnilega mjög dyggðug, því ekki fékk ég svo mikið sem skælbros af henni. Þá sagði ég ákveðinn: Þú verður að skera uppúr með það, hvað á að gera. Ja, hvað hefurðu sjálfur til málanna að leggja? segir ’ún. Jú, góða, ég veit eitt ráð: Við verðum að brölta til sýslumanns- fulltrúans og láta hann gifta okkur. En þetta eru tuttugu míl- ur, og það er ekkert spaug á þessum tíma. Fulltrúi hefur leyfi til að gifta fólk til eins árs í senn, en ef um ævilangt hjóna- band er að ræða, verðum við að fara alla leið til sýslumannsins, hann býr helmingi lengra burtu. Þú verður að ráða uppá hvað langan tíma vuð látum gifta okkur. Árið er ágætt, sagði sú litla, og vuð plömpuðum af stað. Vuð náoum ákvörðunarstað eftir fjcguria sólarhringa streð og staut og fengum vígslu hjá full- mektugum til eins árs. Vuð bröltum sömu leið til baka sem hjón og höfðum þar með bjargað bæði siðferðinu og sængurspursmálinu. En nú kom nýtt vandamál, sem vænta mátti. Hún var í hættu vegna skyrbjúgsins, og ég sagði henni hvemig ég hefði bjargað málum og orðið ónæm- ur, en glatað meðalinu. Nú yrði hún að rannsaka hvort nokkur mótvarnar-pedikúla finnist á hennar hvíta frúarkroppi. Við skiptum kofanum í tvennt með ullarteppi og hún afklæddist öðrum megin við það og saum- fór hvert einasta plagg í skini þessa eina olíulampa, sem til var. Ég húkti í myrkrinu hinum megin. Ef þú ert svo heppin að finna eina títlu, þá þarft þú engu að kvíða, sagði ég. En það var þá ofurlítið gat á teþpinu, og þrátt fyrir næmt siðferðisskyn gat ég ekki stillt mig um að kíkja, og þvílík herlegheit. Mik- ill var Jahve að geta gert annað eins meistaraverk af einu rif- beini. En þetta varð mér ofraun, ég skall á gólfið, það steinleið ufir mig. Þegar ég raknaði við, segir ún: Þú mátt ekki kíkja. Fannstu lús? spurði ég. Ekki spor, segir ’ún. Það var nú verra, góða. Er þá ekkert ráð? segir ’ún. Jú, segi ég, — sem betur fer er til ráð, ef við gætum náð í fló af bjarndýri, kemur það að sama gagni. Og reyndar vorum við svo heppin að komast ufir tvær flær, ég veiddi þær í eldspýtnastokk. Við komum þeim fyrir inná henni berri og þær bitu hroða- lega. Hún þaut upp mörgum sinnum um nóttina og dansaði rokk og roll á gólfinu. Um morg- uninn spurði hún hvort ekki myndi óhætt að skila flónum aftur á björninn, en ég benti henni á, að ef ’ún vildi heldur skyrbjúginn þá hún um það. Hún kaus að hafa flærnar. Svo skall heimskautamyrkrið yfir, það lagðist eins og járn- tjald yfir allt. Við drápum tím- ann með ýmsu móti. Þegar við vorum ekki á verði gegn ísbjörn- um, lékum við kött og mús og hentumst homa á milli. Ég lék oftast köttinn, hún músina. En það verð ég að segja, að þá mús var ekki létt að veiða, síðast náði ég henni undir öllum sæng- urfötunum. Það var skolli kalt, sérdeilis- lega á morgnana að fara og kveikja upp í ofnskriflinu. Við spiluðum Svartapétur á kvöldin og það sem tapaði skyldi kveikja upp næsta morgun. En okkar á milli sagt. Ég lét hana oftast vinna. Það nálgaðist jól og ekki fékk konan skyrbjúg, svo við ákváð- um að losa hana við flærnar, en þær voru þá orðnar svo stórar, að við urðum að skjóta þær. Nú, veturinn leið, það tók að lýsa af degi. Loks reis sól yfir fjallatindana. Þegar sumraði leysti ísinn af fjörðum og flóum. Þá kom skemmtibáturinn aftur, svona fyrir siðasakir að skyggn- ast um eftir stúlkunni, því eng- inn bjóst við henni á lífi. Gleði þeirra varð því mikil er þeir hittu hana sprelllifandi og í beztu holdum. Þeir drógu fánann að húni og sungu: Þú gamla, þú fría. Og Köttur í mýri setti upp stýri. Uti er æfintýri. (Endursagt). Gluggatjaldaefni Kjólaefni Pilsefni Blússuefni Damask hvítt og mislitt Léreft hvítt og mislitt Handklæði Smóvörur allskonar Snyrtivörur Vefnaðarvörudeild 6) Verkamaðurinn Föstudagur 14. ágúst' 1964.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.