Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 14.08.1964, Blaðsíða 7

Verkamaðurinn - 14.08.1964, Blaðsíða 7
Stínirbjun i loxd ðdýnst m leppilegist... SKRJÁF í SKRÆÐUM SKÁLDSAGAN '64! „ — Þeir feðgarnir ganga nú aft ur saman heim að baenum og nema staðar frammi ó hlaðinu. En þar hefur Þorgrímur ákveðið að nýja íbúðarhúsið skuli rísa af grunni, og hann segir við son sinn: — Hér á nýja húsið að standa. Hvernig lýst þér á það? — Alveg ágætlega, hér er til- valið hússtæði. Ertu búinn að láta gera uppdrátt að teikningunni? — Já, hann er kominn fullgerð- ur í mínar hendur, ég sýni þér hann eftir á. Og nú er ekki ann- að en byrja strax að grafa fyrir grunni hússins. Trausti getur ekki varizt brosi að ákafanum í rödd föður síns. Hann er áþekkur því sem áður var, en ungi verkfræðingurinn segir ró- lega: — Fyrst er nú að mæla fyrir grunninum, pabbi, og til þess hef ég tæki í farangri mínum, sem ég skildi eftir frammi í sveit. Eg verð að byrja með því í kvöld að sækja hann. Þorgrímur dregur stórt vasaúr upp úr vestisvasa sínum og lítur á það. — Það er orðið svo áliðið, þú borðar kvöldmatinn, áður en þú ferð. Eg kem svo með þér fram eft- ir að sækja farangur þinn. En nú skulum við ganga inn í stofu, ég ætla að sýna þér teikninguna af nýja húsinu. Trausti fylgist með föður sínum inn í stofu og skoðar þar með hon- um um stund uppdráttinn að nýja húsinu, sem á að verða stór og vel gerð bygging. Svanhildur (ráðskona) hefur framreitt fjölbreyttan og Ijúffengan kvöldverð og er byrjuð að raða disk- um á dúkað eldhúsborðið —" Feðgarnir á Fremra-Núpi e. Ingibjörgu Sigurðardóttur. Heima er bezt. Heilsuverndarstöð Akureyrar: — Eftirlit með þunguðum konum fimmtudaga kl. 4—5 e. h. — Ung- barnaeftirlit miðvikudaga og annan hvern mánudag kl. 1—2 e. h. Þarf að pantast í síma 1977 og 1773. — Hvorttveggja þetta fer fram I Hafnarstræti 81, neðstu hæð. — Berklavarnir: Þriðjudaga og föstu- daga kl. 2—3.30 e. h. og bólu- setningar fyrsta mánudag hvers mánaðar kl. 1—2 e. h. — Hvort- tveggja í húsnæði Berklavarnar- stöðvarinnar við Spítalastíg. Matthíasarsofnið opið kl. 2—4 e. h. alla virka daga, nema laugar- daga. Framhald af 1. síðu. raforkuþörf Norður- og Austur- lands, en eftirfarandi 3 mögu- leikar eru teknir til meðferðar í skýrslu Sigurðar Thoroddsen: 1. Laxársvœðið: Sama orkuveitusvæði og nú er. 2. Norðurland: Hrútafjörður — Þórshöfn. Orkuveitusvæðið stækkað með veitu vestur til Skagafjarðar, norður til Siglufjarðar og aust- ur til Þórshafnar. 3. Norður- og Austurland: Fyrrnefnt svæði (2) að við- bættu Austurlandi, allt suður fyr ir Hornafjörð. í skýrslunni eru línurit, er sýna aflspá fram til ársins 1986 fyrir ofangreind svæði, og eru virkjunarstigin við Brúar, sem henta hverju sinni felld að línu- ritunum. Gert er ráð fyrir, að aflþörfinni verði fullnægt með vatnsafli yfirleitt, en fram til árs- ins 1968 verði aflþörfinni full- nægt á annan hátt, en talið er að fyrr verði ekki lokið hinum fyrsta áfanga virkjunar við Brú- ar. Lauslegar athuganir benda til þess, að byggingartími þeirra virkjunarstiga, sem til greina koma sem 1. áfangi séu um 3 ár. Verði orkuveitusvæðið hið sama og nú er, Laxársvæðið, eru virkjunarþrepin samkvæmt 2. og 3. tilhögun nokkuð stór. Með 1. tilhögun fengist auðveld- ari byrjun, en heildarvirkjunin verður dýrari. Svipað er að segja um 2. orkuveitusvæðið. Fyrir 3. orkuveitusvæðið, Norður- og Austurland, vex afl- þörfin örast. Fyrir þetta svæði mundi henta vel að virkja sam- kvæmt 2. og 3. tilhögun í áætl- un Sigurðar Thoroddsen. Með 3. tilhögun mundu tvö fyrstu virkjunarstigin verða fullnýtt á um 5 árum hvort, hið 3. á um 4 árum og hið 4. og síðasta á um 4 árum. Heildarvirkjun Laxár við Brú ar yrði þannig fullnýtt á árun- um 1985—1990. Af framansögðu sést, að heildarvirkjun Laxár við Brúar mundi henta bezt fyr- ir orkuveitusvæði, sem nær yfir Norðurland og Austurland. Telur Sigurður Thoroddsen ó- líklegt, að hægt verði að full- nægja orkuþörf þessa orkuveitu- svæðis ódýrar með virkjunum annars staðar en við Brúar, ef virkjað er fyrir almenningsnotk- un eingöngu. Áætlun um flutningsvirkj un, sem þarf til stækkunar orkuveitu svæðanna hefur að vísu ekki verið gerð, og þar af leiðandi ekki heldur kostnaðar- eða hag- kvæmnissamanburður á þessum þremur möguleikum, enda kem- ur þar einnig til samanburðar við aðra virkjunarmöguleika. Að lokum segir svo í álits- gerð Sigurðar Thoroddsen: „Að öllu athu;guðu vörður ekki annað sagt en að virkjun- arstaðurinn við Brúar sé heppi- legur. Tæknileg vandamál í sam bandi við framkvæmdir fáar og ekki umfram það, sem eðlilegt má teljast á góðum virkjunar- stöðum og virkjunarkostnaður tiltölulega mjög vægur. Þar er nægt afl og orku að fá fyrir orku veitusvæði, er nær yfir Norður- og Austurland, næstu tvo ára- tugi, auk þess að annað eins má virkja ofar við Laxá, Mývatns- virkjanir, væntanlega á líku verði.“ Það er álit Laxárvirkjunar- stjórnar að þessar virkjanir við Laxá þoli fyllilega samanburð I við aðrar þær virkjanir, sem til beri fullt tillit til hinna miklu möguleika, sem Laxá í Suður- Þingeyjarsýslu hefur í sam- bandi við orkuöflun fyrir Norð- urland, jafnvel Austurland og Suðurland, áður en ákvörðun er tekin um aðrar hugsanlegar leið- ir. Léreftstuskur hreinar og góSar kaupum við haata varðL Prentsmiðja Björnt Jónssonar h.f. Bflma-Olpur stungnar með hettu gular, rauðar, bláar Stærðir 2-3-4 V erzl. Ásbyrgi h.f efiii í pils og kjóla í miklu úrvali. Markaðurinn Sími 1261 í sumarfríið: STRETCH BUXUR SKYRTUBLÚSSUR VESTI úr leðurlíki, 4 litir ALLT í GORYSE SALOME Westmore púður Westmore make-up Westmore spiral mas- cara, svart og brúnt Westmore eye liner, 3 litir Westmore varalitir Misslyn naglalakk, 25 litir Clairol hárnæring Clairol hárlitur og hárskol Clairol shampoo Verzlunin HEBA Sími 2772. Berjaferð Verkalýðsfélagið Eining ráðgerirað fara í berja ferð á Flateyjardal um aðra helgi. — Nánari upplýsingar á skrifstofu verkalýðsfélaganna. Sími 1503. Berjaferð verður farin að Nesi ■ Aðaldal sunnudaginn 16. ágúst n.k. — Lagt verður af stað kl. 8,30. — Þátttaka tilkynnist fyrir kl. 5 e. h. á laugardag. Skipagötu 13, Akureyri. Sími 2950. Barnarúmin væntanleg næstu daga. Verkamaðurinn Vikublað. — Útgefendur: Sósíalista- félag Akureyrar og FulltrúaráS AlþýSu- _________________________________ bandalagsins í NorSurlandskjördæmi eystra. Skrifstofa blaSsins er í Brekku- götu 5, Akureyri, sími 1516. — Ritstjórar: Þorsteinn Jónatansson (áb.) og Kristján Einarsson frá Djúpalæk. — ÁskriftarverS kr. 100.00 árgangurinn. — Lausasöluverð kr. 2.00 eintakiS. — BlaðiS kemur að jafnaði út á föstudögum. — PrentaS í Prentsmiðju Björns Jónssonar h.f., Akureyri. Verkamaðurinn (7 Föstudogur 14. ógúst 1964.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.