Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 21.08.1964, Page 3

Verkamaðurinn - 21.08.1964, Page 3
SKYNDI ■ UTSALA Mánndag — l>rið|ndag — Hiðvikndag FYRIR KARLMENN: FYRIR DRENGI: FÖT frá kr. 900.00 FÖT frá kr. 800.00 FRAKKAR frá kr. 500.00 JAKKAR (Tweed) frá kr. 500.00 STAKIR JAKKAR frá kr. 500.00 ÚLPUR kr. 450.00 STAKAR BUXUR frá kr. 400.00 BUXUR frá kr. 300.00 Komið og notið þetta ágæta tækifæri til að gera góð kaup. PEYSUR frá kr. 250.00 STAKKAR frá kr. 150.00 Lítið eitt af SKYRTUM, ódýrar KOLLUR? Já, að vísu, en þefta er einnig smáborð. Þú skrúfar 3 skrúfur og pakkar honum ■ meðfylgjandi öskju. Hann er handhægur í tjaldstað og stofu. Stóll-borð. AÐEI NS HJÁ Valbjörk h. f. Sími 2420 Er það gert til hagrsðis fyrir fólhið? Nú um nokkurn tíma hefur Rafveita Akureyrar hagaS inn- heimtu rafmagnsgjalda á þann veg, að nú er innheimt fyrir tveggja mánaða tímabil í einu, í stað þess að mánaðarlega var innheimt áður. Hefur þessi breyt ing valdið nokkrum óþægindum fyrir gjaldendur, þ. e. að oft er ekki nægilegt fé fyrir hendi til að greiða rafmagnsreikninginn, þegar hann er sýndur og lendir hann því í vanskilum. Að slá nærstaddan kunningja eða vin um peninga er ekki alltaf auð- farin leið, og ekki eiga menn alltaf innangengt í peningastofn- anir bæjarins. Þessi leið er því til muna auðfarnari til að loka fyrir rafmagnið hjá notendum en hin. En auðvitað segja ráða- menn þessara mála: Þetta er fólk- inu sjálfu að kenna, það á að taka til mánaðarlega nægilegt fé til greiðslu rafmagnsins. Ef þetta væri í raun og veru svona ein- falt, væri allt í himnalagi, en hinar daglegu þarfir heimilanna eru það miklar og kalla alltaf á meiri og meiri útgjöld, og pen- ingurinn er látinn af hendi sé hann til á heimilinu. Það hafa margir notendur rafmagns hér í bæ, fært það í tal við mig, að þeir teldu þessa breyttu inn- heimtureglu lakari og erfiðari við að fást en hitt, að geta greitt sinn reikning mánaðarlega eins og var. — Þessu þarf að breyta. Rafveitan hefur þá sérstöðu, að sé rafmagnsskuld ekki greidd á tilsettum tíma, getur hún látið rjúfa strauminn. Hvað hún er ströng í þessu er mér ekki full- kunnugt, þó mun það vera í þó nokkrum tilfellum, og ætla má, að þeir verði fyrir því, sem að jafnaði minnstu greiðslugetuna hafa, en þá tekur ekki betra við, rafveitan mun hafa heimild und- ir slíkum tilfellum að krefjast sektargjalds, ef þeir opna fyrir rafstraum, eftir að skuldin hefur verið greidd, eða um hana sam- ið, nemur gjald þetta kr. 50.00 í hvert sinn. Verkamaður einn tjáði mér, að einn daginn er hann kom heim úr vinnunni, hafi verið þar staddur maður frá rafveitunni og tilkynnt sér lokun fyrir rafmagnið. Verkamaður- inn óskaði eftir fresti meðan hann næði sambandi við inn- heimtuskrifstofuna og semdi um skuldina, sem var auðfengið. En það kostaði fimmtíu kall. Ef þetta dæmi er sannleikan- uin samkvæmt, sýnist mér að raf- veitan fari nokkuð út fyrir þá samþykkt sem bæjarstjórn gerði um opnunargjald rafveitunnar á fundi sínum 28. jan. s.l. Að lokum þetta: Ég get ekki að því gert, að mér finnst að á sama tíma, sem rafmagnsverðið er hækkað stórlega, hefur dregið að sama skapi úr hinni almennu þjónustu rafveitunnar varðandi innheimtu og annað, sem að þeim málum lýtur, og vildi ég vona að rafveitustj óri og raf- veitustjórn tækju það til athug- unar hvort ekki væri fært að haga innheimtunni á annan og betri veg en nú er gert. Jón Ingimarsson. Vanti ykkur eitthvað ó barnið, þó lítið inn í VERZLUNINA HLÍN Brekkugötu 5. Föstudagur 21. dgúst 1964 Verkomaðurinn — (3

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.