Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 21.08.1964, Blaðsíða 5

Verkamaðurinn - 21.08.1964, Blaðsíða 5
Lárus Rist. Myndin tekin á Odd- eyrartanga, þar sem hann fyrrum hóf sundið fræga. að eigendur veiðisvæða Ólfusár geri sér grein fyrir þætti hennar í fjölgun fiska. Hún endar líf sitt, Varmáin, í fangi Ölfusár eftir að hafa þrætt sig í gegnum alls konar hömlur og áveitu- skurði „Foranna" og skift um nafn þar. Þetta með áttir er alltaf vanda- mál. „Það eru nú raunar engar áttir í Skarðinu sjálfu, en aust- I an og norðan við", var einhvern | tíma sagt um Ljósavatnsskarð. * I Hveragerði er suðrið lang i breiðast, og þess þarf, svo öll j rigningin komist í gegn. Austrið | og vestrið eru ósköp mjósaraleg I en norðrið er hálfdrættingur á ; við suður. Nú sjá menn Surtsey I gjósa, hérumbil í hásuður frá 1 þorpinu, en þess þarf ekki, nóg- ar gufur á staðnum. f heild er fallegt hér. En Hamarinn var djásn staðarins og fegurðarunnendur girtu hann af og gróðursettu tré og vörðu þær mörgu tegundir grasa, sem töldu það stolt sitt að vaxa þarna. Neðan við Ham- arinn voru sléttir melar og ungir menn höfðu lagt í það vinnu og fé að skapa þarna leikvang. En svo kom hagkvæmnin, framtak- ið, og reisti ullarþvottastöð þar og þá grét huldan í hamrinum og snéri sér til veggjar. Aldrei hefði listamanni dottið ullarþvottur í hug í sambandi við þennan stað. En raurihyggj- an er fædd blind. Aftur á móti setur Elliheimilið myndarsvip á þorpið vegna snyrtilegrar um- gengni. FÓLKID. Fólkið er komið á þennan stað sitt af hverju landshorni. Ég hygg að hver sýsla, jafnvel hreppur landsins, eigi þarna Föstudagur 21. ógúsi 1964 fulltrúa. Þess vegna var þetta allt svo lifandi, ferskt og skemmtilegt. Persónuleikinn svo sterkur í hverjum og einum, að þetta var eins og hópur sjálf- stæðra ríkja, hvert heimili. Fólk rann ekki saman í hóp, kastaði ekki einkennum landshluta síns. Fljótsdalshérað leggur til for- mann Verkalýðsfélagsins, Norð- fjörður hreppstjórann, Vestfirð- ir aðal verzlunarmennina og Sauðárkrókur bakarann. Skag- firðingar smíða hurðir og fleiri trékúnstir ásamt fleirum og Ey- firðingur stjórnar hæli N.L.F.Í. Þannig mætti lengi telja. Og listamennirnir voru auðvitað allra sveita kvikindi líka. Að ég nú ekki tali um sjálfa undirstöð- una, garðyrkjumennina. Af þessu mikla sjálfstæði ein- staklinganna leiddi óneitanlega árekstra. Pólitík hefur alltaf ver- ið hörð hér og vægðarsmá. Kannski gæti þjóðin lært ofur- lítið af Hvergerðingum og not- fært sér gagnvart ríkisstjórn. Hér hafa þeir það eins og Frakk- ar höfðu það fyrir tíma De Gaulle. Þeir reka miskunnar- laust alla yfirmenn, sem þeim líkar ekki við, og kannski hvort sem er. Þetta veldur því, að em- bættismenn hafa alltaf hita í haldi, séu þeir teknir aftur, halda þeir sér á mottunni. Menn vinna að sínu, hver í Gunnar Benediktsson. sinni gler og gullkistu. Ræktun er höfuðverkefnið og færir garðyrkj umenn á hverju strái. Fegurð garða og gróðurs í hús- um, glerhúsum, vann svo mikla aðdáun strax í upphafi, að þorp- ið var kallað: Garðyrkju- og listamannabær. Því miður (já, hlæið). Stað- urinn er að breytast í iðnaðar- og garðyrkjuþorp. Ullarþvotta- stöðin og væntanlegar viðbygg- ingar munu taka æ fleiri menn til sín. Nú vinna þar 10 manns. Þarna er iðnfyrirtækið Magni, sem framleiðir tjöld, svefnpoka, teppi og barnaútifatnað o. fl., o. fl. Trésmiðja, steypustöð og bifvélaverkstæði. Þetta endar allt í hversdags- leik, en rósirnar anga þó. Og svo verður afgangur fólks- ins þjónalið í „Mótelinu", hótel- inu, Hælinu. Þjónustan við ferðafólkið heimtar sitt. En fjar- skylt er það hinum sjálfstæðis- fæddu innbúum. Og alls staðar er hægt að fá keyptan hafra- graut. LISTAMENN. Það mun algert einsdæmi að slíkur hópur listamanna safnist saman á einum stað, eins og var um tíma i Hveragerði. Enginn mun fær að skýra, hvers vegna. Þeir bara komu, byggðu sér hús eða leigðu, og voru þarna. Kannski var þetta einkisvert í augum þorpsbúa, en út á við var þetta auglýsing, uppsláttur. Þarna áttu flestar listgreinar sinn fulltrúa, þarna voru þjóð- f rægir menn: Kristmann, nokkur á uppskeruhátíðum enda verið að fagna þroska vín- þrúgunnar og ásta-eplisins. Leiklistarlíf var alltaf mikið í þorpinu, flesta vetur var flutt leikrit og voru listamennirnir allir heimamenn, þó fengnir væru oft leiðbeinendur að. Með þessi leikrit var svo farið á nær- liggjandi staði og þótti vel tak- ast. Lagt var í stórverk eins og t. d. Fjalla-Eyvind. Sönglistin átti einnig sína full- trúa hér. Listamennirnir í Hveragerði, lífs og liðnir, eru og verða sér kapítuli í sögunni. Hvenær hann verður skráður veit enginn, en hér var „Unuhús" góðra lista á löngum tíma. Mörg verk á þjóðin unnin á þessum einkenni- lega og fagra stað. tóbak o. f]., ekki veit ég árang- ur. Sundlaugin. — Einn furðu- fuglinn, sem kom til Hveragerð- is á frumbýlingsárum þess, var kempan Lárus J. Rist. Hann var allur í leikfimi og líkamsrækt (fyrirleit íþróttir, þar sem keppnissj ónarmið ráða). Sund var ein af uppáhaldsgreinum Lárusar, enda var hann frægur sundgarpur sjálfur. Hér var svo sannarlega vert að hugsa um sundið. Heita vatnið rann sjálf- krafa hvert, sem þú vildir. Og Lárus átti þessa dýrðlegu bj artsýni, sem lokar augum fyrir erfiðleikum og hefst handa. Hans verk er hin 50 m. langa sundlaug í Hveragerði. Laugar- skarð er fagurt að sjá tilsýndar vegna staðsetningar og húsið ber stíl, þótt nú sé það ekki full- komið lengur nema vegna síðari Hin nýja ullarþvottastöð SÍS í Hverogerði. Hamarinn í baksýn. (Ljósm. K.E.) Jóhannes, Gunnar, Höskuldur, Kristinn, Ingunn, Ríkarður. — Skáldsagan, ljóðið, ritgerðin, myndlistin, tónlistin. Það hefði verið létt verk að finna 15—20 stykki frambærilegra listamanna þarna á tíma. En svo kom þetta einkennilega aftur. Eins og þeir komu án til- efnis, hljóðlega. Þannig fóru þeir sinn veg hver, einnig hljóð- laust. Þeir hurfu einn og einn inn á önnur svið, aðra staði. Þó sitja nokkrir eftir enn. Kannski hverfa þeir líka og framleiðsla andlegra verðmæta hverfur fyrir nytseminni. En þeir settu svip á bæinn, kringum þá var gestkvæmt. Garður Kristmanns var sóttur af hundruðum ferðamanna. Alkunnar voru uppskeruíhá- tíðir Hvergerðinga, samkvæmi góð. Þar lögðu listamennirnir alltaf til efni af margskonar gerð. Gamanbragir þeir, sem þarna urðu til og voru fluttir almenn- ingi, þóttu oft snjallir, en á stöðum, þar sem fólk er næmara fyrir sjálfsáliti sínu, myndi ein- hverjum hafa þótt nærri sér höggvið. Hér var ekki verið að skera utan af hlutunum og ávirðing- ar borgaranna og listamannanna sjálfra vægðarlaust dregnar fram í dagsljósið. Ölteiti var SKOLAR LIKAMSRÆKT. Þarna hefur lengi starfað garðyrkjuskóli ríkisins að Reykj úm. Margir ágætir garðyrkju- menn hafa komið þaðan, ýmist til að rækta betur og meir í þorpinu sjálfu eða færa þessa mennt á fjarlægari staði, þar sem skilyrði voru. En það er jarðhitinn, sem stendur undir allri sögu þessa staðar í fjalls- krikanum. Það má kallast fastur liður í áætlun ferðaskrifstofa að koma við í Hveragerði, sjá gjósandi borholur og Garðyrkjuskólann á Reykjum. Ýmsar tilraunir voru reyndar þar með ræktun viðkvæmari tegunda, t. d. kaffi, Árný Filippusdóttir. viðbótar og endurbyggingar. — Brjóstlíkan af Lárusi stendur nú á brekkuhallanum yfir lauginni. Hið mikilúðuga, kafskeggj aða andlit skyggist yfir vatnsflötinn og sér æsku og elli njóta lífsins í óskalauginni. Hann má vera ánægður lífs og liðinn, gamli maðurinn, verk hans var ekki til einkis unnið frekar en Jónasar læknis. Auðvitað gerði Ríkarður myndina af Lárusi. I sömu andrá og við nefnum Lárus, má nefna hina fjölvísu skólastýru Kvennaskólans á Hverabökkum, Árnýju Filipus- dóttur. Hún kom þarna upp og starfrækti nokkur ár kvenna- skóla, einkastofnun, sem setti rósrauðan blæ á allt mannlíf þorpsins um vetur. En skóli þessi starfar ekki lengur. Árný heldur þó enn uppi frægð staðarins með hannyrðum og blóma- myndagerð. Hún var sjálfkjörin verndari listamanna og því trúi ég ekki að nokkurt skáld hafi soltið í Hveragerði hafi það átt skjól á Hverabökkum. Hún er ósínk, Árný. Og ég held það sama gildi um langflesta íbúa þorpsins. Barna- og unglingaskóli er þarna og myndarlegur. Hann er sameiginlegur fyrir þorpið og Olfusið. Börnin úr sveitinni eru Framh. á 7. síðu. Verkamaðurinn (5

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.