Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 21.08.1964, Page 7

Verkamaðurinn - 21.08.1964, Page 7
„Hveragerði..." Framh. af 5. síðu. keyrö þangað og þaðan daglega. Við skóla þenna starfa og hafa starfað miklir persónuleikar og húsvörðurinn, Kári Tryggvason rithöfundur, gerir hann að heimili. „Svo þakka ég þér fyrir prest- inn“. í Hveragerði var prestur allan skáldablómatíma þess, séra Helgi Sveinsson. Hann var skáld gott og afburða hagyrðingur og húmoristi. Ræður hans voru góðar af slíku pródúkti að vera og maðurinn sérkennilegur og skemmtinn. Séra Helgi fórst af slysförum út í Kaupmannahöfn sl. vor. „Hveragerði er heimsins bezti staður“, söng fólk og sagði. Það var ágætt. Hver þróun þess verð- ur er ekki gott að segja, en ó- trúlega verður hún lík uppbygg- ingarárunum. Frumbygging, allt á rúi og stúi, ekkert skipulag, smekkvísi eftir brjóstviti hvers og eins. Hamarshöggin dynja og nýtt hús risið í dag, þar sem ekkert var í gær. Listamenn á skemmtigöngu, skyggnast um eftir blómi eða sérkennilegum steini. Það hafði orðið til nýtt kvæði, lag eða hugmynd um sögu. Atriði, upp- götvað í Sturlungu, sem hafði verið rangtúlkað, var að endur- skoða. Pólitísk þrætumál, gall- aður embættismaður, sem varð að reka. Snöggur j arðskj álfta- kippur „hverakippur“. Nýtt gufugos úr borholu. — Þorpið allt undir regnhogalitaðri úða- slæðu. Ný vísa, sú bezta? — Þannig var það, held ég. Þó er allt ósagt. k. Heilsuverndarstöð Akureyror: — EFTIRLIT með þunguðum konum fimmtudaga kl. 4—5 e. h. — UNG- BARNAEFTIRLIT miðvikudaga og annan hvern mánudag kl. 1—2 e. h. Þarf að pantast í síma 1977 og 1773. — Hvorttveggja þetta fer fram í Hafnarstræti 81, neðstu hæð. — BERKLAVARNIR: Þriðju-' daga og föstudaga kl. 2—3,30 e. h. og bólusetningar fyrsta mánudag hvers mánaðar kl. 1—2 e. h. — Hvorttveggja í húsnæði Berkla- varnarstöðvarinnar við Spítalastíg. Ég tók þessa ráðleggingu til alvarlegrar íhugunar og gerði ráðstafanir samkvæmt henni tafarlaust. Fyrsta sporið var að geyma aldrei tóbak inni í baðstofu, þar sem ætíð var þægilegt að ná til þess. Geymslustað kaus ég í skála nokkrum langt fram í bæ, og þangað varð ég að sækja hverja pípufylli, eina í einu. Skáli þessi kemur síðar við sögu. Eitt sinn spurði ég prestinn hvert álit hans væri á þessum draugasögum sem gengju hér fjöllum hærra. Hann sagðist halda að öll tildrög þeirra mála væru óábyggilegar þjóðsagnir. Hann sagðist aldrei hafa séð neitt grunsamlegt, enda ekki skyggn. Vorið leið hjá og sumarið einnig. Haustannir byrj- uðu og nótt tók smám saman að lengja fet fyrir fet. Snemma á jólaföstu hlóð niður töluverðum snjó, en innan fárra daga gerði hláku svo mikla að öll þessi fönn þiðnaði á skömmum tíma. Ég hélt enn sömu háttum um tóbaksnotkun, náði vanalega í eina pípufylli um háttatíma hvert kvöld. Húsaskipun á Kúlu var slík, að úr baðstofu voru löng göng þráðbeint til bæjardyra. Tvennar voru krossdyr á þessari leið, leiddu hinar innri til búrs og eldhúss, en hinar fremri til stofu og skála þess sem fyrr er nefndur. Andspænis inngangi stóð í horni skálans gamall bekk- ur sem einu sinni hafði tilheyrt einhverri gamalli kirkju á staðnum. Á vegglægju yfir bekknum geymdi ég tó- baksbirgðir mínar, en svo hátt var til vegglægjunnar, að ég varð að stíga upp á bekkinn til að ná alla leið. Ætíð fór ég þessar aðdráttarferðir ljóslaus, því hús- bændunum var ver við ljósagang frammi í bænum seint á kvöldin. I raun og veru var mér heldur í nöp við öll dimm göng, sérstaklega um og eftir háttatíma, ekki af því að ég væri beinlínis myrkfælinn, en ég bar einhverja van- mættiskennda lotningu fyrir hlutum og fyrirbærum sem voru álíka torskilin og flökkunáttúra þessara aftur- gengnu klerka, þótt ég hins vegar teldi slíkar sagnir tóman þvætting. Eitt kvöld las ég í bók langt fram á kvöld, gleymdi stund og stað þar til ég leit upp og sá að allir voru háttaðir og flestir í svefni. Fyrsta hugsun mín var, að fá mér í pípu undir svefninn. Ég snaraðist fram á loft- skörina og leit niður í kolsvart myrkrið, sem líktist mest einhverjum voðalegum og dularfullum undirheimum, þar sem allra óvætta gat verið von. Úti var auð jörð og hlákumyrkur eins og áður var getið um. Tæplega hálfvaxið tungl óð í skýjum og kastaði daufri draugslegri skímu á veggi og gólf, þegar vindurinn svipti kafþykkum skýflókunum frá því að- eins augnablik í senn. Ég staulaðist ofan í myrkrið sem var svo biksvart og þétt að ég gat næstum þreifað á því. Það lagðist að vitum mínum eins og þvöl, fúl blæja svo mér lá við andköfum. Þegar fram í göngin kom, fann ég ískaldan gust koma í fang mér fram göngin. Mér flaug í hug að gleymst hefði að loka bænum. Ég þreifaði mig í flýti fram göngin til þess að loka bæjar- hurðinni, en þegar þangað kom, var hún harðlæst eins og vanalega. Ég ásetti mér að hraða þessari pílagríms- göngu minni eftir föngum og snaraðist inn í skálagang- inn. Gangur þessi var í gegnum þykkan torfvegg og þegar hann þraut, tók við breidd skálans sjálfs inn í hornið þar sem gamli kirkjubekkurinn stóð. Á þessu augnabliki stalst aftur dauf skíma frá tunglinu beint inn í hornið og á bekkinn, en birtan var svo dauf að torvelt var að greina hlut þó á félli. Ég sá bekkinn, meðfram ef til vill af því að ég vissi af honum þarna, en það var eitthvað meira sem ég sá óljóst, en sem þarna átti ekki að vera en ég gat ekki gert mér grein fyrir hvað var. Þá dró allt í einu fyrir tunglið og þessi litla glæta sem það veitti, drukknaði skyndilega í myrkurshafinu sem féll yfir og bannaði alla sýn. Ég beið í dyrunum þar til enn læddist ný Ijósglæta ofur feimnislega gegnum sortann inn á bekkinn. Ég hafði þokað mér gætilega nokkur fet nær ef ske kynni að ég gæti greint eitthvert form á þessu fyrirbrigði. I þessari óljósu birtu sýndist mér nú við nána athug- un, að strákur sæti á bekknum. Tími vannst ekki til írekari athugana því skýjabakka rak fyrir tunglið enn á ný. Ég færði mig ofurlítið til hliðar, úr stefnu frá dyr- unum, ef ske kynni að strák þessum dytti í hug að taka til fótanna og stökkva til dyra, þá væri betra að verða ekki á vegi hans, heldur gefa honum nægilegt olnboga- rúm. Eftir nokkur augnablik losnaði tunglið við skýja- klakkana og varpaði sömu draugalegu skímunni inn í hornið. Nú sá ég dálítið greinilegar en fyrr, vegna þess að ég hafði fært mig nær með mestu varhyggð. Ég sá sæmilega glöggt að þetta var í stráks líki, með stígvél á fótum og í mórauðri úlpu. Hausinn sýndist mér ein- kennilegastur. Andlitið var kafloðið og augun svo voða- leg að mér fannst þau ganga í gegnum mig. Ég hafði eitt sinn lesið sögu af manni, sem datt niður dauður af hræðslu, af því hann sá í augu á höggormi undir rúmi sínu, en sá höggormur var löngu dauður og látinn þarna af hrekk. Með þessi augu var allt öðru máli að gegna, þau voru lifandi og hreyfðust þegar þau horfðu á mig. Nú datt mér í hug að þetta væri brella einhvers stráks þarna úr nágrenninu, sem ef til vill vissi um þessar kvöldgöngur mínar og vildi skjóta mér skelk í bringu. Ég kallaði því til hans og bað hann að segja til sín áður en annarhvor okkar hefði verra af. Ekkert svar fékk ég annað en það, að hann fór að velta vöngum og kinka kolli framan í mig. Hann lagði hausinn út á axl- irnar á víxl og ofan á bringu og aftur á bak milli herð- anna. Enn hvarf tunglsbirtan og ekkert heyrðist innan úr horninu. Ég hafði ætíð haldið því fram, að fyrirburðir líkir þessum hefðu allir eðlilega skýringu ef aðeins tími gæfist til rannsókna á öllum kringumstæðum. Ég áleit að skilningarvit manna gætu auðveldlega dregið þá á tálar. Misheyrn og missýning var ekki óalgengt fyrir- brigði. Ég var nú búinn að rannsaka þetta eins vel og í mínu valdi stóð, að undanteknu því að ganga beint inn í hornið og fara höndum um þennan djöful, en það hefði ég ekki getað, þó öll ríki veraldarinnar hefðu verið í boði. Sú eina leið er hér virtist fær, var sú, að snúa aftur til svefnhúss og kalla túrinn ekki góðan. En þá tók ekki hetra við. Það var nú fyrir sig að standa andspænis þessum óvætt augliti til auglitis, en að snúa við honum baki var ekki um að tala, því það kvað vera eðli þessara fjanda að ráðast aftan að mönn- um ef þeir sjá tækifæri. Ég áformði því að ganga afturá- hak fram skálaganginn út í aðalgöngin og athuga þar ráð mitt. Engin skíma hafði komið í skálann í eina eða tvær mínútur, svo ég vissi ekki hvort allt var þar í sömu skorðum á bekknum, en ég treysti að svo væri, svo mér gæfist færi að sleppa út. Ég sneri til dyra og fetaði mig gætilega afturábak með veggnum út í ganginn. Þegar ég var kominn nokkur fet út úr skálanum rak ég fótinn í eitthvað oddhvasst á gólfinu, sem meiddi mig dálítið. Þetta bætti ekki um skap mitt eftir aðrar undanfarnar hrakfarir. Ég þreif- aði fyrir mér hvað þetta mundi vera og fann þetta vera all stóran, gamlan steðja, með oddhvössu nefi á öðrum endanum. Ég greip upp steðjann sem var all- þungur, snaraðist inn í skálann og varpaði honum af öllu afli inn í hið margumtalaða horn. Að vörmu spori heyrði ég illilegt hvæs og fótagang, hrak og bresti. Einhver vera þaut eins og elding út göngin. Ég heyrði tíðan, urrandi andardrátt þegar hún skauzt fram hjá mér. Mér gat ekki dulizt, að hér var um að ræða lifandi veru, gædda holdi og hlóði og ásetti ég mér því að bíða við og rannsaka vegsummerki í horninu. Eftir drykklanga stund sendi tunglið daufan geisla inn í skálann. Sá ég þá svo glögg vegsummerki að ekki varð á villst. í horninu lá gamli bekkurinn allmikið laskaður og þar hjá var fullur kolapoki með steðjann að hálfu inni í svöðusári á hliðinni. Þar hjá lágu reiðstígvél af prestinum. Ég yfirheyrði nú þessi þögulu vitni og rannsakaði alla afstöðu þeirra í málinu og komst auðvitað að þeirri niðurstöðu, að einhver hefði látið pokann á bekkinn um daginn og stígvélin undir bekkinn samtímis, en þau náðu nákvæmlega upp að bekkbrúninni og mættu þar pokanum. En ég fann hvergi hausinn, þýðingarmesta partinn. En þá datt mér í hug full ráðning gátunnar. Á heimilinu var köttur einn merkilegur, hann hafði þann sið að ráfa stundum um bæinn fyrripart nætur, annaðhvort til veiða eða einhverra sérstakra rannsókna. Ég og kötturinn vorum tryggir vinir, hann svaf í rúmi mínu flestar nætur. og var mér fylgisamur um daga. Vitanlega hlaut hann að hafa staðið á pokanum, þekkt mig í myrkrinu og verið að tala við mig á sínu þegjandi hreyfinga tungumáli, þegar mér sýndist hann kinka kolli til mín. Ég taldi það með mínum helztu lánstilfellum að hitta ekki köttinn með steðjanum, en ástæðan til þess var sú, að steðjinn var þungur og lækkaði því á fluginu sem betur fór. Þegar inn kom bjóst ég við að sjá kisu í rúmi mínu að venju, en hún hafði þá tekið sér hvíld í auðu rúmi skammt frá. Ég fór þangað og leitaði um sættir, en hún var hin snúðugasta og neitaði að hlýða á nokkrar afsakanir frá minni hálfu. Eftir fáa daga greri þó um heilt að fullu og við urðum jafngóðir vinir sem fyrr. Ég hef oft hugsað um það síðan, hvílík fyrirtaks draugasaga þetta hefði orðið, ef ég hefði ekki af hend- ingu fundið rétta ráðningu. Draugurinn væri ennþá í meðvitund minni að velta vöngum framan í mig, svo andstyggilega kunningjalega, innan úr skálahorninu. Föstudagur 21. ágúst 1964 Verkamaðurinn (7

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.