Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 28.08.1964, Qupperneq 1

Verkamaðurinn - 28.08.1964, Qupperneq 1
Verkamaðurinn lllugastoðir ó Vatnsnesi, hinn mikli örlagabær. Á eyjum, skerjum og björg- um rétt við túnfótinn verpir æðurinn. Gamli bærinn fró tíð Guðm. Ketils- sonar, sést bera við sjóinn lengst t. v. Smiðjusker er þar framundan. Þar stóð smiðjukofi Notans, hins slynga ólónsmanns. Sjó SKRJÁF I SKRÆÐUM. eftirsóttar bækur á þá bæi, er hafa þær 3—4 vikur, því ef þeir bæir eru látnir sitja fyrir, eru það aðeins 5—8, er fá að lesa bókina yfir veturinn. Til dæmis lánaði ég eftirsótta bók eftir Guðrúnu frá Lundi, fyrst til þeirra, er flýttu sér með eftirsóttar bækur og voru 17 bæ- ir búnir að lesa hana um miðj- an vetur, en svo lánaði ég hana í hinn flokkinn, og þá komst hún aðeins á 4 bæi það sem eftir var vetrar, og áttu þá jafnmargir seinlátir eftir að fá bókina og hún hefði ekki komist nema á 8 bæi, ef þeir seinu hefðu byrjað á lestrinum. — En hvað líður fjárráðum ykkar? Hvaðan hafið þið fé? — Tekjurnar eru afnotagjöld, styrkur frá hrepp og ríki sam- kvæmt lögum og aðrar tekjur. Og síðan Sólgarður kom til sög- unnar höfum við haldið sam- komur árlega til ágóða fyrir safn ið og ætíð haft góða aðsókn úr sveitinni og góðar tekjur, svo það hefur ver.ið til jafnaðar um fjórðungur teknanna. Síðustu tíu árin höfum við keypt 129 bækur til jafnaðar á ári, en út koma árlega um 600 bækur og ritlingar, en helmingurinn af því kemur til greina fyrir svona smærri bókasöfn, það er því vandi hvað á að kaupa og hvað ekki. Og árin 1939 til 1954 voru keyptar aðeins 34 bækur á ári. V.ið höfum því á þessum seinni árum keypt allmikið af eldri góðum bókum, er vantaði, eink- um skáldrit. — Kaupið þið aðallega skáld- sögur? — Nei, svona rúmlega helm- ing. Við kaupum alltaf mikið af þjóðlegum fróðleik og aðrar fræðibækur. Og við eigum um 70 ljóðabækur og 70 leikrit. — En hvað vill fólkið helst lesa? — Kröfur fólksins til lestrar- efnis eru mjög ólíkar. Margir vilja aðeins þjóðlegan fróðleik. Aðrir íslenzkar skáldsögur. Sum- ir hafa mest gaman að leynilög- reglusögum. Sumir sökkva sér niður í ferðasögur, telja að þær flytji bæði skemmtun og fróð- leik. En sá hópur mun þó vera fjölmennastur, er þykir vænzt um ástarsögur, þar sem ástin sigrast á hinum mörgu hindrun- um, er hinn vondi heimur leggur í götu elskendanna. Nú svo fáum við alltaf ögn af gjafabókum Framhald á bls. 2. Spurt frétta úr Eyjafirði Magnús Hólm Árnoson að Krónustöðum í Eyjafirði ú alloft erindi til Akureyrar vegna ýmissa starfa sinna fyrir byggð og bú. Sjaldnast lætur hann hjú liða að lita inn hjú Verkamanninum og er jafnan hinn kærkomn- asti gestur. Eitt sinn fyrir skömmu notuðum við tækifærið til að kryfja hann um fréttir úr Eyjofirði innanverðum og þó alveg sérstaklega af uppóhalds- fósturbarni hans, Bókasafni Saurbæjorhrepps. Fara svör hans hér ó eftir: Úr sveitinni eru alitaf fréttir, þó við sleppum nú alveg veðrinu og látum útvarpið um þær frétt- ir. Bændur halda áfram að rækta jörðina og byggja hús. í Sam- komugerði er verið að byggja íbúðarhús og einnig í Nesi. Þá er nær fulllokið byggingu á stóru og vönduðu íbúðarhúsi á Hrís- hól. En það er nafn á jörð, þar sem áður voru Skriða og Fjósa- kot. Þarna er nú komin góð jörð, þar sem áður voru þessar smá- jarðir. Og þar er nú rekinn fyr- irmyndarbúskapur af þeim hjón um Hreini Kristjánssyni og Ernu Sigurgeirsdóttur. Verið er að reisa hlöðu mikla og fjós á Vatnsenda og einnig hlöðu og fjós á Hólsgerði, sem er syðsti bær í hreppnum vestan Eyjafjarðarár. En í fyrra var byggð á Tjörnum hlaða, og fjós lagfært. En Tjarnir eru syðsti bærinn austan Eyjafjarðarár. Það eru því engin líkindi til að þessar dalajarðir fari í eyði á næstunni. Enda eru Tjarnir ein fallegasta jörðin í Saurbæjar- hreppi. Og íbúðarhús úr steini á þessum jörðum. A Guðrúnar- stöðum er verið að byggja mikla vélageymslu. — Eru engin stórafmœli á nœstunni? — Jú, í haust er kvenfélagið Hjálpin 50 ára og Bókasafn Saur bæjarhrepps 80 ára. — Og hvað segir þú um þessi félög? — Um kvenfélagið vil ég nú ekkert segja, þó ég þekki bæði fæðingarhríðir þess og starfsemi allvel. En konurnar munu segja frá því á sínum tíma, því ég hygg, að þær séu ráðnar í því að halda upp á þetta merkisaf- mæli. — En bókasafnið, hvað segir þú um það? — Já, bókasafnið þekki ég nú betur og má segja, að það sé mér skyldara. Bæði er það, að ég hef setið í stjórn þess fyrr og síðar og nú síðustu tíu árin bóka vörður þess og ráðið miklu um innkaupin, og svo vill svo ein- kennilega til, að af tíu stofnend- um þess voru fjórir mér náskyld- ir. Afi minn, séra Jakob Björns- son, faðir minn, Árni Hólm, og tveir systursynir pabba, þeir Jón Jónsson bóndi á Æsustöðum og bróðir hans Árni Jónsson bóndi Melgerði. Og þetta félag var upphafið og ein grein af félaginu Stíganda er starfaði nokkur ár í hreppn- um að ýmsum nytjamálum, hafði meðal annars sunnudagaskóla að vetrinum, gaf út sveitablað o. s. frv. En bókasafnið er eina greinin, sem haldið hefur lífi. Eg hef verið að draga að mér efni í sögu þessa merka félags, en á eftir að fella saman það sem ég hef fengið, sem er all- mikið að fyrirferð. Og sögu bókasafnsins vil ég ekki segja nú. Það hefur jafnan lifað við erfið lífskjör, þröng- an fjárhag og á hrakhólum með húsnæði. Það hefur dvalið á bæjunum Hleiðargarði, Krónu- stöðum, Sandhólum, Saurbæ, Hálsi og Melgerði. En síðustu 10 árin að Sólgarði, félagsheimili sveitarinnar. Þar hefur það á- gætt herbergi. — Og sœkja menn bœkurnar þangað, eða eru þœr látnar ganga bæ frá bæ eins og siður hefur verið í sveitum? — Nei, þær eru hættar að ganga á milli bæja. Nýrri bæk- urnar hef ég heima hjá mér og byrja að pakka þær inn á haust- in, 2—4 í hverjum böggli, sendi svo pakka með mjólkurbílnum til þeirra, sem eru í félaginu eða gjalda tillag til safnsins. — Bækurnar eru svo aftur sendar til mín að loknum lestri, og ég sendi svo annan pakka. Svona ganga bókasendingarnar fram og aftur frá 15. okt. til 1. maí. Eldri bækurnar sækja menn í Sólgarð, eða síma til mín, ef þeir óska að fá einhverja vissa bók, og þá sendi ég hana til þeirra. Sumir koma heim til mín að fá skipti á bókum, og stund- um eru bækurnar sendar með skólabarnabílnum. — Og eru menn ánœgðari með þetta fyrirkomulag en að láta bœkurnar ganga bœ frá bœ? — Já, þeir sem lesa mest eru miklu ánægðari. Áður urðu þeir að bíða bókanna og höfðu ekk- ert að lesa fleiri daga. En nú senda þeir bækurnar að lestri loknum og fá aðrar í staðinn, stundum sama daginn. — Eru menn þá sjálfráðir, hvað lengi þeir hafa bœkurnar? — Að mestu leyti. Stundum kemur þó fyrir, að ég sé mér ekki annað fært en síma og reka á eftir bókunum. Sem sagt minna menn á það, að kunningja þeirra og vini langar líka til að lesa bókina. Sumir skipta um bækur eftir 4—8 daga og fá lánaðar 50 og allt upp í 100 bækur yfir veturinn, en aðrir hafa bækurnar 20—30 daga og einstaka lengur og það eru ekki nema 15—20 bækur, sem þeir fá yfir veturinn. Það er dálítið örðugt að lána sýiur ií Aknreyri Hclga Weisshappel Það má vissulega segja, að málverkasýningar eru mistíð fyrirbæri á Akureyri. Stundum líða kannski heilu árin án þess, að nokkrum listmálara ver^Ji það á að sýna hér verk sín, en svo koma aftur tímar á milli, þegar hver sýningin rekur aðra. Væri óskandi, að þau timab.il kæmu sem oftast, og eitt þeirra stendur einmitt nú yfir. Fyrir hálfum mánuði lauk sýn ingu Kristins Jóhannssonar, og fyrir aðeins viku síðan sýningu Magnúsar Á. Árnasonar. Og á morgun hefst þriðja sýning.in. Þá er það Helga Weisshappel, sem hér opnar sýningu í Lands- bankasalnum. Akureyringar hafa til þessa lítið kynnzt list hennar, en hún hefur áður sýnt víða, og hefur haft sjálfstæðar sýningar í Vín- arborg, Oslo, Bergen, Reykjavík, Akranesi og Keflavík. Verk Helgu hafa hvarvetna hlotið góða dóma, og er þess að vænta, að Akureyringar láti ekki hjá líða að kynnast verkum henn ar með eigin augum. Sýningin hefst kl. þrjú á morgun, og verð- ur opin til miðvikudagsins 2. september. Þar verða til sýnis og sölu 34 myndir. HEYRIA GÖTUHHl AÐ enda þótt islenzkir róðherr- ar viðurkenni ekki tilveru Kínaveldis, geti þeir ekki neitað boðum um góðar veizl ur þar í landi. AÐ róðamenn syðra i rafmagns- mólum viti ekki, hvernig þeir eigi að snúast við upp- lýsingum um virkjunarkostn að við Laxó og þori ekki að birta óætlanir um kostnað við Búrfellsvirkjun. AÐ útlendir hafi misst trú ó aluminiumvinnslu hér ó landi og innlendir flestfr nema kratar.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.