Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 28.08.1964, Page 2

Verkamaðurinn - 28.08.1964, Page 2
n CJull I Að þessu sinni sækjum við gullið til miðfirzks bónda. Gunnlaugur P. Sigurbjörnsson heitir hann, og hefur nú senn búið í hálfa öld á Ytri-Torfu- stöðum í sveit Grettis ins sterka. Gunnlaugur hefur ekki mikið gert að því að bera framleiðslu sína á torg út, — þó kom frá honum ljóðabókin Daggir, 1927. Og svo kveður Gunnlaugur: Til Vald. Benónýssonar. Bralli spillir, hróðrar hann, hella vill úr stúti. Allir hylli áttræðan, elli snilli lúti. Sumarmál. Norðri kaldur kvæðin þuldi, klakavaldið bar í höndum, þó var aldrei ógnar kuldi ísatjalds á sæ og löndum. Stefán Vagnsson. Stefán fallinn fyrir borð, — fækkun snjallra, krafa. Senn mun alla óðarstorð auðnin kallað hafa. Lóan syngur söngva betri, söng um þing hins nýj a litar. Geislafingrum grænu letri glóeyg kringum skáldið ritar. Stökur. Það er von mig vanti auð, verði pyngjan mögur: Þegar hinir hugsa um brauð, hugsa ég um bögur. Sjónin mín er svona dauf, sem í þokukófi: Vinnubrögðin verða gauf, verkalaun 1 hófi. Mótun. Göngu mótar drengs í dag dável mótuð bagan. Eins og mótar okkar hag áramótasagan. Glitský. Glita loftið gullin ský, geislar stíga á fætur. Árstygg nóttin enn á ný undan síga lætur. Bindindi. Þó að kaldir byljir böls brjóti á tjaldi mínu, lízt mér aldrei, löður öls, lúta valdi þínu. »FI o h h u I j A u r ií finari« Það kemur fyrir, að hraustir menn taka í sig flensuveiru, og í Verkamanninum 14. ágúst sést svart á hvítu, að góðir sósíalistar geta tekið í sig illilegar auð- valdsveirur. Sú fyrrnefnda leggst á líkamann, en hin síðar- nefnda á sálina og manngildið. Það kostar ofurlitla fyrirhöfn að stöðva bíl, ef ferðalangur á löngum vegi biður um hjálp- semi til að komast í tæka tíð að gistingar- eða ákvörðunarstað; en eykur það ekki manngildi og lífsgleði hverjum góðum dreng að fá tækifæri til að veita öðrum af góðvild og hjálpsemi sinni og verða þannig höfðingi í raun og þjóð sinni til sæmdar? Það hagar svo til, að ég er út- lendingur og þekki þess vegna viðbrögð þeirra við menningu og ómenningu, er þeir mæta í öðrum löndum. Sumarið 1931 fór ég sem ung- lingspiltur um Suðurlandsund- irlendið með nokkur rúgbrauð og smj örlíkisstykki í nesti bund- ið á hjólið mitt, og mér er enn- þá mikil hlýja í huga, þegar ég minnist menningar íslendinga á efstu bæjum Árnessýslu. En mér er líka minnisstætt, þegar ég í góðsveit gekk framhjá hópi lítt upplitsdjarfra vinnu- eða verka- manna, sem ungur maður, mik- ill að burðum, ómerktur af vinnu, í kaupstaðarfötum, var að rexa við og síðan notaði tæki- færið til að ausa svívirðingum og háði algerlega að ástæðu- lausu yfir útlenda „flækinginn“, honum til mestu furðu en vax- andi fyrirlitningar. Viðhorf mitt hefur síðarmeir verið markað af þessum kynn- um af íslendingum og valds- mannastétt þeirra. Þessi tví- skipta reynsla útlendinga á ís- landi virðist vera mjög almenn og þeir draga sömu ályktanir af henni; sérstaklega ungir mennta- og vísindamenn, sem atvinnu sinnar vegna þurfa að vera næm- ir, en nú er orðið svo fámennt í sveitum, að þeir öðlast almennt engin kynni af íslenzkri menn- ingu. Mig hefur tekið það mjög sárt, að reykvísk æsiblöð álíta sig auka söluvonir sínar með því að svív.irða góða gesti þjóðar- innar og hvetja íslendinga ó- spart til að verða sér og þjóð sinni til álitsminnkunnar og fyr- irlitningar, og það er sorglegt mjög, að smithæfni ómenningar og heimsku skuli orðin svo megn, að jafngóður Islendingur og Kristján frá Djúpalæk var, skuli hafa fengið svo svæsið kast sem greinarstúfur hans ber vitni. Honum til málsbóta getur verið, að lélegri maðurinn í hon- um hafi komizt að ritvélinni vegna áfalls, er betri maður hans hefur hlotið, og óska ég hann SPURT FRÉTTA ÚR EYJAFIRÐI Framhald af 1. síðu. frá hiniun og öðrum. Og ég vil skjóta því til velunnara safns- ins, hvort sem þeir eru í hreppn- um eða burt fluttir, að þeir ættu ekki að eyðileggja bækur og tímarit, sem þeir ekki vilja eiga, heldur gefa það til safnsins. — Hvernig er meðferðin á bókunum? — Það sagði einhver í út- varpinu, að sjá mætti hvemig hreinlæti væri á heimilinu með því að athuga meðferðina á bók- xun, sem þar væra til. Bækurnar væru hin þöglu og réttlátu vitni. Og mér er ánægja að geta þess, að bókasafnsbækurnar bera heimilum hér góðan vitnisburð yfirleitt. Á mörgum heimilum er farið svo vel með bækurnar, að ekkert sér á þeim. En því miður eru þó til 2 eða 3 heimili, þar sem full þörf væri á betri með- ferð á bókunum. Við höfum auk almennra bóka ofurlítið bamabókasafn, er skólastjóri barnaskólans sér um útlán á. Þetta eru aðeins tæpar 200 bækur. En svo höfum við ýmsar unglingabækur í aðalsafn inu, t. d. Nonna-bækurnar. — Nœr starfssvið bókasafns- ins yfir allan hreppinn, eða eru fleiri lestrarfélög í þessum víð- lenda hreppi? — Samkvæmt lögum, er nú gilda um bókasöfn í sveitum, er í rauninni tæplega hægt að tala lengur xnn sjálfstæð lestrar- félög í sveitunum, því ef sveitar- lestrarfélag tekur á móti fé úr ríkissjóði og sveitarsjóði, eru bækur félagsins orðnar eign sveitarinnar og á safnið að geym ast og meðhöndlast af stjórn, er hreppsnefnd skipar og ekki má selja bækurnar nema með leyfi bókafulltrúa ríkisins. Annars er það svo með Bóka- safn Saurbæjarhrepps, að þó það vær,i stofnað sem félag einka manna fyrir 80 árum þá hefur það nú lengi verið eign Saur- bæjarhrepps og stjórnað af mönnum, er hreppsnefnd hefur tilnefnt, og náð yfir allan hrepp inn. En jafnframt hefur annað fé- lag starfað í hluta af hreppnum og lengi fengið eins og Bókasafn- ið, styrk úr ríkissjóði og sveitar- Jarðarför eiginmanns míns, ÞÓRIS JÓNSSONAR, mólarameistara, sem andaðist 24. þ. m., fer fram fró Akureyrar- kirkju miðvikudaginn 2. september kl. 14.00. Fyrir hönd barna og tengdabarna, Þórey Steinþórsdóttir. Þökkum af alhug öllum þeim einstaklingum og félagasam- tökum, er auðsýndu okkur samúð við andlót og jarðarför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HELGA PÁLSSONAR, forstjóra. Sérstaklega þökkum við bæjarstjórn Akureyrar þó miklu vinsemd og virðingu, er hún auðsýndi hinum lótna. Guð blessi ykkur öll. Kristín Pétursdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. hljóti sem skjótastan og gagn- gerastan bata. Því illt er til þess að hugsa, að íslendingar verði almennt svo aumir sem þeir eru óspart hvattir til, að þeir megi ekki vera að því að stöðva bíl sinn, að meira eða minna leyti tóman, ef gestur álítur þá hafa efni á og næga menningu til að bera að létta honum göngu á fjöllum uppi milli byggða og auðsýna þannig virðingu út frá siðakerfi sínu. Enda munu flestir ferða-- langa telj a það sæmd sinni ósam- boðið að endurgreiða ekki marg- faldlega auðsýndan höfðings- skap. Þess vegna er argasti misskiln- ingur að álíta liðsbón þeirra á fjallvegum uppi betl og barlóm auðugra manna, er mjög séu ósárir um virðingu sína, eins og svo algengt er að álíta hér, og að haga sér samkvæmt því, sem aðeins sannfærir þá um, að íbúar þessarar eyjar eigi auð, en enga menningu eða höfð- ingsskap. Einar Petersen, Kleif. sjóði, en nú eiga bækur þess að fara í aðalbókasafnið, og er því eins og áður segir ekki um sjálf- stæð félög að ræða lengur. — Er eftirlit frá því opinbera með rekstri safnanna og hvernig þau eru hirt? — Skýrslur um bókasöfn og útlán svo og reikningar, er sent til bókafulltrúa árlega og er það skilyrði fyrir styrk úr ríkissjóði. Bókasafn Saurbæjarhrepps hef- ur verið svo heppið, að það hef- ur lengst af haft sæmilega bók- hindara hér í sveitinni, er bund- ið hafa bækurnar. Og það er auð séð, að fyrsti bókbindari safns- ins, Benjamín Benjamínsson, bóndi á Björk í Sölvadal, hefur bundið bækurnar ágætlega, gæt- ir þar hagleiks og trúmennsku. — En hveð segirðu um „flótt- ann úr sveitinni“? Fcekkar fólki í hreppnum? — Það hefur verið svipuð fólkstala hér um allmörg ár, svo að um flótta er ekki að ræða. Sumir flytja burt vegna þess að þeim finnst búskapurinn erfið- ur. Og sumir flytja burt af öðr- xxm ástæðum. Það er engin ný- lunda þó fólk flytji úr sveitinni. Fyrir og eftir 1890 fór héðan úr hreppnum margt fólk til Ame ríku, að leita þar að gulli og grænum skógum. Ameríkuagent- ar létu mikið af dýrðinni þar vestra. Einn af þeim, er fluttu frá íslandi tlil Ameríku, var hinn kunni hagyrðingur Káinn. Hann fór 1878. Hann lýsti síðar ferðum íslendinga svo, að þeir hefðu „farið úr harðindunum hér í hungrið þar.“ Nú leitar fólkið að gxxlli og grænum skógum við sjávarsíð- una. Það verður ekki fyrir eins miklum vonbrigðum og fólkið, sem fór til Ameríku á árunum, en samt finnur það, að ýmislegt er að í kaupstöðunum, þó öðru- vísi sé en í sveitinni, og sumt kemur aftur í sveitina. Það er engin hætta á, að sveitirnar sunn an Akureyrar fari í eyði, hitt þykir mér sennilegra, að fólki fjölg.i í þessum sveitum að stór- um mun áður en langt um líður. 2) Verkamaðurinn Föstudagur 28. úgúst 1964.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.