Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 28.08.1964, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 28.08.1964, Blaðsíða 3
r- ¦^¦^¦^^^¦^¦^¦^¦^^¦^¦^^ ^ ^ ^ ^ ^"^ SKRJÁF í SKRÆÐUM Utarlega á Vatnsnesi vestan- verðu, eru lllugastaðir. Bærinn stendur á flata við sjó fram. Þar er ströndin sérkennileg og fögur, skipt- ast á sker, eyjar, drangar og berg- veggir. Enginn gengur þar um ó sumardegi, ón þess að dásama breytileik og „obstrakt" myndir náttúrunnar. Á lllugastöðum er eggver mikið og gagnsamt, enda mikið fyrir það gert, sérstaklega meðan Guðmundar Ketilssonar og sonar hans Varp- Eyjólfs naut við. Kollurnar njóta enn handarverka þeirra, skjólgarða og girðinga. Þar hefur margur steinn verið faerður til betri vegar, þótt þungur væri. Enda kvað Guð- mundur: Þegar nafn mitt eftir á allra þögn er falið, lllugastaða steinar þá standið upp og talið. Og margt er það enn á lllugastöð- um, sem vitnar um Ketilssyni. Enn standa veggir að smiðju Natans úti í Smiðjuskeri og þar ! gólfi stendur holur steinn, sem hann herti járnið sitt í. Já, það er margt að sjá og skoða á lllugastöðum. Þar hefur minjum verið vel við haldið, enda hægara um vik, þar sem afkomendur Guð- mundar hafa alltaf síðan setið stað- inn og sitja enn. Skrjáfarinn naut þess meðlætis að dvelja á lllugastöðum einn dag og tvær nætur í júlí 8.1. — og ganga þar um garða og eggver. Þó urðu honum þessar stökur lausar: Heim til vina hraða eg mér, hvergi lina sporið, hér sem kynið kjama er Ketilssyni borið. Víkinganna skyggði skjöld skýrt það sanna merkin, hófu ranninn heila öld hugvitsmanna verkin. Út við flæði og ægisker efldu næðið holla. Una bæði ið bezta hér bliki og æðarkolla. Grafa í friði grænleit egg geymd ! miðju veri, eiga friðland undir vegg úti ! Smiðjuskeri. Höfðings-andi er eins og fyr yfir strandarbænum. Öllum standa opnar dyr eins af landi og sænum. Sólin baðar sund og sker, signir hlað og bala. Illugastaðasteina hér stoltar raðir tala. Föstudagur 28. ágúst 1964. Það mun marga hafa sett hljóða, er andlátsfregn Helga Pálssonar bæjarfulltrúa, barst til eyrna bæjarbúa miðvikudaginn 19. þ. m., mitt í önn dagsins og athafna. Helgi var fæddur á Ak- ureyri 14. ágúst árið 1896, son- ur hjónanna Kristínar Þ. Jak- obsdóttur og Páls Jónassonar. Helgi var mikill dugnaðar- og athafnamaður og í fyrstu beind- ist hugur hans aðallega að út- gerð og hafði hann um tíma síldarsöltun og fiskverkun, er veitti töluverða atvinnu á erfið- leikatímum. Stórhugur hans og trú á það, að með stórvirkum fiskveiðitækjum yrði auðveldast að bæta hið erfiða atvinnu- ástand, er þá ríkti í bænum, brást honum ekki, og frá þeirri skoðun sinni kvikaði hann aldrei þótt oft blési þungt á móti. Það gat því ekki framhjá því farið, að þegar Útgerðarfélag Akureyr- inga h.f. var stofnaS var Helgi einn af þeim traustustu og áhuga sömustu um þá félagsstofnun og valinn fyrsti stjórnarformaSur þess félags og hafSi formanns- starf á hendi nær óslitiS síSan. Þegar Akureyrarbær réSist í þaS aS kaupa Krossanesverksmiðj - una af hinum norsku eigendum hennar, var það ekki hvaS síst fyrir orS og áeggjan Helga Páls- sonar, aS í slíkt var ráðizt og hún endurbætt og gerð að var- anlegu atvinnutæki í bænum. Síðari árin rak Helgi Bygg- ingavöruverzlun Akureyrar af miklum dugnaði og framsýni, og þótti jafnan gott til hans aS leita með viSskipti, enda sérlega lipur og hjálpsamur hverjum þeim, er til hans leituðu. Jafn- framt erilsömum störfum viS verzlunina gaf Helgi sér tíma til að vinna að ýmsum félagsmál um um mörg ár sem bæjarfull- trúi, átti sæti í bæjarráði og hafnarnefnd og um tíma átti hann sæti í stjórn Krossanes- verksmiðjunnar auk ýmissa ann arra trúnaðarstarfa fyrir félaga- samtök og bæj arfélagiS. Eg kynntist ekki Helga aS neinu ráði fyrr en leiðir okkar lágu saman á sviði bæjarmál- efna. Það var gott með honum að vinna að hverju því máli, er til heilla horfSi, einlægni hans og drengskapur skapaSi honum traust og virSingu samstarfs- manna. Nú er leiSin gengin á enda. ViS kveðjum mætan borgara og góSan dreng. Eiginkonu hans, Kristínu, og öSrum ástvinum sendi ég hugheilar samúðarkveðj ur. Jón Ingimarsson. Helgi Pálsson — JHinninfgarorð — MikiS fjölmenni var viS jarS- arför Helga Pálssonar sl. þriðju- dag, og er það ljós vitnisburður um, hve mikil ítök hann átti í bæ sínum og samferðamönnum. Helgi var borinn og barnfæddur Akureyringur, fæddist 1896 og ólst upp í litlum bæ hér innst í Fjörunni, þar sem nú er Aðal- stræti 80. Helgi var því í miðri sveit aldamótakynslóðarinnar, sem skilur eftir sig mikil og mörg góð vegsummerki, bæði hér og víða í landi okkar. . ÞaS var ekki hátt risið á Akur eyrarbæ um það leyti, sem Helgi fæddist og ólst upp. Nokkur lítil og lág timburhús og torfbæir mynduðu slitrótta byggð með- fram Pollinum. Nú er Akureyri allreisulegur bær á mælikvarSa okkar landsbyggSar, í stöSugum vexti, og meS nokkuS fjölbreyti- legu atvinnulífi og margháttaSri menningarstarfsemi. Þetta eru verk kynslóSarinnar, sem var og er aS starfi. Eg held, að það sé ekki ofsagt, að Helgi Pálsson hafi á starfsæfi sinni verið í hópi hinna framsæknustu í þessu fjöl- breytilega uppbyggingarstarfi. Honum voru falin mörg og fj ölbreytileg trúnaðarstörf í bæ sínum og átti sérstaklega gott með að ná árangri í samstarfi við aðra, enda var hann gæddur þeim kostum, að vera félags- lyndur í bezta lagi, frjálslyndur og fordómalaus, bæði gagnvart þeim mönnum, sem hann vann með, og málefnunum, sem um var aS ræSa. I bæjarstjórn Akureyrar var Helgi æfinlega meðal hinna fram sæknustu um það, að Akureyri yrði verulegur þátttakandi í að- alframleiSsiustarfi þjóðar okk- ar, fiskveiðunum og fiskiðnaði, — taldi, að vexti bæjarins væri of þröngur stakkur skorinn, ef ekki yrSi hafizt handa um út- gerS stórra og fullkominna fiski- skipa, sem legSu hér upp afla sinn til vinnslu. AS þessu verk- efni, ásamt mörgum öSrum fram faramálum Akureyrar, lagSi Helgi fram krafta sína og hæfi- leika, og á því ríkan þátt í því, aS Akureyri hefur náS þeim vexti, sem raunin er. Fyrir afskipti Helga Pálsson- ar af almennum málefnum Akur- eyrar og sérstaka hjálpsemi viS fjölda einstaklinga, sem við hann áttu skipti, var þaS vel verSskuIdaS, að svo margir heiðruðu minningu hans við jarðarför hans, sem raun varð á. Tryggvi Helgason. Helgi Pálsson bæjaríulltrúi lézt miðvikudaginn 19. ágúst sl. — Hann fæddist í innbænum á Akureyri 14. ágúst 1896, og í innbænum bjó hann alla sína æfi. Helgi varð því 68 ára gamall, og ekki getur það talizt hár ald- ur í árum, en hreyfing jarðar er ekki ótvíræður mælikvarði á lífsskeiS manna. ÞaS lífstempo, sem lifað er, hlýtur að skipta miklu máli, og því átti Helgi langa starfsæfi. Ekki var æfi hans viðburðasnauð og leiðin- leg, heldur tilbreytinga- og lær- dómsrík. Hann var maSur starfs ins, ætíS ungur, lifandi og góS- ur drengur. Helgi var vinsæll og mikils metinn af öllum, sem höfSu viS- skipti viS hann, bæði á kreppu- árunum, þegar hann gerði út Jarlinn, sem hann missti í þann mund, er gullflóð stríðsins var að ná ströndum okkar, og eins frá þeim tíma, þegar verzlunar- rekstur var atvinna hans. Helgi var og mikils metinn í bæjarstjórn Akureyrar, bæði af flokksbræðrum hans og okkur hinum, sem störfuðum þar sam- tímis honum. Það hryggir mig mjög, að hann skipar ekki leng- ur sæti sitt þar. Eg flyt Kristínu ekkju hans, og börnum þeirra, samúðar- kveðjur frá mér og mínum. Ingólfur Arnason. ARNiÐ III II I A Þann 18. þ. m. varS Þóroddur Guðmundsson skáld frá Sandi sextugur. Persónulega langar mig að senda Þóroddi og konu hans árn- aðaróskir á þessum tímamótum, um leið og ég harma það, hve árin líða nú hratt hjá og miklu hraðar en var í gamla daga. Annars gerir það vitrum mönnum ekkert til þótt þeir eld- ist, þeir verSa bara miklu vitr- ari, og Þóroddur er bæSi vit- maSur og vitskáld. En guS hjálpi þeim skáldum, sem byggSu á undirstöSu blóSs og elds. Þau mættu gjarna „deyja ung". Mig langar aS þakka Þóroddi fyrir ítarlegar tilraunir hans á EiSum forSum að kenna mér grasafræSi, þaS var ekki hans sök þótt svona færi. Eg þakka honum, aS á sama stað kenndi hann mér íslenzku, og vann þaS afrek aS venja mig af hinni landlægu austfirzku hljóSvillu. Eg hafSi aldrei heyrt gerSan mun á hljóSi e-i. En menn not- uSu stafinn jöfnum höndum og varð heppni að ráða, hvort rétt var. E var þó meir notað í tali. Á Eiðum komst ég inn í galdur hinna ólíku hljóða þessara vand- ræða stafa „e með púnkti og opeð e". Þá mætti geta þess nú, þótt Þóroddi verði ekki reiknað það til tekna, að segja má, að hann uppgötvaði mig sem skáld. Hann bauð okkur að semja „heimastíl" um efnið: Bærinn minn. Ég rímaði minn stíl. Og kennarinn las hann upp fyrir öllum bekknum og fór um vin- samlegum orðum. Þetta gaf uppörfun þá. Þá vil ég þakka honum ljóð hans öll, þýdd og frumsamin, laust mál hans, þó einkum ævi- sögu föður hans, hins sterka stofns, Guðmundar á Sandi. Eg þakka Þóroddi skelegga og fórnfúsa baráttu gegn herstöðv- um, þátttöku hans í fundum og félagsstarfi þar, sem enn er ekki lokið. Þá þakka ég honum og fj ölskyldu hans persónuleg kynni til margra ára, kynni, sem aldrei bar skugga á. Ég vona, að þjóðin eigi eftir að njóta þín enn lengi, Þórodd- ur. Að þú eigir enn eftir að vaxa að vilja og viti, ljóSrænu og náttúruskynjan. Og ég vildi óska, að margir af Sandsætt- inni mættu fæða af sér jafn vel- gert fólk eins og hann faðir þinn. Lifðu heill. K. f. D. Blaðið og lesendur taka undir a. m. k. síðari hluta þessa. Sami. Verkamaðurinn (3

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.